Leita í fréttum mbl.is

Joseph Stiglitz Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði varar við verðtryggingu.

Verðtryggð lán eru áhættusamningar segir Joseph Stiglitz Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði.  Breyta verður kerfinu og gefa fólki kost á að byrja upp á nýtt segir hann um núverandi ástand.

 Ég hef barist gegn þessari glórulausu verðtryggingu frá því nokkru fyrir aldamót. Ef til vill kemur einhver skíma inn í hugarheim ríkisstjórnarinnar þegar erlendur Nóbelsverðlaunahafi bendir á þá staðreynd að verðtryggð lán leiða til að skapa skilvirkni í þjóðfélaginu, félagslega samstöðu og réttsýni eins og Stiglitz orðar það. 

Verðtryggingin verður að fara og við verðum að búa við lán sem eru sambærileg því sem gerist á hinum Norðurlöndunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef mikið pælt í verðtryggingu og einnig frá aldamótum. Mig minnir að þú segðir á Alþingi að bankarnir með háu vöxtunum og verðtryggingu væri eins og maður í buxum bæði með axlabönd og belti. Kann að vera að frúin á Lómatjörn hafi sagt þetta.
Þetta er ekki flókið. Vandamálið er að Húsnæðislánasjóður byggir allt sitt (líkt og lífeyrissjóðirnir) allt sitt á þessu kerfi. Útganga úr þessu kerfi tekur tíma. Það verður ekki gert á einum degi. Fyrst þarf að slá verðbólguna niður, nú eða stýrivexti, gæta þess að atvinnuleysi rjúki ekki upp úr öllu valdi og fyrirtækin beri skaðann. En þetta veistu auðvitað.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 11:59

2 Smámynd: Jón Magnússon

Valgerður Sverrisdóttir sagði þetta á sínum tíma. Það verður að gefa rétt í þjóðfélaginu og það er ekki verið að gefa rétt meðan skuldararnir taka alla áhættuna.

En af hverju fjárfestu þessir (nú bít ég í tunguna á mér til að segja ekkert ljótt) lífeyrissjóðir ekki í verðtryggðum bréfum í stað þess að fara í áhættufjárfestingu sem kostar þá hundruði milljarða í töpuðum útlánum?

Jón Magnússon, 9.9.2009 kl. 13:52

3 identicon

Það er góð spurning, Jón. Ég hreyfði við þessu og fékk loðin svör um áhættuhópa A, B og C, og sjóðirnir væru allir í A-flokki. Annars spennandi að fylgjast með nýja Fjárfestingarbankanum. Styð þá hugmynd.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 14:07

4 Smámynd: Steinarr Kr.

Er þessi verðtrygging og samsetning hennar mannanna verk?  Er verðtryggingin enn byggð upp á sama hátt og hún var í upphafi?  Er ekki búið að fikta í henni síðan þá.  Væri ekki hægt, sem millileik, þar til að við losnum við þess vitleysu að breyta henni þannig að hún stingi ekki svona rosalega og hækkaði ekki svona ört?

Steinarr Kr. , 9.9.2009 kl. 14:58

5 Smámynd: Jón Magnússon

Hefðu sjóðirnir fjárfest í A flokki hefði efnahagshrunið aldrei orðið jafn stórt og það varð. Þeir voru því miður á bullandi kafi í áhættufjárfestingum.

Jón Magnússon, 9.9.2009 kl. 17:53

6 Smámynd: Jón Magnússon

Það er búið að fikta í henni og á sínum tíma var miðað við lánskjaravísitölu en nú er miðað við visitölu neysluverðs til verðtryggingar. 

Jón Magnússon, 9.9.2009 kl. 17:54

7 Smámynd: Jón Árni Bragason

Ég er ekki sammála þvi endilega að verðtrygging sé í eðli sínu slæm. Það sem er fáránlegt með verðtryggingunni er vaxtastigið ofan á verðtryggingu. Ef við værum með 1% vexti ofan á verðtrygginu væru málin þá ekki í lagi?

Rétt er það að verðtrygging tekur áhættuna frá lánveitandanum og þess vegna ættu 1% vextir að duga. Ef við tökum verðtrygginguna og færum þannig áhættustuðul yfir á lánveitandann þá er ljóst að lánveitandinn mun velta þeirri áhættu yfir í vaxtastigið.

Horfum á þetta frá einföldu sjónarmiði um hvað verðtrygging raunverulega er. Ef ég lána þér Jón fyrir tveimur pylsum með öllu á Bæjarins Bestu í dag, hvað vil ég fá eftir 5 ár? Það sem ég vil fá eftir 5 ár er einfaldlega tvær pylsur með öllu á Bæjarins Bestu sama hvað þær kosta í krónum. Ef við værum vinir þá væri það nóg en ef ég væri í business þá myndi ég vilja fá eitthvað fyrir minn snúð fram yfir pylsurnar tvær, til dæmis nóg fyrir hálfri til viðbótar.

Vandinn hins vegar, fyrir utan vaxtastigið ofan á verðtrygginguna, er við hvað við miðum verðtrygginuna, launavísitölu, húsnæðisvísitölu eða neysluvísitölu.

Það sem ég er ósáttur við er hversu mikið fjármálabransinn er að taka fyrir þjónustuna.

Kveðja,

Jón Árni

Jón Árni Bragason, 9.9.2009 kl. 21:23

8 Smámynd: Jón Magnússon

Jón Árni það er alveg rétt með pylsurnar tvær sem þú lánar og vilt fá sama aftur. En þá er spurningin með hvaða hætti gerum við það þannig að jafnræði sé á milli lánveitanda og skuldara? Það gerist ekki með verðtryggingunni þó það væri til bóta að hafa 0-1% vexti á ári á slík lán. Það gerist frekar með því að ábyrg efnahagsstjórn, ábyrg lánastefna lánastofnana og alvöru gjaldmiðill sé fyrir hendi.

Með því að hafa verðtryggingu er vanda efnahagsstjórnar og eyðslusukks velt yfir á lántakendur.

Jón Magnússon, 10.9.2009 kl. 00:10

9 Smámynd: Jón Árni Bragason

Mikið rétt. En erum við þá ekki að segja að í sjálfu sér sé verðtryggingin sjálf ekki vandamálið heldur það að efnahagstjórnin og eyðslusukkið eigi að vera í höndum stjórnvalda í okkar umboði.

Sjálfum finnst í lagi að borga fyrir að fá lánað fé svo fremi sem um sé að ræða eðlilega vexti 1-2% ofan á verðtrygginu en nokkru hærri ef ekki er um verðtryggingu að ræða. Hagkvæmast fyrir mig sem skuldara er verðtrygging tengd við raunhæfa vísitölu plús 1-2% vextir. Með veði í eigninni minni er áhættan engin nánast fyrir fjármagnseigandann og því ættu vextirnir að vera lægri heldur en ef fjármagnseigandinn þarf að taka áhættuna af verðbólgu og óróa.

Seint myndi ég verja fjármagnið því það hefur svo illa farið með okkur. En til þess veljum við okkur þingmenn að setja lög og reglur um hvað fjármagnið má. Þar hefur skort á vinnubrögð og aðhald.

Ég tel að þessi almenna einföldun að afnám verðtryggingar lagi allt sé röng. Málin eru flóknari en svo.

Kveðja,

Jón Árni

Jón Árni Bragason, 10.9.2009 kl. 13:30

10 Smámynd: Jón Magnússon

Jú verðtryggingin er í sjálfu sér vandamál. Hún mælir aldrei rétt eða af sanngirni og uppsöfnunaráhrifin eru skelfilegur ófögnuður.  Þegar allt fer á hvolf í þjóðfélagi þá gengur ekki að halda í hluti sem leiða til þess að fólk hættir að borga lánin.

Jón Magnússon, 10.9.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 514
  • Sl. sólarhring: 575
  • Sl. viku: 5453
  • Frá upphafi: 2426087

Annað

  • Innlit í dag: 475
  • Innlit sl. viku: 5029
  • Gestir í dag: 461
  • IP-tölur í dag: 442

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband