Leita í fréttum mbl.is

Er ríkisstjórnin úrræðalaus?

Ríki og sveitarfélög þurfa að spara.  Það verður í ríkisrekstri og rekstri bæjar- og sveitarfélaga að hafa tekjur fyrir útgjöldum.  Þessi staðreynd hefur vafist fyrir stjórnmálamönnum æði lengi á Íslandi.

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá verðum við að áætla útgjöld miðað við tekjur. Það er alltaf þannig í lífinu að það er svo margt sem við vildum gera hvort heldur einstaklingar eða hið opinbera en það verður að forgangsraða miðað við aðstæður.

Stjórnmálamenn sem ekki kunna að forgangsraða miðað við tekjur en eyða um efni fram eiga ekki erindi lengur í pólitík miðað við þær aðstæður sem eru


mbl.is Mikill halli á opinberum rekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu Jón/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.9.2009 kl. 13:37

2 identicon

Fyrirsögnin gæti alveg eins verið: -Ég er með hita, er ríkisstjórnin úrræðalaus?- Þó skófarið þitt sé komið út fyrir Austurvöll, þá er í fréttinni verið að tala um hið opinbera. Það er ríki og sveitarfélög. Við sem skoðum inn/út komu sjáum auðvitað að veruleg breyting er á rekstri. Þetta leiðir til þess að sveitarfélög hafa fengið sérlegt leyfi samgönguráðuneytis að reka sveitarfélagið með halla. Hvað stendur með í fréttinni:

Tekjulækkunin skýrist fyrst og fremst af 6,7 milljarða króna minni tekjum af vöru- og þjónustusköttum milli ára og um 5 milljarða króna minni tekjum af tekjusköttum.

Ertu að hvetja til þess að tekju- og þjónustuskattar verði hækkaðir? 

Þú veist auðvitað betur, en fyrirsögnin í besta falli kjánaleg. Þú lest um úrræðin 1. október.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 13:47

3 Smámynd: Björn Bjarnason

Já, það virðist vanta þann niðurskurðarkubb, í haus vinstri manna, sem að er þó til staðar hjá flestum öðrum manneskjum.

Að vísu stökk bros á varir mér í gær, þegar ég leit til frétta RÚV og sá þar Ögmund nokkurn Jónasson að lýsa því yfir að til niðurskurðar muni koma í hans ráðuneyti. Það er þá bara að bíða, vona og sjá til hvort að hann muni standa við þau orð.

Björn Bjarnason, 7.9.2009 kl. 19:58

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég ætla að gerst svo djarfur að spá endalokum núverandi ríkisstjórnar, fyrir mitt næsta ár.

Það muni stafa af vaxandi ágreiningi, vegna framkvæmdar niðurskurðar aðgerða á næsta fjárlagaári - annars vegar - og - hins vegar - ágreiningu sem fer vaxandi á milli stórnarflokka um erlenda fjárfestingu.

Ég spái, að Samfylking muni leita til Sjálfstæðismanna, og spái þá að 55% likur séu cirka að ríkisstjórnarþátttaka verði ofan á, kröfunni um nýjar kosningar.

-------------------

Ps. Áhugavert að Stiglitz virðist í Silfrinu, hvetja til þess, að við höldum krónunni, og þá með sambærilegum rökum, og höfð hafa verið uppi hérlendis í gegnum árin, um það að krónan væri okkur hagkvæm.

"thought provoking" .

Kv

Einar Björn Bjarnason, 7.9.2009 kl. 21:41

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Halli.

Jón Magnússon, 7.9.2009 kl. 22:53

6 Smámynd: Jón Magnússon

Gísli ég vil ekki hækka skatta en ég vil lækka útgjöld. Með sama hætti og við lögðum til þegar við sátum saman í stjórn SUS á sínum tíma. Því miður held ég að úrræðin sem koma 1. október verði rýr í roðinu. En mikil er trú þín maður.

Þessi ríkisstjórn hefur gert of lítið of seint ef hún hefur þá yfir höfuð gert nokkuð.  Hún hefur afsakað aðgerðarleysið með Evrópusambandsaðildarumsókn og Icesave en það eru ekki tækar afsakanir Gísli.

Jón Magnússon, 7.9.2009 kl. 22:55

7 Smámynd: Jón Magnússon

Já það er rétt Björn, Ögmundur boðaði niðurskurð en ekki eins og OECD leggur til í sinni skýrslu. Það var raunar athyglivert að þar á bæ skyldu menn sjá möguleika á verulegum niðurskurði í mennta- og heilbrigðismálum. Ráðherrar beggja málaflokka stukku í framhaldi upp á nef sér og vildu ekki fara eftir tillögunum sem raunar formaður þeirra Steingrímur hefur með að gera.  Katrín Jakobsdóttir og Ögmundur Jónasson ætla sér að standa vörð um heilögu kýrnar í kerfinu það er alveg ljóst.

Jón Magnússon, 7.9.2009 kl. 22:57

8 Smámynd: Jón Magnússon

Einar Björn. Ég velti því fyrir mér þegar ég hlustaði á Stigliz hvort hann væri búinn að ráða sig sem ráðgjafa ríkisstjórnarinnar til að reyn að viðhalda versta kostinum í gjaldmiðilsmálum. Það kemur í ljós.

Það sem verið er að dásama með því að hafa krónuna er að hægt er að lækka launin í landinu með gengisfellingum. Það er fróðlegt að svonefndir verkalýðsflokkar Samfylking og Vinstri grænir telja það nauðsynlegan kost gjaldmiðilskerfis.

Krónan hefur fært okkur aftur og aftur óstöðugleika, gengissveiflur og dýrustu lán í heimi af því að verðtrygging er hækja gjaldmiðils sem fólk treystir ekki. Hverjum hentar slíkur gjaldmiðill? Af hverju að velja versta kostinn ef kostur er á þeim besta?

Jón Magnússon, 7.9.2009 kl. 23:02

9 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Já hún er úrræðalaus.

Ein lausn fyrir sveitarfélögin er :

http://kvotagreifar.blogspot.com/2007/02/n-lausn-grein-birtist-morgunblainu-6.html

Birgir Rúnar Sæmundsson, 7.9.2009 kl. 23:03

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er mjög áhugaverð spurning, og best að sleppa dómhörku, því að ég er sammála Stiglitz um hið minnsta eitt; en þ.e. að smá hagkerfi þarfnist sveigjanleika.

Mundu, að í Silfrinu, mynntist hann einnig á, að hann hefðir verið þeirrar skoðunar, að Svíar ættu að halda krónunni sinni.

Þetta eru einfaldlega hinir klassísku valkostir. Hvað viljum við að sé hreyfibreitan?

Stiglitz, eins og ég man hans orð, sagði að best væri að hámarka "resource utlilization" en þá átti hann við, vinnuafl sem "resource".

Við verðum að sætta okkur við, að okkar hagkerfi verði alltaf sveiflukenndara, en stóru hagkerfin sitt hvoru meginn við okkur.

Spurningin er þá einfaldlega, þ.e. þ.s. við þurfum að velja um, þ.e. hvað skuli sveiflast.

Gengið - ókostur, gengiskostnaður og vaxtakostnaður; kostur, auðveld aðferð fyrir aðlögun hagkerfis að sveiflum.

Laun - allir vita, að laun lækka mjög treglega.

Atvinnustig - atvinnuleysi, fer upp eða niður. Það er líklegasta útkoman.

----------------------------

Menn meiga ekki gleyma því, að atvinnuleysi fylgir einnig samfélagskostnaður, eins og að hærra vaxtastig er samfélagskostnaður.

Hvort er verra? Vandinn er sá, að rannsóknir sýna, að alltaf þegar atvinnuleysi eykst snögglega, er alltaf hluti af fólki sem verður varanlega atvinnulaust. Hættan, með öðrum orðum er, með því að nota þá aðferð til sveiflujöfnunar, að á Íslandi skapist smám saman, hópur varanlegra atvinnulausra, að atvinnustig myndi nálgast smám saman þ.s. tíðkast á meginlandi Evrópu.

Við skulum ekki afgreiða þetta sem eitthvert kjaftæði, þ.s. það er raunverulega þannig, að sveiflum í atvinnustigi, skv. rannsóknum, fylgir fjölgun í hópi varanlegra atvinnulausra. Þ.s. Ísland er þannig hagkerfi að lítið bendir til annars en að tíðar hagsveiflur haldi áfram, eins og héðan af, þá ætti hættan á slíkri þróun að vera allveruleg.

Að sjálfsögðu, er hugsanlega hægt að kosta til peningum, til endurþjálfunar og þess háttar - en reynslan í Evrópu, er sú að slíkar aðferðir ná einungis til hluta af þeim hópi sem þeim er beint að.

---------------------------------

Eins og ég sagði, þetta er raunverulega spurning, sem við þurfum að hugsa um, án fordóma.

Því, eins gölluð og krónana er, þá er hitt fyrirkomulagið, einnig gallað. Við þurfum að íhuga þessa galla, sem ekki eru þeir sömu, með opnu og fordómalausu hugarfari, án þess að gefa okkur niðurstöðuna fyrirfram, til að hámarka líkur á réttri ákvörðun.

-----------------------------------

Ef til vill, þurfum við einfadlega að taka okkur saman um að leggja af verðtryggingu, og um að bæta hagstjórnina, sem undanfarin ár, hefur langt frá því verið sú besta mögulega.

Sannarlega, gæti dregið úr vilja aðila til að lána,,,en, ef til vill, í ljósi óskapa undanfarinna ára, væri það ef til vill ekki slæm þróun, að það lána-aðila yrðu varfærnari í veitingu lána.

----------------------------------

Þetta er einfaldlega þ.s. ég geri. Mín afstaða, er einfaldlega ekki fastmótuð.

Þegar koma fram áhugaverðar skoðanir, þá er ég gjarnan til í að endurmeta, og jafnvel um að skipta um skoðun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.9.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 154
  • Sl. viku: 3738
  • Frá upphafi: 2464544

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 3446
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband