Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2014

Átti ekki ađ afnema verđtryggingu á neytendalánum.

Nefndin sem átti ađ koma međ tillögur um afnám verđtryggingar skilađi af sér í gćr. Tillögur nefndarinnar eru um allt annađ en ţeim var faliđ ađ gera.  Stundum er ţetta kölluđ sérfrćđinganefnd. Hvađa sérfrćđiţekking er ţađ eiginlega varđandi verđtryggingu sem ţetta fólk býr yfir umfram annađ?

Ţađ verđur engin breyting sem nokkru máli skiptir á verđtryggingunni og óhagkvćmustu lánakjörum fyrir neytendur á Íslandi ţó tillögur nefndarinnar nái fram ađ ganga.

Nefndin er međ hrćđsluáróđur fyrir verđtryggingunni og segir ađ fasteignaverđ geti lćkkađ um 20% verđ verđtrygging afnumin.

Sé svo af hverju er húsnćđisverđ allt ađ helmingi hćrra á öllum hinum Norđurlöndunum ţó ţar sé engin verđtrygging?

Svo byggir ţetta nefndarfólk á ţví ađ vextir muni snarhćkka verđi verđtrygging afnumin. Af hverju eru ţeir ţá ekki í ţeim hćđum sem nefndin talar um á hinum Norđurlöndunum ţar sem engin verđtrygging er.

Viđ getum ekki bođiđ upp á sambćrileg lífskjör og annarsstađar í okkar heimshluta nema viđ hćttum ađ trúa ţeim ţjóđsögum ađ hagkerfiđ á Íslandi lúti sérstökum lögmálum sem réttlćti vitlausa hluti eins og verđtryggingu, örmynt og dýrustu neysluvörur í heimi.

Viđ erum láglaunaland, hávaxtaland og háskattaland.  Er ekki kominn tími til ađ gera róttćkar breytingar í íslensku samfélagi til ađ geta bođiđ unga fólkinu í landinu upp á von um bjartari framtíđ og betri kjör?

Afnám verđtryggingarinnar á neytendalánum strax er einn áfanginn í ţeirri baráttu. 


Netverslun

Ţađ eru fleiri fermetrar verslunarhúsnćđis á Íslandi en í öđrum löndum. Neytendur geta ţví sprangađ um sali ţar sem hver hilla svignar undan neysluvörum. Hlutabréf verslunarfyrirtćkja hćkka og hćkka ţó ekki sé ljóst hvort ţau skili öll hagnađi hvađ ţá ţeim sem nemur hćkkun hlutabréfanna.

Á sama tíma og netverslun í heiminum eykst og ţví er spáđ ađ ţau verslunarfyrirtćki muni ná mestum árangri sem hafi góđ tök á netverslun og flutningum á vörum til viđskiptavina ţá virđist íslenska verslunin vera nokkuđ stöđnuđ í ţví fari sem hún fór í á síđasta áratug síđustu aldar.

Pakkar međ neysluvörum streyma til landsins frá Kína og mörgum öđrum löndum. Sú verslun tapast úr landinu, en ekkert liggur fyrir um umfang ţeirrar netverslunar eđa hlutfallslega heildarnetverslun í landinu.

Í Bretlandi er taliđ ađ netverslun fyrir jólin hafi numiđ um 20% of fari hratt vaxandi. Miđađ viđ aukninguna ţá má ćtla ađ fjórđa hver jólagjöf í Bretlandi nćstu jól verđi keypt á netinu og stór hluti fluttur heim til viđskiptavinarins. Sama ţróun verđur hér og ţađ skiptir máli fyrir kaupmenn ađ huga ađ ţessu. 

Ţađ gleymist oft ađ góđir kaupmenn og hagkvćmni í verslun skiptir miklu ţjóđhagslegu máli og rćđur miklu um lífskjör fólksins.  Kaupmenn verđa ţví ađ átta sig á ţeim breytingum sem eru ađ verđa međ aukinni netverslun.

Nú geta opnast möguleikar litlu verslananna sem ţurfa frekar ađ hafa góđar heimasíđur og sendingarţjónustu en verslunarfermetra.  Ţađ eru spennandi tímar framundan fyrir ţá kaupmenn sem ná ađ ađlaga sig breyttum verslunarháttum.


Óréttlćti verđtryggingarinnar

Frá ţví ríkisstjórnin var mynduđ hafa verđtryggđ lán hćkkađ samkvćmt útreikningi Hagstofunnar. Ţannig hafa milljarđar veriđ fluttir frá skuldurum til fjármálafyrirtćkja og lífeyrissjóđa. Höfuđstóll 20 milljón króna verđtryggđs láns hefur hćkkađ um 440.000 krónur á ţessu tímabili og sá sem skuldar ţađ ţarf ađ greiđa vexti af 20.460.000 í stađ 20 milljónanna sem hann skuldađi viđ myndun ríkisstjórnarinnar.

Á sama tíma og veđtryggđu lánin hćkka styrkist íslenska krónan. Ţess vegna hefđi 20 milljón króna lániđ átt ađ lćkka í samrćmi viđ styrkingu krónunnar en ekki hćkka. Evran er nú 152.06 en var viđ myndun ríkisstjórnarinnar 158.67. Hefđi vísitalan tengst Evru hefđi ţađ ţví lćkkađ um 800 ţúsund í stađ ţess ađ hćkka um 440 ţúsund. Innkaup á neysluvörum er mest í Evrum eđa gjaldmiđlum tengdum Evru og ţví hefđi lćkkun á gengi Evrunnar átt ađ lćkka vísitölu neysluverđs. Ţú vćrir ţá ađ greiđa afborgun og vexti af kr. 19.200.000. Vćru ţađ ekki meiri kjarabćtur en stóru samninganefndirnar hafa samiđ um launţegum til handa.

Verđtryggđu lánin hćkka og hćkka hvađ sem líđur styrkingu krónunnar. Ţegar til langs tíma er litiđ ţá er enginn gjaldmiđill í heimi jafn sterkur og íslenska krónan bundin vísitölu neysluverđs til verđtryggingar.

Hvađ á lengi enn ađ níđast á skuldurum međ ţví ađ bjóđa ţeim verstu lán í heimi. Verđtrygginguna verđur ađ afnema strax. Ţađ er réttlćtismál. 


Skuldaleiđrétting. Hvenćr? Hvernig?

Fólk spyr iđulega ađ ţví hvort ţađ eigi rétt á skuldaleiđeréttingu vegna verđtryggđa lánsins síns. Fólk veltir ţví eđlilega fyrir sér miđađ viđ yfirlýsingar forsćtisráđherra og annarra ráđamanna hvađ komi í hlut hvers og eins. Svariđ viđ ţessu er ţví miđur ég veit ţađ ekki.

Enn sem komiđ er hafa engar tillögur veriđ settar fram af hálfu ríkisstjórnarinnar um hvađ skuli gera nákvćmlega varđandi skuldaleiđréttingu.  Engar tillögur hafa veriđ kynntar á Alţingi nema tillögur ráđgjafanefndar og svo heyrist ekki meir nema digurbarkalegar yfirlýsingar forsćtisráđherra.

Alţingi kemur saman ţ. 14. janúar.  Verđa ţá lagđar fram tillögur af hálfu ríkisstjórnarinnar um skuldaleiđréttinguna sem lofađ var í apríl 2013?

Ekkert heyrist heldur frá ríkisstjórninni varđandi verđtrygginguna. Verđtryggđu lánin sem á ađ lćkka međ skuldaleiđréttingu hćkka ţví og hćkka. 

Höfuđstóll tuttugumilljón króna láns hćkkar frá stjórnarmyndun í apríl á síđasta ári fram til  ţ. 1.febrúar 2014 um 440.000. Samt sem áđur hefur verđbólgan haft hćgt um sig. Nú eru teikn á lofti um ađ verđbólgan taki heldur betur viđ sér ţví miđur. Hvađ hćkka verđtryggđu lánin ţín mikiđ ţá? 


Vitrćn barátta og upphlaup.

Flestir eru sammála um ađ ekki skuliđ gengiđ of nćrri landsins gćđum og ađgát skuli höfđ til ađ viđ skilum komandi kynslóđum landinu í svipuđu helst betra ástandi en ţegar viđ tókum viđ ţví.

Ţó viđ séum sammála um ţetta meginmarkmiđ ţá eru líka flestir á ţví ađ eđlilegt sé ađ nýta landkosti til arđsköpunnar og uppbyggingar í landinu.  Í nćrumhverfinu er mikilvćgt ađ kenna fólki ađ fara vel međ og skilja ekki eftir sig rusl og drasl út um allt eins og ţví miđur er allt of algengt ađ sjá. Ţar er verk ađ vinna.

Náttúruvernd er ekki ţađ sama og koma í veg fyrir allar framkvćmdir sem raska ađ einhverju leyti umvherfinu.  Hún er heldur ekki fólgin í ađ gera ţćr kröfur ađ litlum hagsmunum megi ekki fórna fyrir mikilvćga hagsmuni.

