Leita í fréttum mbl.is

Að gera Ísland að viðundri meðal þjóða

Sama dag og tilkynnt var um hverjir sætu í samninganefnd fyrir Íslands hönd til að semja um aðild Íslands að Evrópusambandinu lýsti fjármálaráðherra  því yfir í Brussel að íslendingar hefðu ekki áhuga á að ganga í Evrópusambandið.  Að vonum litu menn hver á annan og spurðu til hvers var þá þessi þjóð að sækja um aðild og skipa samninganefnd til að semja um aðild að Evrópusambandinu.

Í tvígang hefur þessi sami fjármálaráðherra samið um Icesave skuldbindingarnar.  Í fyrra sinnið var samningur hans rekinn til baka og sá síðari bíður nú afgreiðslu Alþingis og veruleg spurning er hvort hann verður samþykktur af Alþingi.

Það er ekki óeðlilegt að vinir okkar og samstarfsaðilar erlendis spyrji hvað sé eiginlega að gerast á Íslandi og hvort þar sé engin alvöru ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Menn hljóta að halda að það séu tvær ríkisstjórnir í landinu...

Birgir Viðar Halldórsson, 7.11.2009 kl. 11:04

2 identicon

Já Jón ekki er að spyrja af yfirburðum landans allt ber að sama brunni SJ segir okkur áhugalaus og fyrrum sendiherra hraunar yfir EsB við erum einstakir ekki satt!

ingolfur (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 12:55

3 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Að sjálfsögðu göngum við i ESB!! Annað væri mikil heimska.

Árni Björn Guðjónsson, 7.11.2009 kl. 13:17

4 identicon

Hafðu engar áhyggjur.  Það er fyrir lifandis löngu búið að gera Ísland að "viðundri meðal þjóða" og það hefur verið hlegið að ráðamönnum Íslands þegar í ljós kom við hrunið, hvurslags mafíu og bananalýðveldi hefur verið hér í gangi sl. 20 ár eða svo. 

Hér hefur öllu verið stolið sem hægt er að stela.  Nú bíðum við bara eftir að glæpamenn lands og þjóðar, selji útlendingum jarðir, orkuna og vatnið, með umboðslaunum til íslenskra glæpamanna.  Það er nefnilega næst á dagsskrá, minn kæri.  Árni á Suðurnesjum er þar fremstur í flokki og fær væntanlega fúlgur fjár þegar upp er staðið.  Jarðir, vatn og orka - gleymdi ég einhverju?´Já - jú - gleymdi því að hér eru menn, með aðstoð nokkurra vina í útlödnum, að taka svindla með krónuna. 

Erlendis nefna menn það "íslensku aðferðina"  það er þegar bisness maður gerir eitthvað ólöglegt og vonar að hann nái að græða fúlgur fjár ,  ÁÐUR en upp um hann kemst.

Það er hlegið að okkur erlendis og hefur verið gert lengi.

Davíð (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 13:50

5 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Meinar þú alvöru ríkisstjórn sem fylgist ekki með fjármálum landsins?

Björn Leví Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 16:52

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og svo ætlar Imba Solla í útrás eina ferðina enn á íslensku vegabréfi!

Skyldi kerlingarálftin vera endanlega gengin úr augnaköllum dómgreindarinnar?

Árni Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 21:52

7 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Blessaður Jón. Er nokkuð að því að fjármálaráðherrann segi hug sinn, ég tala nú ekki um þegar hann hefur rétt fyrir sér. Það er ekki eins og við Íslendingar marserum í takt til ESB. Var ekki samt mikill meirihluti þings fyrir að athuga hvað er í boði? Verst hvað umsóknin kostar mikið. Og á ekki það sama við um Icesave ? Ekkert undarlegt við það að fólk sé ósammála um slíkan gjörning sem gæti sett okkur endanlega á hliðina. Voru ekki aðalrök ESB sinna að okkur vanti stöðuleikann sem fellst í upptöku evrunnar ? Nú þurfum við líklegast minnst 5 ár til að ná að uppfylla Maastricht skilmálana. Síðan 2- 5 ára bið eftir evrunni.Og 60 % þjóðarinnar vill ekki inn í dag. Hvers vegna er verið að eyða fé og fyrirhöfn í þetta? Getur þú fært rök fyrir því?

Sigurður Ingólfsson, 8.11.2009 kl. 10:33

8 Smámynd: Jón Magnússon

Alla vega rugluð ríkisstjórn Birgir.

Jón Magnússon, 8.11.2009 kl. 11:15

9 Smámynd: Jón Magnússon

Árni við skulum fyrst sjá hvað samninganefndin kemur með.

Jón Magnússon, 8.11.2009 kl. 11:16

10 Smámynd: Jón Magnússon

Ef satt er Davíð þá er það alvarlegt mál að við skulum njóta þessa vafasama álits og umtals.

Jón Magnússon, 8.11.2009 kl. 11:16

11 Smámynd: Jón Magnússon

Björn ég veit ekki til hvers þú ert að vísa en ég vil að allar ríkisstjórnir á Íslandi séu alvöru ríkisstjórnir.

Jón Magnússon, 8.11.2009 kl. 11:17

12 Smámynd: Jón Magnússon

Vonandi hefur hún náð góðri heilsu Árni og vonandi gengur henni betur með þetta embætti en það síðasta verði hún ráðin

Jón Magnússon, 8.11.2009 kl. 11:18

13 Smámynd: Jón Magnússon

Já Sigurður mér finnst það. Hann er í ríkisstjórn sem hefur í málefnasamningi sínum að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þá gera menn það af heilum hug. Fara í samningaviðræðurnar til að kanna hvaða kostir eru í boði. Annað er algjört ábyrgðarleysi.

Sigurður ég svara ekki fyrir þessa ríkisstjórn hún gerir það sjálf með klofinni tungu en talar ekki bara tungum tveim heldur iðulega fleiri tungum en tveim. Þannig getur ríkisstjórn ekki hagað sér. Það er betra að hún fari.

Jón Magnússon, 8.11.2009 kl. 11:21

14 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Er þá ekki Noregur viðundur? Með forsætisráðherra sem vill í ESB en sækir ekki um?

Páll Geir Bjarnason, 8.11.2009 kl. 13:49

15 Smámynd: Jón Magnússon

Góð athugasemd Páll. Norska ríkisstjórnin stendur saman í utanríkismálum. Þar sem ekki er vilji fyrir að leita eftir aðild er forsætisráðherra ekki að viðra þær skoðanir erlendis. Þess vegna er Noregur ekki viðundur í alþjóðasamfélaginu

Með sama hætti ætti ríkisstjórnin að standa saman þó að ljóst sé að áhugi manna sé misjafn á aðild. Það er búið að samþykkja aðildarviðræður og við eigum að fara í gegn um þær og dæma síðan.

Jón Magnússon, 8.11.2009 kl. 14:27

16 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Nú! Ekki er ég Norðmaður en vissi þetta þó!

Páll Geir Bjarnason, 8.11.2009 kl. 15:03

17 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Ég er svo sem að vísa til þess að almenningur kýs ekki ríkisstjórn heldur flokka ... Flokkar í ríkisstjórn fórna alltaf málefnum sínum til málamiðlanna og flokkar í stjórnarandstöðu fórna alltaf málefnum sínum til þess að vera á móti í stað þess að vera uppbyggilegir.

Sem sagt, það hefur aldrei verið alvöru ríkisstjórn ... sem stendur á bak við vilja almennings... bara eigin hagsmunum.

Björn Leví Gunnarsson, 8.11.2009 kl. 16:17

18 Smámynd: Jón Magnússon

Málamiðlanir eiga sér líka stað þó flokkurinn sé einn í ríkisstjórn Björn. Ætli vandinn sé ekki frekar sá að stjórnmálaflokkarnir hafa ekki lengur skíra grundvallarstefnu.

Jón Magnússon, 10.11.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 311
  • Sl. sólarhring: 655
  • Sl. viku: 4132
  • Frá upphafi: 2427932

Annað

  • Innlit í dag: 287
  • Innlit sl. viku: 3823
  • Gestir í dag: 275
  • IP-tölur í dag: 264

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband