Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013
13.8.2013 | 09:59
Er Ísland tifandi tímasprengja
Athyglisverð grein birtist í tímaritinu Fortune í gær þar segir að Ísland geti verið tifandi tímasprengja efnahagslega og annað efnahagshrun (meltdown) gæti verið á leiðinni. Getur eitthvað verið til í þessu?
Í Fréttablaðinu er leitað til Kúbu Gylfi Magnússonar fyrrverandi viðskiptaráðherra sem telur greinina jafnranga og fjarri raunveruleikanum og íslenskir ráðamenn töldu skýrslu den Danske bank árið 2006 og umfjöllun í Financial Times 2007. Hvorutveggja reyndist þó rétt.
Er þetta bara heilaspuni pistlahöfundar sem ekkert veit og ekkert skilur. Cyrus Santani sem skrifar umrædda grein í Fortune bendir óneitanlega réttilega á að ekkert hafi verið gert raunhæft til að byggja upp íslenskt efnahagslíf frá hruni og á því ber m.a. Gylfi Magnússon ábyrgð.
Greinarhöfundur bendir á að með gjaldeyrishöftum og fleiru hafi vandamálum verið skotið á frest og gefur í raun efnahagsstjórn síðustu ríkisstjórnar algjöra falleinkunn sem er rétt.
Gríðarlega aukinn ferðamannastraumur og makrílveiðar fyrir milljarða voru gæfa okkar á tíma síðustu ríkisstjórnar þar sem hún amaðist við nýsköpun í atvinnulífi og byggingu vatnsaflsvirkjana. Annað var því í kyrrstöðu. Ofurskattheimta á lítil fyrirtæki og einstaklinga hefur líka haft neikvæð áhrif og fróðlegt að sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að vinna úr því.
Ef við höldum áfram á sömu leið þá er hætt við að spádómur Cyrus Santani rætist að einhverju leyti. Við getum ekki rekið ríkissjóð með viðvarandi 20% halla. Við verðum að skera niður ríkisútgjöld og lækka skatta. Smáskammtalækningar duga ekki. Það verður að taka á skuldamálum heimilanna afnema verðtryggingu á neytendalánum og taka upp lánakerfi eins og gerist í okkar heimshluta. Þeir hlutir eru forsenda þess að við getum fyrr en síðar aflétt gjaldeyrishöftunum, sem er forsenda aukinar fjárfestingar og vaxtar í íslensku efnahagslífi.
Svo verða menn að horfa raunhæft á gjaldmiðilinn krónuna. Er hún blessun eða böl?
12.8.2013 | 09:56
Mistök,lögbrot og stefnuleysi
Geta Bandaríkin verið forustuþjóð hins frjálsa heims? Svo virðist sem Obama Bandaríkjaforseti geti ekki markað utanríkisstefnu með skynsamleg framtíðarmarkmið að leiðarljósi.
Obama segist ætla að berjast gegn Al Qaida og hryðjuverkastarfsemi í maí s.l. sagði hann að Al Qaida væri á flótta (on the run) en nú nokkrum mánuðum síðar þá þurfa Bandaríkjamenn að loka 19 sendiráðum vegna ógnar Al Qaida.
Samband Bandaríkjanna og Rússa hefur versnað og stráksleg ummæli Obama um Putin eru ekki til þess fallin að laga þau. Obama ákvað að hætta við fund með Putin þrátt fyrir að hafa lýst áður yfir mikilvægi góðra samskipta og samvinnu Rússa og Bandaríkjanna. Sennilegasta ástæða þess að Obama vill ekki hitta Putin núna er vegna þess að Putin mundi líklega koma út úr fundinum sem sterki maðurinn en Obama sá veiki.
Stefna Bandaríkjanna,Tyrkja, Frakka og Breta í Sýrlandi eru hættuleg mistök. Þessar þjóðir hafa sent mikið af vopnum til uppreisnarmanna, sem hafa lent í höndum Al Qaida liða. Þá hefur stefnan aukið á spennuna á þessum slóðum og stuðlað að baráttu milli trúarhópa og þjóðfélagsbrota. Eini raunverulegi sigurvegarinn í þessari baráttu virðist á þessari stundu vera Íran.
Obama hefur ekki lokað fangabúðunum í Guantanamo. Þar sitja menn sem hafa setið í fangelsi í meir en áratug án dóms og laga. Fangabúðirnar í Guantanamo er brot á aljþóðalögum og Bandaríkjunum til mikillar minnkunar. Uppljóstranir Snowden um framferði NSA grefur einnig undir áliti á Bandaríkjunum.
Þrátt fyrir að Obama tali stöðugt um framtíðina og þær vonir sem við hana eru bundnar þá verður ekki séð að hann hafi nein ráð eða sé fær um að veita forustu eða hafi skilning á þeim nýju kröfum og þeirri breyttu heimsmynd sem nú er fyrir hendi.
Það er slæmt þegar Bandaríkin voldugasta ríki heims eru komið í þá stöðu að geta ekki veitt pólitíska eða siðferðilega forustu. Vonandi sjá Bandaríkjamenn sig knúna til þess í næstu kosningum að velja forseta sem er fær um að vera forustumaður og hefur sýn á framtíðina og skilning á því sem er að gerast. Slíkur forseti hefur ekki verið í Bandaríkjunum síðan Ronald Reagan gengdi embættinu.
11.8.2013 | 12:14
Kvennakúgun eykst í Afganistan
Noor Zia Atmar var talskona hins nýja Afghanistan fyrir réttindum kvenna þegar stjórn Talibana féll. Hún varð þingmaður á Afganska þinginu og mætti á fundi og ráðstefnur víða um heim til að tala um aukin réttindi kvenna og þá breytingu sem væri orðin í landinu.
Þetta var fyrir þrem árum. Núna býr Noor í skýli fyrir konur sem hafa mátt þola heimilisofbeldi, en maður hennar hefur niðurlægt hana, barið og jafnvel skorið með hníf. Noor segir í dag að konur séu í verri stöðu núna og á hverjum degi séu þær drepnar eða eyru eða nef skorið af þeim.
Á 10 ára afmæli hersetu NATO herja í Afganistan sýnir staða Noor sem er bara eitt dæmi af mörgum að árangur veru NATO herjanna í landinu skiptir engu máli. Skýlum fyrir konur er lokað og þing landsins hefur til samþykktar lög sem kemur í veg fyrir að ættingjar geti borið vitni gegn hver öðrum en það mundi koma í veg fyrir réttarhöld vegna heimilisofbeldis.
Noor Atmar flúði að heiman gegn mótmælum fjölskyldu sinnar sem bönnuðu henni að sækja um skilnað þrátt fyrir þær misþyrmingar sem hún hafði mátt sæta í hjónabandinu. Þegar hún sótti um skilnað yfirgaf fjölskyldan hana og töldu hana ættarskömm.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Afganistan til að gæta að hagsmunum og réttindum kvenna. Henni hefur ekkert orðið ágengt og staða kvenna hefur versnað frá því að hún kom til þessara starfa. Það er ekki henni að kenna. Þessir hlutir voru fyrirsjáanlegir að þegar vestrænir herir færu frá Afganistan þá mundi sækja í sama farið því miður.
Billjónum hefur verið sóað í tilgangslaust stríð í Afganitan og billjónum hefur verið varið í þróunaraðstoð í landinu. Ákveðinn hluti þess fjár hefur lent í vösum gjörspilltra stjórnenda landsins. Afskiptin af Afganistan er eitt dæmi um vanþekkingu vestrænu stjórnmálastéttarinnar sérstaklega þeirrar bandarísku á sögu og menningu þjóða eins og Afganistan. Öll afskiptin af landinu hafa því verið mistök og því miður mannslífum og fjármunum fórnað til einskis.
Ingibjörg Sólrún ætti að segja upp nú þegar af því að starf hennar ber engan árangur og vera hennar í landinu er eingöngu til að þiggja launin sín án annars takmarks eða tilgangs. Vestrænir herir ættu líka að fara sem allra fyrst og helst langt á undan áætlun. Vera þeirra skiptir hvort sem er ekki máli. Afganar verða sjálfir að ráða örlögum sínum.
10.8.2013 | 15:39
Í skugga hommahaturs
Hópur fólks berst fyrir því að þjóðir sniðgangi vetrarolympíuleikana sem eiga að vera í Rússlandi eftir 6 mánuði vegna afstöðu þarlendra til samkynhneigðra. Í fylkingarbrjóst hefur skipað sér frábær leikari Stehpen Fry. Sniðgöngutillögurnar fá dræmar undirtektir og bæði Obama Bandaríkjaforseti og Cameron forsætisráðherra Breta hafa hafnað þeim með öllu.
Það hefur komið fyrir að þjóðir hafa sniðgengið Olympíuleika vegna stjórnarfars í viðkomandi löndum. Þá kom upp krafa um að sniðganga Evrópusöngvakeppnina í Aserbadjan s.l. vetur vegna harðýðgi, en af því varð ekki. Í þeim tilvikum þar sem þjóðir hafa sniðgengið Olympíuleika hefur það fyrst og fremst bitnað á þeim sem sniðgengu og íþróttamönnum þeirra.
Hætt er við að fljótt taki fyrir alþjóðleg samskipti ef fólk vill beita þeim reglum út í hörgul að koma hvergi þar sem því mislíkar eitthvað í stjórnarfari, siðum eða trúarbrögðum þjóða. Samkynhneigðir mundu þannig berjast gegn því að nokkur alþjóðleg mót eða samskipti færu fram í Íslamska heiminum þar sem afstaðan til samkynhneigðra er mun harðari en í Rússlandi auk margra annarra landa.
Barátta samkynhneigðra fyrir eigin mannréttindum verður ekki aðskilinn frá mannréttindabaráttu almennt. Þess vegna er spurningin hvaða þjóðir uppfylla ekki þau skilyrði sem menn vilja setja varðandi mannréttindi. Þar koma til skoðunar þjóðir sem virða ekki réttindi þjóðfélagshópa í eigin landi og réttindi minnihlutahópa.
Svo má velta því fyrir sér hvort það er til þess fallið að koma á umbótum í mannréttindamálum að útiloka þá sem okkur finnst ekki þóknanlegir í þeim efnum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það horfi frekar til bóta til að koma á mannréttindum að hafa sem mest samskipti við þá sem brotlegir eru og láta þá heyra það sem okkur mislíkar.
9.8.2013 | 00:45
Þjóðkirkjan og tjáningarfrelsið
Þegar ég las afsökunarbeiðni kirkjunnar vegna auglýsingar um komu bandaríska evangelista prédikarans, Franklin Graham til landsins þá duttu mér í hug orð séra Sigvalda úr Manni og Konu eftir Jón Thoroddsen "Nú er víst kominn tími til að biðja Guð að hjálpa sér."
Kirkjan biðst afsökunar á því að hafa auglýst komu þessa prédikara til landsins af því að hann er á móti hjónaböndum samkynhneigðra. Jafnframt ítrekar íslenska þjóðkirkjan þetta í tilkynningu:
"Það var ekki ætlunin með birtingu hennar að varpa neinum skugga á Hinsegin daga eða taka undir orð Franklin Graham um samkynhneigða og hjónaband þeirra. Við biðjumst afsökunar á þessu. Um leið viljum við ítreka að þjóðkirkjan hvikar hvergi frá samstöðu sinni með samkynhneigðum, réttindabaráttu þeirra og hjónabandi samkynhneigðra."
Þá finnst Sigríði Guðmarsdóttur presti í Guðríðarkirkju nægt tilefni vegna þessa til að nota orðið "fokk" í netfærslu vegna þessa. Prestlegra getur það nú varla orðið. Oh my God hefði Kristján heiti ég Ólafsson yfirneytandi úr Spaugstofunni sennilega sagt við þessu.
Eftir því sem ég fæ skilið þennan málatilbúnað þjóðkirkjunnar og prestsins í Guðríðarkirkju, þá hefur þjóðkirkjan tekið afstöðu gegn tjáningar- og skoðanafrelsi kristins fólks sem talar gegn samkynhneigð og hjónabandi samkynhreigðra. Eftir því sem ég fæ skilið prestinn í Guðríðarkirkju og tilkynningu þjóðkirkjunnar þá eiga menn ekki lengur samleið með þjóðkirkjunni séu þeir á móti samkynhneigð og hjónaböndum samkynhneigðra og óheimill prédikunarstóll í kirkjudeild Agnesar Sigurðardóttur biskups. Sérstaklega á þetta við á Hinsegin dögum samkvæmt tilkynningunni.
Þrátt fyrir að ég telji eðlilegt að samkynhneigðir hafi öll lýðréttindi og megi ganga í hjónabönd þá finnst mér of langt gengið þegar það er fordæmanlegt að hafa aðra skoðun en mína hvað þetta varðar. Hinsegin dagar eru til að draga úr fordómum gagnvart samkynhneigðum og berjast fyrir mannréttindum þeirra. Sá tilgangur er góður og með sama hætti verða aðrir líka að njóta sömu réttinda hvorki meiri né minni.
Háskólinn fær iðulega fyrirlesara sem hafa skoðanir sem margir eru á móti og finnst jafnvel fordæmanlegar. Háskólinn risi hins vegar ekki undir nafni ef hann fengi ekki slíka fyrirlesara og gengist fyrir vandaðri málefnalegri umræðu þar sem fólk deilir og sitt sýnist hverjum. Ég sótti tvo slíka fyrirlestra manna sem ég er andstæður í pólitík sósíalistanna Göran Person og David Milliband. Þó ég væri að mörgu leyti ósammála þeim þá fannst mér miklu skipta að eiga þess kost að hlusta á fróðlegt framlag þeirra og geta spurt þá spurninga og komið að gagnstæðum sjónarmiðum.
Á ekki það sama að gilda innan þjóðkirkjunnar eða er þar aðeins heimil ein skoðun. Sé svo þá er best að Agnes Sigurðardóttir biskup fari að biðja Guð að hjálpa sér þar sem grundvöllur er þá brostinn fyrir þjóðkirkjunni.
Hvernig væri að koma smá skynsemi og umburðarlyndi inn í þetta þjóðfélag?
8.8.2013 | 00:37
Af hverju ekki hvalkjöt?
Nokkrir eigendur veitingastaða telja það sér til tekna að lýsa því yfir að þeir bjóði neytendum ekki upp á hvalkjöt. Ég veit ekki til að nokkur af þessum stöðum hafi nokkru sinni boðið viðskiptavinum sínum upp á hvalkjöt þannig að hér er þá ekki neitt nýtt á ferðinni nema yfirlýsingin.
Óneitanlega hefði viðskiptavinum nokkurra af þeim kaffistöðum sem auglýsa hvalkjötsskort brugðið í brún ef hvalkjöt hefði allt í einu birst á matseðlinum auk kaffibrauðs og Hnallþóra sem þar eru jafnan í boði. Sama er að segja um veitingastaði fyrir grænkera sem eru ekki með kjöt á boðstólum.
Undirtónninn í yfirlýsingunni er þó alvarlegur. Talsmaður hvalkjötsyfirlýsingarinnar lætur í veðri vaka að það sé siðferðilega ámælisvert að bjóða upp á hvalkjöt eða borða það. Af hverju? Dýrin eru ekki í útrýmingarhættu. Ekki er um verri meðferð á dýrum að ræða en gengur og gerist við kjötframleiðslu.
Barátta gegn loðdýrarækt og selveiðum er jafnundarleg. Einhver háskólaspekingur kom með gjörsamlega rakalaus andmæli gegn loðdýrarækt í fyrradag. Slík andmæli eru raunar ekki ný af nálinni. Brigitte Bardot sem einu sinni var fræg fyrir fríðleika fór í tildurklæðnaði sínum á norðurslóðir til að mótmæla veiðum og vinnslu selaafurða og það hafa ýmsir aðrir gert án nokkurra skynsamlegra raka.
Rómantískir sveimhugar víða um heim virðast telja að nauðsyn beri til að koma í veg fyrir að fólk á norðurslóðum nýti með sjálfbærum hætti þau gæði sem náttúran býður upp á. Rökin eru alltaf tilfinningaþrungin, en án hagrænnar eða vistræðilegrar skírskotunar.
Það er slæmt að veitingahúsaeigendur skuli taka þátt í svona auglýsingaherferð. Með sömu rökum og sjónarmiðum mætti mótmæla ansi mörgu sem finnst á matseðli sumra þeirra.
6.8.2013 | 10:38
Guðinn Bakkus
Forsætisráðherra hyllti vísnaskáldið KN með því að hella brennivíni yfir leiði hans. Samneytið við brennivínið var síður en svo mesta gæfa KN í lífinu. Samt sem áður þykir sniðugt á leiði hans að hella eins og segir í vísu Gulla Valdasonar.
Eitt sinn fór gömul kunningjakona KN að vanda um við hann og tala um hve illa hann hefði farið með líf sitt vegna drykkjuskapar og sagði eitthvað á þá leið að hefði brennivínið og Bakkus ekki eyðilagt allt fyrir honum þá hefði hann getað valið sér kvonfang auk annars. Eins og traustum Bakkusaraðdáanda sæmir svaraði KN með tilhlýðilegum hroka þessum umvöndunum með þessari vísu.
Gamli Bakkus gaf mér smakka
gæðin bestu öl og vín
og honum á ég það að þakka
að þú ert ekki konan mín.
Í kvæði sínu Bæn yrkir hann um brennivínið
Oftast þegar engin sér
og enginn maður heyrir
en brennivínið búið er
bið ég guð að hjálpa mér.
Kristján Níels Jónsson eða KN er merkt skáld og eftir hann eru margar stökur og kvæði sem lifa góðu lífi. Hann hefur að mörgu leyti verið vanmetinn sem skáld og þess vegna væri ástæða til að forsætisráðherra og íslenska þjóðin sýndi honum þá virðingu sem hann á skilið. Að hella úr brennivínsflösku á leiði hans er vafasöm virðing miðað við lífshlaup KN og eðlilegt að koma henni fram með veglegri hætti.
5.8.2013 | 12:28
Spilltir kjósendur kjósa spillta stjórnmálamenn
Í Zimbabwe í suðurhluta Afríku hefur Mugabe forseti enn einu sinni unnið stórsigur í kosningum með réttu eða röngu. Stuðningsmenn hans kætast og fara í sigurgöngur. Í stjórnartíð Mugabe hefur fjárhagur Zimbabwe hrunið. Verðbólgan verið mest í heimi og mannréttindi virt að vettugi. Spilltir kjósendur sjá til þess að þessi gjörspillti maður heldur völdum valdanna vegna.
En þetta er í Afríku og einhver mundi segja að aðrir hlutir ættu við í Evrópu og Bandaríkjunum. Samt sem áður hafa gjörspilltir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum t.d. borgarstjórar sem teknir hafa verið fyrir eiturlyfjabrask og misferli með peninga náð endurkjöri þegar þeir komu úr fangelsi. Franskir kjósendur lýsa yfir mesta stuðningi við Zarkosy fyrrum forseta í nýrri skoðanakönnun þó hann sé sterklega grunaður um alvarleg fjármálaleg afbrot.
Fyrirbrigðið Silvio Berlusconi mesti áhrifavaldur í ítalskri pólitík á þessari öld hefur verið dæmdur fyrir skattsvik, fjármálaleg misferli, mök við ólögráða stúlku ásamt fleiru. Þrátt fyrir að þessir hlutir hafi legið fyrir um nokkra hríð nýtur Berlusconi mikils fylgis. Enn ætlar hann sér að verða örlagavaldur í ítalskri pólitík og svo virðist sem kjósendur muni styðja hann til þess þrátt fyrir allt.
Ítalía hefur verið á niðurleið efnahagslega allan stjórnartíma Berlusconi en það skiptir kjósendur ekki neinu máli heldur. Þeir styðja sinn mann.
Skyldu íslenskir kjósendur vera frábrugðnir þeim frönsku eða ítölsku?
Spurning hvort við horfum upp á siðferðilegt hningnunarskeið í stjórnmálum og viðskiptum. Spilltir stjórnmálamenn eru endurkjörnir og stórfyrirtæki sem eru gripin í glæpum sleppa með minni refsingu en hagnaði þeirra nemur fyrir ólöglegt athæfi.
Skattgreiðendur og þar með kjósendur borga síðan allan kostnaðinn vegna spillingarinnar og sitja uppi með milljarðaskuldbindingar vegna endurreisnar fyrirtækja sem rekin voru í þrot af mönnum sem halda áfram að reka þau og skammta sér áfram milljarða í arð og kaupauka.
Vegurinn til versnandi lífskjara er varðaður. Spurning er hvort kjósendur sjá nokkra ástæðu til að víkja af honum?
4.8.2013 | 12:18
Ingibjörg Sólrún og konur í Afghanistan
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk þá vafasömu upphefð í gegn um fjölskyldu "vininn" Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra að vera send til Afghanistan til að sinna málefnum þarlendra kvenna.
Launin eru að vísu firnagóð en verkefnið nánast óleysanlegt og starfsaðstaða óneitanlega ein hættulegasta sem hægt er að bjóða þeim upp á sem ekki gegna hermennsku á vígvelli.
Eðlilega gerir Ingibjörg nú sem mest úr mikilvægi þessa viðamikla verkefnis. Samt sem áður er hætt við að allt það starf verði lítils metið þegar vestræn vopn og hermenn hverfa af svæðinu. Í þessu efni eins og með herhlaupið til Afghanistan er spurningin til hvers? Alveg eins og með þá hundruði milljarða sem hafa verið sendir til landsins og hafnað oftar en ekki í vösum spiltra stjórnmálamanna sem krefjast þess að konur þeirra klæðist skósíðum búrkum og líta á það sem dauðasynd að þær mennti sig eða keyri bíl.
Vestrænt stjórnmála- og fjölmiðlafólk er sannfært um að við höfum skipulagslega og hugmyndafræðilega yfirburði sem allir aðrir bíði eftir að tileinka sér. Þessi hrokafulla hugsun er röng og það sýnir sig eftirminnilega á hverjum degi í Írak og Afghanistan.
Vandi Vesturlandabúa eða á ég að segja kristna heimsins er að skoða sjálfa sig og þjóðfélagsgerð sína og átta sig á að hugmyndafræðilega erum við orðin viðskila við ákveðin grunngildi og erum tilbúin til að loka augunum fyrir kvennakúgun og mannfyrirlitningu þegar það hentar. Þess vegna er Dalai Lama iðulega útskúfað en furstar Saudi Arabíu boðnir velkomnir.
Af hverju eru konur seldar og svívirtar svo þúsundum skiptir á Vesturlöndum á sama tíma og við teljum okkur bær um að koma vitinu fyrir aðra? Það er eitthvað rotið ekki bara í konungsríkinu Danmörku heldur víðar í hinum vestræna heimi.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 62
- Sl. sólarhring: 352
- Sl. viku: 1549
- Frá upphafi: 2504196
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 1446
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson