Leita í fréttum mbl.is

Okur á plastpokum

Bónus hefur hækkað verð á plastpokum í 20 krónur. Framleiðslukostnaður á poka er innan við 5 krónur þannig að það er drjúg álagning þar.

Fyrir mörgum árum komu flestir kaupmenn sér saman um að stofna sjóð sem þeir kölluðu pokasjóð og ákváðu að meirihluti okurverðs þeirra á plastinnkaupapokum rynni í þennan sjóð. Neytendur voru ekki spurðir um það hvort þeir vildu þetta eða ekki. Þarna var um samræmda skattlagningu kaupmanna að ræða sem að Samkeppnisstofnun lagði blessun sína yfir.

Nú eiga neytendur að bregðast við og fá sér innkaupatöskur til að setja innkaup sín í en láta plastpokana eiga sig.  Þá græðum við tvöfalt. Í fyrsta lagi spörum við okkur kaup á pokum og í öðru lagi þá drögum við úr notkun á einnota umbúðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég tek undir þetta. Hef reyndar notað gamla íþróttatösku fyrir innkaupin sl. mánuði. Kveðja.

Þráinn Jökull Elísson, 13.10.2009 kl. 15:54

2 identicon

í IKEA fást bláir pokar fyrir lítinn pening, bera mikið og henta vel til búðarinnkaupa, slitsterkir og endast vel.

ég keypti nokkra poka fyrir nokkru síðan og hef sparað þá alla margfallt og enn meir með hverri búðarferð.

g (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 21:52

3 Smámynd: DanTh

Í gegnum árin hefur Jóhannes notað þennan sjóð til þess að belgja út ímynd sína á kostnað viðskiptamanna sinna.  Nú vantar hann líklega aukin aur til þess að laga þá löskuðu ímynd sem hann og sonurinn eiga við að stríða í dag.  Þetta eru klækjarefir sem kunna að kafa í vasa almennings.    

DanTh, 14.10.2009 kl. 08:59

4 identicon

Hver er staðann á þessum pokasjóði er hann kannski löngu aflagður.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 11:51

5 Smámynd: Jón Magnússon

Magnús ekki síðast þegar ég vissi. En hann hefði aldrei átt að vera til nema þá fyrir frjáls framlög kaupmanna og einstaklinga. Ekki með þvingaðri skattheimtu á neytendur.

Jón Magnússon, 15.10.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 683
  • Sl. sólarhring: 696
  • Sl. viku: 4730
  • Frá upphafi: 2427574

Annað

  • Innlit í dag: 614
  • Innlit sl. viku: 4374
  • Gestir í dag: 578
  • IP-tölur í dag: 559

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband