Leita í fréttum mbl.is

Bankar og samkeppni

Svo virðist sem stjórnendur ríkisbankanna séu í óða önn að afskrifa milljarða skuldir markaðsráðandi fyrirtækja.  Með því koma bankarnir í veg fyrir  eðlilega samkeppni hvort heldur um er að ræða smásöluverslun, líkamsræktarstöðvar eða annað. Bankarnir afskrifa milljarða óráðssíumanna en láta dugandi athafnamenn borga að fullu. 

Þeir sem reka fyrirtækin sín af ráðdeild og hagsýni og skulda lítið eru látnir líða fyrir það af ríkisbönkunum. Ráðdeildarfólkið hefur þurft að keppa við fyrirtæki milljarðaskuldaranna sem hafa notað óeðlilegar bankafyrirgreiðslu til að ná yfirhöndinni í samkeppninni. Nú á enn á ný að refsa þeim og girða fyrir samkeppni til að breiða yfir mistök.

Svona þjóðfélag er "velferðarstjórn" valdaránsflokkanna í óða önn að byggja upp á grundvelli félagslegrar samhjálpar fyrir suma þá ofurskuldugu. ´

Hætt er við að Ísland fari niður fyrir Víetnam og Úkraínu í næsta mati Fitch greiningarfyrirtækisins með sama áframhaldi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 306
  • Sl. sólarhring: 669
  • Sl. viku: 4127
  • Frá upphafi: 2427927

Annað

  • Innlit í dag: 282
  • Innlit sl. viku: 3818
  • Gestir í dag: 271
  • IP-tölur í dag: 260

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband