Leita í fréttum mbl.is

Af hverju ekki að gefa með sama hætti fyrir alla

Miðstjórn ASÍ hefur birt viðamiklar tillögur um aðstoð við fólk í greiðsluvanda. Þær tillögur eru margar góðra gjalda verðar. Hins vegar skiptir mestu að byggja upp þjóðfélag þar sem gefið er með sama hætti fyrir alla og eðlileg umgjörð er um efnahagssarfsemi fólks og fyrirtækja.

Við efnahagshrunið var forgangsatriði að taka verðtrygginguna úr sambandi og færa gengisbundnu lánin til viðmiðunargengis í ársbyrjun árið 2008. Þessi aðgerð hefði kostað innan við 200 milljarða eftir því sem komið hefur fram í fjölmiðlum eða minna en það sem veitt var til greiðslu til eigenda í peningamarkaðssjóðum föllnu bankanna.

Með þessum aðgerðum hefði verið skapaður grundvöllur fyrir nýrri endurreisn og möguleikum fyrir fólk til að skapa sér lífvænlega framtíð sem eignafólk. Að sjálfsögðu hefði jafnframt því þurft að vinda bráðan bug að því að fá trúveruga mynt.

Vandinn nú er að verklausa vinstri stjórnin veit ekki sitt rjúkandi ráð varðandi skuldavanda fólksins í landinu. Sá skuldavandi er tilkominn vegna sérstakra aðstæðna á íslenskum lánamarkaði. Vegna gengitryggðra lána og verðtryggðra. Það er eins og verklausa vinstri stjórnin hafi ekki skilið þessa staðreynt og það þurfi að bregðast við vegna þessa séríslenska lánakerfis.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband