Leita í fréttum mbl.is

Yrðum við betur sett án samnings við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn?

Þjóðir leita ekki til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr en í nauðirnar rekur. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn metur stöðuna og gerir ásamt stjórnvöldum viðkomandi ríkis áætlun um það með hvaða hætti komast megi sem fyrst út úr vandanum. Það þýðir að grípa þarf til aðhaldsaðgerða. Afleiðingin verður lakari lífskjör og iðulega atvinnuleysi. Í nánast öllum tilvikum hefði samt lífskjörin orðið enn lakari og atvinnuleysið enn meira og kreppan dýpri ef aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefði ekki komið til.

Á sama tíma og krónan er lægri en nokkru sinni fyrr gagnvart erlendum gjaldmiðlum vill meirihluti þjóðarinnar segja upp samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þeir sem það vilja verða að svara því hvort þeir telji að með því muni traust á Íslandi aukast. Hvort að líkur séu á að krónan styrkist eða kreppan verði minni og auðveldara verði að ráða við hana.  Mér er nær að halda að í öllum tilvikum yrði svarið að það er betra fyrir okkur að hafa samninginn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn auk þess sem hann veitir ábyrðgarlítilli ríkisstjórn ákveðið aðhald.

Hér hefur því verið haldið fram í umræðunni að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé notaður eins og handrukkari fyrir Breta og Hollendinga vegna Icesave. Það er ekki allskostar rétt.  Talsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa hins vegar ítrekað sagt að engin þjóð ekki einu sinni Norðmenn eða aðrar vinaþjóðir okkar á hinum Norðurlöndunum væri reiðubúin til að koma að aðstoð við okkur og lánafyrirgreiðslu nema frá ágreiningi okkar við Breta og Hollendinga yrði gengið. Engin krafa er hins vegar um það með hvaða hætti það á eða átti að gera.

Vinsælasti stjórnmálamaður landsins Steingrímur J. Sigfússon hefur gert ómögulegan samning fyrir okkar hönd og nái hann fram að ganga er ljóst að íslendingar þurfa að greiða milljarða sem þeir hefðu komist hjá hefði eðlilegir samningar verið gerðir á grundvelli fjármálatilskipunar Evrópu. Miðað við 90% endurheimtuhlutfall forgangskrafna Landsbanka Íslands er ljóst að íslenska ríkið hefði aldrei þurft að greiða eina krónu, pund eða evru hefðu samningar verið gerðir á grundvelli íslenskra laga og fjármálareglugerðar Evrópusambandsins.

Handrukkarinn er því ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn heldur í raun vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon

Það er oft þannig að kænir stjórnmálamenn kenna Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um þau vandamál sem þeir sjálfir hafa búið til og bera ábyrgð á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jón,

Margt til í þessu sem þú segir.  Ég tek undir með þeim sem segja að það þurfti að endurskoða AGS áætlunina en við eigum ekkert annað val en AGS.

Það er engin tilviljun hvernig stjórnmálamenn hafa allt í einu snúist á sveif gegn AGS.  Það var ljóst þegar í apríl fyrir kosningar að AGS var við völd og að endurreisn bankanna og Icesave lausn var tengt.

Svo er einhver með skoðanakönnun þar sem aðeins er spurt um ertu með eða á móti AGS,  það "gleymist" að spyrja "viltu endurskoða AGS prógrammið". 

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.10.2009 kl. 18:49

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Minn tími mun koma, því miður rættist sú hótun!  Verkstjórn Heilögu Jóhönnu hefur því miður frá byrjun verið til skammar. Það er ekki auðvelt að losna við AGI, en augljóst að semja verður alveg upp á nýtt við þá enda núverandi samningur illa saminn og veldur okkur stórtjóni.  Guð blessi alheiminn.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 18.10.2009 kl. 10:46

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er alveg sammála þér Andri Geir. Það hefði e.t.v. átt að spyrja hvort fólk treysti íslenskum stjórnmálamönnum til að grípa til nauðsynlegra ráðstafana í efnahags- og þjóðfélagsmálum ef ekki kæmi til skylda samkvæmt samningnum  við AGS. Ég verð að segja það fyrir mitt leyti að ég er hræddur um að þeir mundu ekki grípa til nægjanlegra aðhaldsaðgerða ef þeir væru ekki skyldðir til þess. Því miður.

Jón Magnússon, 18.10.2009 kl. 11:56

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit það ekki Jakob hvort þessi samningur við AGS sé illa gerður. Hann veitir okkur meira svigrúm heldur en sambærilegir samningar AGS við ríki í vanda.  Það sem ég er óánægðastur með er hvað mikið svigrúm ríkisvaldið fær til að reka ríkissjóð áfram með halla.

Jón Magnússon, 18.10.2009 kl. 11:58

5 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

"Það er oft þannig að kænir stjórnmálamenn kenna Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um þau vandamál sem þeir sjálfir hafa búið til og bera ábyrgð á."

Á sama hátt kenna kænir stjórnmálamenn arftökum sínum um ástand sem þeir sjálfir áttu þátt í að skapa. Það er margt í málflutningi allra aðila sem er ágætur en annar sem er miður uppbyggilegur eins og gengur og gerist. Halli ríkissjóðs hófst með einkavæðingu bankanna þar sem auðhringjum var leyft að myndast. Öll eggin voru sett í eina körfu og sitjum við nú í eggjahræunni og leikum okkur að skurninni.

Ég er verulega uggandi yfir málflutningi Þorgerðar K. á Bylgjunni i gær þar sem hún kvað auknar losunarheimildir Íslands hafa jákvæð áhrif á heimsbyggðina og ættum við því að sækja um undanþágu frá Kyoto bókuninni. Ég fæ þetta ekki skilið öðruvísi en svo að hingað eigi að laða mengandi stóriðju.

AGS er afleiðing stórhættulegrar landsstjórnunar sem miðaðist ekki að því að auka hag þjóðarinnar heldur fárra aðila. Steingrímur J. (sem er ekki vinsæll hjá mér vegna skattahækkana sem drepur atvinnulíf og eykur atvinnuleysi) hefur lítið val í stöðunni. Ég tel að málin séu að þokast í rétta átt (að undanskildu skattastefnunni og hvernig mannað er í nefndir og stjórnir á vegum xV).

Svo það sé á borðinu er ég óflokksbundinn og tek aðeins afstöðu með því sem mér finnst rétt óháð því hver leggur málið fram. Það mætti tína saman bestu punkta allra flokka og koma þeim í öfluga aðgerðaráætlun, en svo virðist sem kosningabarátta sé í algleymi og skapi sundrungu sem virðist ríkja á öllum vígstöðvum.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 19.10.2009 kl. 10:52

6 Smámynd: Jón Magnússon

Snorri það er ekki rétt að halli ríkissjóðs hafi myndast með einkavæðingu bankanna. Eftir einkavæðingu bankanna var ríkissjóður rekinn með afgangi og greiddi upp skuldir.  Ég er sammála þér um að auknar losunarheimildir okkur til handa munu ekki hafa jákvæð áhrif á heimsbyggðina en ég tel hins vegar að það skipti máli fyrir okkur að fá sem mestar losunarheimildir. Ég var einmitt að velta því fyrir mér hvar þú værir í pólitík því mér finnst þú almennt skrifa mjög skynsamlega og vel um mál.

Jón Magnússon, 19.10.2009 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband