Leita í fréttum mbl.is

Eygló Harðardóttir tekur varðstöðu Halldórs Ásgrímssonar fyrir gjafakvótann

Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur tekið að sér þá varðstöðu sem Halldór Ásgrímsson stóð jafnan um hagsmuni gjafakvótakerfisins. Í dag talaði hún um að svokölluð fyrningarleið þ.e. að innkalla 5% af gjafakvótanum árlega gengi ekki. Eygló segir að ríkið muni tapa svo miklu vegna þess að kvótinn hafi verið veðsettur Landsbankanum og þá mundu þessi veð ríkisins í bankanum tapast.

En er það svo? 

Með því að innkalla kvótann og bjóða út veiðiheimildir koma þá ekki inn sambærilegar tekjur til ríkisins þannig að í sjálfu sér er ekki verið að færa nema úr einum vasanum yfir í hinn hjá ríkinu og því orðræða þingmannsins eingöngu varðstaða um óbreytt ástand?

Það er annars merkilegt að fylgjast með umræðunni vegna hugmynda stjórnarflokkanna um að fara fyrningarleið. Í fyrsta lagi koma ýmsar sveitarstjórnir og álykta að héraðsbrestur verði ef fyrningarleiðin verði farin. Ekkert styður þó slíkar staðhæfingar. Nú geta eigendur kvótans fært sig milli byggðarlaga eins og þeim hentar og hafa gert þannig að víða hefur orðið héraðsbrestur vegna þess. Þeir sveitarstjórnarmenn sem leggjast gegn fyrningarleiðinni neita að horfast í augu við þá staðreynd.

Nú hefur síðan Eygló Harðardóttir arftaki Halldórs Ásgrímssonar fundið það út að verðmæti ríkisins sem veð í Landsbankanum sé meira virði en eignarhald ríkisins á sömu verðmætum sem ríkið getur fénýtt sér til hagnaðar.  Steingrímur Hermannsson segir efnislega frá því í ævisögu sinni að Halldór Ásgrímsson hafi verið svo á kafi í vasanum á LíÚ forustunni þegar hann mótaði kvótakerfið að það hafi ekki einu sinni sést í hárið. Ekki vll Eygló Harðardóttir fá sömu eftirmæli?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orðið gjafakvóti getur einungis gengið yfir þær heimildir sem teknar voru út úr heildar pottinum eftir úthlutun sem byggði á veiðireynslu, svo sem eins og byggðakvótinn sem er sérstaklega settur til að mismuna mönnum, og mannréttindadómstóll Sameinuðu þjóðanna dæmdi sem mannrétttindabrot, þar að segja á þeim sem ekki fengu þessa úthlutun. Þegar þorskheimildir voru skornar niður með því að hver bátur mátti veiða 80% af meðaltalsveiði þriggja ára á undan, færðist verðmæti skips sem var aðgangsmiði að auðlindinni þá, yfir á heimildirnar.

Friðrik G. Halldórsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er að mörgu leyti rétt Friðrik þó þannig að það varð við lagabreytingar eftir svokallaðan Valdimarsdóm sem að verðmæti skipsins færðist yfir á heimildirnar. 

Jón Magnússon, 21.10.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 424
  • Sl. sólarhring: 452
  • Sl. viku: 4245
  • Frá upphafi: 2428045

Annað

  • Innlit í dag: 391
  • Innlit sl. viku: 3927
  • Gestir í dag: 363
  • IP-tölur í dag: 342

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband