Leita í fréttum mbl.is

Kaupþing og 1998 ehf

Fréttir um að Kaupþing ætli hugsanlega að fara í bísness með Jóni Ásgeiri um rekstur stærstu verslanakeðja landsins eru vægast sagt ótrúlegar.

Hvaða erindi á Kaupþing banki allra landsmanna í verslunarrekstur með viðskiptavinum sínum sem hafa skaðað bankann um tugi og jafnvel hundruð milljarða?

1998 ehf. reka verslanirnar Bónus, Hagkaup og 10-11. Dettur engum í hug að það megi skipta þessu upp þannig að hægt sé að bjóða til sölu hverja verslunarkeðju fyrir sig og rekstur hennar?

Hvað mælir á móti því að skipta þessu verslanastórveldi upp til að freista þess að tryggja eðlilega samkeppni á íslenskum smásölumarkaði. Er Kaupþing banka umhugað að koma í veg fyrir það með því að tryggja núverandi eigendum 1998 ehf fullkomin yfirráð yfir verslunarkeðjunni í heild óháð því sem á undan er gengið og hvað marga milljarða þarf að afskrifa.

Getur verið að Samfylkingin sé að borga kosningavíxlana sína?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu nú við, hvaða víxlar voru þá í dæminu þegar milljarða skuldir

Moggans voru afskrifaðar ?

það er allstaðar sviðin jörð eftir stjórnmálastéttina, Bankanna og stjórnendur þeirra,eftirlitsstofnanir og embættismannakerfið !

það er ekki eitt það er allt !

HG (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 10:08

2 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Ég held að Samfylkingin sé að borga kosningavíxla sína og einhverra hluta vegna hefir Steingrímur misst málið...

Birgir Viðar Halldórsson, 2.11.2009 kl. 10:18

3 identicon

Bíddu nú við, hvaða víxlar voru þá í dæminu þegar milljarða skuldir

Moggans voru afskrifaðar ?

það er allstaðar sviðin jörð eftir stjórnmálastéttina, Bankanna og
stjórnendur þeirra,eftirlitsstofnanir og embættismannakerfið !

það er ekki eitt það er allt !

HG (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 10:30

4 identicon

Spurðu son þinn afhverju græðgisvæðingin var svona eftirlitslaus. Hann hefu svarið. Ef hann svarar þér ekki. Spurðu þá einhvern úr náhirð Davíðs Oddsonar. Hann lét græðgisvargana lausa

Guðlaugur Ævar Hilmarsson (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 10:32

5 identicon

Ég er jafn sammála öllu því sem þú skrifar hér að ofan, eins og ég var ósammála málflutningi þínum í þættinum Á Sprengisandi á Sunnudagsmorguninn.

sg@skeljungur.is (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 11:12

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Frekar tel ég að þetta sé merki um að ríkisstjórnin hafi enga stjórn á bönkunum sem fara sínu fram í stjórnarfarslegu tómarúmi. Svo er spurning hvort það sé betra að ráða ekki við að stýra einum mikilvægasta hluta íslensks ríkisrekstrar eða beyta honum í annarlegum tilgangi.

Héðinn Björnsson, 2.11.2009 kl. 11:35

7 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Nú skilur fólk kannski betur af hverju Ingibjörg Sólrún lagði svona mikla áherslu á að mágur hennar Finnur tæki yfir KaupRÁN - Samspillingin fer enn og aftur á kostum.  Af hverju leggur ekki SteinRÍKUR fjármálaráðherra fram þessa 7 milljarða og þar með eignast ÞJÓÐIN 60% í þessari svikamyllu Baugs & KaupRÁN á svo hin 40% - það væri gáfuleg & eðlileg lausn, eða hvað?

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 2.11.2009 kl. 12:01

8 identicon

Er það ekki bara þannig, að þau sjá engan annan sem gæti botnað í þessum rekstri?

Lét Landsbankinn ekki á sínum tíma Samskip í hendurnar á Ólafi Ólafssyni gegn því, að hann grynnkaði á skuldum félagsins við bankann? Ólafur var eiginlega í vinnu hjá bankanum, en taldist eiga félagið.

Er ekki verið að gera e-ð svipað hér?

Vigfús Magnússon (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 15:07

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ef fólk hugsar ekki á sömu nótum og þú, þá er það sannskristið Samfylkingarfólk!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2009 kl. 15:53

10 Smámynd: Jón Magnússon

HG hvað koma einhverjir Morgunblaðsvíxlar þessu máli við? Það er allt annað  mál. Sá banki sem átti skuldina á fyrri eigendur Morgunblaðsins seldi Moggann nýjum aðilum ótengdum fyrri eigendum. Varð eitthvað óeðlilegt við það? Ekki veit ég til þess.

Jón Magnússon, 2.11.2009 kl. 16:56

11 Smámynd: Jón Magnússon

Það eru margir sem halda þessu fram Birgir.  Greiðslur þeirra til Samfylkingarinnar er þá líklega arðbærasta fjárfestingin sem þeir hafa nokkurn tíma gert.

Jón Magnússon, 2.11.2009 kl. 16:57

12 Smámynd: Jón Magnússon

HG ég veit ekki hvað rekur þig til að skrifa aftur og aftur athugasemdir. Að sjálfsögðu eru svona upphrópanir um að allir hafi brugðist innantómar. Þeir sem báru ábyrgðina eru þeir sem lánuðu hundruðrir milljarða án trygginga og þeir sem tóku lánin án þess að geta nokkurn tíma borgað það til baka.

Jón Magnússon, 2.11.2009 kl. 17:00

13 Smámynd: Jón Magnússon

Guðlaugur Ævar ég taldi á sínum tíma og tel enn að það hefði þruft að vera ákveðnari og önnur og ákveðnari lög um fjármálastofnanir og talaði um það jafnt og þétt frá 2002. Því miður töldu þeir sem mótuðu reglur í fjármálakerfi Evrópu og umgjörð um eftirlit með fjármálastarfsemi að það ætti að vera öðruvísi. Ég veit ekki betur en bæði Jónas og Davíð hafi starfað á þeim grundvelli sem þeim var ætlað að starfa í samræmi við lög og reglur.

Hins vegar virðist því miður vera svo að þeir sem voru ofurseldir græðgisvæðingunni hundraða milljarða skuldararnir hafi talið sér heimilt að fara sínu fram og gera enn þú ættir að athuga að það er alvarlegasti hluturinn í dag.

Jón Magnússon, 2.11.2009 kl. 17:03

14 Smámynd: Jón Magnússon

sg ekki veit ég hvað þú varst ósammála mér í umræðunum á Sprengisandi en grunnhugsunin þar var að frjálsir borgarar ættu að geta valið sér fjölmiðil og greiða nefskattinn sinn þangað í stað þess að allir væru skyldaðir til að greiða það til RÚV.

Gott að við skulum vera sammála í þessu.

Jón Magnússon, 2.11.2009 kl. 17:05

15 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er góð athugasemd hjá þér Héðinn og umhugsunarverð.

Jón Magnússon, 2.11.2009 kl. 17:06

16 Smámynd: Jón Magnússon

Þú þekkir greinilega til frekari staðreynda en ég ágæti Jakob.

Jón Magnússon, 2.11.2009 kl. 17:07

17 Smámynd: Jón Magnússon

Ef til vill getur það verið Vigfús varðandi Samskip en þar var um allt annað að ræða. Þessi leið sem viðruð hefur verið varðandi 1998 ehf og Kaupþing gengur ekki eins og ég bendi á í færslunni.

Jón Magnússon, 2.11.2009 kl. 17:09

18 Smámynd: Jón Magnússon

Guðbjörn ég veit það ekki með Samfylkingarfólkið en mér finnst þetta svo augljóst að mér er það gjörsamlega óskiljanlegt að nokkrum skuli hafa dottið þessi aðferð í hug.

Jón Magnússon, 2.11.2009 kl. 17:10

19 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón:

Ef ég man rétt skuldaði Jón Ásgeir Jóhannesson um 1.000 milljarða við hrunið. Megnið af því er búið að afskrifa. Ég man ekki betur en að Jón Ásgeir hafi klofið Haga út úr Baugi sumari 2008, þegar ljóst var að Baugur var fara í þrot. Þetta var gert með peningum frá KB banka, sem nú á að afskrifa gegn því að Jón Ásgeir komið með 5-7 milljarða inn í reksturinn, en gegn því á hann að eigna 60% og KB banki 40%.

Þetta gerir KB banki af því að Jón Ásgeir Jóhannesson eru svo mikill rekstrarmaður og hefur öll réttu samböndin!

Vekið mig af þessari martröð - var Jón Ásgeir ekki að fá afskrifaða 1.000 milljarða og setja Royal Bank of Scotland á hausinn og eflaust einhverja fleiri?

Er þetta viskiptavit?

Jón, ef okkar menn væru við völd, væri þá verið að koma Björgúlfunum á lappirnar aftur?

Þvílík endemis spilling í einu þjóðfélagi - ég myndi helst vilja selja allt sem ég á og flytja aftur til Þýskalands!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.11.2009 kl. 09:06

20 identicon

Hægt og hljótt í reyklausum herbergjum og reykfylltum skúmaskotum er verið að reisa gamla ísland að nýju, það er alveg kristaltært.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 09:33

21 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit ekki betur en þetta sé allt rétt sem þú minnist á Guðbjörn. Ég held ekki að okkar menn væru að koma Björgólfunum á lappirnar aftur ef þeir réðu en þar skortir líka á djörfung til að takast á við þessi vandamál og vinna út frá þeirri meginreglu að allir skuli jafnir fyrir lögunum og þá skulum við líka útfæra það þannig að allir skuli jafnir fyrir bönkunum.  Því miður virðist mér það rétt sem þú segir að spillingin hér sé ógnarleg.

Jón Magnússon, 3.11.2009 kl. 10:45

22 Smámynd: Jón Magnússon

Já það virðist vera sem það sé verið að reisa við versta hlutann af gamla Íslandi Doktor E.  Því miður.

Jón Magnússon, 3.11.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 311
  • Sl. sólarhring: 662
  • Sl. viku: 4132
  • Frá upphafi: 2427932

Annað

  • Innlit í dag: 287
  • Innlit sl. viku: 3823
  • Gestir í dag: 275
  • IP-tölur í dag: 264

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband