20.12.2009 | 23:10
Kaldhæðni náttúruaflanna
Er það ekki með ólíkindum að þegar trúboðar hnattrænu hlýnunarinnar sem setið hafa á rökstólum í Kaupmannahöfn í heila viku til að velta upp hugmyndum um með hvaða hætti menn geti takmarkað hlýnun jarðar við 2 gráður að þá skuli þeir Gordon Brown og Sarkozy koma heim þar sem lestarsamgöngur á milli landanna eru frosnar og meiri kuldi en mælst hefur í langan tíma.
Obama Bandaríkjaforseti snýr til höfuðborgar sinnar Washington DC þar sem snjór er nú meiri en elstu menn muna.
Hvernig skyldu trúboðar hnattrænu hlýnunarinnar skýra þetta?
Verður jörðin ekki bara vistvænni ef það hlýnar um 2 gráður eða rúmlega það?
Hvað svo sem hin pólitíska veðurfræði segir um það þá held ég að við höfum ekkert eða sára sára lítið með það að gera.
Hitt er svo annað mál að við eigum að takmarka óþverra og óþrif sem mest og þess vegna eigum við að gæta að okkur og sýna náttúrunni sem mesta tillitsemi, en ekki með því að setja á kvótakerfi losunar eða borga einræðisherrum eða spilltum stjórnvöldum út og suður milljarða á altari trúarbragðanna um hnattrænu hlýnunina.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Umhverfismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 21.12.2009 kl. 11:31 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 219
- Sl. sólarhring: 505
- Sl. viku: 4435
- Frá upphafi: 2450133
Annað
- Innlit í dag: 200
- Innlit sl. viku: 4129
- Gestir í dag: 196
- IP-tölur í dag: 194
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Sæll Jón.
Flott grein hjá þér. Þessi rétttrúnaður er alveg út úr öllu korti. Sjálfur bý ég nú hér á Costa Blanca á Spa´ni og hér fór frostið í mínus 4 gráður s.l. nótt og snjór er hér víða á jörð. Margt af þessum óhlýnindum hér hefur ekki skeð í 30 eða 40 ár.
ESB apparatið hleður einmitt undir svona rétttrúnað og sértrúarbrögð á gerfivísindin !
Skoðaðu það aðeins í fullri vinsemd !
Góðar stundir.
Gunnlaugur I., 21.12.2009 kl. 01:36
Láttu ekki svona, veður sveiflast alltaf.
Bæði skemmri tíma og lengri tíma.
Oftast nær, eru skemmri tíma sveiflur að finna, inan lengri tíma - sbr. Ísland hefur haft hagvöxt að meðalatali síðan 1904, en það hafa komið kreppu- og samdráttarár, inn á milli. Jafnvel, samdráttartímabil er stóðu yfir um eitthver árabil. Samt, er meðaltal alls tímabilsins mjög greinilega upp á við.
Þannig séð, skemmri tíma sveiflur, hafa annan hrynjanda en lengri tíma, og oftast nær hafa ekkert með þá lengri tíma að gera.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.12.2009 kl. 02:08
Langar bara að benda á smá staðreyndir, veit ekki hvort það er tilviljun eður ei, en öfgarnar í veðurfari hafa farið vaxandi undanfarin ár. T.d. óvenjumiklir kuldar í N-Ameríku, óvenju miklar rigningar á Bretlandi. Flóð, ofsaveður og aurskriður í V-, A, og Suður Evrópu.
Þetta eru bara dæmi sem hægt er að nefna nálægt okkur, hvernig verður þetta á næstu árum. Maður vill helst ekki hugsa svo langt, því miður.
Viskan (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 11:17
Öfgar í veðri er hluti af þessu dæmi krakkar mínir.
DoctorE (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 14:22
Já hvernig verður veðrið næstu árin. Það hefir engin geta spáð það langt. Verðum við ekki bara að bíða og sjá til eða þurfum við virkilega að vita það.
Valdimar Samúelsson, 21.12.2009 kl. 16:40
Man einhver hvenær hún kom fram þessi hugmynd um hnattræna hlýnun af mannavöldum? Núna er þetta orðinn milljarða bisness með mengunar- og útblásturskvóta, sem eru óefnisleg gæði, í reynd algerlega huglæg. Svona eins og viðskptavildin fræga í efnhagsbólunni íslensku. Hún lætur ekki að sér hæða pólitíska veðurfræðin og ekki þegar hún er orðin góður vísindabísness og stjórnmálabísness ofaní kaupið. Ég held að mannskepnan ætti bara að hætta að leika guð og sættast við smæð sína og taka því sem að höndum ber. Að ætla sér að stjórna veðurfari eru meiriháttar oflæti. Ég held þeim sé bara ekki sjálfrátt þessum veðurfarsbísnessmönnum.
Gústaf Níelsson, 21.12.2009 kl. 16:53
Þakka þér fyrir Gunnlaugur. Ég er sammála þér um það að stjórnmálamenn í Evrópusambandinu hafa farið framarlega í flokki helstu réttrúnaðarsinnanna í loftsslagsmálum en það gerir líka umhverfisráðherrann íslenski. Það er merkilegt að það skuli verða svona kalt einmitt eftir að loftslagsráðstefnunni um hlýnun jarðar lýkur. Einhver sagði að þetta sýndi að almættið hefði góðan húmor.
Jón Magnússon, 21.12.2009 kl. 22:36
Það er alveg rétt Einar veður sveiflast alltaf og það hefur ekki verið að hlýna á jörðinni síðasta áratug. Hvaða vitleysa er þetta þá. Af hverju á að leggja hundraða milljarða skatta á og setja losunarkvóta hægri vinstri þannig að það verður nánast ofviða að halda uppi flugsamgöngum í núverandi mynd þegar engin þörf er á þessum aðgerðum.
Jón Magnússon, 21.12.2009 kl. 22:38
Með því að beita viskunni og skoða söguna þá kemur í ljós að það hafa alltaf verið ákveðnar öfgar í veðrinu. Það verður líka að skoða að fólki hefur fjölgað gríðarlega mikið á undanförnum áratugum og nú búa margir á stöðum sem voru taldir varhugaverðir og hættulegir. Fréttamenn hafa aldrei velt þeirri staðreynd fyrir sér.
Af hverju var Vopnafjörður talinn óbyggilegt svæði á Íslandi árið 1870? Af hverju var það eitt veðursælasta svæðið á landinu árið 1970? Ekki var það vegna hnattrænnar hlýnunar.
Jón Magnússon, 21.12.2009 kl. 22:42
Doktor það eru ekki meiri öfgar í veðrinu núna en voru 1967 svo dæmi sé tekið.
Jón Magnússon, 21.12.2009 kl. 22:44
Nei Valdimar en við þurfum ekkið að henda hundruðum milljarða og búa til örbirgð framtíðar vegna helvítisspádóma sem engin fótur er fyrir.
Jón Magnússon, 21.12.2009 kl. 22:45
Gæti ekki verið meira sammála ágæti Gústaf.
Jón Magnússon, 21.12.2009 kl. 22:46
Þú missir alveg af punktinum, sem var sá að sveiflur um t.d. einn áratug, skipta ekki endilega máli - sbr. dæmið um Ísland, þ.e. það hefur gengið í gegnum nokkurra ára tímabil efnahagslegrar kyrrstöðu, tímbabundnar kreppur - en, samt hefur heildarstefnan verið upp á við síðan 1904.
Einn áratugur af hlutfallslegri kyrrstöðu í hitastigi, breytir engu um lengri tíma þróun hitastigs.
Mér sýnist þú, hafa læst þig sjálfan inni í þeirri hugmynd, að þetta sé vitleysa og að þú neytir að líta út frá því, og skoða málið án fyrirfram mótaðra skoðana.
Þetta er voðalega einfalt, þ.e. mesta magn af CO2 í lofthjúpnum, síðustu milljón ár.
Ég skil ekki hvernig fólk, lítur framhjá slíku. Því, tölfræðilegur samaburður á öllum þeim tímabilum, sem fram koma í ískjörnunum sýna mjög skýrt samband, milli hitastigs og CO2 magns í lofthjúpi.
Þetta, er e-h fanatík hjá þér, því miður.
------------------------------
Setjum hluti aftur í annað samhengi, þ.e. skuldir.
Síðustu 2. áratugi, hefur sá skilningur verið uppi á Vesturlöndum, að allt í lagi sé að hafa hallarekstur og safna skuldum. Lengi vel, virtist þetta vera satt, þ.e. hækkandi skuldir skiluðu sér ekki í hærri lántökukostnaði og fyrir mörgum, virtist partýið geta haldið áfram.
Nú, virðast menn, þegar kreppa er skollin á, þ.e. skuldakreppa sem sífellt er að vinda upp á sig, enda stefna skuldir fjölmargra ríkja yfir 100 af GNP; að eftir allt saman er rekstrarhalli og skuldasögnun í reynd vandamál.
---------------------------------------
Eins og ég sé þetta, er mannkynið að hegða sér nákvæmlega eins gagnvart lofthjúpnum, þ.e. safna skuldum og vonast til þess, að það verði enginn kostnaðarhækkun því samfara.
Mér sýnist, að partý-hugsunar hátturinn, þ.e. að aldrei komi að skuldadögum, sem var viðloðandi síðustu 20 árin, í hagkerfunum ætli að deyja erfiðum dauðdaga - hvernig sem litið er á mál.
En, mannkyn virðist eiga mjög auðvelt að telja sér trú um þ.s. það vill trúa, þ.e. akkúrat að allt í lagi sé að halda áfram, að taka út og að skuldadagar séu enn langt framundan.
-------------------------------
Ég er hissa á að íhaldsmaðurinn, skuli ekki átta sig á þessu samhengi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.12.2009 kl. 22:57
Einar Björn ég tek fram að við eigum að sýna náttúrunni virðingu og umgangast hana sem slíka. Það er annað en hin meinta hnattræna hlýnuna af manna völdum. Skuldadagar koma alltaf af skuldum en það gildir ýmislegt annað í veröldinni varðandi aðra og óskylda hluti. Svo er ég ekki íhaldsmaður og hef aldrei verið.
Jón Magnússon, 22.12.2009 kl. 10:30
Ég hef reyndar ekki náð að mynda mér afgerandi afstöðu í þessum málum ennþá. Það eru mörg góð og gild rök í hjá báðum fylkingum, báðum til stuðnings, sem ekki er hægt að hunsa. Ég hafði svona frekar hugsað mér að hlusta á rök beggja til lengri tíma litið í stað þess að breyta þessu í einhver trúarbrögð þar sem erfitt verður að telja mönnum hughvarf.
Þetta með CO2 magnið, að það er rétt að þetta er mesta magn sem verið hefur í langan langan tíma, en á móti kemur að þegar skoðaðar eru minni hitasveiflur að þá virðist hitinn fyrst breytast og svo CO2 magnið með, en alltaf aðeins eftir á. Það er semsagt hitastigið sem breytist fyrst og svo fylgir CO2 magnið á eftir hvort sem um ræðir hita- eða kuldasveiflur.
Mengun almennt, síðan iðnbyltingin hófst, hefur reyndar "kælt" (dregið úr hækkun hita) Jörðina. Rykagnir í skýjunum endurspegla margfalt meira sólarljósi í dag en fyrir 100 árum sem lýsir sér t.d. í minni uppgufun á vatni.
Ekki veit ég hinsvegar hvort það er svona einskær tilviljun að hitastigið skuli stíga í samræmi við aukinn útblástur manna, en eitt er víst að hitastigið er að hækka og það MUN hafa gríðarlega mikil áhrif á mannfólkið.
Reputo, 22.12.2009 kl. 14:01
Reputo - þú ert að vísa til gagnrýni á greiningu á niðurstöðum sína, sem sum hver ná allt að milljón ár aftur í tímann.
Þ.s. menn m.a. hengja sig í, að þ.e. alltaf ákveðin óvissa í aldursgreiningum sína, þannig að þú getur horft á einstaka mælingarpunkta og þ. verður að viðurkennast, að fyrir hvern fyris sig, er ekki hægt að slá því föstu með 100% vissu, hvað kom á undan "hænan eða eggið".
Aftur á móti, þegar allt dæmið er skoðaða, virðast sveiflur á histastigi og sveiflur á CO2 haldast bísna vel að.
Að sjálfsögðu er hægt að hártoga, hvort einhver annar þáttur geti mögulega verið e-h þriðja orsök. En, þegar hafðar eru í huga allar þekktar orsakir, þá virðist fylgnin vera sterk.
Svokallað "timelag" hefur þó komið fram í heildarniðurstöðum; en það virðist ekki raska útreikningum á fylgni. Þetta er skýrt þannig, að fleiri en einn orsakaþáttur sé fyrir hendi - þ.e. hitunaratburður hefjist af öðrum orsökum, en síðan er hitastig hefur hækka nokkuð, virðist eiga sér stað umtalsverð aukning á CO2 innihaldi lofthjúpsins. Það er vanalega skýrt með því t.d. að freðmýrar þiðni - annars vegar- og - hins vegar - að aukin íslaus svæði heimshafa skili aukinni uppgufun CO2 úr höfunum. Sterk fylgni, er svo skýrð með þeim hætti, að þegar CO2 bætist við hafi það sjálfstæð áhrif er bætist við þau áhrif sem fyrir eru.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.12.2009 kl. 16:30
Í gegnum árþúsundin hefur CO2 laggið verið ca 800 árum á eftir hitabreytingunum sem gefur sterklega til kynna að CO2 magnið aukist með auknum hita en ekki öfugt. Hins vegar sína allar mælingar að hitastig og CO2 magn haldast í hendur og í svipuðum hlutföllum síðustu 500 þúsund ár og það er einmitt það sem gerir mælingar síðustu 100 ára áhugaverðar. Þar sést greinilega hvað CO2 magnið hefur aukist lang umfram eðlilegt hlutfall við hitastigið, og því er ekki hægt að neita því að CO2 "mengunin", sem nú er í hæstu stöðu, er af mannavöldum. Þá er það spurningin um hitastigið. Stýrist það af hnattrænum áhrifum, eða er einhver stærri heildarmynd sem hefur meira að segja?
Reputo, 23.12.2009 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.