Undanfarin ár hafa ţau sem helst hafa gert sig gildandi í sambandi viđ náttúruvernd iđulega valiđ sér vond vígi til ađ berjast í. Virkjanir í Ţjórsá eru hagkvćmasti virkjanakosturinn í landinu og hefur lítiđ jarđrask á landinu í för međ sér. Sama á viđ um síđustu ákvörđun umhverfisráđherra. Ţađ er ţví holur hljómur og órökrćnn í máli ţeirra sem vilja blása til sóknar gegn ţessum áformum og tala um ađ ţarna sé á ferđinni ađför fólks sem sé sama um umhverfi sitt. 

Ţó svo ađ ţađ sé ákveđiđ ađ nýta hagkvćma virkjunarkosti ţá ţarf ekki ađ hefja framkvćmdir fyrr en ţörf er fyrir orkuna ţađ er svo annađ mál. 

Umhverfisverndarsinnar sem andćfa hagkvćmum virkjunarkostum eins og í Ţjórsá eđa grípa til fráleitra ađgerđa vegna vegagerđar um hraun sem engu máli skiptir koma álíka óorđi á náttúruvernd og sagt hefur veriđ ađ rónarnir á brennivíniđ.  Ţau skađa málstađinn í stađ ţess ađ vinna honum gagn.


Ég lofa fleiri sólardögum.

Einu sinni var stjórnmálaflokkur í Danmörku sem lofađi fleiri sólardögum, styttri vinnuviku, hćrra kaupi og mörgu öđru. Öllum var ljóst líka flokksmönnum ađ ţetta var bara grín. Ég gat ekki varist ađ hugsa til ţessa flokks ţegar ég las áramótagrein Guđmundar Steingrímssonar formanns Bjartrar framtíđar í Morgunblađinu 31. desember s.l. og raunar nokkurra fleiri formanna.

Formađur Samfylkingarinnar virđist horfinn frá vitrćnni stefnu í landbúnađarmálum. Hann virđist horfa framhjá ţví ađ í meira en hálfa öld höfum viđ keppst viđ međ ćrnum tilkostnađi ađ auka útflutning á landbúnađarvörum til annarra landa og selt kindakjöt svo áratugum skiptir til útlanda undir kostnađarverđi. Dýr stefna ţađ fyrir skattgreiđendur og landsins gćđi. Synd ađ Samfylkingin skuli hafa horfiđ frá einu af ţví fáa skynsamlega í stefnu flokksins.

Stefna Katrínar Jakobsdóttur er ađ halda áfram hallarekstri á ríkissjóđi. Áramótagrein hennar er samfelld tala um aukin ríkisumsvif ţó engin innistćđa sé fyrir auknum ríkisútgjöldum. 

Áramótagrein Jóns Ţórs Ólafssonar ţingmanns Pírata kom nokkuđ á óvart. Hún er vel skrifuđ og vísađ til mála sem eru mikilvćg, neytendamála, réttarstöđu lántakenda auk ýmis annars. Ţá er kćrkomiđ ađ loksins skuli stjórnmálamađur vísa til Peter Drucker, en hann var tvímćlalaust einn besti samfélagsrýnandi međan hans naut viđ. 

Af áramótagreinum formanna stjórnmálaflokkanna bar grein Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstćđisflokksins af sem vönduđ og vel skrifuđ. Ég hefđi ađ vísu kosiđ ađ hann hefđi fjallađ um framtíđarsýn til nokkurra ára í grein sinni, en ţađ gerir ţví miđur enginn af formönnunum.

Enginn formannanna tekur undir hatursyrđi Jóhönnu Sigurđardóttur og Steingríms J. Sigfússonar gegn frjálsu markađshagkerfi. Allir formennirnir byggja framtíđarsýn sína á virku markađshagkerfi. Sumir tala um nauđsyn ákveđinna breytinga og aukins ađhalds en sú gamla sósalíska sýn ţeirra Jóhönnu og Steingríms sem kostuđu okkur sviđ mikiđ á síđustu fjórum árum er horfin úr stjórnmálaumrćđunni. Ţađ er í sjálfu sér fagnađarefni og e.t.v. ţađ eina sem mátti greina í áramótagreinunum.

 


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 625
  • Sl. sólarhring: 1084
  • Sl. viku: 4171
  • Frá upphafi: 2447901

Annađ

  • Innlit í dag: 591
  • Innlit sl. viku: 3895
  • Gestir í dag: 572
  • IP-tölur í dag: 558

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband