Leita í fréttum mbl.is

Lausnin er fólgin í heilbrigðri skynsemi.

Ein skemmtilegasta sagan sem sögð er af þeim félögunum Sherlock Holmes ofurleynilögreglumanni og Dr. Watson er þegar þeir fóru í útilegu og Sherlock Holmes vaknar um nóttina og vekur Dr. Watson og spyr hvað sérðu. Ég sé stjörnumprýddan himininn segir Dr. Watson. Hvað segir það þér spyr Sherlock Holmes. Dr. Watson setti upp spekingssvip og sagði það segir mér að óravíddir geymsins eru óendanlegar og sýnir fegurð sköpunar Guðs. Nei sagði Sherlock Holmes það segir okkur að það sé búið að stela tjaldinu okkar.

Í því óefni sem venjulegt fólk er komið í vegna ruglaðs lánakerfis sem verkalýðshreyfingin ber mesta ábyrgð á vegna ástar sinnar á verðtryggingu lána koma fram álíka langsóttar skýringar og hugmyndir og Dr. Watson setti fram en það skortir að sjá það einfalda í stöðunni. Heilbrigð skynsemi  vék fyrir stefnu sem byggð er á meintum um sérstökum aðstæðum sem réttlæti ofurvexti, verðtryggingu og sjálfstæða mynt.  

Það einfalda er að það þarf að vera lánakerfi sem er sambærilegt við það sem er í okkar heimshluta. Ekkert minna ekkert meira. Verðtrygginguna verður að afnema og taka af höfuðstól lánanna þann meinta virðisauka sem Hagstofan reiknaði út í kjölfar efnahagshrunsins. Það er að skipta rétt í stað þess að halda áfram að skipta rangt.  Myntkörfulánin verður að færa til ákveðins gengis og gefa fólki kost á að skuldbreyta þeim lánum í krónur miðað við ákveðinn tíma.  

Fasteignafélög leysa ekki þann vanda sem verðtrygging verkalýðshreyfingarinnar hefur kallað yfir launafólk í landinu. 


mbl.is Er lausnin fólgin í fasteignafélögum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ég er sammála þér Jón um að afnema eigi verðtryggingu og leiðrétta hækkanir á lánum sem orðið hafa vegna vitlausrar verðtryggingar og gengisviðmiðunar á krónulán.

Allir mega vita að bankarnir lánuðu fólki íslenskar krónur 2007 og 2008 með gengistryggðu viðmiði og tóku svo stöðu gegn krónunni til þess að fegra efnahagsreikninga sína.

Á þessum tíma fengu þeir ekki erlend lán og gátu því ekki lánað erlndan gjaldeyri, og þess vegna sáu þeir hag sinn í því að fella krónuna til að auka hagnað sinn.

Til þess að komast hjá svona stöðu í framtíðinni verður að breyta reglum um útlána starfsemi.

Það verður að skylda banka til að fjármagna sjálfan sig til jafn langs tíma og útlán hanns eru.

Sem sagt ef bankin lánar húsnæðislán til 40 ára verður bankinn að hafa tilsvarandi fjármögnun til 40 á móti.

Bankarnir íslensku, sem og flestir bankar í heiminum , voru hins vegar aðeins fjármagnaðir til eins til þriggja ára.

Í öðru lagi verður að banna breytilega vexti.

Það gengur ekki að lántakandi taki lán til 40 ára og megi svo eiga von á því að bankinn breyti vöxtunum einhliða eftir nokkur ár.

Í þriðja lagi verður að aðskilja venjulega bankastarfsemi og fjárfestingabanka starfsemi.

Sigurjón Jónsson, 5.9.2009 kl. 14:18

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Heilbrigð skynsemi tekur hjartanlega undir hvert einast orð hjá þér.  Mikil ógæfa að kjósendur XD skildu ekki tryggja þig í 3 sæti listans.  Ég gef mér að í næstu kosningum hafi kjósendur XD vit á því að virkja sitt hæfasta fólk til framgangs landsins - ekki veitir af - oft var þörf en nú er nauðsyn....!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 5.9.2009 kl. 14:44

3 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Sæll Jón!! Vandin er að deilt er um hvað er heilbrigð skynsemi. Allir hafa sýna skoðun og egninn samstaða um neitt sem getur talist heilbrigð skynsemi. Eg er samt sammála flestu sem þú segir. Kveðja Árni Björn

Árni Björn Guðjónsson, 5.9.2009 kl. 14:49

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón:

Þetta er hárrétt hjá þér og góður millileikur á meðan við komum okkur inn í ESB.

Ég þrái heitt og innilega að geta lifað á Íslandi eins og ég lifði í Þýskalandi í 12 góð ár. Vitandi vits um að lánin sem maður tók vegna húsnæðis eða bíla lækkuðu með hverjum mánuði.

Ég man eftir húsnæðislánavöxtum í kringum 3-4% án verðtryggingar og óverðtryggð bílalán á 0-2% vöxtum. Þetta er einnig mögulegt hér á landi ef við viljum og ég á von á því að flestir vilji þetta þegar búið er að kynna fólki hvernig fólk býr annarsstaðar í Evrópu. 

Það er til líf án verðtryggingar og önnur lönd geta boðið sínum þegnum ásættanlega vexti og ásættanlegt verð á nauðsynjum, tryggingum og annarri þjónustu! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.9.2009 kl. 22:32

5 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Jón. Ég tek hjartanlega undir þetta tvennt sem þú vekur athygli á:

1) Að afnema verðtryggingar og bakfæra of-teknar verð"bætur" til grandalausra lántakenda með því að endurstilla hina snarvitlausu verðbótavísitölu fram fyrir hrun og leggja hana þar með niður. Um það hef ég rædd í pistlum mínum. Fráleitt er að viðhalda hér lánakjörum sem varpa allri fjárhagslegri áhættu á annan aðilann, lántakandann. Það byggir á og hefur viðgengist á blekkingum.

2) Í öðru lagi þurfum við og ekki síst ríkisstjórnin og Alþingi að beita skynseminni og rifja upp góða takta í því sambandi, eins og þegar þjóðin tók upp á því að stofna lýðveldi 1944. Nú þurfum við á slíkum anda að halda, þvert á bölmóðinn og úrtöluraddir og þær hörmungar sem við blasa um sinn.
Það sem brýnt er að gera nú sem allra fyrst er að hefja raunverulegt uppbyggingarstarf í efnahagslífi þjóðarinnar. Það má gera með þeim hætti sem ég bendi á í öðrum pistli um sterka stöðu okkar, sem þjóðir og fjölþjóðasamtök umhverfis okkur og með dyggri liðveislu sumra skammsýnna Íslendinga hamast við að telja okkur trú um að sé veik.

Þetta verðum við að drífa í að gera áður en við glutrum niður auðlindum okkar og þeim tækifærum sem í þeim felast til "nýrrar viðreisnar".

En, Jón. Hlusta einhverjir í þínum hópi á svona skynsemisraddir?

Kristinn Snævar Jónsson, 6.9.2009 kl. 12:01

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Jón,

Ætlarðu aldrei að komast út úr þessari verðtryggingarfyrringu þinni?

Hvort viltu verðtryggt lán með lágum vöxtum, bæði hjá íbúðalánasjóði eða myntkörfulán eða þá engin lán.

Á hvaða vöxtum viltu lána mér þína peninga til tuttuguogfimm ára án verðtryggingar ?

Af hverju má einstaklingurinn ekki semja um það hvaða lánsform hann vill ? Þetta, hitt eða ekki neitt ?

Hefur þér nokkurntímann dottið í hug, að peningar geti orðið atvinnulausir. Hver á að mynda sparnaðinn sem er grundvöllur allra útlána ? Eða koma peningar einhverssatðar annarsstaðar frá ?

Halldór Jónsson, 6.9.2009 kl. 20:45

7 Smámynd: Jón Magnússon

Nei Halldór ég ætla ekki að gera það. Verðtryggðu lánin hafa aldrei verið á lágum vöxtum. Við erum í sömu aðstöðu og þjóðir  í kreppnunni í byrjun fjórða áratugs síðustu aldar þegar gullviðmiðunin var afnumin þó að nasistarnir héldu raunar lengst í þá tegund verðtryggingar. Hún gafst vel þegar aðstæður voru óeðlilegar en ekki þegar út úr þeim vandræðum var komið. Það sama gildir hjá okkur. Þess vegna burt með verðtrygginguna.

Jón Magnússon, 7.9.2009 kl. 00:29

8 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

þetta er orðið svo flókið að ég er hættur að skilja því allir eru með sína útgáfu og enginn eins

Þórólfur Ingvarsson, 7.9.2009 kl. 05:39

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón, þú svarar ekki spurningum mínum heldur slærð mig kaldan með einhverju málskrúði sem má sjálfsagt nota í Hæstarétti til að sanna að sé kaffikanna blá og himininn sé blár, þó hljóti þar af að leiða að himininn sé kaffikanna.

Svar óskast við 2. og 3 málslið í skrifelsi mínu. Ég vil endilega fá 25 ára lán hjá þér prívat og persónulega, þú mátt ráða upphæðinni og kjörunum að sjálfsögðu. Svar þitt kann að verða fært í annála.

Ég hef velt þessu fyrir mér með hann Sigmund Erni. Hverskonar félagar eru þetta í Samfylkingunni sem koma ekki einum úr hópnum til hjálpar þegar öllum er ljóst að hjálpar er þörf ? Nei þeir láta manninn vaða áfram og koma sér í vandræði. Ég hefði búist við því að vinir mínir hefðu komið til hjálpar ef svona hefði verið ástatt hjá mér.

Sýnir kannski i hnotskurn hverskonar dót þetta er í Samfylkingunni, hver reiðubúinn að stinga hinn í bakið. Sjálfstæðismenn eru ekki svona.

Halldór Jónsson, 7.9.2009 kl. 11:45

10 Smámynd: Jón Magnússon

Langtímalán á Norðurlöndum til húsnæðiskaupa eru iðulega með lægri vöxtum en verðtryggðu lánin hér. Þar er þó heimilt eins og hér að breyta vöxtum.  Ég vil ekki lána þér mína peninga til 25 ára Halldór því út frá einföldum líffræðilegum sjónarmiðum.  Einstaklingurinn hefur í raun ekkert val Halldór hann hefur átt þá kosti að taka verðtryggð lán eða myntkörfulán. Báðir kostirnir hafa þær skelfilegu afleiðngar sem við hörfum upp á núna.

Finnst þér eðlilegt að skuldarar beri alla ábyrgð alltaf en lánveitandi hafi allt sitt á þurru hvað svo sem gerist í samfélaginu? Mér finnst það ekki. Það er ekkert jafnræði milli lánveitenda og lántakenda og þess vegna er unga fólkið í þessum hildarleik.

Jón Magnússon, 7.9.2009 kl. 22:48

11 Smámynd: Jón Magnússon

Mín útgáfa er einföld. Ég vil lánakerfi eins og er annarsstaðar í okkar heimshluta Þórólfur.  Ég vildi frysta verðtrygginguna í a.m.k. eitt ár við hrunið og bakfæra gengislánin til 1.1. á þeim tíma og ég er enn þeirrar skoðunar að það sé ekki hægt annað en gera það. Annars ráða þúsundir fjölskyldna ekki neitt við neitt.  Það getur ekki verið keppikefli að bankarnir eigi þúsundir íbúða til viðbóta og geri þúsundir til viðbótar gjaldþrota. Það verða engir peningar til með því.

Jón Magnússon, 7.9.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 154
  • Sl. viku: 3739
  • Frá upphafi: 2464545

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 3447
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband