Leita í fréttum mbl.is

Atvinnuleysi

Atvinnulausir eru um átta þúsund og mun fara fjölgandi næstu mánuði því miður. Hér á landi hefur atvinnuleysi sem betur fer verið sjaldgæfur vágestur. Því miður bendir ýmislegt til að atvinnuleysið sé komið til að vera.

Atvinnuleysi dregur mátt úr fólki og margir sem hafa verið atvinnulausir lýsa því með hvaða hætti smám saman dró mátt úr þeim. Þannig er það með fólk sem er fullt af lífslöngun og krafti.

Í gær hitti ég menn sem reka mismunandi fyrirtæki sem þó eiga það sammerkt að þjónusta atvinnuvegina. Þeir sögðu mér hver sína sögu um gríðarlegan samdrátt  í sölu fyrirtækja sinna. Allt að 70% samdráttur var hjá einu góðu gömlu og grónu fyrirtæki. Af hverju? Það eru engin verk að fara af stað sagði verslunarstjórinn.

Eitt af því mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert er að reyna eftir mætti að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Það er hægt að gera með því að haga skattheimtu þannig að ekki dragi mátt úr framkvæmdaraðilum. Við búum í þannig landi að það er fullt af tækifærum. Það þarf hugrekki, þor og jákvæðar kringumstæður til að virkja fólk til athafna. Þá má ríkið ekki þvælast fyrir. Því miður þá sýnist mér þó svo komið að þannig sé það með ofursköttum og fyrirfarandi tálmunum umhverfisráðherra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég ætla að koma með tilvitnun:

Skýrsla Hagfræði Stofnunar HÍ um Icesave

Fasteignaverð

(raunvirði)

-35,5%

 6,0 ár

Hong Kong (-54%)

Japan, 1992 (6 ár)

Hlutabréfaverð

(raunvirði)

-55,9%

 3,4 ár

Ísland (-91%)

Spánn, 1977, Malasía og

Tæland (5 ár)

Atvinnuleysi

7,0%

4,8 ár

USA, 1929 (22%)

Japan, 1992 (11 ár)

VLF á föstu

verðlagi

-9,3%

1,9 ár

USA, 1929 (-30%)

Finnland, Argentína, 2001,

og USA, 1929 (4 ár)

Ríkisskuldir*

86,0%

Finnland,

Kólumbía

Heimild: Carmen M. Reinhart og Kenneth S. Rogoff, "The Aftermath of Financies Crises," American Economic

Review: Papers & Proceedings, 99 (2), 466-472. * Aukning ríkisskulda á þremur árum eftir upphaf kreppu.

Áhugaverp tafka, sem tekin er úr skýrslu Hagfræðistofbunar HÍ, ekki satt?

Áhugavert, að yfirfæra þetta á Ísland:

  • Hefst hagvöxtur hérlendis árið 2010.
  • Verðmæti hlutabréfa hérlendis nær lágmarki árið 2012.
  • Hámark atvinnuleysis verður um mitt ár, 2013.
  • Botninn á kreppunni á húsnæðisverði, verður síðla árs 2015.

Hagvöxtur, held ég þó að hefjist ekki fyrr en 2011. Koma þar til samdráttaraukandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar, og hins vegar, hávaxtastefna Seðlabankans.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.12.2009 kl. 13:56

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón minn, hvað svartsýni er þetta ? Sérðu ekki að stjórnvöld eru að gera allt sem þau geta til þess að berjast gegn atvinnuleysi?. Þau eru að hækka alla skatta og gjöld svo að daglega bætist í þann hóp sem flýr land. Það eru þegar farnir 9000 manns. Hvernig heldurðu að væri með atvinnuleysið ef þetta fólk hefði ekki létt á atvinnuleysistryggingasjóði með því að fara ? Og straumurinn heldur áfram daglega.

Steingrímur J og Indriði eru bestu liðsmenn Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir. Fylgi hans vex dag frá degi, er farið yfir 40 % í könnun Reykjavík síðdegis. Fyrir hvert ár sem þeir sitjavið völd  fáum við 4-6  ár án vinstristjórnar. Það er bara að þrauka og bíða að birti á ný. En það verður óneitanlega meira að borga fyrir okkur ræflana sem eftir sitjum og komumst ekki í burt vegna hrumleika, kjarkleysis og elli.

Halldór Jónsson, 12.12.2009 kl. 18:41

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Besta ráðið til þess að forðast atvinnuleysi í framtíðinni Jón, er að tryggja það að skaðræðisáhrif Sjálfstæðisflokksins nái ekki aftur að koma landinu á hvolf..

hilmar jónsson, 12.12.2009 kl. 22:02

4 identicon

Hvaða ofurskattar? Einu ofurskattarnir á Íslandi sem ég man eftir í fljótu bragði eru flugvallarskattar og áfengisgjöld. Skattar á tekjur einstaklinga og fyrirtæki eru lágir.

Árni (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 08:30

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Einar Björn.

Jón Magnússon, 13.12.2009 kl. 22:20

6 Smámynd: Jón Magnússon

Það er gott kæri Halldór að þú skulir líta björtum augum á tilveruna. En það er ekki bjart að mínu mati þegar hálfur Kópavogur flytur úr landi og Sjálfstæðisflokkurinn þarf að eiga það undir Steingrími J. hvort hann færi fylgi eða ekki.

Jón Magnússon, 13.12.2009 kl. 22:21

7 Smámynd: Jón Magnússon

Hilmar þið Halldór Jónssynirnir þurfið greinilega að tala saman. Þið lítið greinilega sitthvorum augum á silfrið.

Jón Magnússon, 13.12.2009 kl. 22:22

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er ekki sammála þér Árni. Ég tel skatta allt of háa. En það verður hver að líta eftir sínu og sínum áhugamálum. En hvernig er það erum við ekki með lægri brennivínsskatt en t.d. Norðmenn?

Jón Magnússon, 13.12.2009 kl. 22:23

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. reyndar mjög áhugaverp tala, 9000 brottfluttir.

Þegar atvinnuleysið var í hámarki í vor, voru í kringum 18.000 atvinnulausir.

Er, þetta ekki einfaldlega aðalskýring þess, að atvinnulausir eru færri í dag, en þá?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.12.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 298
  • Sl. sólarhring: 691
  • Sl. viku: 4119
  • Frá upphafi: 2427919

Annað

  • Innlit í dag: 274
  • Innlit sl. viku: 3810
  • Gestir í dag: 265
  • IP-tölur í dag: 254

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband