Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
10.11.2009 | 15:46
Hvað er þá sannleikur?
Getur verið að Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Kaupþings banka hafi ekki sagt þjóðinni satt í síðustu viku þegar fjallað var um hugsanlega aðild Nýja Kaupþings að Högum ehf. og 1998 ehf. Finnur sagði að þetta væri allt í skoðun í síðustu viku en engar ákvarðanir verið teknar.
Samkvæmt fréttum sem staðfestar eru af forstjóra Samkeppniseftirlitsins þá barst tilkynning frá Nýja Kaupþingi í október s.l. um samruna bankans við 1998 ehf og Haga. Ég fæ ekki séð að það sé í samræmi við fullyrðingar bankastjórans frá því í síðustu viku.
Nú skilur maður betur af hverju Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa þagað þunnu hljóði um þennan gjörning sem þau hljóta að hafa vitað af áður en hann var sendur Samkeppniseftirlitinu í október og hann væri ekki gerður nema við vitund þeirra og vilja.
Steingrímur og Jóhanna töluðu um að byggja upp þjóðfélag gegnsæis og heiðarleika. Það fer víðs fjarri að svo sé. Manni sýnist að frekar sé verið að byggja upp þjóðfélag sérdrægni, spillingar og klíkuskapar.
10.11.2009 | 10:53
Kák
Ríkisstjórnin boðar nýja skatta og hækkaða skatta eftir atvikum. Svo virðist sem það sé ekki nákvæmlega útfært en hins vegar ljóst að ríkisstjórnin stefnir að því að skattleggja hinn vinnandi mann sem fyrst inn í atvinnuleysis- eða örorkubætur. Hvatinn til að vinna hverfur.
Skrýtið að Steingrímur J. Sigfússon sem árum saman talaði um að fjármagnsskatturinn væri allt of lágr skuli ekki vera með tillögu um að hækka hann. Hvað skyldi valda því?
Ríkisstjórnin virðist ekki sammála um neitt nema að hækka skatta en það er ekki ljóst hvaða skatta nema skatta hins vinnandi manns og skatta á bílinn hans. Skyldi þessi stefna ríkisstjórnarinnar vera til þess fallinn að draga úr atvinnuleysi eða efla markaðsstarfsemina í þjóðfélaginu?
7.11.2009 | 10:51
Að gera Ísland að viðundri meðal þjóða
Sama dag og tilkynnt var um hverjir sætu í samninganefnd fyrir Íslands hönd til að semja um aðild Íslands að Evrópusambandinu lýsti fjármálaráðherra því yfir í Brussel að íslendingar hefðu ekki áhuga á að ganga í Evrópusambandið. Að vonum litu menn hver á annan og spurðu til hvers var þá þessi þjóð að sækja um aðild og skipa samninganefnd til að semja um aðild að Evrópusambandinu.
Í tvígang hefur þessi sami fjármálaráðherra samið um Icesave skuldbindingarnar. Í fyrra sinnið var samningur hans rekinn til baka og sá síðari bíður nú afgreiðslu Alþingis og veruleg spurning er hvort hann verður samþykktur af Alþingi.
Það er ekki óeðlilegt að vinir okkar og samstarfsaðilar erlendis spyrji hvað sé eiginlega að gerast á Íslandi og hvort þar sé engin alvöru ríkisstjórn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.12.2009 kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
5.11.2009 | 17:14
Neytendur gúrkur og grænmeti
Grænmetisframleiðendur héldu kröfugerðarfund við Alþingishúsið um daginn. Þeir vilja að rafmagnsverð til þeirra verði lækkað. Í sjálfu sér ágætt mál nema að því leyti að þá hækkar rafmagnsreikningurinn hjá okkur hinum. Landbúnaðarráðherra mælti með því enda skóflupakkið eins og Höskuldur vinur minn Höskuldsson nefnir meðgjafarlausa íslendinga ekki of gott til að borga.
Flest viljum við borða íslenskt og auka íslenska framleiðslu. Vörurnar verða þá að vera samkeppnisfærar. Í búðinni áðan sá ég verð á hollenskum tómötum kr. 239 kr. kg en íslenska kr. 399 eða 160 kr. dýrara kíló af íslenskum. Ég sá líka að íslenskar gúrkur voru mun dýrari en gúrkur frá Spáni. Hvað þá með blómin og kálið?
Hátt verð hækkar vísitölubundnu lánin. Gengi krónunnar er óeðlilega lágt og þá eiga íslenskir framleiðendur að geta boðið neytendum jafndýrar eða ódýrari vörur en þær erlendu. Annars verður þessi framleiðsla of dýr fyrir okkur. Í fyrsta lagi að borga hærra verð fyrir vöruna. Í öðru lagi að borga hærra verð fyrir rafmagnið. Í þriðja lagi að borga af hærri verðtryggðum lánum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.12.2009 kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
5.11.2009 | 09:40
Bankar og samkeppni
Svo virðist sem stjórnendur ríkisbankanna séu í óða önn að afskrifa milljarða skuldir markaðsráðandi fyrirtækja. Með því koma bankarnir í veg fyrir eðlilega samkeppni hvort heldur um er að ræða smásöluverslun, líkamsræktarstöðvar eða annað. Bankarnir afskrifa milljarða óráðssíumanna en láta dugandi athafnamenn borga að fullu.
Þeir sem reka fyrirtækin sín af ráðdeild og hagsýni og skulda lítið eru látnir líða fyrir það af ríkisbönkunum. Ráðdeildarfólkið hefur þurft að keppa við fyrirtæki milljarðaskuldaranna sem hafa notað óeðlilegar bankafyrirgreiðslu til að ná yfirhöndinni í samkeppninni. Nú á enn á ný að refsa þeim og girða fyrir samkeppni til að breiða yfir mistök.
Svona þjóðfélag er "velferðarstjórn" valdaránsflokkanna í óða önn að byggja upp á grundvelli félagslegrar samhjálpar fyrir suma þá ofurskuldugu. ´
Hætt er við að Ísland fari niður fyrir Víetnam og Úkraínu í næsta mati Fitch greiningarfyrirtækisins með sama áframhaldi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2009 | 10:04
Réttlæti?
Hundruðir milljarða af peningum skattgreiðenda voru notaðir til að tryggja innistæðueigendum í bönkum allar innistæður sínar. Langt umfram lagaskyldu. Peningar almennings eru notaðir fyrir þá sem eiga. Meir en hundrað milljarðar af peningum skattgreiðenda voru notaðir til að tryggja hærra greiðsluhlutfall úr ýmsum sjóðum bankanna sem skattgreiðendur báru enga ábyrgð á.
Ríkisbankarnir ætla að afskrifa milljarða á ákveðin fyrirtæki og láta þá sem ráku fyrirtækin í þrot og hafa valdið skattgreiðendum milljarða tjóni reka þau áfram.
Ríkisbankarnir og ríkisstjórn ætla ekki að nota peninga skattgreiðenda fyrir venjulegt fólk sem skuldar til að koma í veg fyrir rán verðtryggingarinnar eða gengisránið vegna lána í erlendri mynt.
Tekið er frá þeim sem skulda til að greiða fyrir þá sem eiga. Þannig er birtingarmynd réttlætis félgashyggjuríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
3.11.2009 | 11:22
Ríkisstjórn milljarðaskuldaranna?
Sú meginregla er viðurkennd að allir skuli jafnir fyrir lögunum. Á ekki sama meginregla að gilda um bankanna að allir skuli vera jafnir fyrir bönkunum?
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon sögðu ríkisstjórnina ætla að slá skjaldborg um heimilin. Enn sem komið er hefur ríkisstjórnin og bankarnir hennar eingöngu slegið skjaldborg um heimili og eignir milljarðaskuldaranna.
Venjulegu fólki sem skuldar húsnæðislán er eingöngu boðið upp á að fresta greiðslum en halda verðtryggingafárinu og gengislánunum. Finnst einhverjum skrýtið að það skuli vera púað á félagsmálaráðherra á fundi þar sem um þessi mál er fjallað?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2.11.2009 | 09:11
Kaupþing og 1998 ehf
Fréttir um að Kaupþing ætli hugsanlega að fara í bísness með Jóni Ásgeiri um rekstur stærstu verslanakeðja landsins eru vægast sagt ótrúlegar.
Hvaða erindi á Kaupþing banki allra landsmanna í verslunarrekstur með viðskiptavinum sínum sem hafa skaðað bankann um tugi og jafnvel hundruð milljarða?
1998 ehf. reka verslanirnar Bónus, Hagkaup og 10-11. Dettur engum í hug að það megi skipta þessu upp þannig að hægt sé að bjóða til sölu hverja verslunarkeðju fyrir sig og rekstur hennar?
Hvað mælir á móti því að skipta þessu verslanastórveldi upp til að freista þess að tryggja eðlilega samkeppni á íslenskum smásölumarkaði. Er Kaupþing banka umhugað að koma í veg fyrir það með því að tryggja núverandi eigendum 1998 ehf fullkomin yfirráð yfir verslunarkeðjunni í heild óháð því sem á undan er gengið og hvað marga milljarða þarf að afskrifa.
Getur verið að Samfylkingin sé að borga kosningavíxlana sína?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.12.2009 kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 253
- Sl. sólarhring: 777
- Sl. viku: 4074
- Frá upphafi: 2427874
Annað
- Innlit í dag: 236
- Innlit sl. viku: 3772
- Gestir í dag: 232
- IP-tölur í dag: 225
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson