4.9.2009 | 12:09
Hvaða peningamálastefnu er fylgt?
Enn á ný þarf 180 krónur til að kaupa eina evru. þetta er þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi gripið inn í með því að kaupa krónur fyrir gjaldeyri til að freista þess að veita viðnám við áframhaldandi gengislækkun krónunnar. Spurning er hvort það var rétt stefna og það er einnig spurning hvað var markmið Seðlabankastjóra með þessu inngripi. Hvaða árangri ætlaði hann að ná? Hefur það markmið náðst að einhverju leyti eða engu?
Allt er þetta hulið þó að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi talað um það í árdaga ríkisstjórnarinnar að allt skyldi sett upp á borðið og engu leynt.
Það er ljóst að krónan er mun veikari en eðlilegt er en því má ekki gleyma að hún var sterkari í a.m.k. 3 ár en eðlilegt var. Dansinn í kringum krónunar og trúin á hagkvæmni þess að vera með sjálfstæða mynt í minnsta myntkerfi heims hefur þegar kostað þjóðina gríðarlega mikið. Er ástæða til að halda áfram tilraunastarfsemi með hana. Nú er beitt gjaldeyrishöftum og Seðlabankinn kaupir krónur en samt veikist hún. Það hlítur að vera til skynsamlegri peningamálastefna.
Er ekki eina vitlega leiðin að taka upp eða tengjast fjölþjóðlegri mynt?
Gengi krónunnar veikist um 0,3% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 16
- Sl. sólarhring: 154
- Sl. viku: 3746
- Frá upphafi: 2464552
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 3453
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Erlendar vaxtagreiðslur eru svo háar þða þær halda krónunni niðri.
Lægri stýrivextir myndu lækka vaxtabyrðina á Jöklabréfum og bankabréfum sem enginn er að kaupa hvort sem er. Til hvers þá að halda þeim háum?
Sigurður Þórðarson, 4.9.2009 kl. 12:25
Þrátt fyrir að sótt hafi verið um aðild að ESB og að búið sé að samþykkja Icesave, þá hefur krónan haldið áfram að veikjast, þvert á yfirlýsingar forsætisráðherra.
Í mínum huga ef tekin verður upp önnur mynt þá kemur Evra ekki til greina. Þú sagðir réttilega Jón að krónan er óeðlilega veik um þessar mundir og hún var óeðlilega sterk um nokkurra ára skeið. Á sama hátt þá er Evran allt of sterk og er búin að vera allt of sterk mun lengur en krónan var. Evran á bara eftir að falla og ekki yrði gott fyrir okkur að þurfa að fara í gegnum annað gjaldmiðilshrun með tilheyrandi áföllum. Betra væri að taka upp og tengjast USD.
Tómas Ibsen Halldórsson, 4.9.2009 kl. 12:46
Til að geta gert það án þess að áhlaup verði gert á bankana þarf væntanlega að færa gjaldeyrishöftin heim í hérað og setja úttektarhámark á bankareikninga, nema þá að skipt verði á genginu 1€=500ísk eða þaðan af verra. Meðan að viðskiptajöfnuður (hreinsaður fyrir gömlubankana) er neikvæður um 60-70 miljarða á ársgrundvelli er gengið ekki of veikt heldur of sterkt miðað við skuldabyrði. Eða hvernig telur þú að eigi að ná niður erlendri skuldsetningu samfélagsins með neikvæðum viðskiptajöfnuði?
Héðinn Björnsson, 4.9.2009 kl. 13:06
Ég hef einnig hugsað mikið um stefnuna í gjaldeyrismálunum.
Þessvegna hlustaði ég með athygli á nýjan seðlabankastjóra, Má Guðmundsson í Kastljósi.
Úr Kastljósviðtali fimmtudaginn 20. ágúst 2009.
Þóra Arnórsdóttir ræðir við Má Guðmundsson nýráðinn seðlabankastjóra.
Umræðuefnið í þessum hluta viðtalsins er gengismál (einkum gjaldeyrisforði).
Már Guðmundsson:
Það þarf hugsanlega að vera virkari á gjaldeyrismarkaði heldur en menn voru. ..... Þegar mikið gjaldeyrisinnstreymi kaupa þá gjaldeyrinn, og svo þegar kemur útflæði þá selja hann.
Þóra Arnórsdóttir:
Það þarf þá að hafa nægan (gjaldeyris)forða til.
Már Guðmundsson:
Nei, þetta er ekki spurning um forða. Þetta er spurningin um að að að hérna að að sko þú, þú lætur forðann sveiflast eftir, eftir hagsveiflunni, nú það hversu mikið þú gerir ræðst auðvitað af forðanum. En Íslendingar þurftu ekki forða til þess að kaupa gjaldeyri á árunum 2005-2006. Þá höfðu þeir byggt upp (gjaldeyris)forða. Og þeir höfðu keypt þetta fyrir íslenskar krónur.
Þessi síðasta hugleiðing Más en æði torskilin.
Um 1. er það að segja að þarna segir Már að þetta sé ekki spurning um forða heldur sé þetta spurning um forða. Þessi tautología virðist aðeins sett fram til að setja spyrjandann út af laginu.
Um 2. er það að segja að það þarf ekki forða til að kaupa gjaldeyri þegar menn eiga forða (sic!). Þetta er einnig tautología.
Bæði þessi svör Más eru óskiljanleg og lýsi ég fullri samúð með spyrjandanum, sem hefur væntanlega verið skapi næst að lýsa því yfir að keisarinn væri ekki í neinum fötum. En slíkt gerir ekki fullorðið fólk, einungis börn.
Bóas
Bóas (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 13:42
Ein mestu mistökin við stjórn Seðlabankans var að láta Davíð fara. Peningamálastefnan var í fínu lagi á meðan hann var við völd.
Það er ekki að spyrja að því, að þegar vinstri menn eru settir í fjármálin, þá virðist allt klúðrast sem að mögulega getur klúðrast.
Björn Bjarnason, 4.9.2009 kl. 15:44
Ég er alveg sammála Héðni, krónan er enn of sterk.
Björn Bjarnason, var peningamálastefna Davíðs góð? 15,5% stýrivextir, næstum því 19% verðbólga, gjaldmiðillinn hruninn, gríðarlegar erlendar skammtímaskuldir og Seðlabankinn tapaði líklega meira en 500 milljörðum á bankahruninu, felsta þessara milljarða lánaði hann út eftir að hann var byrjaður að vara við. - Það er nú ekki hægt að segja að þetta sé í fínu lagi.
Það besta í stöðuni væri að leyfa krónunni að lækka meira svo jöfnuður náist á viðskiptajöfnuð. Aðeins með þeim hætti er hægt að stöðva frekari erlenda skuldasöfnun, greiða niður erlend lán og styrkja krónuna.
Miðað við að enn er halli á viðskiptajöfnuði þá þyrfti krónan að lækka áður en hún er tengd annarri mynt, eins og Héðinn bendir réttilega á.
Ef tengja á krónuna við erlenda mynt á núverandi gengi þá þarf Seðlabankinn að nota gjaldeyrisforða til þess að styrkja krónuna. En það er einungis hægt svo lengi sem nægur forði er til. Þegar hann er búinn þá er þjóðin skuldsettari og krónan verður að lækka meira en nauðsynlegt hefði verið.
Lúðvík Júlíusson, 5.9.2009 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.