Leita í fréttum mbl.is

Til varnar Sigmundi Davíð

Er hægt að áfellast stjórnmálamann fyrir að leita til helstu vinaþjóðar Íslands með fyrirspurn um hvort þessi ríka vinaþjóð okkar sé reiðubúin til að lána okkur peninga? Ég get ekki séð neitt óeðlilegt við það að formaður Framsóknarflokksins leiti til Norðmanna með beiðni um lánafyrirgreiðslu.  Þá get ég ekki séð neitt athugavert við það að formaður Framsóknarflokksins taki með sér ráðgjafa jafnvel þó að þeir hafi unnið hjá einhverjum útrásarvíking áður.

Sigmundi Davíð er ljóst að ríkisstjórnin er úrræðalaus og sýnir ekkert frumkvæði. Hann reynir því að hafa frumkvæði og leggur þar með sitt á vogaskálarnar eins og allir góðir Íslendingar eiga að gera við þessar aðstæður. Hvað kemur fólki til að hneykslast á þessu frumkvæði formanns Framsóknarflokksins.

Það væri nær fyrir vinstra # í landinu að hneykslast á forsætisráðherranum sem skrifar sérstaklega bréf til flokksbróður síns í Noregi til að koma endanlega í veg fyrir að þessi tilraun formanns Framsóknarflokksins gangi upp.  Er það ekki einmitt aðgerðir Jóhönnu og Stoltenberg leiðtoga norsku Samfylkingarinnar og forsætisráðherra sem fólk ætti að hneykslast á.

Mér finnst það ekki hafa verið í lagi hjá Jóhönnu að bregðast við með þeim hætti sem hún gerði. Hún þurfti þess ekki nema í þeim eina tilgangi að reyna að skemma fyrir. Eða gat tilgangurinn verið annar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég þori alveg að vera dáldið sammála þér þarna Jón.

Teldu hina upp á tázunum...

Steingrímur Helgason, 12.10.2009 kl. 00:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vert að lesa Norsku útgáfuna af þessu öllu. Smella hér.

Af hverju er þeirra póstur og þeirra túlkun ekki samhljóða því sem spunaverksmiðja Samfó vill sýna?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2009 kl. 00:57

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Heldur þú að íslensk stjónvöld, hver sem þau hafa svo sem verið frá hruni, hafi ekki kannað og gjörþekki afstöðu Nojara og annara Norðurlandaþjóða varðandi lánamál til íslands ?  Hvað er í gangi.  Hvaða tal er þetta.

Heldur þú að umrædd stjórnvöld, hver sem þau svo sem hafa verið frá hruni, viti ekki ósköp vel að línan hjá Nojurum og öðrum N-landaþjóðum hafi verið:  Samþyggja skuldbindingar varðandi icesave:  Annars ekkert lán o.s.frv.

Nú, síðan er frammarar fara á ródsjó og babúa það útum allt að ekkert mál sé að fá lán hjá Nojurum - hvað er þá eðlilegra en að spurja hvort Norskt Ríkisvald hafi alltí einu snarsnúist í málinu ?

Það er bara mjög eðlilegt.  Sésrstaklega þegar vitað er að í býgerð er mikið spunaverk varðandi þetta mál og önnur hér á landi á - eins og farið er berlega að sýna sig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.10.2009 kl. 02:19

4 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Ég hef ekkert út á hugmyndina að setja heldur aðferðarfræðina.  Þetta veikir ásynd landsins og er okkur ekki í hag.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 12.10.2009 kl. 02:28

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það eru nokkrir vinklar á þessu máli og eiginlega bara spurning hvar maður stillir sér upp. En hvernig sem á málið er litið er hér sorglegt klúður á ferðinni sem skrifa verður algerlega á Jóhönnu sem virðist skorta alla stjórnkænsku.

Framtak Sigmundar Davíðs og Höskuldar finnst mér lofsvert og þegar Jóhanna heyrir af ferðum þeirra á hún að sjálfsögðu að virkja þetta frumkvæði þeirra út í hörgul. Hefði það annars ekki verið vænlegra til árangurs en að grafa undan þeim og reyna að gera þá ótrúverðuga.

..Það verður ekki á okkur Íslendinga logið..

Atli Hermannsson., 12.10.2009 kl. 14:37

6 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Alveg ótrúlegt. 

Maður myndi halda að samfylkingin vildi þrátt fyrir allt vel, en þetta eru bara enn ein andlitsmynd landráðafólks...

Ekki sjálfstæði.  Bara borga.  Borga hvað sem er og fara svo í ESB.

Jón Ásgeir Bjarnason, 12.10.2009 kl. 16:36

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Steingrímur.

Jón Magnússon, 12.10.2009 kl. 21:54

8 Smámynd: Jón Magnússon

Það er þess vegna sem mér finnst eðlilegt að skrifa til varnar Sigmundi Davíð.

Jón Magnússon, 12.10.2009 kl. 21:55

9 Smámynd: Jón Magnússon

Snorri ég sé ekkert að því að stjórnmálamenn ræði við fólk úr systurflokkum sínum á nágrannalöndum okkar. Er ekki einmitt best að gera það þegar erfiðleikar steðja að og við eigum undir högg að sækja í alþjóðasamfélaginu?

Jón Magnússon, 12.10.2009 kl. 21:56

10 Smámynd: Jón Magnússon

Við erum algerlega sammála Atli eins og svo oft áður.

Kveðja,

Jón Magnússon, 12.10.2009 kl. 21:59

11 Smámynd: Jón Magnússon

Jón Ásgeir mér finnst þetta klaufalegt hjá Jóhönnu en ég vil ekki kalla hana eða hennar fólk landráðafólk. Ég efast ekki um góðan vilja Jóhönnu en ég er hins vegar ekki sammála henni í pólitík það er annað mál.

Jón Magnússon, 12.10.2009 kl. 22:00

12 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Alveg sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.10.2009 kl. 23:16

13 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

"Snorri ég sé ekkert að því að stjórnmálamenn ræði við fólk úr systurflokkum sínum á nágrannalöndum okkar."

Ekkert að því ef það er borið fyrir stjórnvöld áður en frekar er að hafst. Ákjósanlegra ferli hefði verið að viðkomandi aðilar hefðu rætt sín á milli hvað hægt væri að gera og svo haft samband við eigin ríkisstjórnir og leyft þeim að 'eigna sér' lausnina. Þá gæti málið hafa þróast á annan veg.  Með tíma hefði svo hið sanna komið í ljós.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 13.10.2009 kl. 02:43

14 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Guðrún María.

Jón Magnússon, 13.10.2009 kl. 15:27

15 Smámynd: Jón Magnússon

Snorri stjórnmálamenn hafa fullt leyfi til að ræða við þingmenn og aðra stjórnmálamenn úr systurflokkum sínum erlendis án leyfis forsætisráðherra eða annarra stjórnvalda. Þeir Sigmundur Davíð og Höskuldur Þórhallsson töluðu við Jóhönnu og sögðu henni frá málinu áður en þeir fóru út.

Hvernig sem hlutunum er á botninn hvolft þá var það klaufalegt af Jóhönnu að skrifa bréfið til Stoltenberg. Hún gat beðið eftir þeim Sigmundi og Höskuldi og beðið þá um að ræða við sig um málið og sent fyrirspurn í framhaldi af því ef ástæða var til.

Jón Magnússon, 13.10.2009 kl. 15:30

16 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

"... stjórnmálamenn hafa fullt leyfi til að ræða við þingmenn og aðra stjórnmálamenn úr systurflokkum sínum erlendis án leyfis forsætisráðherra eða annarra stjórnvalda."

Ég er ekki að segja að þeir hafi brotið af sér; ég er að segja að þetta hafi ekki veri sérstaklega gáfulegt enda leiddi það af sér enn ógáfulegri atburðarröð.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 14.10.2009 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 617
  • Sl. sólarhring: 653
  • Sl. viku: 4664
  • Frá upphafi: 2427508

Annað

  • Innlit í dag: 557
  • Innlit sl. viku: 4317
  • Gestir í dag: 526
  • IP-tölur í dag: 506

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband