Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
30.9.2011 | 10:16
Þingsetning og mótmæli
Í lýðræðisríki er mikilvægt að borgararnir beri virðingu fyrir þeim stofnunum sem fara með lýðræðislegt vald. Það á við m.a. um Alþingi, ríkisstjórn, dómstóla og lögreglu.
Setning Alþingis er hátíðleg stund, sem markar nýtt upphaf mikilvægustu stofnunar íslensks lýðræðis. Við borgarar þessa lands eigum að sýna þessari stund virðingu sem og Alþingi. Mótmæli og aðsókn að alþingismönnum við það tækifæri er óhæfa. Þess vegna eiga þeir sem vilja fylgjast með þingsetingunni að gera það af virðuleika í samræmi við þá hátíðarstund sem þingsetningin er.
Öðru máli gegnir um það þegar forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi þá er mörkuð stefna ríkisstjórnar sem að eðlilegt er að bæði alþingismenn sem og almennir borgarar segi skoðun sína á þess vegna með friðsamlegum mótmælum ef svo ber undir.
Ég hef hvatt fólk til að mæta við Alþingishúsið þegar forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína til að mótmæla því óréttlæti sem íslenskir borgarar eru beittir með verðtryggingu lána. Krafan er að við njótum sambærilegra lánakjara og fólk í nágrannalöndum okkar í lánamálum og hvað varðar verðlag í landinu. Það er eðlilegt að við sýnum þeim sem hafa verið kjörnir til að gæta almannahagsmuna að þeir eru ekki að standa sig. Þar kemur ríkisstjórnin númer eitt. Þess vegna á að mótmæla við stefnuræðu forsætisráðherra.
En það þarf einnig að sýna þeim sem hafa verið kjörnir fulltrúar alþýðu manna í verkalýðsfélögum og ASÍ að þeirra þáttur er ósæmileg og andstæð hagsmunum umbjóðenda þeirra. Verkalýðshreyfingin á Íslandi ber umfram aðra ábyrgð á því lánaokri sem almenningur í landinu hefur þurft að sæta og sætir. Er ekki kominn tími til að það fólk verði kallað til ábyrgðar ekkert síður en stjórnmálamennirnir?
29.9.2011 | 13:24
Menntakefi í molum
Fjórðungur eða 25 af hverjum 100 fimmtán ára stráka geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt frétt í Fréttablaðinu.
Þetta þýðir að skólakerfið hefur gjörsamlega brugðist. Lestrarkunnátta er forsenda þess að fólk geti stundað skólanám af einhverju viti.
Nú er það svo að við höfum eitt dýrasta skólakerfi í heimi, en samt bregst það svona gjörsamlega í helsta grundvallaratriðinu. Af hverju er þetta? Eru kennararnir ekki starfi sínu vaxnir? Virkar menntakerfið ekki? Hvað er að. Það er útilokað annað en að fá svör við því og það strax.
Forsenda framfarasóknar þjóðar er m.a. sú að fólk kunni að lesa og skrifa. Þegar það kemur í ljós að einn af hverjum fjórum drengjum sem eru búnir með skólaskylduna kunna ekki að lesa þá er ljóst að menntakerfið er í molum.
Hvað ætlar menntamálaráðherra að gera í því?
27.9.2011 | 11:47
Af hverju hafa konur lægri laun en karlar?
Hvar sem er í heiminum er launamunur milli karla og kvenna. Ekki skiptir máli hvers konar þjóðfélög er um að ræða. Á heimsvísu hafa konur lægri laun en karlar svo munar 10-30%. Þetta vekur athygli vegna þess að ætla má að eftir því sem þjóðfélög þróast og menntun kvenna verður betri þá ætti launamunur kynjanna að minnka en svo er ekki.
Þetta er merkilegt m.a. vegna þess að í ríkum löndum starfa hlutfallslega fleiri hjá hinu opinbera þar sem launamunur kynjanna er almennt minnstur en samt sem áður kemur það fyrir ekki launamunur eftir kyni er umtalsverður.
Þrátt fyrir að minna sé um erfiðisvinnu þar sem reynir á líkamlegan styrk þá raðast kynin hvar sem er í heiminum í ákveðin og sambærileg störf og þar skiptir engu máli hverjar þjóðartekjurnar eru.
Í grein í Economist 24.4.s.l. er fjallað um þetta og velt fyrir sér ástæðum þessa kynbundna launamunar og þeir sem hafa áhuga á málinu ættu að kynna sér skrifin þar, en meginástæðuna fyrir því að konur eru í láglaunastörfum segir Alþjóðabankinn að sé vegna þess að konur stjórni ekki tíma sínum eins og karlar. Á Ítalíu og Austurríki t.d. þá eyða konur þrisvar sinnum lengri tíma í húsverk og barnapössun en karlar. Í mörgum fátækari löndum þá eyða þær mun lengri tíma í þessa vinnu.
Eitt kemur þó sérstaklega á óvart en það er að í landi kvenfrelsisins Svíþjóð og kvennakúgunarinnar, Pakistan eyða karlar í báðum löndum álíka tíma í heimilisstörf. Sérkennilegt?????
Það að konur eyða svona miklu meiri tíma en karlar í heimilisstörf og barnauppeldi takmarkar það möguleika kvenna til starfsvals og þær þurfa frekar að vinna hlutastörf.
Það er athyglivert að skoða þetta og það vekur upp spurningar miðað við herferð VR varðandi þessi mál hvernig er þessu fyrirkomið hér á landi hve miklum tíma eyða kynin í heimilsstörf og barnauppeldi t.d. og einnig hvort auglýsingaherferð VR er ekki byggð á röngum forsendum.
Þá er spurningin hvort að áherslur femínista og kvennahreyfinga hafi ekki verið á röngum forsendum og það þurfi aðra hluti en útgjöld skattgreiðenda t.d. vegna fæðingarorlofs sem átti að mati femínista að draga úr launamun, sem ekki varð, til að tryggja raunverulega jafnstöðu karla og kvenna í launamálum.
26.9.2011 | 10:05
Ekki hnattræn hlýnun segir Nóbelsverðlaunahafi
Ivar Giaever prófessor og Nóbelsverðlaunahafi hefur sagt sig úr alþjóðlegu vísindaráði (American Physical Society) til að mótmæla staðhæfingum þess um hnattræna hlýnun. Prófessorinn sem vann Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 1973 segir að hnattræn hlýnun hafi orðið að nýjum trúarbrögðum í heiminum.
Prófessorinn sem á sínum tíma studdi Obama til að verða forseti hefur síðan gagnrýnt stefnu hans varðandi hnattræna hlýnun og segir að allt of mikið sé gert úr málinu og loftslag hafi verið einstaklega stöðugt í síðustu 150 ár.
Vísindaráðið sem prófessorinn sagði sig úr harmar úrsögn hans og segir hana byggða á misskilningi.
En er það ekki þannig að vísindasamfélagið hefur fengið billjónir á billjónir ofan frá stjórnmálamönnum sem trúa á hnattræna hlýnun af mannavöldum og dansa eftir þeim pípum og búa til vísindalegar niðurstöður í samræmi við það.
Því miður er háskóla- og vísindasamfélaginu í dag lítt treystandi og mætti minna á það hvernig viðskipta- og hagfræðideildir háskólanna íslensku dönsuðu eftir bumbum banka og útrásarvíkinga fram að bankahruni.
En sem betur fer eru enn til heiðarlegir vísindamenn sem neita að fórna heiðri sínum sem vísindamenn.
25.9.2011 | 10:41
Gullið hans Gordons Brown
Það vitlausasta af mörgu vitlausu sem Gordon Brown gerði á ferli sínum sem ráðherra í Bretlandi, var að ákveða 1998 að tvöfalda ríkisútgjöld Bretlands á 10 árum. Þess vegna þarf breska ríkið að fá lánaðar þrjár billjónir enskra punda á viku til að standa undir hallarekstri ríkisins.
Hér heima þarf Steingrímur J að fá lánaðar 20 krónur af hverjum 100 sem ríkið eyðir þrátt fyrir að hér væri engin Gordon Brown og engin ákvörðun tekin um að auka ríkisútgjöldin nema þegar Samfylkingin fór í ríkisstjórn 2007 og ríkisútgjöldin jukust á einu ári um 22%, sem er einstakt afrek í rugli.
Bretar muna að Gordon Brown ákvað árið 1995 að selja tæp 400 tonn af gullforða Breta. Þetta tala menn um sem ruglið í Brown, en miðað við hækkun á gullverði þá hefur ríkissjóður Breta tapað 11 billjón punda á þessari vitlausu ákvörðun Gordon Brown.
Fólk skilur að það var reginfirra hjá Brown að selja gullið, en það er samt bara brot af því bulli sem aukin ríkisútgjöldin kosta. Í Ágúst s.l. þurfti breska ríkið að fá 16 billjónir að láni vegna ríkisútgjalda umfram tekjur. Vitlausa gullsalan hans Brown er skiptimynt miðað við vitleysu aukinna ríkisútgjalda.
Vitlausar ákvarðanir stjórnmálamanna lenda alltaf fyrr eða síðar á fólkinu. Pólitík er nefnilega ekkert grín heldur fúlasta alvara.
10.9.2011 | 13:57
Landið sem rís ekki
Frá hruni fyrir tæpum 3 árum hefur verið stanslaus samdráttur þjóðarframleiðslu. Við erum eina landið í Evrópu þar sem slíkur samdráttur er.
Samdráttur í þjóðarframleiðslu þýðir að það er minna sem við gerum og minni verðmæti sem við framleiðum. Allt minnkar nema ríkisútgjöldin og verðtryggðu lánin. En það eru minni tekjur til að standa undir þessu.
Tölurnar segja hins vegar allt annað því miður en það sem Jóhanna og Steingrímur halda fram. Þau eru ánægð yfir að útskrifast úr skóla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins án þess að starfsfólk þess góða sjóðs, sem er kurteist fólk, hreyti í þau ónotum.
Það grafalvarlegt að kreppan skuli stöðugt vera að dýpka. Samdráttur var fyrirsjáanlegur við bankahrun, en fáa óraði fyrir að hann yrði jafn mikill og langur og raunin er.
Forgangsatriði er að komast út úr kreppunni. Stjórnmálastéttin hefur ekki áttað sig á því. Þess vegna er almenningur fullur tortryggni og treystir stjórnmálamönnum og flokkum illa. Mest er stjörnuhrapið hjá Steingrími J., en um 6% aðspurðra í nýlegri skoðanakönnun sögðust geta hugsað sér að kjósa Vinstri græna.
9.9.2011 | 10:02
Lítið álit á Íslendingum
Ég kláraði í gærkvöldi að lesa bókl Alistair Darling, "Back from the Brink". Bókin fjallar aðallega um aðdraganda bankahrunsins og efnahagserfiðleikanna árið 2008 og þar víkur hann á nokkrum stöðum að Íslandi og samskiptum sínum við íslenska ráðamenn. Það eru þó ekki merkilegustu atriðin í bókinni heldur saga hans af aðdraganda efnahagsfárviðrisins haustið 2008.
Fundur Björgvins G. Sigurðssonar og Jóns Sigurðssonar fyrrum ráðherra og bankastjóra NIB og Seðlabankans og formanns stjórnar FME og stjórnarmanns í Seðlabankanum, fór greinilega í taugarnar á Darling. Af ummælum hans að dæma virðist þessi fundur hafa verið illa undirbúinn af hálfu íslenskra ráðamanna og Darling fær það á tilfinninguna að ekki sé verið að segja sér satt.
Darling gefur ekki haldbæra skýringu á beitingu hryðjuverkalaganna gagnvart Íslandi en segir eingöngu að þar hafi verið nauðsynlegt að gæta hagsmuna breskra sparifjáreigenda vegna útstreymis af Edge og Icesave reikningunum. Hann rekur viðtal sitt við forsætisráðherra vegna útstreymist af Icesave reikningunum og virðist þá vera kominn í það skap að taka öllu sem íslenskir ráðamenn segja með tortryggni og jafnvel snúa eðlilegum spurningum um upplýsingar á hvolf.
Það kemur ítrekað fram að Darling telur íslensku bankana í Bretlandi ekki stórmál og um Ísland og málefni þess og það sem því við kemur í bankastarfsemi er fjallað í heild á um þremur blaðsíðum í bókinni það er nú ekki meira. En þar kemur fram eftir því sem ég sé óvild og hroki gagnvart Íslandi og íslendingum. Enda eins og hann segir þá er þetta land með íbúafjölda eins og Wolverhampton á Bretlandi eins og fyrrum fjármálaráðherra Breta segir.
Mér fannst athyglivert þegar Darling segir: Enginn sá bankahrunið fyrir þó margir haldi því fram að þeir hafi gert það. Engin hefur fundið þeim orðum sínum stað.
6.9.2011 | 10:33
Geir, Mubarak og Chirac
Það var nöturlegt að horfa á það á erlendum sjónvarpsstöðvum í gær þegar sýnt var frá réttarhöldum yfir þrem fyrrum forustumönnum þjóða sinna þeim Geir H. Haarde, Chirac fyrrum Frakklandsforseta og Mubarak fyrrum forseta Egyptalands.
Erlendu sjónvarpsstöðvarnar gerðu málaferlunum yfir þessum fyrrum þjóðarleiðtogum mjög takmörkuð skil, þannig að sjónvarpsáhorfandinn var ekki nema örlitlu nær um hvaða sakargiftir voru bornar á þessa menn. Þó kom fram að Mubarak væri sakaður um mjög alvarlega glæpi m.a. morð og samsæri. Chirac var sakaður um að hafa sem borgarstjóri í París búið til störf sem aldrei voru til nema á pappírnum, en borgað fyrir.
Varðandi Geir H. Haarde þá var sagt að hann væri sakaður um að bera ábyrgð á fjármálahruni á Íslandi og á einni sjónvarpsstöð a.m.k. var sagt að fjöldi annarra mundi vera ákærður vegna glæpa í sambandi við fjármálahrunið, ekki veit ég hvaðan sú fréttastofa hafði þær upplýsingar.
Óneitanlega opniberaðist vel í þessu samhengi nöturleiki pólitísku réttarhaldana yfir Geir Haarde. Pólitíska ákæran gegn honum er til fyrir Alþingi og þá sem með málið fara. Mannorð Geirs H. Haarde er eyðilagt á alþjóðavettvangi sbr. umfjöllun sjónvarpsstöðvanna í gær og álit Íslands bíður líka hnekki.
Þetta eru afleiðingarnar af ómálefnalegri hatursherferð Vinstri Grænna og taglhnýtinga þeirra í Samfylkingunni sem sköpuðu landsdómsmeirihlutann á Alþingi. Væri þessi sami meirihluti samkvæmur sjálfum sér ætti hann nú þegar að vera búinn að ákæra þá Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra fyrir raunverulegar sakir sem liggja fyrir en ekki tilbúin hugarfóstur eins og um er að ræða í ákærunni gagnvart Geir H. Haarde.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 18
- Sl. sólarhring: 429
- Sl. viku: 4234
- Frá upphafi: 2449932
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 3945
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson