Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
17.9.2012 | 12:56
Obama, Baroso og Google
Hvað skyldu Barack Obama Bandaríkjaforseti, José Baroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og leitarvefurinn Google eiga sameiginlegt?
Að hvika fyrir kröfum Íslamista um takmörkun á skoðana- og tjáningarfrelsi.
Obama biðst afsökunar á því að það skuli vera tjáningarfrelsi í Bandaríkjunum sem felst m.a. í því að menn mega gera lélegar kvikmyndir án þess að Bandaríkjaforseti biðjist almennt afsökunar. Auk þess hefur framleiðandi umræddrar kvikmyndar verið handtekinn.
Gamli Maoistinn og kommúnistaleiðtoginn Baroso hefur sennilega aldrei skilið mikilvægi tjáningarfrelsis. Það þvælist ekki fyrir honum að beygja sig í duftið fyrir óeirðaröflum Íslamista og biðjast afsökunar á bandarískri kvikmynd eins og honum komi hún eitthvað við.
Samskipta- og upplýsingavefurinn Google samþykkir að láta undan kröfum Íslamista og takmarka upplýsingastreymi að kröfu þeirra.
Skelfing er þetta lið ómerkilegt.
Þegar Danir máttu þola aðsókn og viðskiptaþvinganir vegna mynda sem birtust af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum þá sagði þáverandi forsætisráðherra að í Danmörku væri tjáningarfelsi og honum hvorki kæmi við né hefði með það að gera hvað fólk skrifaði. Smáríkið Danmörk mátti þola mótmæli Íslamista en kiknaði ekki í hnjáliðunum eins og Obama og Baroso gera nú og Google ef það hefur þá.
Fyrir 23 árum var breska skáldið Salman Rushdie dæmdur til dauða af Írönskum stjórnvöldum fyrir að skrifa bókina "Söngvar Satans" Nú hefur þessi dómur Khomeni erkiklerks verið staðfestur vegna myndarinnar "The Innocence of Muslims".
Hassan Sanei erkiklerkur í Íran segir að hefði dauðadómnum yfir Rushdie verið framfylgt þá hefði síðari móðganir eins og teikningar, blaðagreinar og kvikmyndir aldrei orðið til. Til þess að koma í veg fyrir að fólk leyfi sér mál- og skoðanafrelsi þegar Múhameðstrú er annars vegar hafa verðlaun fyrir að myrða Salman Rushdie verið hækkuð í 3.3.milljónir Bandaríkjadala.
Tilgangur Íslamistanna er augljós. Að hræða fólk frá því að setja fram skoðanir sem þeim er ekki að skapi. Útiloka tjáningarfrelsi í raun. Mikið eiga þeir gott að eiga jafn öfluga bandamenn og Obama og Baroso.
Að sama skapi er það íhugunarefni fyrir unnendur mannréttinda að svo illa skuli komið fyrir okkur að forustumenn í Evrópu og Bandaríkjunum skuli ekki skilja mikilvægi þess að gefa ekki afslátt á mannréttindum.
Mannréttindi eru algild. Baráttan fyrir þeim endar aldrei.
14.9.2012 | 10:23
Hæfir og vanhæfir dómarar
Per Christiansen norskur dómari við EFTA dómstólinn hefur ákveððið að víkja sæti í ICESAVE málinu vegna vanhæfis. Per telur ekki sæma að sitja í dómnum vegna þess að hann skrifaði blaðagrein um málið. Á sama tíma og Per víkur sæti ákveður Páll Hreinsson dómari við sama dómstól að sitja sem fastast og dæma um ICESAVE þó að hann hafi skrifað um 100 blaðsíður um málið.
Markmið með hæfisreglum er að tryggja hlutleysi og traust á málsmeðferð dómstóls. Þær miða að því að koma í veg fyrir að þeir sem hafa tengsl við málefnið, málsaðila eða eiga hagsmuna að gæta dæmi í málum. Markmið hæfisreglna er ekki eingöngu að koma í veg fyrir að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á niðurstöður mála. Þær eiga að auka traust almennings og málsaðila á því að niðurstaðan verði hlutlæg og réttlát.
Vegna fyrri skrifa Páls Hreinssonar um ICESAVE málið er hætt við að Bretar og Hollendingar og jafnvel fleiri geti gert niðurstöðuna tortryggilega ef EFTA dómstóllinn dæmir Íslandi í hag. Dómurinn yrði þá ekki endir á deilunni um ICESAVE eins og menn höfðu vonað.
10.9.2012 | 23:02
The Empire strikes back
Í myndaflokknum Star Wars er fjallað um ofurveldið sem vill undiroka alla. Hetjurnar berjast gegn myrku öflunum með Svarthöfða í fararbroddi. Þó góða aflið nái tímabundnum sigrum í þá kemur Svarthöfði og ofurríkið tvíeflt til baka sbr. myndina "The Empire strikes back".
Í dag gerðu Samtök fjármálafyrirtækja grein fyrir og birtu skýrslu um verðtrygginguna þar sem niðurstaðan er sú að verðtryggingin sé alls ekki svo slæm fyrir neytendur þrátt fyrir allt og þó. Við því var að búast eins og í Stjörnustríðs myndunum að ofurveldið léti ekki bugast við goluþyt hugsjónafólks.
Þessi niðurstaða er nokkuð sérstök þar sem að í könnun eftir könnun sem unnin hefur verið af ýmsum aðilum kemur fram að versta lánakerfi húsnæðislána fyrir neytendur í okkar heimshluta er á Íslandi.
Skýrsluhöfundar fjármálafyrirtækjanna véfengja í sjálfu sér ekki að verðtryggðu lánin séu óhagkvæm fyrir neytendur en komast að þeirri niðurstöðu að Íslendingar geti aldrei notið sömu lánakjara og íbúar nágrannalandanna meðan krónan er við lýði. Auk þess segja skýrsluhöfundar að verðtryggingin skapi hvata fyrir of mikla skuldsetningu neytenda.
Fjármálafyrirtækin gera það sem þau geta til að halda í þá sérstöðu ófjafnaðarins sem verðtryggingin er. Verðtryggingin er besta og öruggasta lánakerfið fyrir fjármálafyrirtæki. En það versta fyrir neytendur. Það er niðurstaðan þegar grannt er skoðað og líka skýrslan sem kom út í dag. Ásgeiri Jónssyni málsvara skýrsluhöfunda er langt frá því að vera alls varnað og enginn frýr honum vits.
9.9.2012 | 22:55
Pólitískur vígamaður í kufli fræðimanns
Sú var tíðin að Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands naut álits sem fræðimaður. Nú hefur komið í ljós að Stefán Ólafsson er pólitískur vígamaður Samfylkingarinnar í kufli fræðimanns. Ætla hefði mátt að prófessorinn teldi mikilvægt að varðveita mannorð sitt sem fræðimaður og gæta þess að fara ekki yfir mörk hins siðlega í pólitískri orðræðu. Þessu er því miður ekki lengur að heilsa.
Í pistli sem Stefán prófessor skrifar á Eyjuna þ. 7.9. s.l. finnst honum sæma að samsama sig með slefberanum á DV sem tók við illa fengnum gögnum úr Landsbankanum og birti miður smekklegan leiðara hans athugasemdalaust á bloggsíðu sinni.
Við skulum athuga hvað það er sem prófessor Stefán er hér að samsama sig með en það er þetta í hnotskurn: Opinber embættismaður er sakaður um að hafa aflað gagna með ólögmætum hætti um einn þingmann þjóðarinnar í því skyni að koma höggi á þingmanninn. Hvað skýringar gaf þessi opinberi embættismaður á athæfi sínu. Jú þá að þingmaðurinn hefði gagnrýnt störf hans og stofnunarinnar og spurt spurninga varðandi þau atriði opinberlega m.a. á Alþingi.
Ekki skiptir máli hvað opinberi starfsmaðurinn heitir eða þingmaðurinn sem hér ræðir um. Það sem skiptir máli er að hér er um beina ógn við það að þingmenn sinni eftirlitsskyldu sinni og séu gagnrýnir á stjórnsýsluna. Þegar Stefán Ólafsson prófessor og raunar einnig kollegi hans Þorvaldur Gylfason samsama sig með þessum vinnubrögðum þá eru alvarlegir hlutir á ferð og sýnir að um algjört siðrof er að ræða hjá þessum einstaklingum á hinum pólitíska vígvelli.
Sú staðreynd að prófessorar við Háskóla Íslands eins og Stefán og Þorvaldur skuli afsaka það og hreinlega mæla með að opinnber embættismaður reyni með ólögmætum og refsiverðum hætti að ná sér niðri á þingmanni sem gagnrýnir embættisfærslur hans og stofnunar hans er svo alvarlegt að unnendum lýðræðis og siðlegra vinnubragða á opinberum vettvangi ætti að vera brugðið.
Hvað skyldu nú siðfræðiprófessorarnir sem unnu sérskýrslu við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segja um svona sjónarmið og vinnubrögð? Hvarf dómharkan þegar réttir menn voru komnir til valda?
Mér finnst það dapurlegt að prófessor Stefán og Þorvaldur skuli fara langt út fyrir öll eðlileg mörk í pólitískri vígamennsku og telji eðlilegt að beita öllum meðölum til að ná sér niðri á póltískum andstæðingi þar sem tilgangurinn helgi meðalið. Einkum er það dapurlegt þegar fyrir liggur að athæfið sem þeir mæla með er bæði löglaust og siðlaust.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.9.2012 | 12:53
Seðlabankastjóri reynir að hafa áhrif á ákæruvaldið
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri reynir ítrekað að hafa áhrif á ákæruvaldið og krefst þess aftur og aftur að Ríkissaksóknari ákæri í málum þar sem engar refsiheimildir eru fyrir hendi.
Í gær var illa unnin frétt á Stöð 2 hönnuð af Seðlabankastjóra, þar sem draga mátti þá ályktun að "vandaðar" rannsóknir Seðlabankans á meintum gjaldeyrisbrotum væru unnar fyrir gíg þar sem Ríkissaksóknari vildi ekki ákæra í málinu. Þessi frétt var einnig flutt af Stöð 2 í ágúst s.l.
Afstaða Ríkissaksóknara lá fyrir í mars á þessu ári. Þar kom fram að fullnægjandi refsiheimildir skorti við þeim brotum, þar sem Seðlabankastjóri vildi ákæra. Seðlabankastjóri taldi þá að ákæruvaldið ætti ekki að fara að lögum, heldur geðþóttaákvörðun hans um að fullnægjandi refsiheimildir væru samt fyrir hendi þótt Ríkissaksóknari hefði komist að annarri niðurstöðu.
Þeir sem aðhyllast hugmyndafræði Ráðstjórnar telja rétt að ákæruvald og dómsvald lúti fremur vilja þeirra en lögum. Sú er afstaða Seðlabankastjóra í þessu máli.
Fyrrverandi Ríkissaksóknari Valtýr Sigurðsson sagði að forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir hefði ítrekað reynt að hafa áhrif á störf hans. Nú er skoðanabróðir forsætisráðherra í Ráðstjórninni, Már Guðmundsson Seðlabankastjóri beraður af því sama gagnvart Ríkissaksóknara. Þau Jóhanna og Már hafa tileinkað sér það viðhorf arfakónga frá fyrri öldum "Vér einir vitum".
Seðlabankastjóra datt ekki í hug þegar álit Ríkissaksóknara lá fyrir í mars s.l. að fara fram á það við Alþingi og ríkisstjórn að lögum yrði breytt og fullnægjandi refsiheimildir sett í lögin. Nei Ráðstjórnin átti að sjá til þess að ákært yrði, hvað svo sem liði lögum í landinu.
Þannig er málum enn háttað í landinu að hér er réttarríki. Þess vegna fer hvorki Jóhanna Sigurðardóttir eða Már Guðmundsson með ákæruvald og dómsvald í landinu þó fegin vildu.
Fréttamiðlar ættu að skoða störf Seðlabankastjóra m.a. ámælisverð vinnubrögð við sölu á Sjóvá-Almennum tryggingum sem leiddu til milljarða tjóns fyrir skattgreiðendur. Einnig klúðurslegar rannsóknir og afgreiðslu gjaldeyrismála. Það væru fréttir en ekki tilbúnar fréttir frá Seðlabankastjóra.
3.9.2012 | 20:52
Össur og Jón Gnarr í feluleik?
Fyrir nokkru mótmæltu þeir kröftuglega Össur utanríkisráðherra og fyrirbrigðið á borgarstjórastól yfir dómi vegna helgispjalla 3 meðlima söngsveitarinnar "Pussy Riot". Það athyglisverða við það mál er að meirihluti söngsveitarinnar framdi ekki helgispjöll og hefur ekki sætt ákæru. Mótmælin gegn Putin voru ekki það sem úrslitum réði heldur helgispjöllin, en við slíku liggur líka refsing hér á landi.
Þeir félagar, Gnarr og Össur fóru mikinn í mótmælum sínum vegna þessara meintu mannréttindabrota og kölluðu heimsbyggðina til aðgerða í málinu.
Búast mátti við, þar sem hugur þeirra var fanginn í ríkjum gömlu Sovétríkjanna, ekki í fyrsta skipti, að þeir mundu láta meint og raunveruleg mannréttindabrot á því svæði sig miklu varða.
Þ. 29. ágúst var Yulia Tymoshenko fyrrum forsætisráðherra Úkraínu dæmd í 7 ára fangelsi án möguleika til áfrýjunar. Meint sök að samningar sem hún gerði við Rússa um gaskaup væru óhagkvæmir. Yulia fær ólíkt stelpunum í "Pussy Riot" ekki að áfrýja málinu. Pólitískur andstæðingur Yuliu núverandi forsætisráðherra Viktor Yanukovich hefur bein afskipti af málinu. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa mótmælt aðförinni að Yuliu og krafist þess að hún væri leyst úr haldi og réttarhöldin gegn henni væru pólitísk aðför- mannréttindabrot.
Þrátt fyrir þetta þegja þeir félagar Össur og Jón Gnarr. Hvorki heyrist hósti né stuna frá þessum glaðbeittu mannkynsfrelsurum sem mótmæltu með orðum og gerðum áfrýjanlegum dómi yfir "Pussy Riot". Þeim kemur greinilega ekki við þegar stjórnmálamaður er dæmdur af pólitískum andstæðingi á pólitískum forsendum.
Óneitanlega furðulegur söfnuður þessir félagar Jón Gnarr og Össur.
2.9.2012 | 23:56
Þeir hamast að Ögmundi
Sporgöngufólk Steingríms J. Sigfússonar hamast nú að Ögmundi Jónassyni fyrir mannaráðningu í stöðu sýslumanns á Húsavík. Yfirsnati Steingríms, Björn Valur Gíslason er þarna í forustu eins og við mátti búast.
Sú niðurstaða að Ögmundur hefði brotið jafnréttislög var kærkomin fyrir Steingrím J. Sama dag tilkynnti hann ráðningu ráðuneytisstjóra í nýtt atvinnuvegaráðuneyti - án auglýsingar, á grundvelli leyndarhyggju í andstöðu við góða stjórnsýslu. Þessi geðþóttaákvörðun Steingríms J. gleymdist þegar hann atti stuðningsliði sínu á Ögmund.
Sú markvissa barátta, að skapa séraðstöðu fyrir háskólamenntaðar framagjarnar konur á grunvelli hugmynda um jafnstöðu kynjanna er nokkuð sérstök. Mannréttindi eru fyrir einstaklinga en ekki hópa. Hvað afsakar það að séu tveir umsækjendur um stöðu jafnhæfir skuli kona tekin framyfir karlinn. Baráttan hefur ekki miðað við að bæta kjör og jafnstöðu láglaunakvenna. Þær hafa orðið útundan og femínistunum koma þær takmarkað við.
Árásirnar á Ögmund sýna vel að Steingrímur og hans lið ætlar að sjá til þess að menn eins og Ögmundur og Jón Bjarnason vaði ekki upp á dekk. Svik við Flokkinn og Foringjann verða ekki liðin.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 271
- Sl. sólarhring: 777
- Sl. viku: 4092
- Frá upphafi: 2427892
Annað
- Innlit í dag: 252
- Innlit sl. viku: 3788
- Gestir í dag: 247
- IP-tölur í dag: 236
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson