Leita í fréttum mbl.is

Vanhæf ríkisstjórn.

Ríkisstjórnin skipaði vini sína til að leiða samninganefnd Íslands í Icesave málinu. Þeir höfðu flokksskírteinin í lagi en ekki prófskírteinin.

Ég gagnrýndi það strax og Svavar Gestsson stúdent var valinn formaður samninganefndarinnar að ekki skyldu vera valdir viðurkenndir alþjóðlegir sérfræðingar til að leiða vinnuna.  Smám saman hefur komið í ljós hversu hrapalega var staðið að málinu af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Ríkisstjórnin staðfesti Icesave samninginn sem samninganefnd flokkanna kom með að utan án þess að fyrir lægi meiri hluta vilji Alþingis til að staðfesta ríkisábyrgðina sem henni fylgdi. Slík vinnubrögð ganga ekki.

En eins og formaður Icesave samninganefndarinnar orðaði það " Það þurfti að klára þetta fyrir sumarfrí."  Lá eitthvað á að gera vondan samning?  Ríkisstjórninni lá illu heilli á. Sem betur fer hefur Alþingi enn haft vit fyrir ríkisstjórninni.

 


mbl.is Skynsamlegt að semja að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki komu prófstírteinin í vega fyrir að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur kæmu okkur í þá neyð sem nú liggur framundan.  Ætli hafi ekki verið heldur of mikið af þeim þar og vantar eitthvað annað en þau í toppstykkin hjá náhirð  Davíðs.  

Rún ar (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 23:39

2 Smámynd: Jón Magnússon

Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsóknarflokkurinn komu landinu í þá neyð sem þjóðin er núna í. 

Það hefur orðið bankahrun t.d. í Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og víðar og þar talar fólk um óábyrgja bankamenn og hugsanleg afbrot þeirra en hér hefur umræðna helst beinst að ákveðnum stjórnmálamönnum og embættismönnum ríkisins. Skyldi það vera vegna þess að þeir sem áttu bankanna áttu fjölmiðlana líka og buðu fjölmörgu fjölmiðlafólki í dekurferðir og annan munað?

Jón Magnússon, 13.8.2009 kl. 00:03

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Já það arfavitlausasta var að setja Svavar sem formann þessarar samninganefndar, og mál þetta allt verið afar óhönduglega fram borið á alla lund.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.8.2009 kl. 00:41

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Vonandi líður fljótt að þeim tíðum að fólk hætti að hrópa og kallast á með þeim flokkadráttum sem þið báðir eru sokknir í.

Sagan verður skrifuð ........ af öðrum en okkur.  Þangað til reynum að hefja upp reisn okkar, í því að kalla þá til ábyrgðar sem hafa brotið lög, og þjappa okkur saman um einhvers konar upprisu!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.8.2009 kl. 04:06

5 identicon

Ekki sakaði það að þessir fjárglæframenn áttu stóran hluta fjölmiðla, sem einmitt forseti vor gerði þeim svo auðvelt fyrir með því að undirrita ekki fjölmiðlalögin eins og frægt er.

 En að sjálfsögðu eiga Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur stóran þátt í þessu veseni öllu. Skipting og "sala" bankanna, endalausar eftirslakanir til handa fyrirtækjum og stóraukið frelsi og minnkað eftirlit, allt þetta var í boði þessara flokka, og Sjálfstæðisflokkurinn á þar sennilegi stærri sök, með allt sitt frelsi og haftaleys.

Það kann að vera sárt að vera svo nátengdur fyrrum forstjóra fjármálaeftirlitsisns sem þú ert, en í mínum augum aðhafðist fjármálaeftirlitið allt of lítið. Hverju sem um er að kenna, lögum, fáliðun eða vanrækslu.

Hafsteinn Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 06:59

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég ætla ekki að verja Svavar Gestsson eða hans feril. Hinsvegar eru prófskírteini aðeins mælistikur sem gagnast mest þeim sem þær hafa þegar uppá vantar sambönd í pólitík ef hugurinn stendur þangað. Maður ræður alltaf á endanum manneskjuna til starfans með sínum kostum og göllum en ekki prófskírteinið. Síðan sé ég ekki hvernig hægt er að verja ríkisstjórnir síðustu 10 ára fyrir þeim ósköpum sem hafa dunið yfir. Það er alltaf auðvelt að vera skipper í koppalogni eða meðbyr. Þegar veður gerast viðsjál reynir heldur betur á hver stendur við stjórnvölinn. Íslenskir ráðamenn héldu í alvöru að 'end of politics' væri nú kominn eftir að lýst hafði verið yfir 'end of history'. Hvorugt reynist rétt. Mikilvægi góðrastjórnmálamanna hefur aldrei verið meira.

Gísli Ingvarsson, 13.8.2009 kl. 07:12

7 Smámynd: Jón Magnússon

Það er rétt Guðrún það var ekki gáfulegt af svo mörgu leyti af Steingrími að skipa Svavar yfir samninganefndina. Það hefði verið eðlilegra að hann hefði valið formanninn út frá faglegum sjónarmiðum en ekki flokksskírteini.

Jón Magnússon, 13.8.2009 kl. 09:36

8 Smámynd: Jón Magnússon

Jenný ég er sammála þér og ég er ekki að hrópa eða kalla á grundvelli flokkadrátta en benda á að það voru aðrir sem voru helstu áhrifavaldar bankahrunsins en stjórnmála- eða embættismenn. Umræðan hér er hins vegar afar sérstök ef til vill hvernig eignarhaldi á fjölmiðlum þessa lands er háttað. Það er á það sem ég er að benda.

Jón Magnússon, 13.8.2009 kl. 09:38

9 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er einmitt mikilvægt atriði Hafsteinn þetta með fjölmiðlana. Síðan ætla ég ekki að draga úr ábyrgð stjórnmálamanna í þessu efni þó að ég telji aðrir eigi mun meiri sök. Ég gagnrýndi allt frá 2002 með hvaða hætti lagasetningin var um fjármálafyrirtæki og taldi að nauðsyn væri mun ákveðnari reglna auk þess sem rannsóknarheimildir Fjármálaeftirlits og aðhaldsmöguleikar Seðlabanka yrðu auknir. En það hlustuðu því miður aðeins örfáir á það. Meira að segja vorið 2008 þá vakti ég í þingræðum sérstaka athygli á alvarlegri stöðu í fjármálalífi landsins. Það voru ekki margir sem tóku undir með mér að Guðna Ágústssyni þáverandi formanni Framsóknarflokksins undanskildum.

Hafsteinn ég ræði ekki um Fjármálaeftirlitið eða störf þess og tel það ekki viðeigandi ég hef ítrekað gert grein fyrir því. Hins vegar er ég stoltur af börnunum mínum og sá það vel hvað bjó í elsta syni mínum eftir hrunið þegar vandamálunum við að halda fjármálastarfseminni gangandi var dengt yfir Fjármálaeftirlitið sem var vanbúið til að sinna því gríðarlega verkefni. Það verkefni var leyst með miklum sóma og greiðslumiðlun í landinu stöðvaðist aldrei. Það var eina afrekið sem unnið var í kjölfar bankahrunsins. 

Jón Magnússon, 13.8.2009 kl. 09:47

10 Smámynd: Jón Magnússon

Það er rétt Gísli að það er alltaf  spurning um einstaklinginn. Þess vegna var svo vitlaust að velja Svavar. Hann hafði hvorki þá menntun sem hann þurfti til að leiða samninganefndina né annað hæfi sem afsakaði að hann yrði gerður að formanni samninganefndarinnar.

Jón Magnússon, 13.8.2009 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband