Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
20.10.2008 | 00:11
Undarlegt verklag ríkisstjórnar.
Mér er verklag ríkisstjórnarinnar algjörlega óskiljanlegt. Forsætisráðherra og einstakir samráðherrar hans og stundum öll ríkisstjórnin sitja allar helgar á fundum í ráðherrabústaðnum eða í stjórnarráðinu. Hvað er fólkið að gera allan þennan tíma. Ríkisstjórnir eru til að marka stefnu og taka ákvarðanir. Það er ekki gert. Hvað er þá verið að gera? Er svona gaman að vera saman?
Engar ákvarðanir eða fáar eru teknar. Annað hvort er ágreiningurinn svo mikill innan ríkisstjórnarinnar að hún kemur sér ekki saman um nauðsynlegar aðgerðir vegna þess efnahagsvanda sem ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa kallað yfir þjóðina öðrum fremur. Eða ríkisstjórnin veit ekki hvað hún á til bragðs að taka.
Svo virðist sem Samfylkingin sé með það á hreinu hvað þarf að gera. Sækja um aðstoð IMF alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Sækja um aðild að Evrópusambandinu og reka Davíð Oddsson.
En hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn? Það liggur ekki fyrir. Ljóst er þó að hann vill hvorki reka Davíð né sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hvað þá með alþjóðagjaldeyrissjóðinn? Vill hann e.t.v. ekki heldur sækja um aðstoð þangað? Hvað vill þá Sjálfstæðisflokkurinn gera? Nauðsynlegt er að forustuflokkurinn í ríkisstjórn geri grein fyrir því.
Bið eftir stefnumótun ríkisstjórnar til lengri og skemmri tíma er óþolandi. Ríkisstjórn sem veit ekki hvað á að gera getur ekki gert borgurum þessa lands betri greiða en að fara frá.
13.10.2008 | 23:29
Framboðið til Öryggisráðsins gengur fyrir.
Íslendingar eiga nú í vök að verjast víða erlendis. Bretar hafa sótt að okkur með ósæmilegum hætti og hamast er að Íslendingum og íslenskum hagsmunum í Lundúnaborg. Sendiherrann talar um að sendiráðið sé fáliðað þegar mál eins og þau sem hafa verið mest í umræðunni tengt Íslandi koma upp í landi eins og Englandi. Þrátt fyrir að utanríkisráðuneytið sé mannfrekasta ráðuneyti Íslands þá er ekki hægt að senda fólk eða hafa tengslafyrirtæki til reiðu til að svara fyrir og koma okkar hlið á málinu á framfæri.
Í utanríkisráðuneytinu er fólk upptekið við að koma okkur í Öryggisráðið og tugir starfsmanna utanríkisráðuneytisins eru staddir í New York til að vinna að því máli á meðan ráðist er á okkur í Hollandi, Noregi, Bretlandi og Danmörku. Það skiptir ekki máli það er bara efnahagsvandi. Fólkið í ráðuneytinu verður að koma þessu áhugamáli sínu áfram. Í Öryggisráðið hvað sem það kostar.
Hefur enginn hugsað þá hugsun að miðað við núverandi aðstæður er það vægast sagt fráleitt að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu. Man einhver hvað það kostar á ári? Veit einhver hvað við höfum eytt miklum peningum í kosningabaráttuna?
Skrýtið eftir alla kynninguna og sendiferðir utanríkisráðherra vítt og breitt um lönd og álfur að þá skuli koma í ljós þegar við þurfum á að halda að við eigum enga vini. Nema ef til vill Rússa. En er þá einhver glóra að reka Varnarmálastofnun og loftrýmiseftirlit? Til að verjast hverjum?
Er ekki allt þetta vafstur, sendiráðabruðl og framboð til Öryggisráðsins tómt rugl miðað við aðstæður.
11.10.2008 | 11:57
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins er haldinn um þessa helgi. Yfirleitt hafa flokksráðsfundir ekki verið fundir mikilla tíðinda eða stefnumótunnar. Þó eru til undantekningar á því og sú helst að þegar flokksráðsfundur var haldinn nokkru eftir að Gunnar Thoroddsen myndaði ríkisstjórn sína með 3 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og 2 sem studdu ríkisstjórnina að auki en flokkurinn var að öðru leyti í stjórnarandstöðu. Þá var tekist á. Sá flokksráðsfundur skýrði línur innan flokksins
Nú stendur Sjálfstæðisflokkurinn frammi fyrir því að efnahagskerfið er hrunið eftir óslitna stjórn flokksins í meir ein áratug. Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að bregðast við því?
Hvaða utanríkismálastefnu ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að marka þegar fyrir liggur að ógnin er ekki úr Austri heldur hjálpræðið?
Vill Sjálfstæðisflokkurinn leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða ekki.
Vill Sjálfstæðisflokkurinn aðildarviðræður við Evrópusambandið eða er hann á móti því?
Hvaða hugmyndir hefur Sjálfstæðisflokkurinn til að draga saman ríkisútgjöld þegar fyrir liggur að tekjur ríkisins munu dragast verulega saman. Vill Sjálfstæðisflokkurinn reka ríkissjóð með halla?
Sjálfstæðisflokkurinn verður líka að móta stefnu í gjaldmiðilsmálum. Vill hann halda krónunni og hafa hana á floti eða vill hann aðrar lausnir?
Til að Sjálfstæðisflokkurinn verði trúverðugur flokkur í forustu stjórnarsamstarfs þá verður hann að svara þessum og mörgum fleiri spurningum um hvert flokkurinn vill stefna.
Tími glamuryrðanna er liðinn.
10.10.2008 | 11:52
Hvenær lækkar Seðlabankinn stýrivexti?
Eðlilegt er að spurt sé hvenær stýrivextir seðlabanka lækki. Seðlabankar í Evrópu og Bandaríkjunum hafa lækkað stýrivexti sína verulega vegna bankakreppu og til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast hraðar en nú er. Seðlabanki Íslands hefur ekki lækkað stýrivexti. Af hverju ekki.
Ljóst er að það er ekki þensla í þjóðfélaginu lengur. Það var raunar ljóst í vor þegar Seðlabankinn skrúfaði upp stýrivextina að það væri að samdráttarskeið að skríða yfir. Sú afsökun að hafa háa stýrivexti til að hafa áhrif á gengi íslensku krónunnar gilda ekki lengur. Háir stýrivextir hafa heldur enga þýðingu lengur við að reyna að draga úr verðbólgu. Háir stýrivextir hafa þann eina tilgang í dag að draga allan kraft úr íslensku atvinnulífi.
Fólkið í landinu verður að búa við sambærileg vaxta- og lánakjör og fólkið í nágrannalöndum okkar.
Hvaða glóra er í því nú að hafa stýrivexti á Íslandi hærri en í Evrópu?
Má ekki færa gild rök fyrir því að miðað við aðstæður þá ættu þeir ef eitthvað er að vera lægri hér?
Stýrivexti Seðlabankans niður í 3% strax.
4.10.2008 | 11:01
Af hverju hundsar ríkisstjórnin stjórnarandstöðuna.
Formenn Framsóknarflokksins, Frjálslyndra og Vinstri Grænna lýstu sig og flokka sínar eiðubúna til að taka þátt í vinnu við undirbúning aðgerða til að leysa kreppuna á fjármálamarkaðnum við umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið þessu boði og sér ekki ástæðu á þessu stigi til að hafa samráð við stjórnarandstöðuna.
Við í stjórnarandstöðuflokkunum höfum bent á nauðsyn víðtækrar samstöðu um lausn efnahagsvandans en ríkisstjórnin virðist enn staðráðin í að taka ekki því boði.
Við umræður á Alþingi hefur stjórnarandstaðan gætt þess að fara fram með gát til að auka ekki á kvíða almennings. Þrátt fyrir það sjá nokkrir embættismenn í heilbrigðisgeiranum sig tilknúna til að fara fram á að stjórnmálamenn gæti orða sinna. Það höfum við svo vissulega gert í stjórnarandstöðunni.
Vandamálið er ekki það að stjórnmálamenn þurfi að gæta orða sinna. Vandamálið er það að ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa ekki verið að vinna vinnuna sína og neitað að horfast í augu við vandann. Ég, Guðjón Arnar Kristjánsson, Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Guðni Ágústsson höfum ítrekað frá því í fyrrahaust vakið athygli á þeim vanda sem væri framundan en talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa gert lítið úr þeim varnaðarorðum og iðulega valið þeim hin verstu skammaryrði. Nú kemur í ljós að stjórnarandstaðan hefur unnið af heilindum, bent á og varað við. Það er ríkisstjórnin sem hefur ekki unnið vinnuna sína.
Hvað á stjórnarandstaða þá að gera? Horfa á þegjandi á hliðarlínunni af því að ríkisstjórninni dettur ekki einu sinni í hug að virða stjórnarandstöðuna viðlits? Að neita sér um málfrelsi svo sem nokkrir embættismenn fara fram á?
Nei ástandið er það alvarlegt að stjórnarandstaðan getur ekki horft þegjandi á. Hún verður að sinna því hlutverki sem stjórnarandstaða hefur í öllum lýðfrjálsum löndum að veita ríkisstjórn aðhald og benda á það sem að hennar mati er nauðsynlegt að gera. Nú duga engin vettlingatök og ábyrgðin er alfarið ríkisstjórnarinnar.
Það er skömm að því að ríkisstjórnin skuli ekki virða stjórnarandstöðuna viðlits þegar hún býður fram sáttarhendi til að þjóðin geti samstíga unnið sig út úr vandanum. Þá leið vill ríkisstjórnin greinilega ekki fara. Af hverju skyldi það nú vera?
![]() |
Mætt snemma til funda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
3.10.2008 | 09:29
Ísland, Túrkmenistan og Zimbabwe
Það er óneitanlega slæmt að heyra það að íslenska krónan skuli vera einn af þeim gjaldmiðlum sem hafa staðið sig verst á árinu og við skulum þar vera í flokki með Túrkmenistan og Zimbabwe.
Zimbabwe hefur um langa hríð verið stjórnað af Robert Mugabe sem hefur nánast verið einræðisherra í landinu. Hann og fylgismenn hans hafa ekki hikað við að limlesta og myrða pólitíska andstæðinga sína og verðbólgan í landinu mælist í hundruðum prósenta. Robert Mugabe stal bújörðum hvítra manna í landinu af þeim en það datt engum í hug að tala um rasisma og sósíalistarnir á Norðurlöndum sem höfðu hátt hér á árum áður yfir framferði hvítra manna í landinu sem fóru þó aldrei fram af sama dólgshætti og Robert Mugabe hafa þagað yfir þessum ógnarverkum. Því miður er svo komið að íslenski gjaldmiðillinn er kominn í hóp með dollaranum í Zimbabwe sem enginn tekur alvarlega.
Eyðimerkurlandinu Túrkmenistan er stjórnað af forseta fyrir lífstíð sem kallar sig Túrkmenabashi eða eða faðir þjóðarinnar. Hann gaf nýlega út sína þriðju ljóðabók og var útsending rofin og ljóðabókin lesin og hún var samstundis sett á námskrá skólabarna í landinu. Allir fjölmiðlar í Túrkmenistan eru í ríkiseign og er algjörlega stjórnað af yfirvöldum. Sjónvarpsþættir og annað efni frá Rússlandi er allt vandlega ritskoðað fyrir sýningu. Ríkisrekin netfyrirtæki eins og Turkmentelecom stjórna netnotkun almennings.Túrkmensk yfirvöld hafa gerst sek um gróf mannréttindabrot og símhleranir eru taldar regla á hótelherbergjum í landinu. Nú er íslenska krónan komin í hóp með Túkmenska manatinu í hópi verstu gjaldmiðla í heimi.
Það átti öllum að vera ljóst að það var óráðsvegferð að láta gengi íslensku krónunnar ráðast á markaði. Til þess að það hefði átt að geta gengið hefðum við þurft að hafa tengingu af stekum gjaldmiðli og styrk af þeim seðlabanka sem þar um ræðir. En við erum búin að feta þessa vegferð nú í 7 ár. Ég hef allan tímann varað við þessu og talið þetta hið mesta óráð. Það hefur nú komið í ljós. Þó verður að segja það að hefði verið haldið um gjaldmiðilsmálin af skynsemi þá værum við ekki í þessu hræðilega ástandi.
Er hægt að láta mennina sem bera ábyrgð á hruni þjóðargjaldmiðilsins og óðaverðbólgunni stjórna ríki og Seðlabanka?
![]() |
Krónan heldur einna verst verðgildi sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 50
- Sl. sólarhring: 168
- Sl. viku: 2442
- Frá upphafi: 2503812
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 2304
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 42
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson