Leita í fréttum mbl.is

Hvað vill Arion banki?

Arion banki hefur ráð stærstu smásölukeðjunar í höndum sér.  Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður talsmaður hóps sem vilja kaupa keðjuna segir að stjórnendur bankans vilji ekkert tala við sig af viti. Á sama tíma er sagt frá því að Aríon banki sé í viðræðum við þá sem nú stjórna keðjunni.  Svo virðist sem stjórnendur Arion vilji ekki tala við aðra.

Íslensk verslun er sú óhagkvæmasta og dýrasta í okkar heimshluta. Þar ræður mestu hvernig Hagar reka verslanir sínar vegna þess að þeir eru markaðsráðandi. Stjórnendur Arion banka virðast staðráðnir í að halda þessari óhagkvæmu og samkeppnishamlandi skipan. Af hverju ekki að nýta tækifærið og brjóta keðjuna upp og reka í hagkvæmari einingum og leyfa einstaklingsfrelsinu og athafnafrelsinu að njóta sín. Gæti það ekki verið góður kostur fyrir neytendur.

Áður fyrr fóru einstaklingar og fyrirtæki á hausinn og gátu síðan byrjað upp á nýtt eins og dæmi er um marga íslenska athafnamenn í upphafi síðustu aldar. Þetta reyndist vel og ekki var svínað á samkeppnisaðilum. Af hverju má ekki fara að í samræmi við þessa eðlilegu leikreglu markaðssamfélagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér afar magnaðan pistil í dag. Það eru menn sem tala af einurð eins og þú gerir um "viðkvæm" pólitísk mál sem fá viðbrögð tiltekinna hópa á borð við Þessi:

"Hann Jón Magnússon! Hver heldurðu að taki marka á honum?"

Árni Gunnarsson, 23.11.2009 kl. 13:28

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Árni ég þekki það. Ég var kallaður hælbítur af Kára Stefánssyni á sínum tíma þegar hann var að markaðssetja Decode og ásamt Hannesi Fl Group að plata fólk til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu á uppsprengdu verði. Þegar við gagnrýndum bankanna og sögðum að það þyrfti ákveðnara regluverk strax og einkavæðing þeirra var þá var talað um að þessir menn væru á móti frjálsum markaði. En það eru einmitt þeir sem vilja hafa allt hömlulaust sem eru á móti frjálsum markaði. Líka þeir sem spila á markaðinn með því að rugla öllum eðlilegum stærðum eins og ríkisbankarnir virðast vera að gera núna. Það leiðir bara til nýs bankahruns hvort sem menn taka mark á þeim orðum eða ekki.

Jón Magnússon, 23.11.2009 kl. 21:32

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Góður piztill Jón, & kjarkinn & eljuna hefur þú umfram kjörvitið...

Steingrímur Helgason, 23.11.2009 kl. 22:41

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er ekkert skrýtið að Aríon aka KB-banki vilji halda óbreyttri skipan, öðruvísi fá þeir ekki til baka alla þessa milljarða nema vöruverð haldist hátt. Það er plottið. Þess vegna munu þeir ekki skipta fyrirtækinu upp.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 24.11.2009 kl. 01:34

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég tek undir þennan ótta um annað hrun. Það sjást engin merki um að stokka eigi upp og hefja endurreisnina með öðrum vinnubrögðum og ólíkum.

Árni Gunnarsson, 25.11.2009 kl. 19:15

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Steingrímur ég skil kjörvit sem það að hafa meiri áhuga á að koma sjálfum sér áfram umfram málefni.

Jón Magnússon, 26.11.2009 kl. 08:25

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þeir fá þessa milljarða aldrei til baka Arinbjörn. Hagnaður fyrirtækisins er ekki það mikill að það standi undir mörgum milljörðum í skuld.

Jón Magnússon, 26.11.2009 kl. 08:26

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er því miður rétt Árni og sennilega hafa þau öfl sem leiddu okkur fram á brún hengiflugsins enn of mikil áhrif í bönkum og fjármálastarfsemi þannig að nauðsynleg uppstokkun nær ekki fram að ganga.

Jón Magnússon, 26.11.2009 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband