Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Pólitísk ákæra birt í fjölmiðlum

Saksóknari í pólitísku ákærumáli meiri hluta alþingismanna gegn Geir Haarde sýndi fyrrverandi forsætisráðherra þá dæmafáu ókurteisi að kynna ákæru og málsskjöl í fjölmiðlum 365 miðla í gær. Þá fannst saksóknaranum viðeigandi að fjalla um málið í fréttatíma í dag.

Það háttalag ákæruvalds að birta ákærur í fjölmiðlum áður en ákæra er birt kærða er ámælisverð. Þess eru fá dæmi að þannig hafi verið staðið að málum hér á landi.  Eðlilegt er að spurt sé hvaða hvatir liggja að baki því að sýna fyrrverandi forsætisráðherra jafn dæmafáa ókurteisi. Ef til vill telur saksónarinn það eðlilegt miðað við það hvernig til málsins er stofnað af hálfu meiri hluta Alþingis.´

Þeim mun meiri upplýsingar sem koma um bankahrunið og aðdraganda þess, kemur betur og betur í ljós að stjórnmálamenn eins og Geir Haarde gátu ekki komið í veg fyrir það.  Þá liggur líka fyrir að aðgerðir og/eða aðgerðarleysi stjórnmálamanna hafði afar lítið með bankahrunið að gera.

Auk heldur Þá liggur nú fyrir að ríkisstjórn Geirs Haarde og þær stofnanir ríkisins sem höfðu með málið að gera brugðust rétt við vandanum  vegna bankahrunsins.   

Ákæra á hendur Geir Haarde er því byggð á fölskum forsendum. Aldrei var nein forsenda til að ákæra Geir nema þá á grundvelli þeirra pólitísku kennisetninga og stórasannleiks sem Atli Gíslason og aðrir þingmenn hafa að leiðarljósi sem greiddu atakvæði með ákæru.

Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur Geir bera mikla ábyrgð og þeirra er skömmin. Í fyrsta lagi standa þeir fyrir því að saklaus maður er ákærður með öllum þeim erfiðleikum og leiðindum sem það veldur honum. Í öðru lagi þá stórskaða þeir orðstír Íslands erlendis og í þriðja lagi þá fara þeir út á braut pólitískra ofsókna gegn pólitískum andstæðingi. Þegar út á slíka braut er farið geta menn ekki sagt fyrir um hvar hún muni enda.

Skömm þeirra þingmanna sem stóðu að ákæru á hendur Geir Haarde er mikil. Vel væri við hæfi að ramma inn nöfn þeirra þingmanna sem stóðu að þessari pólitísku ákæru. Vinnubrögð saksóknarans eru e.t.v. í stíl við þann fáránleika sem allt þetta mál er.

 

 


Sérstakur saksóknari

Nú eru rúm 2 ár frá því að Sérstakur saksóknari tók til starfa. Hlaðið hefur verið undir embættið m.a. með gríðarlegum fjárframlögum og fjölmennu starfsliði.

Enn hefur samt ekkert gerst í málum sem varða bankahrunið.

Er ekki kominn tími til að Sérstakur saksóknari geri þjóðinni grein fyrir hvað hann er að gera?


Verkalýðshreyfing í vanda

Verkalýðshreyfingin er í meiri vanda nú en nokkru sinni fyrr á þessum baráttudegi verkalýðsins. Það þarf því ekki að koma á óvart að hópur félagsmanna sendi forustumönnum ASÍ tóninn.

Verkalýðshreyfingin heldur uppi varðstöðu um hagsmuni fjármagnseigenda.

Verkalýðshreyfingin ver verstu lánakjör sem almenningi er boðið upp á  í Evrópu.

Verkalýðshreyfingin sættir sig við að skattastefna ríkisins leggi þær byrðar á atvinnurekendur m.a. með stórhækkuðu tryggngargjaldi af hverjum starfsmanni að atvinnuleysi eykst.

Verkalýðshreyfingin virðist ekki átta sig á hvar hagsmunir umbjóðendanna liggja og ætlar sér að semja um hækkun í  krónum sem verða teknar af fólkinu  og rúmlega það  með sköttum verðhækkunum og hækkaðri lánskjaravísitölu.

Vekalýðshreyfingin hefur sætt sig við mestu kjararýrnun launafólks hér á landi í Evrópu siðast liðin 3 ár vegna þess að hún telur nauðsynlegt að styðja við bakið á ríkisstjórninni- eða er einhver önnur ástæða?

Verkalýðshreyfingin er föst í hugmyndafræðinni um lífeyrissjóðina sem hefur fært henni og atvinnurekendum völd, en um leið gert verkalýðshreyfinguna að mesta fjármagnseiganda í þjóðféalginu og tannlausu tígrisdýri í kjarabaráttunni.

Verkalýðshreyfingin hefur sætt sig við að bætur geti verið hærri en lægstu launatekjur.

Nú þegar verkalýðshreyfingin þarf að sýnast fyrir fólkinu sínu og segist stefna í verkfall eftir mánuð þá mættu menn þar á bæ og líka hjá Samtökum atvinnulífsins athuga það að þeir eru  málsvarar innan við helming launafólks og minna en helmings atvinnufyrirtækja.

Auk þess mættu þeir hjá ASÍ gera sér grein fyrir að launakjörin sem þeir eru að tala um að ná fram í samningum  hafa þegar verið afgreidd og rúmlega það til launafólks hjá alvöru fyrirtækjum.

Ábyrg og virk verkalýðshreyfing er þjóðfélagslega mikilvæg en hugmyndafræðilega stöðnuð verkalýðshreyfing er skaðleg bæði umbjóðendum sínum og þjóðfélaginu í heild.  

Verkalýðsforingjarnir ættu að huga að raunverulegum langtíma- og skammtímahagsmunum vinnandi fólks þegar froðan sjatnar í kampavínsglösum hátíðardagsins. 


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 293
  • Sl. sólarhring: 707
  • Sl. viku: 4114
  • Frá upphafi: 2427914

Annað

  • Innlit í dag: 269
  • Innlit sl. viku: 3805
  • Gestir í dag: 261
  • IP-tölur í dag: 250

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband