Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórn milljarðaskuldaranna?

Sú meginregla er viðurkennd að allir skuli jafnir fyrir lögunum.  Á ekki sama meginregla að gilda um bankanna að allir skuli vera jafnir fyrir bönkunum?

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon  sögðu ríkisstjórnina ætla að slá skjaldborg um heimilin. Enn sem komið er hefur ríkisstjórnin og bankarnir hennar eingöngu slegið skjaldborg um heimili og eignir milljarðaskuldaranna.

Venjulegu fólki sem skuldar húsnæðislán er eingöngu boðið upp á að fresta greiðslum en halda verðtryggingafárinu og gengislánunum.  Finnst einhverjum skrýtið að það skuli vera púað á félagsmálaráðherra á fundi þar sem um þessi mál er fjallað?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Það sem mér finnst mjög skrýtið er þetta lið sem kýs endarlaust Samspillingunnar til valda, út frá því froðusnakki að verið sé að kjósa "jafnræðis- & velferðastjórn" - þetta lið stígur ekki í vitð, lætur leika á sig endarlaust, en við hin stöndum fyrir "púum á þetta lið.."

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 3.11.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ekki veit ég hvernig Steingrímur og Jóhanna ætli að réttlæta þessa forgangsröðun.

Sigurjón Þórðarson, 3.11.2009 kl. 13:13

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Þjóðinni misheyrðist þegar hún hlustaði á Jóhönnu.  Jóhanna ætlar að byjggja Gjaldborg og festa okkur í henni.

Steinarr Kr. , 3.11.2009 kl. 13:28

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki ætla ég að dæma um það Jakob enda snýst margt í pólitík um annað en vitsmuni.

Jón Magnússon, 3.11.2009 kl. 13:34

5 Smámynd: Jón Magnússon

Það skil ég ekki heldur Sigurjón.  Ég skil raunar ekki í aðgerðarleysi þeirra gagnvart vanda venjulegs fólks.

Jón Magnússon, 3.11.2009 kl. 13:35

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er góð athugasemd Steinar þakka þér fyrir það.

Jón Magnússon, 3.11.2009 kl. 13:35

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nei, það er ekkert skrítið við það. Skjaldborg um milljarðamæringana og gjaldborg um almenning. Í íslenskum stjórnmálum hefur mikil og alvarlegur vitsmunabrestur átt sér stað.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 3.11.2009 kl. 13:54

8 Smámynd: Jón Magnússon

Það er ekki hægt annað en vera sammála þér Arinbjörn.

Jón Magnússon, 3.11.2009 kl. 14:44

9 identicon

Hvað á að gera við réttlætiskennd sem er gersamlega, fullkomlega, algerlega, löngu, löngu misboðið... þetta getur endað með skelfingu !... gufukatlarnir eu við að bresta !!... mér líst ekkert á blikuna !

Ólafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 17:19

10 Smámynd: Jón Magnússon

Gufukatlarnir eiga að bresta í þjóðfélagi þar sem ekki er gætt réttlætis Ólafur.  Af hverju er endalaust hægt að gefa milljarðaskuldurum eftir skuldir sínar. Greiða þeim sem eiga en það er aldrei neitt til fyrir venjulegt fólk sem skuldar. Það er ekkert réttlæti í því. Verðtryggingin verður að fara og byggja verður upp lánakerfi í landinu sem er með svipuðum  hætti og í nágrannalöndum okkar.

Jón Magnússon, 3.11.2009 kl. 17:51

11 Smámynd: Lárus Baldursson

Þetta er það sem kratar hafa verið að vinna að lengi, valda sundrungu og óeiningu í þjóðfélaginu, og opnað allar gáttir til að hleypa óþjóðalýð inn í landið, og sundra íslenskum fjölskyldum. Og þeir eru svo ósvífnir að gefa útlendingum almannaeigur. 

Lárus Baldursson, 3.11.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 304
  • Sl. sólarhring: 675
  • Sl. viku: 4125
  • Frá upphafi: 2427925

Annað

  • Innlit í dag: 280
  • Innlit sl. viku: 3816
  • Gestir í dag: 269
  • IP-tölur í dag: 258

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband