Leita í fréttum mbl.is

214 dagar án aðgerða.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur setið í 214 daga. Á þeim tíma hefur engin stefna verið mótuð um það með hvaða hætti á að taka á skuldavanda fólksins í landinu vegna séríslenskra uppfinninga í lánamálum.

Það þarf að frysta verðtrygginguna miðað við 1. október. Frá þeim tíma hefur engin raunverulegur virðisauki orðið sem réttlætir höfuðstólshækkun lánanna. Það þarf að bjóða upp á að breyta gengislánum í íslenskar krónur miðað við gengi 1.1.2008 og verðtryggingu frá þeim tíma til 1.október 2008 þannig að engum sé mismunað. 

Síðan þarf að miða við að sambærileg lánakjör séu hér á landi fyrir almenning og eru í nágrannalöndum okkar.

Hvað þarf þjóðin að bíða lengi í viðbót eftir að ríkisstjórnin taki á þessu brýnasta réttlætismáli?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jón,

Verður þá ekki að taka verðtryggingu úr sambandi á innlánsreikningum og skuldabréfum?  Og hvað með innláns gjaldeyrisreikninga, verður ekki þá að breyta þeim í krónur á sama gengi?  

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.9.2009 kl. 12:39

2 identicon

Það hefur miklu lengri tími liðið án aðgerða. Mikilvægasti aðgerðatíminn var fyrir hrun. Nú er verið að hreinsa upp eftir þá sem brugðust þjóð sinni, stofnanir og einstaklinga . Sú aðgerð getur tekið mörg ár. Er eitthvað í því máli sem þú ekki hefur skilið Jón minn?

nonnih (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 13:44

3 identicon

Er það ekki bara ljómandi fínt?

Þetta er nákvæmlega sama stefna og fyrri ríkisstjórn Geris hafði.

bíða bara og sjá hvort þetta reddist ekki.

Mér hefur fundist núverandi stjórn hafa nákvæmlega sömu stefnu og ríkisstjórn Geirs "maybe I should have" hafði.

Þannig að þið hljótið að getað slakað á og notið lífsins á meðan.

Ert þú ekki annars að sækja um sem "sérstakur" saksóknari yfir gamla kaupþing?

Verður fínn þar, með rétttu samböndin í djobbið.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 14:10

4 identicon

Gengistryggð lán eru ólögleg skv.greinargerð
með frumvarpi að lögum nr. 38/2001.

Dísa (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 15:03

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvað á að gera Jón - á meðan ekki er fullkomin sátt í þjóðfélaginu þá hvorki gengur né rekur. Það þarf meira til en einn stjórnmálaflokk til að laga þetta, fólk þarf að vinna saman og til þess að það sé hægt þarf að lagfæra þetta stjórnarkerfi sem við búum við - það eru enn menn og konur í dag sem níðast á lúmskan hátt á þjóðfélaginu og þá er ég ekki bara að tala um lífeyrissjóð opinbera strafsmanna ofl sem njóta þess lúxus að vera með ríkisábyrgð og geta því  hagað sér að vild - þetta eitt af því sem þarf að laga fyrst

Jón Snæbjörnsson, 3.9.2009 kl. 08:09

6 Smámynd: Landfari

Þetta sem þú segir Jón minn um breytingarnar á höfuðstól og verðrtygginguna hljómar allt vel hjá þeim sem skulda. Hvað ætlarðu að segja við þá sem eiga fé á verðtryggðum reikningum?

Ætlarðu að bakfæra verðbæturnar þar. Hvað með þá sem eru búnir að taka út upphæðina?

Senda þeim greiðsluseðil fyrir ofgreiddum verðbótum?

Þetta eru kanski svo miklu færri atkvæði en þau sem skulda að þau skipta ekki máli og geta bara átt sig.

Það sem vantar í þesar tillögur eins og svo margar útgjaldatillögur, er hver á að borga.

Landfari, 3.9.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 486
  • Sl. sólarhring: 550
  • Sl. viku: 5425
  • Frá upphafi: 2426059

Annað

  • Innlit í dag: 448
  • Innlit sl. viku: 5002
  • Gestir í dag: 435
  • IP-tölur í dag: 416

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband