Bloggfærslur mánaðarins, október 2013
30.10.2013 | 11:57
Kamelljónið
Kamelljón eru dýr sem breyta stöðugt um lit eftir því sem þeim hentar. Reykvíkingar eiga sitt kamelljón í Jóni sem nefnir sig Gnarr og er borgarstjóri í Reykjavík. Á hinseginn dögum er Jón Gnarr flottasta dragdrottningin. Hann er fatlaðasti einstaklingurinn þegar fatlaðir vekja athygli á sínum málum og er ofvirkasti einstaklingurinn þegar talað er um ofvirka og lýsir óhugnanlegu einelti í sinn garð og föður síns þegar einelti ber á góma. Engin vandamál í mannlegu samfélagi eru til, sem Jón Gnarr er ekki haldinn.
Af skoðanakönnunum má ráða að fjöldi Reykvíkinga kann vel við að hafa Jón kamelljón í stóli borgarstjóra, þó hann sé upptekin við að bregða sér í allra kvikinda líki en láti embættismönnum og Degi Eggertssyni eftir daglegt amstur við stjórn borgarinnar. Leikarinn Jón Gnarr getur enn fær heillað hluta kjósenda með leikbrellum sínum og uppákomum.
Stjórnun borgarmála virðist skipta stóran hóp kjósendur minna máli en leikræn tilþrif og uppákomur. Það flýr þó engin staðreyndir til langframa. Reykjavík er illa stjórnað. Fjárhagsleg staða Reykjavíkur versnar og beinar skuldir Reykjavíkur hafa aukist um 26 milljarða á kjörtímabili Jóns Gnarr eftir því sem Júlíus Vífill Ingvarsson forustumaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins segir frá í dag.
Auk þess að hafa klúðrað fjárhagsstjórn borgarinnar á kjkörtímabilinu mega borgarbúar þola sífellt meiri tafir og klúður í umferðinni vegna aðgerða Jóns Gnarr og félaga til að torvelda samgöngur auk ýmissa annarra vandamála.
Eftir að hugmyndafræðinni var að mestu vísað út úr íslenskri pólitík hefur almenn stjórn lands- og sveitarstjórnarmála versnað til muna. Vegna þess hefur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins ekki mótað nægjanlega skíran valkost við óstjórninni þar sem kjölfestuna hefur vantað þó heldur hafi þeir hlutir batnað á síðustu misserum.
Við framboð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar verður maður helst var við að frambjóðendur komi fram og segi ég vil þetta eða hitt sætið og ætla að bæta í þessi eða hin velferðarmál sem mundi þýða aukna skuldaaukningu fyrir Reykjavíkurborg og í raun ekkert fráhvarf frá leikrænum stjórnunarháttum kamelljónsins.
Þess vegna var kærkomið að sjá skírskotun Herdísar Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra Þyrluþjónustunnar,þar sem hún leggur áherslu á að rétta af hallarekstur borgarinna og leggur áherslu á frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja og forgangsröðun í þágu heildarhagsmuna. Ég þekki þennan frambjóðanda ekki neitt en hún virðist alla vega hafa grunngildin sem Sjálfstæðisflokkurinn á að standa fyrir á hreinu. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins nær ekki fylgi og á það ekki skilið nema hann sé tilbúinn til að standa að málum á grundvelli einstaklingsfrelsis og athafnafrelsis og draga úr sóun, umframeyðslu og dekri við sérhagsmuni.
16.10.2013 | 23:57
Eigi leið þú oss í freistni
Fyrir mörgum árum hætti ég að biðja Faðir vorið með þeim hefðbundna hætti að segja "eigi leið þú oss í freistni" Mér fannst það rökleysa að algóður Guð leiddi fólk í freistni. Eðlilegra væri að segja í staðinn: "Forða oss frá að falla í freistni." Í sjálfu sér gat þetta fallið undir meðfæddan þvergirðingshátt minn. En nú telja fleiri að hefðbundin þýðing Faðir vorsins sé röng af sömu ástæðum.
Frá því er sagt í dag að Rómversk kaþólska kirkjan hafi leiðrétt frönsku þýðinguna á Faðir vorinu þar sem segir "og leið oss eigi í freistni" og fallist á að það gæti skilist með þeim hætti að Guð geti valdið því að fólk ánetjaðist freistingum eða yrðu þeim að bráð, í stað þess að hjálpa okkur að þræða þrönga veginn dyggðarinnar.
Á enskri tungu er breytingin þessi: Í staðinn fyrir að segja "And don´t submit us to temptation" skal segja "And don´t let us enter into temptation." Þessi breyting verður sett í nýja franska þýðingu Biblíunnar sem Vatíkanið hefur samþykkt. Páfadómurinn hefur því ákveðið að taka undir ofangreindan þvergirðingshátt hvað varðar Faðir vorið.
Skyldi hin evangelíska Lútherska kirkja á Íslandi samþykkja þessa sjálfsögðu breytingu á Faðir vorinu?
Þannig breytt yrði sagt. "Forða oss frá að falla í freistni og forða oss frá illu." Er það ekki rökrétt ákall eða bæn til hins algóða Guðs sem allt hið góða er komið frá?
13.10.2013 | 13:16
Mistök við veitingu friðarverðlauna Nóbels
Nefnd Þorbjörns Jagland sem úthlutar friðarverðlaunum Nóbels notar ítrekað vald sitt til að koma á framfæri pólitískum sjónarmiðum í stað þess að veita þeim verðlaunin sem verðskulda þau.
OPWC(samtök um bann við notkun efnavopna) fengu friðarverðlaunin. Opinber stofnun með aðsetur í Hag í Hollandi með yfir 500 starfsmenn og aðild 189 þjóðríkja. Ekkert sérstakt hefur komið frá þessari opinberu nefnd undanfarin ár. Sú ákvörðun Putin Rússlandsforseta og Assads Sýrlandsforseta að fela nefndinni að eyða efnavopnum Sýrlands drógu athyglina að nefndinni. Þeir Assad og Pútin eiga því hlutdeild í friðarverðlaununum í ár eins gáfulegt og það nú er.
Fyrri mistök nefndarinnar við úthlutun verðlaunanna eru m.a .þegar Barrack Obama Bandaríkjaforseti, Alþjóðlega kjarnorkustofnunin og opinbera nefndin um loftslagsbreytingar af mannavöldum fengu þau.
Malala Yousafzai, Pakistanska stúlkan sem Talíbanar reyndu að myrða vegna þess að hún berst fyrir menntun stúlkna átti skilið að fá verðlaunin. Fyrrum bekkjarsystur Malölu í Mingora í Swat dalnum í Pakistan urðu vonsviknar þegar það fréttist að hún hefði ekki unnið. Annarsstaðar í borginni þar sem forn sjónarmið um yfirburði karla eru ráðandi var fagnað. Konur eiga að vera heima, þær eiga ekki að fara í skóla það hentar þeim ekki sagði talsmaður þeirra sjónarmiða.
Málsvari Talibana í Pakistan fagnaði ákvörðun nefndar Þorbjörns Jagland og sagðist ánægður með að Malala hefði ekki unnið.
Norska verðlaunanefndin gat lagt mannréttindabaráttu kvenna lið með því að veita Malölu verðlaunin í stað þess að ganga að þessu leiti í lið með Talibönum. En það hentaði greinilega ekki heimspólitískum sjónarmiðum sósíaldemókratans Þorbjörns Jagland.
1.10.2013 | 00:33
Íslam, kaþólikar, Franklin Graham og þjóðkirkjan.
Múhameðstrúarmenn, kaþólikar og Franklin Graham prédikari á hátíð vonar eiga það sameiginlegt að þeir eru á móti hjónaböndum samkynhneigðra. Þeir eru að sjálfsögðu frjálsir að hafa þessa skoðun og njóta skoðana- og málfrelsis. Samt sem áður amast ýmsir bara við því að Franklin Graham fái að tjá þessar skoðanir sínar jafnvel þeir hinir sömu berjist fyrir byggingu Mosku í Reykjavík.
Laugarnessöfnuður sem stýrt er af Samfylkingarklerknum Bjarna Karlssyni hefur ítrekað sent frá sér ályktanir þar sem íslensk alþýða er vöruð við villutrúarmanninum Franklin Graham en lengra nær þjóðfélagsbarátta safnaðarins ekki. Tvískinnungshátturinn sést best á því að á sama tíma og verið er að mótmæla Franklin Graham vegna skoðana hans þá berst sóknarpresturinn fyrir að söfnuður byggi Mosku til að halda fram sömu skoðunum hvað samkynhneigða varðar með hatrammari hætti en Franklin Graham.
Á sama tíma og Samfylkingarklerkar þjóðkirkjunnar voru að sjóða saman ályktunartillögur gegn Franklin Graham og biskupinn yfir Íslandi að afsaka tilveru sína við hlið hans voru hundruðir kristins fólks drepið annas vegar í Nairobí í Kenýa og hinsvegar í kirkju í Pakistan.
Samfylkingarklerkarnir í Laugarnessókninni og biskupinn yfir Íslandi hafa ekkert um þessi morð að segja. Þar er um líf og dauða að tefla. Þetta kristna fólk fékk ekki að njóta þeirra mannréttinda sem er forsenda annarra mannréttinda, rétturinn til lífs.
Er ástæða til þess að skattgreiðendur hafi þetta fólk lengur í vinnu?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 336
- Sl. sólarhring: 385
- Sl. viku: 4324
- Frá upphafi: 2450551
Annað
- Innlit í dag: 297
- Innlit sl. viku: 4008
- Gestir í dag: 285
- IP-tölur í dag: 283
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson