Leita í fréttum mbl.is

Kalli vinur minn vill líka fá lán

Kalli vinur minn sagðist eiga í erfiðleikum með að greiða laun starfsmanna fyrirtækisins en það væri allt í lagi. Hann ætlaði að fá lán hjá viðskiptabanka fyrirtækisins fyrir rekstrarkostnaði. Ég spurði Kalla hvort hann hefði einhver veð. Kalli sagðist hafa veð í fyrirtækinu sem væri all nokkuð þar sem allir starfsmenn félagsins væru sérfræðingar og ómetanlegir fyrir íslenska þjóð. Já sagði ég en Kalli þetta er meir en milljarður er þetta ekki svolítið 2007.

Nei sagði Kalli þetta er einmitt 2009.  Ríkisbankarnir fella niður  milljarða og Landsbankinn lánaði Decode einn og hálfan milljarð í byrjun ársins til að borga laun og annan rekstrarkostnað og fékk sambærilegt veð og ég er að bjóða. Já sagði ég en þú ert búinn að reka fyrirtækið í mörg ár með bullandi tapi Kalli og skuldar ofboðslega mikið.  Skiptir engu sagði Kalli það var Kári Stefánsson og Decode líka. Er ekki jafnræði í þjóðfélaginu?

Hvernig er það annars er ekki  ríkisábyrgð á ríkisbönkunum?  Borga skattgreiðendur ekki allar niðurfellingar, vitlausar lánveitingar og rugl í bönkunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjum ertu að lýsa þarna, sjálfum þér og þínum líkum sem setið hafa á alþingi !

Þið hafið skapað það sem þú ert að lýsa !

Hvað hefur þú þér til málsbótar, annað en að sýnast annar en þú ert ?

JR (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 22:31

2 identicon

Voru Sjálfstæðismenn ekki við völd í byrjun árs?

Kjartan (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 22:37

3 Smámynd: Halla Rut

Sorglega satt.

Halla Rut , 20.11.2009 kl. 00:52

4 Smámynd: Jón Magnússon

JR og Kjartan þetta hefur ekkert með Alþingi eða Sjálfstæðisflokkinn að gera. Þessi saga af Kalla vini mínum hefur ekki með annað að gera en það sem þegar hefur gerst í ríkisbanka. Bankastjórn og bankastjóri eru þeir sem taka ákvarðanir. Þessi saga og hugleiðingar varðandi afskriftir í bankakerfinu fyrir suma en ekki aðra kalla á samræmdar starfsreglur bankanna sem að ríkisstjórnin ætti að hafa forgöngu um að móta.

Jón Magnússon, 20.11.2009 kl. 09:37

5 Smámynd: Jón Magnússon

Já því miður Halla þá virðist það vera í allt of mörgum tilvikum.

Jón Magnússon, 20.11.2009 kl. 09:37

6 Smámynd: Bjarki Steingrímsson

Þurfum við ekki bara að hafa smá þolinmæði? Ríkisstjórnin búin að ganga frá samningi um samstarf við mauraþúfuna svo hún hlýtur að ætla sér að verða leiðandi með niðurstöðu þjóðfundarins Heiðarleiki, Jafnrétti, Virðing og Réttlæti til handa almenningi

Bjarki Steingrímsson, 20.11.2009 kl. 12:58

7 Smámynd: Jón Magnússon

Annað hvort væri nú Bjarki að ríkisstjórnin virti ekki meginniðurstöðu þjóðfundarins.

Jón Magnússon, 20.11.2009 kl. 14:19

8 identicon

Sæll.

Þetta eru fínir punktar hjá þér en hvernig stendur á að þingmenn okkar nota ekki tækifærið núna til að setja skynsamlegar reglur um samkeppni og markaðshlutföll? Hvað er þetta fólk að hugsa? Hvernig stendur á því að þegar menn eins og Jón Gerald vilja koma inn á markaðinn að ríkisbanki kemst upp með að vera með stæla við hann? Það að byrgjar þora ekki að gera honum alvöru tilboð er alveg óásættanlegt!!

Í siðmenntuðum löndum er fyrirtækjum skipt upp er markaðshlutdeild þeirra fer yfir 25%. Nú er lag að setja skynsamlegar reglur um þetta án þess að flækjur uppskipta geri málin erfiðari en þörf er á. Það gengur ekki að Baugur og fleiri fyrirtæki fái áfram skotveiðileyfi á almenning vegna þess að Jón Ásgeir og Jóhannes segjast vera ofsalega góðir gæjar. Þeir eru það ábyggilega en hérlendis vantar skynsamlegar og óflóknar reglur til að verja almenning bæði gagnvart siðlausum fyrirtækjum og lélegum stjórnmálamönnum. Þessar samkeppnisreglur sem ég vísa í eru til erlendis, þær þarf ekki að "finna upp" hérlendis.

Sorglegt er að ekkert frumkvæði varðandi þessi mikilvægu mál skuli koma frá stjórnvöldum heldur bara vönduðum fréttavefjum eins og t.d. amx.is.

Er ekki lag núna að setja pressu á þessa snillinga sem nú sitja á alþingi? Oft var þörf en nú er nauðsynlegt að þessir snillingar fari að vinna fyrir almenning.

Af hverju má heldur ekki fækka þingmönnum? Við erum með 5 sinnum fleiri þingmenn per íbúa en Norðurlöndin? Hvers vegna tekur enginn þetta upp?Hvers vegna? Eru íslenskir þingmenn 5 sinnum latari? Hvers vegna þurfa þeir aðstoðarmenn þegar jafn fáir kjósendur eru á bak við hvern og einn þeirra og raun ber vitni? Væri ekki nær að fækka þingmönnum, ráðherrum og aðstoðarmönnum og setja þá fjármuni sem sparast í Landspítalann? Þetta eru hundruðir milljóna á ári. Við þurfum ekki meira en 23 þingmenn, svo þarf einnig að setja reglur um það að þingmenn verði ekki ráðherrar svo við sitjum ekki mörg ár uppi með framapotara sem hafa ekkert vit á þeim málaflokki sem þeir hafa forstöðu fyrir. Trúði því einhver að Björgvin G. réði við viðskiptaráðuneytið þegar hann tók við því?

Jon (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 18:54

9 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er hjartanlega sammála þér nafni þó með þeim athugasemdum að það þurfa að vera ákveðnari samkeppnisreglur hér af því að við erum á svo litlum markaði.  Það er með ólíkindum að stjórnmálastéttin á Íslandi skuli ekki átta sig á þeirri nauðsyn að setja bönkunum ákveðnari leikreglur til að þeir rugli ekki markaðnum eins og þeir hafa gert í mörg undanfarin ár. Til viðbótar þá er það til vansa að Alþingi ætli ekki að leggja til verulegan sparnað í ríkisrekstrinum.

Jón Magnússon, 20.11.2009 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband