Leita í fréttum mbl.is

Hvar var aðalhagfræðingur Seðlabankans?

Grein Anne Sibert er að sumu leyti athygliverð. Þó að flestu öðru leyti en því sem fjallar um Davíð Oddsson og einkavæðinguna. 

Hversu góður eða slæmur sem Davíð Oddsson var sem Seðlabankastjóri þá var hann einn af þremur Seðlabankastjórum en ekki alvaldur. Auk þess var aðalhagfræðingur bankans til staðar greinilega mjög hæfur maður því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur gert hann að aðstoðarseðlabankastjóra. Það hefur því greinilega verið mat forsætisráðherra að hin hagfræðilegu ráð hafi ekki brugðist í Seðlabankanum fyrir hrunið.

Það er eðlilegt  að leitað verði skýringa hjá forsætisráðherra hvað það var sem brást og Önnu Sibert ætti að vera hæg heimatökin í því efni.  Það var og  er her hagfræðinga og viðskiptafræðinga  starfandi í Seðlabankanum eins og Anna Sibert sjálfsagt veit


mbl.is Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur reyndar komið fram víða að hagfræðideild SÍ kom hvergi nærri í aðdraganda hrunsins, því að bankastjórnin með aðalbankastjórann í aðalhlutverki hélt þeim utan við allt. En þeir höfðu nóg af hjálp auðvitað með alþekkta gúrúa í stjórn bankans, eins og Hannes Hólmstein ...

Gylfi (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 17:35

2 Smámynd: Jón Sveinsson

ALLTAF ER GOTT AÐ HAFA BLÓRABÖGGUL.

Öll höfum við galla,Þjóðin átti að rétta úr kútnum þegar Davíð var vikið úr starfi, Hef klórað mér í hausnum síðan,En alt hefur versnað það á að niðurlæga þjóðina með þessu grautarsamningi (Útbrunnum Svavars Samningi) Oft er sagt betur sjá augu en auga en ekki á það við um Jóh0nnu og Steingrím.

Jón Sveinsson, 9.8.2009 kl. 17:52

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Aðalbankastjóri Jón, Aðalbankastjóri. Það hlýtur að setja meiri ábyrgð á hann, en hina..

hilmar jónsson, 9.8.2009 kl. 18:36

4 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Davíð var alvaldur í öllu sem hann kom nálægt alla sína tíð, hvar sem hann var. Vissulega voru tveir aðrir seðlabankastjórar starfandi að nafninu til. Þeir hafa aldrei vogað sér að vera annarrar skoðunar en Davíð og komu aldrei fram fyrir hönd bankans. Það var alltaf Davíð sem talaði eins og sá sem valdið og vitið hafði. Hann hafði hins vegar enga hagfræðilega menntun heldur tók hann lögfræðipróf en starfaði líklega aldrei við fagið.

Arftaki Davíðs í formannsstól Sjálfstæðisflokksins hefur annan bakgrunn. Geir H Haarde er menntaður hagfræðingur, starfaði sem slíkur í Seðlabankanum, var aðstoðarmaður fjármálaráðherra, síðan lengi fjármálaráðherra sjálfur, þá utanríkisráðherra og svo forsætisráðherra. Hann átti að sjá í gegnum þetta allt en gerði aldrei neitt í málunum og lét bara Davíð stjórna sér.

Magnús Óskar Ingvarsson, 9.8.2009 kl. 18:53

5 Smámynd: Jón Magnússon

Gylfi en hvar var aðalhagfræðingur Seðlabankans? Hafði hann ekkert með málin að gera. Ekki hefur komið fram að hann hafi verið ósammála einu eða neinu sem gert var.  Hvaða ráðleggingar gaf hann. Maður sem er búinn að vera lengi í stjórnun eða pólitík leitar til sérfræðinga áður en hann tekur ákvarðanir.

Jón Magnússon, 9.8.2009 kl. 19:16

6 Smámynd: Jón Magnússon

Hilmar ég er ekki að tala um ábyrgð eins eða annars ég er bara að bendá á staðreyndir.

Jón Magnússon, 9.8.2009 kl. 19:17

7 Smámynd: Jón Magnússon

Magnús Óskar ég held að þú gerir of lítið úr samstarfsfólki Davíðs og það ber ábyrgð sem slíkt alveg eins og hann og ekkert síður.

Jón Magnússon, 9.8.2009 kl. 19:18

8 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Nei Jón, þú ert að misskilja mig, svo að ég þarf að hnykkja á þessu. Mér dettur ekki í hug að gera lítið úr samstarfsfólki Davíðs. Heldur skal ég ekki draga úr ábyrgð þeirra manna. Hitt var ætlun mín að vekja athygli á ofstopa Davíðs og þeirri staðreynd, að menn voguðu sér ekki að setja sig upp á móti honum, jafnvel þó að þeir hefðu aðra skoðun.

Magnús Óskar Ingvarsson, 9.8.2009 kl. 19:32

9 identicon

Bjánar eru þið. Þar sem Davíð situr hefur enginn neitt að segja um eitt né neitt nema Davíð sjálfur. Þeir sem halda öðru fram eru þroskaheftir - eða ljúga gegn eigin sannfæringu, sem er tilfellið hérna - alveg áreiðanlega.

el_magmifico (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 20:09

10 Smámynd: Jón Magnússon

Það er ekki mín reynsla þar sem við höfum setið saman og ég er þá sjálfsagt bæði að ljúga eða þroskaheftur elmag miðað við þína útleggingu sem mér finnst vera nánast hinum megin við mörkin þó ég samþykkti hana.

Jón Magnússon, 9.8.2009 kl. 21:54

11 identicon

Davíð ber ekki einn ábyrgð á Seðlabankanum.En hann var aðalbankastjóri og sem slíkur hlýtur hann að bera töluverða ábyrgð sem æðsti maður bankans eða hvað? 

Raunsær (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 21:56

12 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta er nú óttalega þunn grein hjá Anne Sibert, Jón. Hún virðis a.m.k. ekki hafa mikinn skilining á því að forsætisráðherra Íslands stýrir efnahagsmálum og hagstjórninni, og að halda því fram að Davíð Oddsson hafi ekkert lært á þeim árum sem hann sat sem borgarstjóri og forsætisráðherra, er náttúrlega fáránlegt. Maðurinn er jú bæði þokkalega læs og skrifandi!

 Anne þessi Sibert virðist láta mata sig af röngum upplýsingum um Ísland. Hún skilur greinilega ekki hvað gerðist hér með bankana og ástæðuna fyrir því að þeir hrundu. Þar áttu stjórnendur bankanna og regluverk ESB stærstan hlut að máli, en ekki stærð þjóðarinnar eða landsins. Spurning hvort það á ekki eftir að koma í ljós að hvorki Seðlabanki, rískistjórn Íslands eða stjórnir Bretlands og Hollands hafi í raun getað beitt sér eins og þurfti, vegna regluverks ESB? Það verður fróðlegt að sjá skýrsluna 1. nóvember.

Vonandi er skilningur annarra meðlima í Peningastefnunefnd Seðlabankans betir en Anne Sibert's. Ella kann illa fyrir okkur að fara, því erfitt er að sjá að núverandi forsætis- og fjármálaráðherra hafi betri skilning, reynslu eða menntun en Davíð Oddsson til að koma efhagsmálum þjóðarinnar á réttan kjöl. Og ekki hafa þau langan tíma til að læra.....

Ómar Bjarki Smárason, 9.8.2009 kl. 21:56

13 identicon

Aðalhagfræðingur seðlabankans var Davíð ekki að skapi og Davíð heilsaði honum varla á göngunum. Og jú Jón Davíð var svo gott sem einráður þarna.

óli (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 21:59

14 identicon

Rétt hjá þér Jón, sökin er allt eins undirsátanna...

Jóhann (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 22:22

15 identicon

Það er merkilegt af athugasemdum hér hve margir láta flakka ýmsar fullyrðingar án þess að þeim fylgi neitt að baki en það hefur einkennt umræðu um persónu Davíðs Oddssonar að menn vilja láta í veðri vaka að hann sé einhverskonar geðsjúklingur með mikilmennskubrjálæði. Menn halda að þeir sem komi nálægt honum hafi engan sjálfstæðan vilja. Ég leyfi mér að fullyrða að það er langt í frá að Davíð Oddsson ríki sem einvaldur þar sem hann hefur komið að. Hann hafði ekki úrslitavald í stjórn Seðlabankans og ennfremur setti hann ekki stefnu Seðlabankans. Seðlabankastjórar voru þrír með jafnan atkvæðarétt varðandi aðgerðir Seðlabanka. Hinir tveir voru farsælir í starfi og enginn gagnrýndi störf þessara þriggja fyrr en fyrst eftir hrunið, þegar það var kominn tími til að finna blóraböggla til að hylma yfir með hinum raunverulegu glæpamönnum og vísa athygli frá sjálfum sér. Þess fyrir utan þá myndi ég ætla að starf seðlabankastjóra fellst ekki í því að greina áætlanir eð a koma fram með hugmyndir að framkvæmdum nema að litlu leyti. Það felst aðalega í að fá ráð frá fagaðilum og meta hversu viðeigandi þau eru og út frá því taka ákvarðanir um hvað er best fyrri þjóðina, og í þessu hefur Davíð Oddsson mestu reynsluna og hefur ekki nein hagsmunatengsl sem trufla sitt starf. Ólíkt mörgum öðrum, til að mynda leyfir maður sér að efast að norskur seðlabankastjóri beri hagsmuni Íslands fyrir brjósti í sínum störfum. En menn eru tilbúnir að kasta burt öllum fyrirvörum svo lengi sem Davíð sé borin tjöru.

Herminator (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 23:05

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju hvarflaði það að mér að spyrja hver það væri sem greiddi þessar Önnu Sibert kaupið ? Eru þessar niðurstöður ekki dálítið eins og pantaðar ?

Ég saknaði þess að hún tilgreinir ekki hversu alger vatnaskil urði í Seðlabankamálaflokknum þegar norski strákurinn tók við af þessum Davíð. Gengið styrktist mikið og allr horfur um afnám haftanna bjartari. En svo kemurlíka  Már bráðum og reddar þessu.

Það er samt ákveðinn galli að forsætisráðherrann skuli ekki hafa meira samband við starfsbræður sína í öðrum löndum. Kannski skilja þeir okkur eða hana bara ekki ?

Halldór Jónsson, 10.8.2009 kl. 00:55

17 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er reyndar alkunna að Davíð hunsaði aðalhagfræðinginn og leitaði t.d. ekkert til hagfræðideildarinnar í heild sinni í aðdraganda Glitnismálsins. 

- Hafði hagfræðingurinn ekki skrifað grein í Moggann rétt um það bil sem Davíð tók við þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni og rökstuddi vel að krónan væri of smátt myntkerfi til að það gæti borgað sig að halda henni úti? - Það dugir minna en það til að Davíð virði viðkomandi og ráð hans einskis.

Helgi Jóhann Hauksson, 10.8.2009 kl. 04:41

18 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Ómar Bjarki að grein Önnu er ekki merkileg alla vega hvað Ísland varðar en hún spyr hins vegar spurninga sem vert er að gæta að þ.e. hvaða ókosti fámennið hefur og hvernig á að bregðast við því.

Jón Magnússon, 10.8.2009 kl. 10:23

19 Smámynd: Jón Magnússon

Sé það rétt Óli og Helgi að aðalhagfræðingur Seðlabankans hafi verið algjörlega hundsaður af bankastjóranum þá hefði maðurinn átt að gera athugasemdir eða fá sér aðra vinnu og gera grein fyrir hvers vegna ef döngun hefði verið í honum.  Þetta eru síðari tíma skýringar sem hafa enga þýðingu núna. Maðurinn var yfirmaður og honum bar sem slíkum skylda til að rækja starf sitt af kostgæfni en þið eruð í raun að segja að hann hafi ekki gert það. Af hverju gerði Jóhanna hann þá að aðstoðarseðlabankastjóra?

Jón Magnússon, 10.8.2009 kl. 10:26

20 identicon

Sæll Jón, held einmitt að það sé með vilja gert að minnast lítið á samstarfsmenn Davíðs í bankanum.  Það að gera aðalhagfræðinginn að aðstoðarbankastjóra virðist mér ekki að sé dómur yfir lélegri hagfræðistjórn enda hlýtur hann að hafa verið til ráðgjafar varðandi málefni bankans.  Það að gera Davíð að blóraböggli í þessu máli er dæmigert fyrir þá flokka sem nú reyna að stjórna landinu enda virðist mér að það að benda á alla nema sjálfa sig virðist alltaf vera vörn leiðtoga þessara flokka ef málefni hrunsins ber á góma. Orðbragðið í athugasemdinni hér fyrir framan er einmitt dæmigert fyrir rökþrota fólk og dæmir sig sjálft.

Jóhann Hannó Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 10:28

21 identicon

Hvers lags amlóða höfum við verið með í vinnu þarna í Seðlabankanum. Er þetta ekki örugglega fullorðið fólk ??? Ég er orðin svo þreytt á þessum embættismönnum sem frábiðja sér alla ábyrgð sem fylgir þeirra vinnu. Geta allir starfsmenn Seðlabankans, hvaða stöðuheiti sem þeir hafa, skýlt sér bak við Davíð Oddsson eins og gúngur, bent á hann og sagt "við gerðum ekkert, við vissum ekkert, það er allt honum að kenna!" Ef þeir voru ekki með á nótunum, eða þorðu ekki að standa sig í vinnunni (ntb. þeir voru ekki í vinnu hjá Davíð)...þá vil ég að menn endurgreiði þau laun sem þeir þáðu á þessum tíma, í það minnsta góðan hluta af þeim launum. Því þessir starfsmenn eru að þiggja laun í samræmi við ábyrgð í starfi, ef þeir frábiðja sér ábyrgðina eftirá...þá eiga þeir að endurgreiða launin fyrir hana! Fólk hefur verið óþreytandi í að úthrópa Davíð Oddsson fyrir frekju, yfirgang, einræðistilburði og fleira og fleira.Ef hann kemst upp með það við samstarfsmenn sína sem eru hátt settir og með völd í Seðlabankanum....hvað segir það þá um störf þeirra manna? Eru ÞEIR að vinna SÍNA vinnu? Er einhver þarna sem þorir að segja: ég var bara ekki að standa mig í vinnunni, mér þykir það leitt !!!!! 

jig (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 12:24

22 Smámynd: Dunni

Mig minnir að í umræðunni sl. haust og vetur hafi það æði oft komið fram að Davíð sóttist ekki eftir ráðum hagfæðideildarinnar í bankanum og alls ekki aðalhagfræðingsins.

Dunni, 10.8.2009 kl. 14:37

23 identicon

Þegar Evran var tekin upp lýsti þáverandi forsætisráðherra Íslands því yfir að hún yrði svona álíka gjaldmiðill og sá sem þá var notaður í Norður-Kóreu.

Síðar var þessi sami maður gerður að seðlabankastjóra á Íslandi.

 Þarf að segja meira um hæfni þessa manns á sviði hagstjórnar ?

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 15:36

24 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Jóhann það er eins og Davíð hafi verið eini starfsmaður Seðlabankans fyrir utan e.t.v. þá sem voru í mötuneytinu eða önnuðust um þrifin.´

Jón Magnússon, 10.8.2009 kl. 20:52

25 Smámynd: Jón Magnússon

Ég man ekki eftir þessari umræðu sem þú ert að vitna í Dunni. Hafi svo verið og þáverandi aðalhagfræðingur viljað koma einhverju á framfæri sem hann taldi verulega mikilvægt og gæti varðað þjóðarhag þá hefði hann átt að gera það.  En hvenær gerði hann það?

Jón Magnússon, 10.8.2009 kl. 20:54

26 Smámynd: Jón Magnússon

Sigmundur ég taldi það glapræðí á sínum tíma að setja íslensku krónuna á flot eða yfirhöfuð að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Því miður voru til sérfræðingar m.a. hagfræðingar á hverju strái til að tjá sig um þá miklu kosti sem í því fólust. Sumir hafa komið nú og viðurkennt að hafa haft rangt fyrir sér. Ég gat aldrei séð glóruna í því að hafa flotgjaldmiðil í minnsta myntkerfi í heimi.  Ég minnti líka iðulega á þau orð sem þú vísar til. En það hefur ekkert með að gera fullyrðingar þessarar Önnu Sibert hún er að tala um allt annað.

Jón Magnússon, 10.8.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 19
  • Sl. sólarhring: 277
  • Sl. viku: 4958
  • Frá upphafi: 2425592

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 4569
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband