Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
21.5.2007 | 14:13
Sjö milljarðar.
Það var hringt í mig vegna bloggfærslunar um Kamb og mér sagt að kvótaeign fyrirtækisins væri 7 milljarðar en ekki 5 eins og komið hefur fram í fréttum.
Hvað segir Einar Oddur og Einar Kristinn þingmenn kjördæmisins til margra ára. Eru þeir ekki stolltir af störfum sínum fyrir Vestfirðinga. Eða þjóna þér e.t.v. bara kvótagreifum?
Af hverju skyldi þetta ekki hafa komið fram fyrir kosningar?
21.5.2007 | 13:33
Getur nokkur stundað veiðar og vinnslu?
Stjórnandi fyrirtækisins Kambs á Flateyri segir að forsendur rekstrarins brostnar. Fyrirtækið á 5 milljarða í kvóta sem það ætlar að selja.
Fyrirtæki sem á 5 milljarða virði í kvóta er ágætlega sett. Fyrst það getur ekki haldið áfram rekstri hvað þá sem hina sem minni eða jafnvel engan kvóta eiga?
Eigendur Kambs eru að innleysa kvótagróðann. Siðferðileg ábyrgð á fólkinu sem vinnur hjá fyrirtækinu er engin. Hvað á unga konan að gera sem keypti hús á Flateyri í fyrrahaust af því að hún fékk framtíðaratvinnu hjá Kambi? Hún getur ekki selt húsið eins og Kambur kvótann. Stjórnendur Kambs bera enga ábyrgð á vanda hennar.
Þetta er eitt dæmi um ranglæti kvótakerfisins. Fáir útvaldir fengu auðlindina gefna. Þeir geta farið með hana eins og þeir vilja. Nýtt hana, leigt hana eða selt. Þeir sem vinna við sjávarútveg eiga hins vegar ekkert. Þeim er ekkert gefið heldur frá þeim tekið ef kvótagreifanum hentar.
Það er kominn tími til að afnema óréttlátt kvótakerfi það eru hagsmunir fólksins í landinu.
21.5.2007 | 11:09
Um hvað er deilt í stjórnarmyndunarviðræðunum?
Fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum eru af fólki sem segist vera í textavinnu og engin vandamál séu á ferðinni. Myndir eru birtar af glaðbeittum foringjum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins og ástaratlotum þeirra. Þeir sem taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum virðast hafa það markmið umfram önnur að ná völdum hvað sem það kostar.
Um áratuga skeið hefur sá ósiður viðgengist að þeir stjórnmálamenn sem ráða hafa skipað vini sína og samherja í stöður og launuð ráð og nefndir. Keypt hefur verið sérfræðiþjónusta svokölluð fyrst og fremst til að færa peninga frá skattborgurunum til þóknanlegra einstaklinga í stuðningsliði viðkomandi ráðherra. Biðröðum er ruglað til hasbóta fyrir þá sem eru þóknanlegir en þeir sem áttu fremur skilið að komast að verða áfram út undan. Íslenska þjóðin er því miður orðin svo samdauna þessu ástandi að fólk er hætt að skilgreina þetta sem spillingu.
Í stjórnarmyndunarviðræðunum er ekki deilt um neitt. Vinnan er fólgin í því að setja saman nógu og loðin fagurgala. Átökin verða um ráðuneyti hvors flokks.
Ég tel að ráðherrar séu of margir og ráðuneyti of mörg. Ráðherrar þyrftu ekki að vera fleiri en 8 jafnvel færri. Fjöldi ráðherra verður fyrsta vísbending um hvort að halda á áfram á braut bruðlsins og óráðssíunar í ríkisrekstrinum. Sumir sögðu að þegar Ingibjörg Sólrún tók við sem borgarstjóri hafi ekkert annað breyst í rekstri borgarinnar en það að stuðningsfólk R listans var skipað í öll embætti, ráð og nefndir. Engin breyting varð á stjórnsýslunni sem Sjálfstæðislfokkurinn hafði byggt upp. Hvaða vandamál ættu þá að vera hugmyndafræðilega milli Ingibjargar og Geirs?
20.5.2007 | 22:25
Athugasemdir Björns Bjarnasonar
Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag eru rakin ummæli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra í Viðskiptablaðinu á föstudag þar sem kemur fram að Björn er ekki hrifinn af samstjórn við Samfylkinguna. Það er athyglivert að sjá hvaða orð hann velur Ingibjörgu Sólrúnu í því sambandi. Erfitt er að sjá að góður friður verði í ríkisstjórninni væntanlegu miðað við það.
Margir hafa velt því fyrir sér hvort Björn Bjarnason muni sitja í næstu ríkisstjórn. Ég sé ekki hvernig Geir Haarde getur komist hjá því miðað við auglýsingar Jóhannesar í Bónus. Ef svo fer að Björn verður ekki í ríkisstjórninni þá verður rétt að kalla stjórnina "Baugsstjórnina"
Jóhannes hafði það af að reka það mörg atkvæði yfir til Sjálfstæðísflokksins með fordæmanlegri auglýsingu sinni í dagblöðum tveim dögum fyrir kosningar að hann tryggði Sjálfstæðisflokknum sigur í kosningunum. Geir á bara eitt svar við slíkri auglýsingu og það er að standa með sínum manni. Hvað sem líður efnislegri afstöðu til þess máls sem Jóannes fjallaði um í auglýsingunni þá var auglýsingin óviðurkvæmileg.
19.5.2007 | 10:43
Hvað er framundan hjá Framsókn.
Brigslyrði forustumanna Framsóknarflokksins í garð Sjálfstæðisflokksins eru athygliverð eftir 12 ára samstarf þessara flokka. Ljóst var eftir kosningar að Framsóknarflokkurinn vissi ekki hvert hann ætlaði. Þingmeirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins var of naumur og því var einungis einn kostur í stöðunni vildu þessir flokkar halda áfram samstarfi. Það var að mynda stjórn með Frjálslyndum eða leita eftir samstarfi. Þetta gerðu stjórnarflokkarnir ekki þó að þreifingar hafi verið í gangi.
Mér er kunnugt um að það eru ekki allir Sjálfstæðismenn sáttir með hugsanlegt stjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Sumir áhrifamenn ráku þó mjög ákveðið á eftir því að af þessu stjórnarsamstarfi yrði. Ólyginn sagði mér að þar hafi borgarstjórinn í Reykjavík farið einna fremstur í flokki. Í sjálfu sér ekki óskynsamlegt hjá honum miðað við stöðuna í borgarmálum og sundrungu í meirihluta Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Spurning er þá hvort búast megi víðar við samvinnu Sjálfstæðismanna og Samfylkingar en í ríkisstjórn?
18.5.2007 | 19:11
Mikið yrði margur sæll
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar verður sennilega til þess að ríkisútgjöld aukast á meiri hraða en verið hefði í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Fróðlegt verður að sjá útgjaldapakkann hjá ríkisstjórninni þegar stjórnarsáttmáli liggur fyrir. En fátt er svo með öllu illt eins og einhvern tíman var sagt. Verra hefði það getað verið sér í lagi hefði Samfylkingin myndað stjórn með Framsókn og Vinstri grænum. Nógu slæmt er að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa valið þann kost að leiða sósíalista til öndvegis. Hætt er við að einhver geti þá rifjað upp gömlu vísuna sem varð til þegar talað var um að koma á þegnskylduvinnu en hún var eitthvað á þessa leið:
"Ó hve margur yrði sæll
og elska mundi landið heitt,
ef fengi að vera í mánuð þræll
og moka skít fyrir ekki neitt."
Nú lítur út fyrir að skattgreiðendur megi moka skít í hálft ár fyrir hið opinbera haldi útgjöld hins opinbera áfram að vaxa. Björt framtíð fyrir venjulegt fólk?
18.5.2007 | 07:36
Jafnaðarstefnan í öndvegi?
Haft er eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í tilefni stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að slík stjórn muni setja jafnaðarstefnuna í öndvegi. Sjálfstæðismenn hljóta að fagna því að forusta flokksins skuli ætla að mynda ríkisstjórn sem setur sósíalísk gildi í öndvegi eða er það ekki annað orð fyrir jafnaðarstefnu? Ef til vill passar það Sjálfstæðisflokknum vel eftir að hafa stjórnað samfellt í tæpa tvo áratugi án þess að hafa nokkru sinni farið í hugmyndafræðilega skoðun á sjálfum sér eða stjórnarstefnunni.
Þá hefur Ingibjörg Sólrún líka sagt að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking muni mynda Frjáslynda umbótastjórn. Ég hef ítrekað talað um Frjálslynda umbótastjórn hér á blogginu en á eftir að sjá að þau gildi sem slík stjórn þarf að standa fyrir til að standa undir því nafni komi til greina hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki.
Síðan er spurningin. Hvernig getur það orðið að stjórn sé á sama tíma sósíalísk og frjáslynd? Erum við e.t.v. búin að tapa eðliilegum viðmiðunum varðandi skírskotanir til hugmyndafræðilegra heita í pólitík? Eða er það bara Ingibjörg Sólrún sem áttar sig ekki á hvar hún stendur hugmyndafræðilega?
17.5.2007 | 20:35
Ingibjörg vill ekki hreina vinstri stjórn.
Yfirlýsing Geirs og Ingibjargar um stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks fela í sér að Ingibjörg vill frekar reyna stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum en Vinstri grænum og þess vegna Framsóknarflokknum. Sjálfsagt er það vegna þess að Ingibjörg metur það svo að Vinstri grænir séu ekki samstarfshæfir og þykir því vænlegra að sitja í skjóli Geirs. Fróðlegt verður að sjá hvort flokkarnir ná saman um myndun ríkisstjórnar og um hvernig málefnasamningurinn verður:
Skyldi Samfylkingin krefjast breytinga á kvótakerfinu?
Skyldi Samfylkingin gera kröfu um aðildaviðræður við Evrópusambandið?
Skyldi Samfylkingin standa á kosningaloforðinu um að eyða biðlistum og byggja viðunandi aðstöðu fyrir aldraða.
Skyldi Samfylkingin standa föst á því að skattkerfið verði leiðrétt þeim tekjulágu til hagsbóta.
Svör við þessu og mörgu fleiru verða fróðleg. Nái flokkarnir saman þá kemur í ljós hverskonar hryggjarstykki er í Samfylkingunni og formanni hennar.
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast væntanlega á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.5.2007 | 15:49
Ríkisstjórnin fallin.
Það eru stórtíðindi þegar slitnar upp úr ríkisstjórnarsamstarfi eftir samfellda 12 ára samstarf. Sjálfstæðisflokkurinn á þá kost á að mynda ríkisstjórn til vinstri með Samfylkingunni og langt til vinstri með Vinstri grænum eða mynda Frjálslynda umbótastjórn með Frjálslynda flokknum hugsanlega þannig að Framsóknarflokkurinn mundi verja þá ríkisstjórn eða koma að þeirri ríkisstjórn. En valið er alfarið Geirs Haarde eins og staðan er í dag og fróðlegt að sjá hvað kemur upp úr þeim hatti.
Það er frumskylda stjórnmálamanna að mynda starfhæfa ríkisstjórn sem fyrst. Nútíma þjóðfélag þolir illa að vera með starfsstjórn til lengdar. Sá sem fær umboð forseta væntanlega Geir Haarde ber því mikla ábyrgð á því að unnið sé hratt og allir möguleikar séu skoðaðir.
Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2007 | 13:48
Framsóknarmenn funda.
Eftir því sem hægt er að ráða í spilin á stjórnarheimilinu þá hafa Sjálfstæðismenn boðið Framsóknarflokknum upp í dans en Framsóknarmenn átta sig ekki á því hvort þar geti verið um Hrunadans að ræða eða möguleika til endurskipulagningar. Framsóknarmenn þurfa að taka ákvörðun. Eina skynsamlega ákvörðun þeirra sýnist manni vera að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfinu en það er engin sem segir að Framsóknarmenn taki skynsamlega ákvörðun.
Framsóknarflokkurinn er illa farinn og það lá fyrir þegar leið á stjórnartíð Halldórs Ásgrímssonar. Jón Sigurðsson sá ágæti maður hefur ekki náð að rétta flokkinn við enda ekki von til þess hafði hann of stuttan tíma og sporin hræddu á svo mörgum sviðum. Nú standa Framsóknarmenn frammi fyrir þeim valkostum að vera utan ríkisstjórnar þetta kjörtímabil eða taka tilboði Sjálfstæðismanna.
Tal um R lista samstarf er óraunhæft. Of mikið ber á milli R lista flokkana svokallaðra til að það sé raunhæft að þeir geti komið sér saman um ríkisstjórn sem hefur einhvern styrk eða er líkleg til að stjórna til góðs. Tækist svo óhönduglega til að R lista stjórn yrði það þjóðinni dýrkeypt. Vilji Framsóknarmenn ekki fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum af hverju ættu þeir að fara í ríkisstjórn með Samfylkingu og Vinstri grænum?
Sumir flokkar eiga þess kost að byggja sig upp í stjórnarandstöðu. Við Frjálslynd eigum t.d. þann kost og munum gera það. Framsóknarflokkurinn á hins vegar ekki þann kost. Í fyrsta lagi þá er flokkurinn búinn að vera svo lengi við völd að hann mun eiga erfitt við núverandi aðstæður að fóta sig í stjórnarandstöðu. Á hvað ætar flokkurinn þá að leggja áherslu. Andstöðu við það sem hann hefur staðið fyrir undanfarin ár?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 263
- Sl. sólarhring: 782
- Sl. viku: 4084
- Frá upphafi: 2427884
Annað
- Innlit í dag: 245
- Innlit sl. viku: 3781
- Gestir í dag: 241
- IP-tölur í dag: 233
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson