Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Talsmenn ranglætis

Aðstoðarbankastjóri Seðlabankans og forstjóri Fjármálaeftirlitsins boðuðu til blaðamannafundar í síðustu viku til að birta tilkynningu um það með hvaða löglausa hætti fjármálastofnanir ættu að innheimta ólögmæt gengislán. Úr hugarfylgsnum sínum tíndu þessir boðberar viðskiptaráðherra og ríkisstjórnarinnar hugmyndir um greiðslur neytenda af ólögmætum gengislánum.

Ekki væri gagnrýnisvert ef þessir sendiboðar ríkisstjórnarinnar færu að lögum og reglum í landinu en það gera þeir ekki. Þeir búa til viðmiðanir sem styðjast ekki við neitt annað en þeirra eigin hugarfóstur og fer raunar gegn leikreglum á lánamarkaði eins og sakir standa.

Talsmaður neytenda reynir þá að bæta aðeins úr og tínir annað hugarfóstur upp úr kolli sínum sem að vísu er hagstæðara lántakendum en er sama marki brennd og tilkynning tvíeykisins í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu að hún hefur enga lagalega skírskotun eða viðmiðun.

Staðreynd málsins er einföld. Lán í íslenskum krónum bundin gengisviðmiðun erlendra gjaldmiðla eru óheimil. Höfuðstóll lánanna er krónutalan sem tilgreind er á lánasamningnum að frádregnum innborgunum. Lánasamningurinn stendur að öðru leyti þar á meðal ákvæði um vexti. Þess vegna eiga fjármálastofnanir að gefa út greiðsluseðla í samræmi við dóm Hæstaréttar á grundvelli lánasamningsins þ.e. þeirra vaxta sem þar eru tilgreindir.

Lánasamningum gengisbundinna lána í íslenskum krónum hefur ekki verið vikið til hliðar nema hvað varðar ólögmætar breytingar á höfuðstól. Þess vegna er óskiljanlegt að aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og viðskiptaráðherra skuli mæla fyrir ólögmætum aðgerðum fjármálastofnana gagnvart skuldurum.

Hvað skyldu talsmenn norrænu velferðarstjórnarinnar þau Steingrímur og Jóhanna segja um þetta?

Stýrir Jóhanna núna velferðarstjórn fjármálafyrirtækjanna og erlendra kröfuhafa á kostnað fólksins í landinu? 

Það er athyglivert að þau Steingrímur og Jóhanna eru horfin úr umræðunni. En þau geta leyft sér það meðan kjölturakkar þeirra undir stjórn Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra boða löglausar aðgerðir fjármálafyrirtækja.


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 431
  • Sl. viku: 4236
  • Frá upphafi: 2449934

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 3947
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband