Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2010

Gylfi Magnússon verđur ađ segja af sér

Gylfi Magnússon sagđi Alţingi ekki satt um varđandi gengislánin ţegar hann svarađi fyrirspurn varđandi ţau á s.l. vetri.  Skýringar Gylfa eru ótrúverđugar.

Allir vita ađ svör viđ fyrirspurnum til ráđherra eru útbúin af starfsfólki viđkomandi ráđuneytis. Útilokađ er ađ lögfrćđingar ráđuneytisins hafi ekki komiđ ađ málinu. 

Ţó svo vćri ađ ráđherra hefđi svarađi án ţess ađ fá ađstođ úr ráđuneytinu ţá bar lögmönnum ráđuneytisins ađ gera ráđherra ađvart um ađ hann fćri međ rangt mál ţannig ađ hann gćti leiđrétt ţetta á Alţingi.

Jafnvel ţó Gylfi sé látinn njóta vafans ţá er útilokađ annađ en hann hafi komist ađ lögfrćđiáliti ţví sem Seđlabankinn hafđi fengiđ um máliđ og afstöđu yfirlögfrćđings Seđlabanka Íslands fljótlega eftir ađ hann svarađi fyrirspurninni á Alţingi. Honum bar ţá ţegar ađ gera Alţingi grein fyrir málinu.

Miđađ viđ svör Gylfa í gćr ţá verđur ekki annađ séđ en yfirlögfrćđingur ráđuneytisins og hann sjálfur hafi gjörsamlega brugđist í ţessu máli og Gylfi kemst ekki hjá ţví ađ axla ábyrgđ á ţví og segja af sér sem ráđherra.

Ţađ er svo annađ mál ađ mér finnst ólíklegt ađ sá yfirlögfrćđingur sem var í viđskiptaráđuneytinu á ţessum tíma hafi ekki gert ráđherra fullnćgjandi grein fyrir málinu. Hvađ sem ţví líđur ţá getur niđurstađan aldrei orđiđ önnur en ađ Gylfi Magnússon axli nú einu sinni ábyrgđ međ sama hćtti og hann hefur áđur krafist af öđrum.


Sigurbjörg stjórnsýslufrćđingur kveđur sér hljóđs

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufrćđingur sem gat sér einstakt orđ ţegar hún brigslađi ranglega ónefndum ráđherra á óróleikafundi í Háskólabíói um ađ vilja meina henni um málfrelsi. Eftir ţetta var hljótt um Sigurbjörgu ţangađ til Samfylkingin réđi hana án eđlilegs ráđningarferlis til starfa í Háskóla Íslands.

Skömmu síđar var hún ítrekađ kölluđ til sem sérfrćđingur af Samfylkingarfólki á fréttastofu RÚV,  til ađ gefa álit á málum sem hún hafđi enga sérfrćđiţekkingu á.  Eftir eitt slíkt rugl varđ aftur hljótt um Sigurbjörgu stjórnsýslufrćđing.

Nú sér Sigurbjörg stjórnsýslufrćđingur ástćđu til ađ láta ađ sér kveđa enn á ný. Henni er nóg bođiđ ţegar Jón Ásbergsson er ráđinn forstjóri Íslandsstofu, ţrátt fyrir ađ hann hafi yfirburđa ţekkingu og reynslu. Sigurbjörg stjórnsýslufrćđingur segir ađ ţessi ráđning beri ekki vott um góđa stjórnsýsluhćtti, en megi rekja til ţröngrar lagahyggju.

Óneitanlega er athyglivert ađ Sigurbjörg stjórnsýslufrćđingur skuli  gagnrýna mannaráđningar ţegar ţćr eru á faglegum grunni.  Ţá vekur athygli ađ Sigurbjörg stjórnsýslufrćđingur sagđi ekkert um  ráđningu félagsmálaráđherra í embćtti umbođsmanns skuldara á dögunum.  Henni fannst heldur ekkert viđ ráđningu hennar sjálfrar til starfa í Háskóla Íslands ađ athuga.

Ef til vill finnst Sigubjörgu stjórnsýslufrćđingi ađeins viđ ţćr stöđuveitingar ađ athuga ţegar flokksskírteini í Samfylkingunni eru ekki virt ofar öđrum verđleikum umsćkjenda.  Ţá er ţađ athyglivert ađ stjórnsýslufrćđingurinn skuli viđhafa ummćli sem benda til ţess ađ hún telji ađ ekki beri ađ fara ađ lögum viđ mannaráđningar  heldur önnur og óskilgreind atriđi.

Skyldi ţetta vera kennt í stjórnsýslufrćđi í Háskóla Íslands?


Og ríkisstjórnin situr um sinn

Ríkisstjórnin notar ítrekađ peninga skattborgaranna til ađ tryggja sér stuđning á Alţingi.  Nokkrir ţingmenn Vinstri grćnna sögđust ekki styđja stjórnina lengur nema hún eyddi tugum milljarđa í ađ ógilda samninga milli tveggja lögađila sem koma ríkisstjórninni ekkert viđ og heyra ekki sérstaklega undir bođvald hennar.  Til ađ kaupa stuđning ţessara ţingmanna var ákveđiđ ađ skipa nefnd á kostnađ skattgreiđenda. 

Friđunarnefndin var skipuđ í gćr. Kostnađur viđ nefndarstarfiđ greiđist úr ríkissjóđi. Vćntanlega hefur ţá allt falliđ í ljúfa löđ á kćrleiksheimili hinnar hreinu Vinstri stjórnar.  Hins vegar liggur ekki fyrir hvađ á ađ gera viđ nefndarálitiđ.

Óneitanlega er ţađ áleitin spurning hvađ kaup Steingríms og Jóhönnu á fylgi einstakra ţingmanna viđ ríkisstjórnina hafa kostađ skattgreiđendur. Ţá hljóta ađ vakna áleitnar spurningar um heimildir ríkisstjórnar til ađ kaupa sér meirihlutastuđning á Alţingi á kostnađ skattgreiđenda. Siđfrćđi kaupa á sannfćringu ţingmanna til stuđnings viđ ríkisstjórn er síđan mál sem e.t.v. ţarf ađ skipa nefnd til ađ kryfja.

Hafi ríkisstjórnin taliđ ađ vafi léki á lögmćti kaupa Magma á hlutum í HS Orku hefđi veriđ eđlilegt ađ hún aflađi sér lögfrćđilegs álits um ţađ atriđi. En ţađ er ekki viđfangsefniđ heldur ađ friđa órólegu deildina í Vinstri grćnum. Skyldu nefndarmenn í friđunarnefndinni gera sér grein fyrir ţessu?

Hvađ á svo ađ gera viđ nefndarálitiđ?


Uppreisn Alţingis?

Fréttamađur Bloomberg fréttastofunnar á Íslandi sá ástćđu til ţess ađ birta "ekki frétt" á fréttavefnum í gćr sem er til ţess fallin ađ skađa hagsmuni Íslands. Til ţess fćr hann sérstaka ađstođ Guđfríđar Lilju Grétarsdóttur ţingflokksformanns Vinstri grćnna.

Í  fréttinni er sagt ađ Alţingi geri uppreisn gegn ađstođ viđ banka og haft er eftir Guđfríđi Lilju ađ allt of miklum peningum hafi veriđ pumpađ inn í fjármálakerfiđ nú ţegar. Ţá er sagt ađ 34 ţingmenn muni greiđa atkvćđi gegn tillögu ríkisstjórnarinnar um ađ bjarga lánastofnunum. Inn í fréttina er síđan sett sú greining Moody´s um ađ lánshćfi Íslands yrđi hugsanlega fćrt niđur í ruslflokk.

Niđurstađa fréttarinnar er síđan sú međ tilvísun í ummćli forstjóra FME ađ Ísland gćti veriđ á leiđ inn í ađra fjármálakreppu međan Alţingi sé í fríi til 1. september. Ţá segir ađ áhćttan af öđru bankahruni ógni tilraunum Íslands til ađ byggja upp á nýjan leik samband viđ fjárfesta.

Ţeir sem trúa ţessari frétt geta ekki annađ en ályktađ sem svo ađ Ísland sé á leiđ í enn verri fjármálakreppu en nokkru sinni fyrr en Alţingi taki ţessum alvarlegu málum svo létt ađ ţar á bć séu menn bara í góđu fríi og meiri hluti ţingsins sé fyrirfram búinn ađ taka óábyga fyrirfram afstöđu til tillögu ríkisstjórnarinnar sem ţó liggur ekki fyrir.

Ţví miđur sér Guđfríđur Lilja ástćđu til ađ bullukollast viđ fréttamanninn Ómar Valdimarsson, en sá bullukollugangur gefur rangri frétt ákveđinn trúverđugleika fyrir ţá sem ekki ţekkja til.

En hvernig á ađ bregđast viđ?

Í fyrsta lagi hljóta forsćtis-fjármála- og viđskiptaráđherra ađ gefa út yfirlýsingar um íslenska fjármálamarkađinn af gefnu tilefni sem og Seđlabankastjóri og forstjóri FME.

Síđan vćri ţađ mikill mannsbragur af ţeim Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstćđisflokksins og Sigmundi Davíđ Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins ađ gefa út yfirlýsingar vegna fréttarinnar um ađ gćtt verđi íslenskra hagsmuna í hvívetna ţar međ taliđ hagsmuna íslenska fjármálakerfisins og ţví fari fjarri ađ Alţingi Íslands sé í uppreisn gegn ómótuđum hugmyndum ríkisstjórnar um hugsanlega ađstođ viđ lánastofnanir ef svo fćri ađ ef til vill kćmi til ţess ađ Alţingi ţyrfti ađ fjalla um máliđ.

Stađreynd málsins er nefnilega sú ađ fréttin fjallar um uppreisn Alţingis gegn tillögu sem ekki er til vegna atburđa sem ekki hafa orđiđ.  

Ţrátt fyrir ţađ ađ ţessi vonda ekki frétt sé jafn fáránleg og hún er í raunveruleikanum ţá verđur ađ bregđast viđ henni vegna ţess vantrausts sem er ríkjandi í ţjóđfélaginu á fjármálastofnunum og Alţingi.  


« Fyrri síđa

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 346
  • Sl. sólarhring: 870
  • Sl. viku: 3576
  • Frá upphafi: 2559944

Annađ

  • Innlit í dag: 316
  • Innlit sl. viku: 3364
  • Gestir í dag: 310
  • IP-tölur í dag: 302

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband