Leita í fréttum mbl.is

Símkostnaður er of hár.

Það þykir merkileg frétt að símkostnaður hér seinni hluta ársins 2008 sé undir meðaltali miðað við OECD ríki. Hefði gengishrunið ekki orðið þýðir það þá að símkostnaður okkar hefði verið hærri en allra annarra í OECD ríkjunum. 

Þessi samanburður sýnir í raun ekki annað en að gegndarlaust okur á sér stað á símamarkaðnum hér.  Það mætti t.d. bera saman verð á kaffibolla í höfuðborgum OECD ríkjanna og ég tel upp á að nú sé kaffibollinn ódýrastur í Reykjavík en þannig var það ekki fyrir gengishrun.

Það hefði verið um samanburðarhæfar tölur að ræða hefði símakostnaður verið reiknaður út miðað við meðallaun. Þá hygg ég að við mundum tróna á toppnum með hæsta símkostnaðinn. Því miður.

Það er með ólíkindum hvað verð á farsímaþjónustu er hár hvað sem líður auglýsiingaskrumi símafyrirtækjanna.


mbl.is Símakostnaður undir meðaltali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Svona er með flest hér.Rafmagnsverð í Evrópu var t.d. langdýrast frá veitu  á Íslandi í júní 2008. Næst dýrast í sama miðli.Aðeins Danmörk var

dýrari. Síðast en ekki síst var var rafmagn hér langdýrast m.v. kaupmátt. Sjá www.eurostat.eu 

Einar Guðjónsson, 11.8.2009 kl. 19:19

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það er einmitt málið Einar við höfum búið í okurþjóðfélagi miðað við launakjör. Það sem þó skiptir mestu og verstu máli er verðtrygging lána sem veldur því að heil kynslóð fólks er að verða gjaldþrota. Það er svo sannarlega vitlaust gefið.

Jón Magnússon, 11.8.2009 kl. 23:39

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Einhverra hluta vegna höfum við ekki náð að nýta okkur kosti smæðarinnar heldur notum hana sem afsökun fyrir okrinu.

Einar Guðjónsson, 12.8.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 687
  • Sl. sólarhring: 932
  • Sl. viku: 6423
  • Frá upphafi: 2473093

Annað

  • Innlit í dag: 624
  • Innlit sl. viku: 5852
  • Gestir í dag: 599
  • IP-tölur í dag: 586

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband