Leita í fréttum mbl.is

Einstök óvirðing ríkisstjórnarinnar við Alþingi

Ríkisstjórnin gerði samning við Breta og Hollendinga vegna Icesave reikninganna í vor. Að því loknu lagði ríkisstjórnin fyrir Aþingi að skrifa upp á samningana. Alþingi hafnaði að gera það nema með verulegum fyrirvörum. Í framhaldi af því fór ríkisstjórnin að semja upp á nýtt við Hollendinga og Breta og hefur nú gert nýjan samning og undirritað hann af sinni hálfu án þess að leggja málið undir Alþingi.

Nýji samningur ríkisstjórnarinnar um Icesave er andstæður ýmsum ákvæðum sem Alþingi samþykkti í vor. Samt sem áður hikar ríkisstjórnin ekki við að skrifa undir samning sem er ekki í samræmi við nýsamþykkt lög frá Alþingi um málið.

Ég hygg að sjaldan í þingsögunni hafi ríkisstjórn sýnt Alþingi eins mikla óvirðingu og ríkisstjórnin með því að semja við erlendar þjóðir andstætt þeim vilja sem kom fram hjá löggjafarvaldinu mánuði áður.

Það er e.t.v. tímanna tákn um hverfulleika hugsjónanna að Helgi Ás Grétarsson sem keyptur var inn í Háskóla Íslands af Landssambandi íslenskar útvegsmanna, til að verja fiskveiðistjórnarkerfið, varð síðan einn helsti andstæðingur Icesave samninganna en kemur nú fram sem ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í málinu.

Í framhaldi af því lýsir systir hann Guðfríður Lilja formaður þingflokks Vinstri Grænna yfir stuðningi við málið.  Hvað ætli sannfæring eins ráðgjafa eins og Helga Áss Grétarssonar kosta og hvað réð skoðanaskiptum systur hans? 

Stendur nú Ögmundur einn?  Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Ég tel að Ögmundur standi einn... gæti verið að Lilja Mósesdóttir standi við sýnar yfirlýsingar

Birgir Viðar Halldórsson, 19.10.2009 kl. 16:59

2 identicon

Bíddu aðeins við Jón! þú verður að útskýra aðeins fyrir mér hvað þú átt við. Ertu að ýja að því að atkvæði Guðfríðar Lilju hafi verið keypt, svona eins vara á markaði?

Páll Höskuldsson (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 17:11

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Maður er farinn að halda að Jóhanna og Steingrímur séu veruleikafirrt og séu tilbúin að skrifa upp á hvað sem er til þess eins að mál Íslands verði tekið fyrir á fundi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 

Það virðist ekki vera nein áætlun önnur hjá ríkisstjórninni önnur en sú að fá meira af lánum en það er óneitanlega einkennilegt í ljósi þess að það eru einmitt afborganir af lánum og vaxandi lánabyrði sem er að sliga landið.

Sigurjón Þórðarson, 19.10.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Tek hjartanlega undir þessi orð þín: "Ég hygg að sjaldan í þingsögunni hafi ríkisstjórn sýnt Alþingi eins mikla óvirðingu og ríkisstjórnin með því að semja við erlendar þjóðir andstætt þeim vilja sem kom fram hjá löggjafarvaldinu mánuði áður."  Mjög sorglegt að horfa upp á grófar þvinganir & yfirgang EB, AGI og fyrrum nýlenduþjóðir (UK & Holland) ítrekað í garð elsta þjóðþings heims!  Ég segi nú bara GUÐ blessi alheiminn á meðan svona handrukkar ganga lausir.  Ég mann þá daga þegar fólk bar virðringu fyrir "alþingi & alþingismönnum" vonandi koma þeir daga aftur!  Mér fannst mjög táknrænt þegar þessi ríkisstjórn fór "norður & nú fer hún með okkur niður"  Samspillingunni lá á að komast inn í EB og Steinríkur spilaði með þeim, gegn 60-70% vilja þjóðarinnar.  Bæði fyrrverandi & núverandi stjórn hafa klúðrað næstu því öllu sem hægt var að klúðra í meðhöndlun á Iceslave dæminu.  Við mótmælum öll.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 19.10.2009 kl. 19:33

5 Smámynd: Jón Magnússon

Mér finnst með ólíkindum Birgir er ríkisstjórnin skrifar í annað skipti undir samning án þess að vera með tryggan þingmeirihluta á bakvið sig. En sé svo þá held ég að það sé best að þetta lið pakki saman hið allra fyrst.

Jón Magnússon, 19.10.2009 kl. 23:52

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þau þurfa endalaus lán Sigurjón því ekki ætla þau Steingrímur og Jóhanna að spara nóg í ríkisrekstrinum.

Jón Magnússon, 19.10.2009 kl. 23:53

7 Smámynd: Jón Magnússon

Ég fullyrði ekkert um það Páll. Ég velti því fyrir mér hvað olli sinnaskiputm hennar. Alla vega eru sinnaskipti Guðfríðar Lilju dálítið sérstök miðað við þa sem á undan er gengið.

Jón Magnússon, 19.10.2009 kl. 23:55

8 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður Jakob þá hafa þessi mál farið frá upphafi í óttalegt klúður.

Jón Magnússon, 19.10.2009 kl. 23:55

9 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Eg er ekki sammála þer jón' ?Átti Alþingi að senda samninganefnd til breta og Hollendonga?? Þetta er fáranleg hugmynd sem er sett fram í pólitisku skítkasti.Steingrímur gerði rett,allt rett í þessum samningum.

Árni Björn Guðjónsson, 20.10.2009 kl. 08:21

10 Smámynd: Jón Magnússon

Nei Árni það átti að bera málið undir Alþingi og fá samþykki Alþingis við þessum breytingum áður en samningur var undirritaður.

Jón Magnússon, 20.10.2009 kl. 11:27

11 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Ég spyr nú bara, er þessi svokallaði samningur gildur ?? þarf alþingi ekki að leggja blessun sína yfir þennan gjörning  ??

Hulda Haraldsdóttir, 20.10.2009 kl. 12:22

12 Smámynd: Björn Birgisson

"En sé svo þá held ég að það sé best að þetta lið pakki saman hið allra fyrst." segir þú Jón. Til að fá hvað í staðinn? Kannski klofinn Sjálfstæðisflokk? Varla viltu leiða Framsóknarmenn að stjórnarborðinu? Núverandi stjórn er vafalítið ekki fullkomin frekar en fyrri stjórnir, en hún er eini raunhæfi valkosturinn í dag. Andstæðingum hennar væri nær að rétta fram hjálpandi hendur, í stað að tæta allt og rífa niður. Sjálfstæðisflokkurinn skuldar þjóðinni ýmsar skýringar á ákvörðunum sínum í aðdraganda hrunsins. Einnig Framsókn. Sé stjórnin slæm, þá er stjórnarandstaðan afleit.

Björn Birgisson, 20.10.2009 kl. 13:16

13 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón. Þarna ert þú að rugla saman samningi um að Tryggingasjóður innistæðueigenda greiði Icesave skuldirnar og lögum um ríkisábyrgð. Það er skrifað undir samninginn með fyrirvara um að Alþingi samþykki ríkisábyrðgð með þeim skilyrðum, sem í samningum er.

Alþingi samþykkti þessa fyrirvara í sumar í þeirri trú að Bretar og Hollendingar myndu fallast á þá. Nú hefur komið í ljós að þeir geta ekki fallist á ákveðinn hluta þeirra en eru tilbúnir til að klára málið ef þeim tilteknu atriðum er beitt. Sá samningur, sem út úr því kemur er hagstæðari okkur en upphaflegur samningur. Við þær aðstæður er ekkert að því að skrifa undir með fyrirvara um samþykki Alþingis enda fellur samningurinn ef Alþingi samþykkir ekki.

Það felst engin óvirðing við Alþingi í slíku

Sigurður M Grétarsson, 20.10.2009 kl. 15:23

14 Smámynd: Jón Magnússon

Jú Hulda hann öðlast ekki fullgildingu fyrr.

Jón Magnússon, 20.10.2009 kl. 18:52

15 Smámynd: Jón Magnússon

Björn það er eðlilegt að fólk hafi mismunandi skoðanir á því hvort einstaklingar eða flokkar séu líkleg til afreka. Þessi ríkisstjórn hefur sýnt að hún er ekki líkleg til afreka. Hún hefur gert afleitan samning um Icesave vegna handvammar fjármálaráðherrra og skutilssveina hans. Hún virðist ekki hafa nein skammtíma- eða langtímamarkmið. Björn ég taldi og tel ástandið það alvarlegt að það verði að mynda þjóðstjórn.

Jón Magnússon, 20.10.2009 kl. 18:55

16 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður þetta er satt og rétt hjá þér. Það sem ég er að gagnrýna það eru vinnubrögðin hjá ríkisstjórninni að skrifa undir áður en fyrir liggur að þingmeirihluti sé fyrir málinu. Það gerði ríkisstjórnin í vor og nú er verið að gera breytingar á fyrirvörum Alþingis og þá enn frekar hefði þurft að hafa gott samráð við þingið áður en skrifað var undir. Það var ekki gert og það finnst mér gagnrýnisvert.

Jón Magnússon, 20.10.2009 kl. 18:56

17 Smámynd: Björn Birgisson

Þjóðstjórn hljómar mjög vel í mínum eyrum. Held þó að gæfuleysið í pólitíkinni komi í veg fyrir hana.

Björn Birgisson, 20.10.2009 kl. 19:16

18 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Dálítið seint í rassinn gripið að byrja að æpa á þjóðstjórn þegar búið er að steypa okkur í glötun....

Anna Grétarsdóttir, 20.10.2009 kl. 23:13

19 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Mér finnst margir vera á þeirri skoðun að þjóðstjórn væri besti kosturinn og ég þar á meðal,  en hins vegar spyrja allir hvað getum við gert í málinu ? við hinn almenni borgari, hvar er okkar lýðræði ?? hvað getum VIÐ gert?? 

Hulda Haraldsdóttir, 21.10.2009 kl. 01:59

20 Smámynd: Jón Magnússon

Anna ég vildi fá þjóðstjórn strax og hrunið varð í október 2008.

Jón Magnússon, 21.10.2009 kl. 10:33

21 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er góð spurning Hulda. Við höfum atkvæðisrétt í kosningum en síðan ekki meir. Því miður hafa ekki verið sett lög um þjóðaratkvæðagreiðslur með svipuðum hætti og t.d. í Sviss en þar verður réttur kjósandans virkur mörgum sinnum á ári í kosningum.

Jón Magnússon, 21.10.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband