Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
7.5.2010 | 17:17
Jóhanna með svartan blett á tungunni
Vinur minn minnti mig á að um það væri iðulega talað við börn að segðu þau ekki satt þá fengju þau svartan blett á tungunni.
Hann bætti við að það hefði verið eins gott fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að hafa ekki rekið út úr sér tunguna á Alþingi í gær. Væri þetta rétt sem sagt væri við börnin þá væri ljóst að tungan á Jóhönnu hefði orðið kolsvört eftir umræðurnar um launakjör Seðlabankastjóra.
En Lára V. Júlíusdóttir vill ekkert segja. Var einhverntíma talað um að undirferlin og undandrátturinn væri einkenni karlasamfélagsins?
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/05/07/eg_segi_sannleikann/
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.5.2010 kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2010 | 17:21
Saklaus þangað til sekt hans er sönnuð
Hreiðar Már Sigurðsson var settur í gæsluvarðhald í dag. Af ummælum á vefmiðlum að dæma þá ríkir fögnuður yfir handtöku og kröfu um gæsluvarðhald mannsins. Flestir sem tjá sig telja það jafnbrýna því að sök sé sönnuð að krafist hafi verið gæsluvarðhalds yfir manninum. Þannig er það ekki.
Í réttarríkinu er við það miðað að hver maður sé saklaus þangað til sekt hans er sönnuð. Þáverandi Bandaríkjaforseti fékk m.a. bágt fyrir að kalla ákveðinn mann glæpamann þar sem hann hafði ekki verið dæmdur fyrir ódæði sem hann framdi.
Því má ekki gleyma að þess eru mörg dæmi að fólk hafi verið hneppt í gæsluvarðhald án þess að ákæra væri síðar birt á hendur því. Í Bretlandi þá heyrði ég einhvern tíma talað um það þegar maður fór í gæsluvarðhald að þá var talað um það í fjölmiðlum þannig: A man is helping the police etc. Maður er að hjálpa lögreglunni við upplýsingaöflun. Það fannst mér snyrtilega gert í samræmi við þau gildi sem réttarríkið byggir á.
Ekki veit ég hvort ástæða er til að hneppa ofangreindan mann í gæsluvarðhald en það er óneitanlega nokkuð sérstakt að maður sé settur í gæsluvarðhald vegna meints brots, sem varða sýnileg gögn, meir en 20 mánuðum eftir að meint brot var framið.
Hvað svo sem okkur finnst um þennan eða hinn þá megum við aldrei hvika frá þeim gildum sem gerir okkur að siðuðu þjóðfélagi. Þar skiptir miklu að hvika ekki frá gildum réttarríkisins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
5.5.2010 | 21:57
Spennandi kosningar í Bretlandi
Sjaldan hafa þingkosningar í Bretlandi verið eins spennandi og núna.
Eftir að hafa fylgst með kosningabaráttunni í Bretlandi á síðkvöldum þá finnst mér athyglivert hvað Gordon Brown hefur lítið fram að færa. Forustumenn hinna stóru flokkanna boða breytingar og eru með skemmtilega nálgun í mörgum málaflokkum. Það verður fróðlegt að sjá hvort að breskir kjósendur veita flokkum þeirra eðlilegt brautargengi og Verkamannaflokknum þá útreið sem hann á skilið.
Samfylkingin hefur um árabil talið Verkamannaflokkinn breska pólitískt náskyldan sér. Sagt er að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gumi af flokksskírteini í þeim flokki. Þrátt fyrir þennan andlega skyldleika þá er reginmunur á pólitískri skynjun forustumanna Verkamannaflokksins og Jóhönnu Sigurðardóttur formanni Samfylkingarinnar. Það sem Jóhanna kallar frjálshyggju kallar forusta Verkamannaflokksins eðlilega markaðsstarfsemi.
Þá er líka athyglivert að þrátt fyrir bankahrun í Bretlandi og trilljóna punda framlag ríkissjóðs Bretlands til bankanna þar, þá dettur engum í þessum systurflokki Samfylkingarinnar í hug að víkja frá markaðshagkerfinu. Ef til vill þarf stór hluti Samfylkingarinnar með Jóhönnu í broddi fylkingar að fara í pólitíska meðferð til að læra eðlilega skilgreiningu pólitískra hugtaka.
4.5.2010 | 14:45
Er Seðlabankastjóri verður launa sinna?
Frá því var sagt í gær að laun Seðlabankastjóra ættu að hækka um 400 þúsund. Þjóðin brást ókvæða við og svo upphófst ný uppfærsla af Hamlet með tilbrigðinu að fá eða fá ekki eða taka við eða taka ekki við og krefjast eða gera ekki kröfu til.
Svo er komið fyrir íslenskri þjóð að hún hafnar því algjörlega að fólk fái eina og hálfa milljón í laun á mánuði en sú var tíðin að ýmsir höfðu gott betur og haft er fyrir satt að hin nýja stétt sjálftökuaðalsins í almennu hrunbönkunum og sparisjóðunum hafi jafnvel helmingi meiri laun á mánuði en það sem skammta átti Seðlabankastjóra. Ríkisstjórnin, alþingismenn og hneykslunarhellur fjölmiðlanna segja ekkert við því þó að það fólk sé með einum og öðrum hætti á vegum hennar.
Mér finnst allt í lagi að borga Seðlabankastjóra góð laun. Mér finnst líka að það eigi að gera þá kröfu til hans að skila árangri í starfi í samræmi við það. Það má ekki gleyma því að þessi svokölluðu ofurlaun Seðlabankastjóra eru ekki nema um 10% þeirra launa sem stjórnendur banka voru að fá þegar allt var talið, á þeim tíma þegar bankarnir sigldu í þrot.
Hvar er svo samræmið í málflutningnum um ofurlaunin.
3.5.2010 | 09:15
Skjaldborg um neyslulán
Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að slá upp skjaldborg um ákveðna tegund neyslulána með frumvarpi um lækkun höfuðstóls bílalána.
Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin ætlaði sér að slá upp skjaldborg um heimilin í landinu en nú hefur verið breytt um stefnu.
Íbúðareigendum er boðið upp á greiðsluaðlögun sem er hjálp í viðlögum við að komast hjá gjaldþroti og leigja íbúðirnar sem þeir missa á naðungaruppboðum. Það er skjaldborgin fyrir íbúðareigendur.
Áfram skal haldið verðtryggingunni sem hækkar höfuðstól verðtryggðu lánanna mánaðarlega þó að engin virðisauki sé í þjóðfélaginu. Verkalýðshreyfingin dásamar þetta kerfi sem er hengingaról um lífskjör launþega. Fjármálaráðherra dásamar það að við skulum hafa krónuna sem hefur rýrt launatekjur fólks og verðmæti eigna þess miðað við virði í helstu gjaldmiðlum um 80%. Þar við bætist gegndarlaus hækkun á nauðsynjavörum. Launin lækka hjá öllum nema Seðlabankastjóra
Er þetta það Nýja Ísland sem stefnt var að því að byggja upp.
1.5.2010 | 11:54
1.maí
Ástæða er til að óska launþegum til hamingju með daginn. Sú var tíðin að á 1. maí voru settar fram kröfur um betra kaup og kjör og framsæknar hugmyndir í þjóðfélagsmálum. Sú var líka tíðin að verkalýðsforustan hafði forgöngu um það ásamt Vinnuveitandasambandinu að koma Íslandi út úr því öngþveiti sem verðbólgueldurinn hafði valdið. Nú er öldin önnur.
Frá því að ríkisstjórnin tók við hafa verið stórfelldustu kjaraskerðingar launafólks sem um getur á síðustu áratugum. Kaupmáttur launa hefur hrunið. Laun hafa lækkað og galin verðtrygging hækka lán þó að engin veðmætaaukning sé í þjóðfélaginu önnur en útreiknuð í lánavísitölu launafólks.
Við þessar aðstæður mætti ætla að verkalýðshreyfingin léti í sér heyra og gerði kröfur um mannsæmandi lífskjör launþega og verðtryggingarokrinu yrði létt af launafólki. Svo merkilega vill til að svo er ekki. Helstu kröfur ASÍ varða rukkara, fullnustugerðir, gjaldþrot og greiðsluaðlögun fyrir fólk sem er í raun gjaldþrota. Einnig gerir ASÍ kröfur um að ríkið gangist fyrir mannaflsfrekum framkvæmdum og sprotafyrirtæki verði styrkt af almannafé.
Ekki er gerð krafa um bætt kjör. Ekki er gerð krafa um að lánaokrið sem fólkið í landinu býr við verði aflétt. Nei verkalýðsforustan er harðasti baráttuhópur fyrir verðtryggingu lána. Verkalýðsforustan er ekki að vinna fyrir hagsmuni launafólks í landinu í dag heldur gegn hagsmunum þess fólks sem hefur viljað brjótast áfram af eigin rammleik úr viðjum skulda og fátæktar. Skálaræður verkalýðsforustunnar í dag eru einskis virði. Ríkisstofnun í félagsmálaráðuneytinu gæti ekki unnið verr fyrir hagsmuni launafólks í landinu en verkalýðsforustan gerir um þessar mundir.
Það er kominn tími til þess að launafólk í landinu rísi upp og velti ónýtri forustu verkalýðshreyfingarinnar úr valdastólunum og móti eðlilega stefnu fyrir bætt kjör, gegn arðráni spillingu og vaxtaokri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 295
- Sl. sólarhring: 702
- Sl. viku: 4116
- Frá upphafi: 2427916
Annað
- Innlit í dag: 271
- Innlit sl. viku: 3807
- Gestir í dag: 263
- IP-tölur í dag: 252
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson