Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

Markaður og neytendur

Þar sem markaðsstarfsemin er fullkomin er samkeppnin virk og upplýsingamiðlun til neytenda með þeim hætti að þeir vita hvar er hægt að gera hagkvæmustu kaupin. Þannig er það ekki hér á landi. Fákeppni, takmörkuð samkeppni eða jafnvel engin er víða á íslensum markaði.

Þegar ríkisvaldið gerir viðamiklar skattabreytingar sem eiga að leiða til verulegra breytinga á vöruverði er mikilvægt í landi fákeppninnar að vel sé fylgst með því að verðbreytingarnar leiði ekki til verulega hærra vöruverðs. Þegar tvö núll voru tekin aftan af krónunni á sínum tíma var þess ekki gætt sem skyldi sem leiddi til þess að verð hækkaði mikið á ákveðnum vöruflokkum.

Þegar ráðherra neytendamála segir að það eigi ekkert að gera vegna skattabreytinganna og markaðurinn muni sjá um þetta þá vantar stærðir í dæmið svo að þetta virki eins og neytendamálaráðherra segir að það muni gera. Í fyrsta lagi þarf að vera virk samkeppni á markaðnum og í öðru lagi þurfa neytendur að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um vöruverð.

Þegar hvorugu er til að dreifa þ.e. þær vörur sem eru að taka verðbreytingum eru flestar á fákeppnismarkaði og neytendur hafa ekki nægjanlega góðar upplýsingar um vöruverð og gæði þá er nauðsynlegt til að markaðsstarfsemin virki betur að greið og góð upplýsingamiðlun sé til neytenda.

Þess vegna ætti ráðherra neytendamála að endurskoða afstöðu sína í þessu máli og standa fyrir því að ríkisstjórnin feli þeim aðilum á markaðnum sem hafa haft virkast eftirlit með verðlagningu til neytenda, Neytendasamtökunum, ASÍ og aðilum sem halda úti upplýsingum á eigin vegum, að fylgjast vel með verðbreytingum næstu mánuði þannig að verðbreytingar skili sér með eðlilegum hætti til neytenda. 

Tímabundið átak til að fylgjast með verðlagi og miðla upplýsingum til neytenda er nauðsynlegt nú og næstu mánuði til að tryggja eðlilega samkeppni og láta þá sem standa sig í verslun njóta afraksturs erfiðis síns.  


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 247
  • Sl. sólarhring: 778
  • Sl. viku: 4068
  • Frá upphafi: 2427868

Annað

  • Innlit í dag: 230
  • Innlit sl. viku: 3766
  • Gestir í dag: 226
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband