Leita í fréttum mbl.is

Ofurlaun

Sýnt hefur verið fram á með ágætum rökum að svipaðar aðstæður sköpuðust í ýmsu fyrir efnahagshrunið 1929 og fyrir efnahagshrunið 2008. Hvað mest sláandi er þróun launa. Í báðum tilvikum fóru laun bankastjórnenda í himinhæðir. Stjórnmálamenn gerðu því miður ekkert í því.  Að því leyti má segja að stjórnmálastétt heimsins hafi brugðist.

Nú hafa forsætisráðherra Bretlands og forseti Frakklands náð samkomulagi um að berjast fyrir því að settar verði alþjóðlegar reglur um sérstaka skattlagningu ofurlauna eins og bankamenn skömmtuðu sér. Vandinn er  sá í þessum löndum að þrátt fyrir að teknar hafi verið trilljónir króna til að halda föllnum bönkum á lífi þá halda stjórnendur þeirra áfram að skammta sér  hundruði milljóna kaupauka og ofurlaun.

Væri ekki ráð að við gengjum á undan og mótuðum strax  skýrar lagareglur í þessu sambandi varðandi raunveruleg ofurlaun í stað þess að búa til skattahásléttu fyrir fólk með meðaltekjur. Það er oft betra að bregðast við áður en vandinn hefur knúið dyra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Það er alveg rétt stjórnmálastéttin brást í því efni að ganga fram fyrir skjöldu og mótmæla, aðeins einn maður gekk í sinn viðskiptabanka og tók út peningana sína til þess að mótmæla úr þeirri stétt hér á landi ef ég man rétt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.12.2009 kl. 23:57

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er ekkert að því að árangurstengja laun, þar sem verður við komið. Vandinn er sá að bónusgreiðslur hvetja til áhættusækni í bankaviðskipum.  

Sigurður Þórðarson, 11.12.2009 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband