Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2011

Réttlćtiđ í nefnd

Fólk mótmćlir verđtrygginarráninu og lánaokrinu. Loksins hefur forsćtisráđherra áttađ sig á ţví ađ mótmćlin viđ Alţingishúsiđ snúast um ţađ.  Fyrir ári  ţegar hún áttađi sig á ţví sama setti hún máliđ í nefnd. Niđurstađan varđ engin. Nú býđur forsćtisráđherra enn upp á nefndina.

Réttlćti felst ekki í ţví ađ setja óréttlćtiđ ítrekađ  í nefnd. Ţess vegna var ţađ rétt afstađa Hagsmunasamtaka heimilanna ađ segja nei takk viđ bođi um ađ taka ţátt í friđţćgingar nefndarstarfi forsćtisráđherra.

Réttlćtiđ felst í pólitískri stefnumörkun. Sú stefnumörkun snýst um ađ íslenskir neytendur fái sömu lánakjör og neytendur á hinum Norđurlöndunum. Sérkennilegt ađ ţetta skuli vefjast fyrir Norrćnu velferđarstjórninni.

Réttlćtiđ fellst líka í ţví ađ ránsfeng innistćđulausrar höfuđstólshćkkana verđtryggđu lánanna verđi skilađ til baka og höfuđstólarnir endurreiknađir miđađ viđ 1.10.2008.

Ţađ er ţetta sem ţarf ađ gera hvorki meira né minna. Máliđ snýst um réttlćti og sanngirni.

Jóhanna Sigurđardóttir minnir mig á dönsku drottninguna sem bađ ráđgjafa sinn um ađ frćđa sig um sósíalisma og hann sagđi henni ađ margt fólk vćri óánćgt međ ađ hafa lítiđ ađ borđa og fátćkt. Ţá sagđi danska drottningin. "Hvílík vanţakklćti og viđ sem höfum gefiđ ţeim Tívolí." 


Hlutdrćg fréttastofa RÚV

Eftir bankahrun 2008 auglýsti fréttastofa RÚV dyggilega öll fyrirhuguđ mótmćli og var iđulega komin međ tökuliđ sjónvarps á vettvang á undan óeirđarseggjum sem komu bođskap sínum venjulega á framfćri međ valdbeitingu.  Ríkissjónvarpiđ gerđi vel og dyggilega grein fyrir útifundum sem haldnir voru á Austurvelli haustiđ 2008 og fram ađ kosningum 2009. Jafnvel var um beinar útsendingar ađ rćđa. Ţá töldu fréttamenn á ţeim tíma fjöld mótmćlenda vera mun meiri en raun bar vitni.

Annađ var athyglivert viđ störf fréttastofu RÚV haustiđ 2008 og fram á  2009, ađ fréttamenn RÚV sóttu í valdbeitingu mótmćlenda og greindu frá ţví í fréttum eins og hér vćri um sjálfsagđa og eđlilega hluti ađ rćđa jafnvel ţó ađ veist vćri međ ofbeldi ađ ráđherrum og ţingmönnum.

Nú hefur fréttastofa RÚV breytt um áherslur enda komin önnur ríkisstjórn og ţóknanlegri stjórnmálaflokkar sem ađ henni standa en var áriđ 2008. Nú gerir fréttastofa RÚV lítiđ  úr mótmćlum og segir ađ mun fćrri hafi mótmćlt en raunin er. Nú auglýsir RÚV ekki mótmćlafundi fyrirfram hvađ ţá ađ tökuliđ RÚV sjónvarpsins sé mćtt tímanlega á stađinn eins og var 2008.

Hvađ skildi valda ţessum viđsnúningi á fréttamati  RÚV? 


Enn skilja Jóhanna og Steingrímur ekkert

Friđsöm mótmćli voru viđ Alţingishúsiđ ţegar Jóhanna Sigurđardóttir flutti stefnurćđu ríkisstjórnarinnar. Hvorki hún né međreiđarsveinn hennar hann Steingrímur átta sig á hverju fólk er fyrst og fremst ađ mótmćla.

Ţessi mótmćli voru sjálfsprottin ađ ţví leyti ađ enginn hópur eđa samtök bođuđu til mótmćlanna. Ţeir einu sem mćltu međ ţví ađ fólk mćtti og mótmćltu hvöttu fólk til ađ mótmćla verđtryggingunni og okri á neytendur.  Um ţađ snérust mótmćlin. Ađ sjálfsögđu skildu Jóhanna og Steingrímur ţađ ekki. Af ţví er ljóst ađ ţađ ţarf heldur betur ađ grípa til kröftugri ađgerđa til ađ ţau átti sig á ţví ađ fólk krefst réttlćtis og sambćrilegra kjara og fólk hefur í nágrannalöndunum einkum í lánamálum.

Nćst ţarf ađ efna til friđsamlegra mótmćla á skrifstofum ASÍ og Eflíngar til ađ mótmćla svikum verkalýđsrekendanna viđ umbjóđendur sína. Ţar sitja skriffinnar sem berjast fyrir verđtryggingu og lánaokri.

En átti ţau Jóhanna og Steingrímur sig ekki á kalli friđsamra mótmćlenda ţá ţarf greinilega ađ gefa ţeim sterkara međal.


Nú er nauđsyn

Viđ stefnurćđu forsćtisráđherra í fyrra mótmćltu ţúsundir á Austurvelli lánaokrinu og getuleysi stjórnvalda. Jóhanna varđ hrćdd og skipađi nefnd og ţegar nefndin tók jóđsótt fćddist lítil mús, sem engu máli skiptir fyrir skuldastöđu heimilanna.

Ţjófnađurinn í gegn um verđtrygginguna heldur áfram og lánin hćkka og hćkka ţrátt fyrir ađ ţjóđarframleiđsla dragist saman. Vilhjálmur Birgisson verkalýđsleiđtogi á Akranesi sagđi á Bylgjunni í morgun ađ höfuđstóll ţeirra hefđi hćkkađ um 70 milljarđa á síđasta ári. Ţađ er álíka og nettóverđmćti sjávarafla af Íslandsmiđum á einu ári.  Sá samanburđur sýnir hversu gegndarlaust verđtryggingarrániđ er.

Á sama tíma og raunverđ fasteigna hefur hruniđ og lćkkađ miđađ viđ Evru eđa Bandaríkjadal um 70% frá 2008 ţá hefur höfuđstóll verđtryggđu lánanna hćkkađ og hćkkađ. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til ađ bregđast viđ ţessu.  Ekki er lengur hćgt ađ una viđ slíkt ađgerđarleysi.

Í fjárlagafrumvarpi Steingríms J. Sigfússonar er gert fyrir hćkkun ákveđinna neysluskatta sem munu enn auka verđbólguna og hćkka höfuđstól verđtryggđu lánanna. Ţjófur verđtryggingarinnar mun stela síđustu krónunni sem ţú átt í húsinu eđa íbúđinni ţinni.

Leo Tolstoy sagđi ađ ţađ ţjóđfélag ţar sem ekki vćri gćtt réttlćtis fengi ekki stađist. Íslenska ţjóđfélag lánaokursins fćr ekki stađist. Í ţví efni verđur réttlćtiđ ađ ná fram ađ ganga. Íslenskir neytendur verđa ađ njóta sömu lánakjara og eru á hinum Norđurlöndunum.  Ţađ verđur líka ađ skila ránsfeng verđtryggingarinnar frá hruni til ţessa dags og taka verđtrygginguna úr sambandi ţegar í stađ.  Ekkert minna dugar.

Nú verđum viđ ađ sameinast um ađ mótmćla óréttlćti lánaokursins og standa saman og berjast hvar sem viđ getum. Í kvöld gefst gott tćkifćri til ađ láta stjórnvöld heyra ađ okkur er alvara. Viđ ćtlum ađ ná fram réttlćti. Viđ ćtlum ađ eiga framtíđ međ virđingu og reisn. Viđ ćtlum ađ víkja burtu lánaokri og sérhagsmunagćslu.

Stöndum saman. Mćtum kl. hálfátta í kvöld á Austurvöll og sýnum samstöđu gegn verđtryggingu og okri. Mótmćlum friđsamlega og af  festu. 

Sýnum samstöđu gegn verđtryggingarofbeldinu. 


Sjáandi sjá ţau ekki

Ţađ er einstakt ađ ţegar fólk mótmćlir verđtryggingu og lánaokri viđ ţingsetningu, ađ ţá skuli hvorki forsćtisráđherra né fjármálaráđherra skilja hverju veriđ er ađ mótmćla.

Hagsmunasamtök heimilanna stóđ fyrir mótmćlastöđu viđ ţingsetningu og krafđist ţess réttlćtis ađ íslenskir neytendur ćttu kost á sömu lánakjörum og neytendur í nágrannalöndum okkar. Sumir kröfđust líka ađ ránsfeng verđtryggingar frá hruni til dagsins í dag verđi skilađ. Ţetta voru kröfur mótmćlenda.

Allt eru ţetta eđlilegar og sjálfsagđar kröfur og raunar forsenda ţjóđarsáttar og framfara.

En forsćtisráđherra og fjármálaráđherra neita ađ horfast í augu viđ ţetta og ţegar ţau tjáđu sig um mótmćlin ţá annađ hvort vissu ţau ekki hverjar kröfur mótmćlenda voru eđa ţóttust ekki vita ţađ og ummćli ţeirra viđ spurningu fréttamanna voru gjörsamlega út í bláinn miđađ viđ ţađ tilefni sem um var ađ rćđa og ţćr spurningar sem ađ ţeim var beint.

Hvađ ţarf ađ gera til ađ Jóhanna Sigurđardóttir og Steingrímur J. Sigfússon skilji sinn vitjunartíma. Ţau neita ađ horfast í augu viđ ţađ sem ritađ er á vegginn ađ ţau eru veginn og léttvćg fundin.


« Fyrri síđa

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 272
  • Sl. sólarhring: 770
  • Sl. viku: 4093
  • Frá upphafi: 2427893

Annađ

  • Innlit í dag: 253
  • Innlit sl. viku: 3789
  • Gestir í dag: 248
  • IP-tölur í dag: 237

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband