Leita í fréttum mbl.is

Gerði Jóhanna rétt?

Íbúafjöldi á Íslandi er sá sami og í borginni Sunderland á Bretlandi. Stundum finnst mér eins og íslensk stjórnvöld hegði sér með þeim hætti sem gæti hentað borgarstjórn Sunderland í besta falli en ekki ríkisstjórn sjálfstæðs ríkis.

Mér leið þannig í gær þegar ég las grein Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem birtist í dagblaðinu Financial Times í Bretlandi að forsætisráðherra væri komin á svipað stig og forseti borgarstjórnar í Sunderland gæti í besta falli talið sér henta.

Ráðgjafi ríkisstjórnarinnar Eva Joly og þingmaður á Evrópuþinginu getur ritað greinar í blöð og beðið íslendingum ásjár og sama getur óbreyttur þingmaður eins og Pétur Blöndal en er hentugt að forsætisráðherra geri það?

Ég gagnrýndi Geir H. Haarde  fyrir að tala ekki beint við forsætisráðherra Breta og leita skýringa á beitingu hryðjuverkalaganna og freista þess að ná viðunandi samkomulagi þjóðanna vegna Icesave reikninganna og bóta vegna beitingar hryðjuverkalaganna. Því miður gerði Geir þetta ekki.  Það stóð þá upp á nýjan forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur að fara í viðræður við Gordon Brown flokksbróður sinn. En Jóhanna gerði þetta ekki og hefur ekki gert en skrifar þess í stað grein í Financial Times fyrst núna.  Því miður þá finnst mér þetta niðurlægjandi fyrir forsætisráðherra Íslands.

Forsætisráðherra gerði samning við Holland og Bretland fyrir rúmum tveim mánuðum. Af hverju talaði hún ekki við forsætisráðherra þessara landa fyrir þann tíma og gerði þeim ítarlega grein fyrir vanda okkar.  Telur forsætisráðherra virkilega að hún bæti stöðu þjóðarinnar með því að skrifa grein eins og hún gerði í Financial Times rúmum tveim mánuðum eftir að hún gerði samninginn sem hún efast nú um í greininni.  Ég efast um að borgarstjórn Sunderland mundi verða ánægð með að borgarstjórinn færi þannig að vegna samninga sem hann hefði gert fyrir hönd brogarstjórnarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Jón þú veist jafn vel og ég að SAMSPILLINGUNNI er stjórnað af SPUNNAMEISTURUM, en aldrei af skynsemi....!  Heilaga Jóhanna veldur bara ekki starfi forsetisráðherra - sorglega léleg...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 12:21

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er allt rétt hjá þér Jón, en samt tel ég að greinin hafi verið betri en engin grein. Mig grunar að Financial Times hafi beðið Jóhönnu um ritsmíð um málin, í framhaldi af leiðara blaðsins.

Annars er skoðun mín á blaða-greininni hérna:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/930421/

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.8.2009 kl. 13:07

3 identicon

Það er rangt að þessi illa skrifaða grein hafi birst í Financial Times. Hið rétta er að hinni "vel smurðu vél" forsætisráðuneytisins tókst aðeins að koma þessum pistli inná vef FT, sem er allt annað en fá greinina prentaða í blaðinu.

Doddi D (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 13:18

4 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Góður pistill.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 14.8.2009 kl. 13:42

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég var búinn að lesa pistilinn þinn Loftur hann var góður.

Jón Magnússon, 14.8.2009 kl. 14:21

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki þekki ég það svo gjörla Doddi en alla vega kemur þetta ekki vel út.

Jón Magnússon, 14.8.2009 kl. 14:21

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Ásgerður.

Jón Magnússon, 14.8.2009 kl. 14:22

8 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta er hárrétt hjá þér Jón. Forsætisráðherrar tala beint við aðra forsætisráðherra. Einfaldlega bara hringja í þá. Þannig vinna ráðherrar, sbr. Darling sem hringdi á sínum tíma í Árna Matt. Svona blaðaskrif í nafni forsætisráðherra er einfaldlega lágkúrulegt, eða alla vega heggur nærri því.

Ég hef áður bent á dómgreindarleysi forsætisráðherra varðandi val á aðstoðarmanni og held að það að birta svona grein á vefmiðli FT styðji enn frekar við þá skoðun mína.

Ómar Bjarki Smárason, 14.8.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 679
  • Sl. sólarhring: 927
  • Sl. viku: 6415
  • Frá upphafi: 2473085

Annað

  • Innlit í dag: 616
  • Innlit sl. viku: 5844
  • Gestir í dag: 591
  • IP-tölur í dag: 578

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband