Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Hvað er þá sannleikur?

Getur verið að Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Kaupþings banka hafi ekki sagt þjóðinni satt í síðustu viku þegar fjallað var um hugsanlega aðild Nýja Kaupþings að Högum ehf.  og 1998 ehf. Finnur sagði að þetta væri allt í skoðun í síðustu viku en engar ákvarðanir verið teknar.

Samkvæmt fréttum sem staðfestar eru af forstjóra Samkeppniseftirlitsins þá barst tilkynning frá Nýja Kaupþingi í október s.l. um samruna bankans við 1998 ehf og Haga.  Ég fæ ekki séð að það sé í samræmi við fullyrðingar bankastjórans frá því í síðustu viku.

Nú skilur maður betur af hverju Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa þagað þunnu hljóði um þennan gjörning sem þau hljóta að hafa vitað af áður en hann var sendur Samkeppniseftirlitinu í október og hann væri ekki gerður nema við vitund þeirra og vilja.

Steingrímur og Jóhanna töluðu um að byggja upp þjóðfélag gegnsæis og heiðarleika. Það fer víðs fjarri að svo sé. Manni sýnist að frekar sé verið að byggja upp þjóðfélag sérdrægni, spillingar og klíkuskapar.


Kák

Ríkisstjórnin boðar nýja skatta og hækkaða skatta eftir atvikum. Svo virðist sem það sé ekki nákvæmlega útfært en hins vegar ljóst að ríkisstjórnin stefnir að því að skattleggja hinn vinnandi mann sem fyrst inn í atvinnuleysis- eða örorkubætur.  Hvatinn til að vinna hverfur.

Skrýtið að Steingrímur J. Sigfússon sem árum saman talaði um að fjármagnsskatturinn væri allt of lágr skuli ekki vera með  tillögu um að hækka hann. Hvað skyldi valda því? 

Ríkisstjórnin virðist ekki sammála um neitt nema að hækka skatta en það er ekki ljóst hvaða skatta nema skatta hins vinnandi manns og skatta á bílinn hans.  Skyldi þessi stefna ríkisstjórnarinnar vera til þess fallinn að draga úr atvinnuleysi eða efla markaðsstarfsemina í þjóðfélaginu?


Að gera Ísland að viðundri meðal þjóða

Sama dag og tilkynnt var um hverjir sætu í samninganefnd fyrir Íslands hönd til að semja um aðild Íslands að Evrópusambandinu lýsti fjármálaráðherra  því yfir í Brussel að íslendingar hefðu ekki áhuga á að ganga í Evrópusambandið.  Að vonum litu menn hver á annan og spurðu til hvers var þá þessi þjóð að sækja um aðild og skipa samninganefnd til að semja um aðild að Evrópusambandinu.

Í tvígang hefur þessi sami fjármálaráðherra samið um Icesave skuldbindingarnar.  Í fyrra sinnið var samningur hans rekinn til baka og sá síðari bíður nú afgreiðslu Alþingis og veruleg spurning er hvort hann verður samþykktur af Alþingi.

Það er ekki óeðlilegt að vinir okkar og samstarfsaðilar erlendis spyrji hvað sé eiginlega að gerast á Íslandi og hvort þar sé engin alvöru ríkisstjórn.


Neytendur gúrkur og grænmeti

Grænmetisframleiðendur héldu kröfugerðarfund við Alþingishúsið um daginn. Þeir vilja að rafmagnsverð til þeirra verði lækkað. Í sjálfu sér ágætt mál nema að því leyti að þá hækkar rafmagnsreikningurinn hjá okkur hinum. Landbúnaðarráðherra mælti með því enda skóflupakkið eins og Höskuldur vinur minn Höskuldsson nefnir meðgjafarlausa íslendinga ekki of gott til að borga.

Flest viljum við borða íslenskt og auka íslenska framleiðslu. Vörurnar verða þá að vera samkeppnisfærar.  Í búðinni áðan sá ég verð  á hollenskum tómötum kr. 239 kr. kg en íslenska kr. 399 eða 160 kr. dýrara kíló af íslenskum. Ég sá líka að íslenskar gúrkur voru mun dýrari en gúrkur frá Spáni. Hvað þá með blómin og kálið?

Hátt verð hækkar vísitölubundnu lánin. Gengi krónunnar er óeðlilega lágt og þá eiga íslenskir framleiðendur að geta boðið neytendum jafndýrar eða ódýrari vörur en þær erlendu.  Annars verður þessi framleiðsla of dýr fyrir okkur.  Í fyrsta lagi að borga hærra verð fyrir vöruna. Í öðru lagi að borga hærra verð fyrir rafmagnið. Í  þriðja lagi að borga af hærri verðtryggðum lánum.


Bankar og samkeppni

Svo virðist sem stjórnendur ríkisbankanna séu í óða önn að afskrifa milljarða skuldir markaðsráðandi fyrirtækja.  Með því koma bankarnir í veg fyrir  eðlilega samkeppni hvort heldur um er að ræða smásöluverslun, líkamsræktarstöðvar eða annað. Bankarnir afskrifa milljarða óráðssíumanna en láta dugandi athafnamenn borga að fullu. 

Þeir sem reka fyrirtækin sín af ráðdeild og hagsýni og skulda lítið eru látnir líða fyrir það af ríkisbönkunum. Ráðdeildarfólkið hefur þurft að keppa við fyrirtæki milljarðaskuldaranna sem hafa notað óeðlilegar bankafyrirgreiðslu til að ná yfirhöndinni í samkeppninni. Nú á enn á ný að refsa þeim og girða fyrir samkeppni til að breiða yfir mistök.

Svona þjóðfélag er "velferðarstjórn" valdaránsflokkanna í óða önn að byggja upp á grundvelli félagslegrar samhjálpar fyrir suma þá ofurskuldugu. ´

Hætt er við að Ísland fari niður fyrir Víetnam og Úkraínu í næsta mati Fitch greiningarfyrirtækisins með sama áframhaldi.

 


Réttlæti?

Hundruðir milljarða af peningum skattgreiðenda voru notaðir til að tryggja innistæðueigendum í bönkum allar innistæður sínar. Langt umfram lagaskyldu. Peningar almennings eru notaðir fyrir þá sem eiga. Meir en hundrað milljarðar af peningum skattgreiðenda voru notaðir til að tryggja hærra greiðsluhlutfall úr ýmsum sjóðum bankanna sem skattgreiðendur báru enga ábyrgð á.

Ríkisbankarnir ætla að afskrifa milljarða á ákveðin fyrirtæki og láta þá sem ráku fyrirtækin í þrot og hafa valdið skattgreiðendum milljarða tjóni reka þau áfram.

Ríkisbankarnir og ríkisstjórn ætla ekki að nota peninga skattgreiðenda fyrir venjulegt fólk sem  skuldar til að koma í veg fyrir rán verðtryggingarinnar  eða gengisránið vegna lána í erlendri mynt.

Tekið er frá þeim sem skulda til að greiða fyrir þá sem eiga. Þannig er  birtingarmynd réttlætis félgashyggjuríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.


Ríkisstjórn milljarðaskuldaranna?

Sú meginregla er viðurkennd að allir skuli jafnir fyrir lögunum.  Á ekki sama meginregla að gilda um bankanna að allir skuli vera jafnir fyrir bönkunum?

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon  sögðu ríkisstjórnina ætla að slá skjaldborg um heimilin. Enn sem komið er hefur ríkisstjórnin og bankarnir hennar eingöngu slegið skjaldborg um heimili og eignir milljarðaskuldaranna.

Venjulegu fólki sem skuldar húsnæðislán er eingöngu boðið upp á að fresta greiðslum en halda verðtryggingafárinu og gengislánunum.  Finnst einhverjum skrýtið að það skuli vera púað á félagsmálaráðherra á fundi þar sem um þessi mál er fjallað?

 


Kaupþing og 1998 ehf

Fréttir um að Kaupþing ætli hugsanlega að fara í bísness með Jóni Ásgeiri um rekstur stærstu verslanakeðja landsins eru vægast sagt ótrúlegar.

Hvaða erindi á Kaupþing banki allra landsmanna í verslunarrekstur með viðskiptavinum sínum sem hafa skaðað bankann um tugi og jafnvel hundruð milljarða?

1998 ehf. reka verslanirnar Bónus, Hagkaup og 10-11. Dettur engum í hug að það megi skipta þessu upp þannig að hægt sé að bjóða til sölu hverja verslunarkeðju fyrir sig og rekstur hennar?

Hvað mælir á móti því að skipta þessu verslanastórveldi upp til að freista þess að tryggja eðlilega samkeppni á íslenskum smásölumarkaði. Er Kaupþing banka umhugað að koma í veg fyrir það með því að tryggja núverandi eigendum 1998 ehf fullkomin yfirráð yfir verslunarkeðjunni í heild óháð því sem á undan er gengið og hvað marga milljarða þarf að afskrifa.

Getur verið að Samfylkingin sé að borga kosningavíxlana sína?

 


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 253
  • Sl. sólarhring: 777
  • Sl. viku: 4074
  • Frá upphafi: 2427874

Annað

  • Innlit í dag: 236
  • Innlit sl. viku: 3772
  • Gestir í dag: 232
  • IP-tölur í dag: 225

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband