Leita í fréttum mbl.is

Hvaða peningamálastefnu er fylgt?

Enn á ný þarf 180 krónur til að kaupa eina evru.  þetta er þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi gripið inn í með því að kaupa krónur fyrir gjaldeyri til að freista þess að veita viðnám við áframhaldandi gengislækkun krónunnar. Spurning er hvort það var rétt stefna og það er einnig spurning hvað var markmið Seðlabankastjóra með þessu inngripi. Hvaða árangri ætlaði hann að ná? Hefur það markmið náðst að einhverju leyti eða engu?

Allt er þetta hulið þó að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi talað um það í árdaga ríkisstjórnarinnar að allt skyldi sett upp á borðið og engu leynt.

Það er ljóst að krónan er mun veikari en eðlilegt er en því má ekki gleyma að hún var sterkari í a.m.k. 3 ár en eðlilegt var.  Dansinn í kringum krónunar og trúin á hagkvæmni þess að vera með sjálfstæða mynt í minnsta myntkerfi heims hefur þegar kostað þjóðina gríðarlega mikið. Er ástæða til að halda áfram tilraunastarfsemi með hana.  Nú er beitt gjaldeyrishöftum og Seðlabankinn kaupir krónur en samt veikist hún.  Það hlítur að vera til skynsamlegri peningamálastefna.

Er ekki eina vitlega leiðin að taka upp eða tengjast fjölþjóðlegri mynt?


mbl.is Gengi krónunnar veikist um 0,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Erlendar vaxtagreiðslur eru svo háar þða þær halda krónunni niðri.

Lægri stýrivextir myndu lækka vaxtabyrðina á Jöklabréfum og bankabréfum sem enginn er að kaupa hvort sem er.  Til hvers þá að halda þeim háum?

Sigurður Þórðarson, 4.9.2009 kl. 12:25

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þrátt fyrir að sótt hafi verið um aðild að ESB og að búið sé að samþykkja Icesave, þá hefur krónan haldið áfram að veikjast, þvert á yfirlýsingar forsætisráðherra.

Í mínum huga ef tekin verður upp önnur mynt þá kemur Evra ekki til greina.  Þú sagðir réttilega Jón að krónan er óeðlilega veik um þessar mundir og hún var óeðlilega sterk um nokkurra ára skeið.  Á sama hátt þá er Evran allt of sterk og er búin að vera allt of sterk mun lengur en krónan var.  Evran á bara eftir að falla og ekki yrði gott fyrir okkur að þurfa að fara í gegnum annað gjaldmiðilshrun með tilheyrandi áföllum.  Betra væri að taka upp og tengjast USD.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.9.2009 kl. 12:46

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Til að geta gert það án þess að áhlaup verði gert á bankana þarf væntanlega að færa gjaldeyrishöftin heim í hérað og setja úttektarhámark á bankareikninga, nema þá að skipt verði á genginu 1€=500ísk eða þaðan af verra. Meðan að viðskiptajöfnuður (hreinsaður fyrir gömlubankana) er neikvæður um 60-70 miljarða á ársgrundvelli er gengið ekki of veikt heldur of sterkt miðað við skuldabyrði. Eða hvernig telur þú að eigi að ná niður erlendri skuldsetningu samfélagsins með neikvæðum viðskiptajöfnuði?

Héðinn Björnsson, 4.9.2009 kl. 13:06

4 identicon

Ég hef einnig hugsað mikið um stefnuna í gjaldeyrismálunum.

Þessvegna hlustaði ég með athygli á nýjan seðlabankastjóra, Má Guðmundsson í Kastljósi.

Úr Kastljósviðtali fimmtudaginn 20. ágúst 2009.

Þóra Arnórsdóttir ræðir við Má Guðmundsson nýráðinn seðlabankastjóra.

Umræðuefnið í þessum hluta viðtalsins er gengismál (einkum gjaldeyrisforði).

 

Már Guðmundsson:

Það þarf hugsanlega að vera virkari á gjaldeyrismarkaði heldur en menn voru. ..... Þegar mikið gjaldeyrisinnstreymi kaupa þá gjaldeyrinn, og svo þegar kemur útflæði þá selja hann.

 

Þóra Arnórsdóttir:

Það þarf þá að hafa nægan (gjaldeyris)forða til.

 

Már Guðmundsson:

Nei, þetta er ekki spurning um forða.  Þetta er spurningin um að að að hérna að að sko þú, þú lætur forðann sveiflast eftir, eftir hagsveiflunni, nú það hversu mikið þú gerir ræðst auðvitað af forðanum.  En Íslendingar þurftu ekki forða til þess að kaupa gjaldeyri á árunum 2005-2006.  Þá höfðu þeir byggt upp (gjaldeyris)forða.  Og þeir höfðu keypt þetta fyrir íslenskar krónur.

 

Þessi síðasta hugleiðing Más en æði torskilin.

  1. Þetta er ekki spurning um forða.  En hversu mikið keypt er ræðst auðvitað af stærð forðans.
  2. Íslendingar þurftu ekki forða til að kaupa gjaldeyri.  Þeir áttu forða og höfðu m.a.s. keypt hann fyrir íslenskar krónur.

Um 1. er það að segja að þarna segir Már að þetta sé ekki spurning um forða heldur sé þetta spurning um forða.  Þessi tautología virðist aðeins sett fram til að setja spyrjandann út af laginu.

Um 2. er það að segja að það þarf ekki forða til að kaupa gjaldeyri þegar menn eiga forða (sic!).  Þetta er einnig tautología.

Bæði þessi svör Más eru óskiljanleg og lýsi ég fullri samúð með spyrjandanum, sem hefur væntanlega verið skapi næst að lýsa því yfir að keisarinn væri ekki í neinum fötum.  En slíkt gerir ekki fullorðið fólk, einungis börn.

Bóas

Bóas (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 13:42

5 Smámynd: Björn Bjarnason

Ein mestu mistökin við stjórn Seðlabankans var að láta Davíð fara. Peningamálastefnan var í fínu lagi á meðan hann var við völd.

Það er ekki að spyrja að því, að þegar vinstri menn eru settir í fjármálin, þá virðist allt klúðrast sem að mögulega getur klúðrast.

Björn Bjarnason, 4.9.2009 kl. 15:44

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ég er alveg sammála Héðni, krónan er enn of sterk.

Björn Bjarnason, var peningamálastefna Davíðs góð?   15,5% stýrivextir, næstum því 19% verðbólga, gjaldmiðillinn hruninn, gríðarlegar erlendar skammtímaskuldir og Seðlabankinn tapaði líklega meira en 500 milljörðum á bankahruninu, felsta þessara milljarða lánaði hann út eftir að hann var byrjaður að vara við.  -  Það er nú ekki hægt að segja að þetta sé í fínu lagi.

Það besta í stöðuni væri að leyfa krónunni að lækka meira svo jöfnuður náist á viðskiptajöfnuð.  Aðeins með þeim hætti er hægt að stöðva frekari erlenda skuldasöfnun, greiða niður erlend lán og styrkja krónuna.

Miðað við að enn er halli á viðskiptajöfnuði þá þyrfti krónan að lækka áður en hún er tengd annarri mynt, eins og Héðinn bendir réttilega á.

Ef tengja á krónuna við erlenda mynt á núverandi gengi þá þarf Seðlabankinn að nota gjaldeyrisforða til þess að styrkja krónuna.  En það er einungis hægt svo lengi sem nægur forði er til.  Þegar hann er búinn þá er þjóðin skuldsettari og krónan verður að lækka meira en nauðsynlegt hefði verið.

Lúðvík Júlíusson, 5.9.2009 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 154
  • Sl. viku: 3746
  • Frá upphafi: 2464552

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 3453
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband