15.10.2009 | 13:13
Ógeðfelld aðför að lögreglu og heimili dómsmálaráðherra
Aðgerðarhópur sem berst gegn því að lögmæt stjórnvöld fari að lögum í landinu safnaðist saman við lögreglustöðina í gær og krafðist þess að ekki yrði farið að lögum hvað varðar óleglega innflytjendur sem á að flytja til þess lands sem þeir komu inn á Schengen svæðið í samræmi við íslensk lög og samevrópskar reglur. Í framhaldi að aðför sinni að lögreglustöðinni í Reykjavík hélt hópurinn að heimili dómsmálaráðherra eins ógeðfellt og það er og andstætt eðlilegum samskiptakröfum í lýðræðisþjóðfélagi.
Svona aðgerðir eru fordæmanlegar. Fólk sem er á móti lögunum um innflytjendur og útlendinga á að snúa sér til þess aðila sem hefur með málið að gera. Aðför að embættismönnum og lögreglu er óafsakanleg fordæmanleg þvingunartilraun af hálfu þessa fólks.
Því miður þá hafa núverandi stjórnarflokkar kallað yfir sig allskyns óværu af þessu tagi. Nokkrir ráðherrar í ríkisstjórninni lögðu á ráðin og studdu aðför óeirðafólks að Alþingi í byrjun ársins og á stjórnarráðið, Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann. Þá hafa fjölmiðlar látið óátalið og jafnvel sumir þátttastjórnendur og þáttahöfundar ríkistútvarpsins lýst yfir velþóknun í látæði og framsetningu við persónulegri aðför að ákveðnum einstaklingum.
Stjórnmálamenn hafa ekki fordæmt með þeim hætti sem þeim ber það löglausa athæfi gagnvart einstaklingum sem birst hefur í því að veist hefur verið að einstaklingum eða eigum þeirra. Við slíkar aðstæður verður engin óhultur og vegið er að grundvelli réttarríkisins.
Er það þannig þjóðfélag sem við viljum?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi | Breytt 21.12.2009 kl. 10:51 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 726
- Sl. viku: 3824
- Frá upphafi: 2427624
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 3539
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Í fréttum RÚV á hádegi var haft eftir talsmanni Rauða krossins að hann leggist gegn því að fólkið verði sent til Grikklands, reynslan sýni að hætt sé á að þeir verði hreinlega að liggja úti. Ekki þarf að spyrja að varnarleysi þessa fólks. Dómsmálaráðherrann á Íslandi hefur allt ríkisvaldið sér til styrktar, þar með talda lögregluna. Friðsamleg mnótmnæli að heimili valdamanna, að fólk safnist þar saman og láti andúð sína í ljós, er ekki ''aðför'' eða þaðan af verra. Og í ljósi þessi öryggis sem ráðherrann nýtur og í ljosi þess varnarleysis sem þeir einstaklingar eru berskjaldaði í sem hann vísar úr landi er það í besta falli teprusakpur að kvarta yfir þessu. Það sem á að fordæma í þæessu máli er brottvísunin sjálf, þvert á tilmæli og rökstutt álit Rauða krossins og fleiri aðila.Samúð þín ætti fremur að vera með flóttamönnunum en þeim ráðherra sem níðingsverkin vinna á þeim og hefur það fjandi gott í allsnægunum hér á landi. Og hún mun ekki eitt anddartak hugsa um út í neyð þeirra sem hún er að hrekja út í neyðina.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.10.2009 kl. 13:29
Þessi mótmæli gagnvart embættismönnum og lögleglu er komin út úr öllum kortun. Eins og þú segir í fyrirsögninni er þetta ógeðfelld aðför sérstaklega finnst mér ömulegt þegar ráðist er á heimili fólks.
Birgir Viðar Halldórsson, 15.10.2009 kl. 13:53
Er það ekki sjálfsögð krafa að aðförin sem var gerð að Alþingi og fleiri stöðum verði skoðuð því það hlýtur að vera umhugsunarefni ef niðurstaðan yrði sú að einhverjir hafi nítt sér ástandið í pólitískum tilgangi með því að kinda undir, og það vantar eitthvað í fólk sem ræðst að heimilum annarra og er þetta alltaf sama liðið sem er að mótmæla og ef svo er er þetta þá skipulagður hópur.
Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 14:04
Hvers konar endemis bull er þetta Sigurður. Dómsmálaráðherra er ekki með lögregluvörð við heimili sitt og er eins og hver annar einstaklingur í þessu þjóðfélagi. Það að sækja að heimili hennar þar sem hún á að njóta friðhelgi með fjölskyldu sinni er fordæmanlegt.
Hvað varðar sjónarmið talsmanns Rauða krossins þá þekki ég þau ekki en veit að gerðar hafa verið athugasemdir við Grikki og talað var um að þeir hefðu bætt úr því sem ábótavant hefði verið.
Síðan eru það aum rök Sigurðar að af því að einhver hefur það ekki gott að þá sé heimilt að veitast að einhverjum öðrum. Slík sjálftaka á réttlæti eins á kostnað réttlætis annars er óheimil í réttarríkjum og samrýmist ekki þeim hugmyndum sem við gerum okkur um réttarríki.
Jón Magnússon, 15.10.2009 kl. 15:15
Það gleyma því margir Birgir að það býr fjölskylda venjulega á heimilum. Maki og börn og stundum fleiri. Þessi og önnur sambærileg mótmæli eru komin út fyrir allt velsæmi.
Jón Magnússon, 15.10.2009 kl. 15:17
Magnús ég held að það sé nauðsynlegt að láta fara fram rannsókn á því hverjir það voru sem sóttu að Alþingi nokkrum opinberum stofnunum og embættismönnum í janúar s.l. í pólitískum tilgangi. En það verður ekki gert. Núverandi ríkisstjórn fer ekki að hræra í pottinum þannig að gruggið sem kom þeim til valda komi ekki upp á yfirborðið.
Jón Magnússon, 15.10.2009 kl. 15:19
Jón, hér þarf svo sannanlega að forgangsraða ógeðfeldninni. - Ekkert finnst mér eins ógeðfelt eins og sumt sem ég hef orðið vitni að í nafni valds og opinberra embætta. - Ekkert sem almenningur getur gert í mótmælaskyni er svo ógeðfelt sem aðförin að sumum þessara hælisleitenda. - Bara það að það eru lagðir fyrir þá pappírar á íslensku og synjað um hvorttveggja túlkun/þýðingu á eigin mál eða til vara á ensku, hélt ég að gæti ekki staðist að væri rétt þar til ég gekk úr skugga um að það er ekki bara rétt heldur lýsandi fyrir framkomu stjórnvalda og meðhöndlun íslendinga á þessum málum.
- Sjálfur myndi ég ekki mótmæla við heimili fólks en ég myndi heldur aldrei taka menn frá vinum og fjölskyldu sem þeir hafa eignast í endalausri bið eftir afgreiðslu mála og henda þeim úr landi.
Helgi Jóhann Hauksson, 15.10.2009 kl. 16:03
Vil bæta því við að þeir sem fara þarna fyrir mótmælum hafa lagt í mikla vinnu við að draga fram þekkingu og efni fyrir dómsmálaráðuneytið sem að hluta rataði í nýlega skýrslu nefndar á vegum ráðuneytisins um málið - en sér nú engra merkja í meðferð ráðuneytisins á málum hælisleitenda.
Helgi Jóhann Hauksson, 15.10.2009 kl. 16:08
Það er voðalega einfalt Jón, VG stóðu fyrir þessum uppþotum og það eru félagar í VG sem eru alltaf að mótmæla öllu enda kunna þeir ekkert annað sem sést best á umhverfisráðherra núna sem er að stöðva alla uppbyggingu til langframa með ýmsu móti. Auðvitað á að fara eftir lögum og framfylgja dómum og ef þessu fólki hefur verið meinað dvalarleyfi þá á að sjálfsögðu að´vísa þeim úr landi strax.,
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 16:54
Sæll, Jón.
Ég veit það tekur því ekki að reyna að sannfæra þig um rétt útlendinga í landinu, óháð lögum. Þó hefur verið samþykkt, og við það mæla Vesturlönd ágæti sitt, að mannréttindi séu ofar tilteknum lögum og hvað þá tiltekinni túlkun eða framkvæmd í nafni laganna. Það er, að í nafni þeirrar grundvallarhugmyndar að allir menn njóti alls staðar mjög víðtæks réttar og frelsis, megi gera kröfur til yfirvalds. Sem mun þá alltaf, alls staðar, skáka í skjóli gildandi laga eða hefða, stundum af leti, stundum af styggð. Hér binda raunar engin lög hendur lögreglu eða ráðherra í þessum málum, heldur veita aðeins heimildir til að vísa fólki úr landi. Þær heimildir eru óspart nýttar. Þeirri mannvonskustefnu mótmælir nú hópur fólks. Hvar breyting á sér stað – í lagabreytingum, túlkun eða framkvæmd laga – skiptir ekki þá sem er hent í ruslið öllu máli, heldur að stjórnvöld hætti að henda þeim í ruslið.
Í nafni laga og hefðar eru menn sendir, að einhverju leyti vopnaðir, inn á heimili fólks fyrirvaralaust til að fjarlægja það. Þeir beita því afli sem þarf. Við þá er ekki ræðandi. Dómsmálaráðherra ber ábyrgð á aðgerðum þessara manna í starfi.
Við hlið þeirra aðgerða sem ráðherra samþykkir, innrás á heimili, mannrán, frelsissviptingu, og nauðungarför til Síberíu, þá eru hróp og köll við heimili ráðherrans, ef annað hefur ekki dugað til að stöðva aðgerðina, sannarlega innan marka meðalhófs. Slík mótmæli tilheyra þeirri hefð sem Vesturlönd hreykja sér jafnan af þegar þau vilja mikla sig gagnvart öðrum – að almenningur sé frjáls að því að mótmæla órétti, jafnvel hástöfum, helst svo leiði til breytinga.
Sumir taka sömu afstöðu í nafni kristni. Aðrir nota engin nöfn til að réttlæta mannúð, finnst hún sjálfsögð.
Ég bendi á stutta grein mína um mannránið, hér:
http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/2381
HMH.
Haukur Már Helgason (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 17:00
Helgi Jóhann íslenskir embættismenn hjá Útlendingastofnun og í dómsmálaráðuneytinu hafa aflað sér mikillar þekkingar og mér hefur sýnst ef eitthvað er að þá virðist þeir sem komnir eru ólöglega til landsins eða geta ekki sannað á sér deili fái að njóta vafans ef eitthvað er of lengi. Það hefur engin afgreiðsla útlendingastofnunar á síðustu árum verið ómálefnaleg eða ekki reist á þeim lögum sem Alþingi hefur afgreitt. Það er því fráleitt að ráðast að lögreglu eða heimili dómsmálaráðherra og sýnir að það fólk sem þannig fer að hefur ekki kannað málin til hlítar nema síður sé.
Jón Magnússon, 15.10.2009 kl. 18:35
Ragnar það voru ekki bara Vinstri grænir. Þar léku ákveðnir Samfylkingarmenn líka hlutverk.
Jón Magnússon, 15.10.2009 kl. 18:36
Það er alrangt Haukur að það sé algengt á Vesturlöndum og innan meðalhófs að mótmæla við heimili ráðherra. Ég kannast ekki við að það sé gert á Norðurlöndunum, Bretlandi eða Þýskalandi svo tekin séu þau lönd sem næst okkur eru.
Haukur síðan er ekki gripið til aðgerða gegn fólki sem er ólöglega í landinu fyrr en það hefur haft öll tækifæri til að sýna fram á að það geti haft löglega komu hingað og veru. Í nafni mannúðar er dregið í lengstu lög að senda ólöglega innflytjendur úr landi.
Síðan verður að gera greinarmun á ólöglegum innflytjendum og hælisleitendum Haukur. Nú hefur hópur boðað til mótmælendafundar á Lækjartorgi. Þannig á að fara að varðandi mótmæli en ekki ráðast að einstaklingum eða lögreglunni sem hefur ekkert til saka unnið annað en að framfylgja þeim lögum sem Alþingi hefur samþykkt.
Jón Magnússon, 15.10.2009 kl. 18:43
Þessi aðför sem gerð var að heimili dómsmálaráðherra er okkur öllum Íslendingum til skammar!
Þráinn Jökull Elísson, 15.10.2009 kl. 20:14
Sæll aftur, Jón.
Fyrir það fyrsta: Ef hefð fyrir árangursmiðuðum mótmælum væri ekki til, þá þyrfti augljóslega að finna hana upp.
Hins vegar hefurðu rangt fyrir þér um að ekki sé hefð á Vesturlöndum fyrir mótmælum við heimili embættismanna. Cambridge University Press gaf einmitt í fyrra út bók eftir lagaprófessorinn Timothy Zick, þar sem hann rekur meðal annars sögu slíkra mótmæla og deilur sem hafa sprottið um þau fyrir dómstólum í Bandaríkjunum, samfara yfirstandandi átökum um hvað teljast opinber rými, og hvar megi takmarka tjáningarfrelsi fólks. Bókin heitir 'Speech out of Doors'. Höfundur rekur meðal annars hvernig Hæstiréttur Bandaríkjanna varði réttinn til friðsælla mótmæla við heimili ráðamanna í Chicago á 7. áratugnum, í krafti tjáningarfrelsis. Sú afstaða er þó alls ekki einhliða og enn deilt um þennan rétt. Á sumum svæðum, segir höfundur líka, hafa yfirvöld velt fyrir sér að banna mótmæli alfarið á íbúðarsvæðum. Í hinum ungu Bandaríkjum eiga slík mótmæli sér hins vegar hefð og sögu aftur til átjándu aldar, og færast nú í aukana, skv. Zick: „The residence has become a rather frequently targeted contested place. During recent years, antiabortion, animal rights, gun control, civil rights, and other activists have focused contests over matters of public concern on both private and official residences.“ (121).
Í tilfellinu í gær, þegar búið er að handtaka menn sem vitað er að verður flogið með úr landi næstu stundirnar, og mótmælendur ætla aðgerðum sínum hugsanlega að hafa áhrif, þá myndi þetta staðarval fyrir mótmæli, það er utan við heimili ráðherra, líklega flokkast sem 'síðasta úrræði' eða 'place of last resort', í máli Zick.
Að mótmæla við heimili ráðherra með hrópum er bæði hefðbundið og vel innan borgaralegra velsæmismarka. Þú verður að sitja aðeins á þér.
HMH.
Haukur Már Helgason (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 22:17
Sæll Jón.
Í svona málum er fólk eins og Ragna og aðrir embættismenn að fela sig á bak við lögin. Það er líka "löglegt" að taka þroskaheft fólk og unglinga af lífi í sumum fylkjum U.S.A. Lögin eru mannana verk og þegar verið er að senda menn mjög líklega út í opinn dauðann eins og Ragna gerði í dag þá er ömurlegt að hún skuli eiga sér viðhlæjendur sem vísa í "lögin". Örfáum dögum eftir að ráðuneyti hennar fékk það merkilega nafn mannréttindaráðuneyti hefur það verið smánað. Svo farnast íslenskri stjórnsýslu og embættismönnum.
Þór Saari, 15.10.2009 kl. 23:23
Hver ert þú Jón að tala um bull. Það er einfalt fyrir dómsálaráðherra að kalla til lögreglu og hún mun sannarlega koma. Ég er bara að bera saman aðstöðu hans til varnar og varnarleysi þessa fólks sem er næstum því algert. Þetta ætti að vera auðskilið þó þú þykist ekki skilja það. Miskunnarleysið sem dómsmálaráðherra sýnir er miklu ámælisverðara heldur en athæfi mótmælenda sem ég mæli þó í sjálfu sér ekki bót. Þvbí held ég ákveðið fram og það er ekkert bull. Þú ættr svo ekki að tapa niður til þeirra sem gera athugasemdir hjá þér. Þú hefur engan vegin efni á því.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.10.2009 kl. 23:35
Hvers vegna telurðu, Jón, að það sé réttlætanlegt að ryðjast heim til hælisleitenda og vísa þeim fyrirvaralaust (án ástæðu) úr landi en það sé aftur á móti óréttlætanlegt að mótmæla fyrir utan heimili þeirrar manneskju sem ræður slíkum ákvörðunum?
Arngrímur (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 23:36
Er það ekki rétt hjá mér, að margir af þessum flóttamönnum séu flóttamenn vegna djöfulskapar sem íslenska ríkisstjórnin er meðsek um að hafa komið í gang ???
Ég efast um að það sé til nóg af löggum sem geta varið það sem er í uppsiglingu, það er vonandi ! Byltingu :)))
hins vegar er ég fullkomlega sammála heimilisfriðnum ! en af hverju er þeim ekki snúið við með sömu vél til baka þegar þeir koma ??? eru ekki flugfélögin ábyrg fyrir því hvað þeir ferma þessar vélar sínar með ??? það ætti því að vera ríkinu að kostnaðarlausu að send amannskap með vélunum út aftur ef hætta er á ófrið, flugfélögin eru ábyrg !!! þetta er heimatilbúið vandamál, og verður að leysast mannúðlega og fljótt en ekki með fasistískum aðferðum, engin ástæða til !!! byrjum á því að moka múslima liðinu út og það í hvelli
Byltingar kveðjur, hrikalega sjoveikur
Sjóveikur, 16.10.2009 kl. 00:24
Bara svo það sé alveg á hreinu þá eru þetta hælisleitendur en ekki ólöglegir innflytjendur sem nú er verið að vísa úr landi.
Einn er t.d. 19 ára Íraki sem hefur beðið hér eftir afgreiðslu sinna mála síðan hann var 17 ára. Það leikur enginn vafi á erfiðri stöðu hans og hann er aðeins fluttur úr landi vegna þess að Dyflinnar-samningurinn leyfir okkur (en skyldar ekki) að senda alla hælisleitendur til fyrsta viðkomulands Evrópu sem hælisleitandinn kom við í. - Enginn kemst til Íslands beint frá hörmungasvæðum. Í hans tilviki eins og svo margra annarra flóttamanna og hælisleitenda var Grikkland fyrsta millilending. - Allir hælisleitendur sem hingað sækja hafa því millilent eða komið við í öðru Evrópulandi sem er aðili að Dyflinnar-samkomulaginu sem heimilar okkur að senda þá aftur þangað – en við þurfum þess ekki fremur en við viljum.
- Það hefur hinsvegar dregist að senda marga aftur til Grikklands vegna óviðunandi aðbúnaðar þar, þar sem mjög margir koma inn í Evrópu um Grikkland frá löndum þar sem hörmungar hafa dunið yfir og Grikkir ráð ekkert við allan þann fjölda sem þangað kemur og þangað er sendur frá öðrum Evrópulöndum.
Aðbúnaður þar er óviðunandi. T.d. eru samkvæmt skýrslu Rauða krossins aðeins 300 svefnpláss sem ríkið leggur til fyrir 30.000 manns sem bíða frá fyrra ári og 20.000 nýrra umsókna.
- Gleymum heldur ekki að við sprengdum upp borgir og hófum árásarstríð í Írak þaðan sem ungi 19 ára pilturinn flúði eftir að öll fjölskylda hans var drepinn og hans var leitað til að hljóta sömu örlög.
- Þetta kerfi og skyldur heims við svona hælisleitendur eru til komnar vegna þess að við öll getum hvenær sem er orðið flóttamenn - og ekki síður héðan á hjara veralda við óstýrláta náttúru en frá öðrum hlutum heims - þó allt sé þokkalega kyrrlátt núna.
Helgi Jóhann Hauksson, 16.10.2009 kl. 01:17
Nú er ég undrandi að þú skulir ekki birta síðari athugasmd mína. Þú hefur kallað mig bullara og ég hef svarað því - en þú birtir það ekki.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.10.2009 kl. 07:48
Haukur Már þú vísar til Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar að þá hafi verið mótmælt við heimili bæjarstjórnarfólks í ákveðnum bæ. Þetta er fjörutíu ára gamalt dæmi sem ég þekki ekki. En ég var að tala um dæmi í okkar heimshluta og vísaði til Norðurlandanna, Bretlands og Þýskalands. Hvað sem öðru líður þá finnst mér það freklegt brot gagnvart friðhelgi dómsmálaráðherra og fjölskyldu hennar að fara að heimili hennar í mótmælaskyni. Raunar er það ekki í fyrsta skipti sem þessi trúarbragðahópur fyrir óheftum innflutningi fólks til landsins gerir þetta. Þið ættuð að skoða þann vanda sem við erum í vegna Evrópureglnanna um frjálst flæði fólks eins og kemur m.a. fram þessa daganna.
Jón Magnússon, 16.10.2009 kl. 09:10
Þór það á ekki að rugla saman óskyldum hlutum. Dómsmálaráðherra er að fara að íslenskum lögum og alþjóða samþykktum sem við erum aðilar að. Vísun til hluta varðandi einstaka þjóðfélagshópa í Bandaríkjunum hefur ekkert með þetta mál að gera eða er að nokkru leyti sambærilegt. Af hverju reynir þú ekki frekar að hrekja ummæli dómsmálaráðherra með málefnalegum hætti Þór. Þú getur beðið um umræður utan dagskrár á þinginu til að fjalla um málefni ólöglegra innflytjenda og flóttafólks. Af hverju gerir þú það ekki?
Jón Magnússon, 16.10.2009 kl. 09:14
Sigurður Þór ég hef oft skoðað það sem þú hefur fram að færa og iðulega er það ágætt en athugasemdin þín í gær var rökfræðileg endaleysa og það kalla ég því nafni sem ég nefndi. Síðan er það alrangt að þessu fólki sé sýnt miskunarleysi. Það hefur fengið langan tíma til að réttlæta komu sína og veru sína hér á landi. Að mínu viti allt of langan.
Jón Magnússon, 16.10.2009 kl. 09:17
Arngrímur það er rangt að það sé ruðst inn til hælisleitenda fyrirvaralaust án ástæðu. Það er búið að fara fram töluvert langt ferli þar sem mál viðkomandi er skoðað áður en það er gert. Það er ekki sambærilegt að fólk sem er hér í heimildarleysi sé vísað úr landi og löglegum aðgerðum lögreglu beitt og því að ráðast að friðhelgi almennra borgara jafnvel þó um opinberar persónur sé að ræða eins og dómsmálaráðherra.
Jón Magnússon, 16.10.2009 kl. 09:20
Sjóveikur ég er þér sammála að það ætti að sjálfsögðu að snúa þessu fólki við með sömu vél en það er iðulega komið inn í landið vegna skorts á eftirliti og þá taka við margir mánuðir í skoðun á málefnum viðkomandi sem ég tel ranga aðferðarfræði. Ég vona síðan að byltingardraumar þínir fjari út því að þá fyrst verður þessi þjóð illa stödd ef slíkt ófremdarástand kæmi til viðbótar þeim aðgerðarleysiskostnaði sem búsáhaldabyltingin svokallaða ásamt kosningum og vinstri stjórn hefur kallað yfir þjóðina.
Jón Magnússon, 16.10.2009 kl. 09:24
Helgi ég þekki ekki mál þessara einstaklinga sem um ræðir og færsla mín var aðallega að fordæma aðför að lögreglu og heimili dómsmálaráðherra. Hins vegar benti dómsmálaráðherra á það í fréttum í gær að gengið hafi verið úr skugga um að aðbúnaður fyrir fólk í Grikklandi væri viðunandi.
Jón Magnússon, 16.10.2009 kl. 09:25
Sigurður minn þetta er á misskilningi byggt hjá þér. Ég birti allt sem felur ekki í sér persónulegt níð eða er með öllu ómálefnalegt. Þínar færslur eru það ekki og þessvegna birti ég þær en af því að það er bremsa þá verð ég að opna og samþykkja til að taka inn og það geri ég ekki nema tvisvar til þrisvar á dag af því að ég ligg ekki í blogginu. Síðan góð kveðja og megir þú eiga góðan dag.
Jón Magnússon, 16.10.2009 kl. 09:27
Hjartanlega sammála þér, ömurleg upplifun að horfa upp á fólk safnast saman fyrir utan heimili dómsmálaráðherra. Eina sem sú frábæra manneskja gerir er að "framfylgja LÖGUM & reglum" en það er eins og þetta lið skilji ekki einfalda hluti og hegðun þeirra er vandræðalega vitlaus. Í mínum huga stígur þetta fólk ekki í vitið..!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 16.10.2009 kl. 12:44
Ég held að það ætti frekar að vísa úr landi þessum glæpamönnum sem hér vaða uppi. Stunda mannsal þar sem ógæfustúlkum frá a-evrópu er smalað til landsins og þær látnar selja sig.
Einn af þeim sem í því stóðu var dæmdur hér á landi fyrir að ráðast á lögregluþjóna. Maðurinn brýtur ítrekað af sér hér á landi, samt fær hann að vera hér.
Þau mistök sem gerð voru að styðja þetta stríð sem hefur orðið til þess að þúsundur kvenna og barna sem hafa engin tengsl við vopnaða baráttu, bara lennt á milli, hafa látist.
Við verðum að taka ábyrgð á því að við þetta var stutt og taka að okkur flóttafólk frá þessum stríðshrjáðu löndum.
En burt með glæpalýðinn.
Einar (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.