Leita í fréttum mbl.is

Ráð undir rifi hverju

Þegar aðilar vinnumarkaðarins gera ítrekaðar tilraunir til að stjórna þjóðfélaginu með undirliggjandi hótunum bregst stjórnmálamaðurinn Steingrímur J. Sigfússon við af einurð og festu. Ekki skortir hann hugmyndir.

Sameinaður þrýstihópur verkalýðs og atvinnurekenda mótmælir fyrirhuguðum orku- og umhverfissköttum og formaður vinstri grænna segir það vera í lagi aðeins þurfi að finna nýja skatta.  Þó hugmyndaríkur sé þá sér vinstri græni formaðurinn og fjármálaráðherrann þá helstu lausn á hverjum vanda að auka skattlagningu. Lausnin var ekki langt undan. Hækka á tryggingargjald sem mun auka launakostnað fyrirtækja og auka atvinnuleysi. Forseti ASÍ fann bæði  hægri og vinstri hringleið til að útskýra að sú leið væri fín fyrir verkalýðinn.

Þetta er frábært úrræði. Samkvæmt álagningaskrá tryggingagjalds greiðir ríkissjóður tæpan fjórðung þess. Sveitarfélögin og fyrirtæki þeirra og ríkisins greiða síðan stærsta hluta tryggingagjaldsins. Með sama áframhaldi og hugmyndaauðgi og stefnufestu verður ríkissjóður skattlagður meir og meir til að eyða ríkissjóðshallanum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já svona er þetta. Ekki gæfulegt. Góð grein hjá Kristjáni Gunnarssyni í Mogganum í dag.

Kveðja af Suðurnesjum.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.10.2009 kl. 11:21

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sérstakur verndari vinstrimanna og "álitsgjafi" úr HÍ, Stefán Ólafsson, gagnrýndi ríkisstjórn Sjálfstæðismanna fyrir að skatttekjur ríkissjóðs hefðu aukist, og það þrátt fyrir að sumir skattar væru aflagðir og skattprósenta minnkuð í öðrum.

Væri ekki brilljant ffyrir Steingrím að fá góð ráð hjá Sjálfstæðismönnum. Samkvæmt Stefáni þá kunna þeir þetta

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2009 kl. 13:07

3 Smámynd: Jón Magnússon

Já honum er margt til lista lagt Sigurbjörg.

Jón Magnússon, 30.10.2009 kl. 23:28

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég held að þessi vinstri stjórn ætti að fá ráð hjá þeim sem hafa prédikað sparnað og ráðdeild alla tíð í ríkisrekstrinum. Það þarf virkilega á því að halda í dag. En því miður þá verður ekki séð að stjórnmálastéttin átti sig nægjanlega á því.

Jón Magnússon, 30.10.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 349
  • Sl. sólarhring: 547
  • Sl. viku: 4170
  • Frá upphafi: 2427970

Annað

  • Innlit í dag: 321
  • Innlit sl. viku: 3857
  • Gestir í dag: 304
  • IP-tölur í dag: 283

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband