Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015
29.7.2015 | 10:03
Skoðanakönnun fáránleikans
Ríkisútvarpið birti frétt í gær af skoðanakönnun sem RÚV hafði látið gera vegna komandi forsetakosninga. Svo var að heyra að hér væri merkisfrétt, sem sýndi vel afstöðu landsmanna til þess hver eigi að verma forsetastólinn á Bessastöðum næsta kjörtímabil.
Frambjóðendur sem Fréttablaðið hefur sérstaklega kynnt til sögunnar sem frambjóðendur, voru oftast nefndir í könnuninni sem gaf fréttastofu RÚV tækifæri til að tala um sérstakar vinsældir Jóns Kristinssonar Gnarr og Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna.
Við skoðun kom í ljós að skoðnakönnun RÚV er lítið annað en fáránleiki. RÚV lét framkvæma netkönnun þar sem 1400 einstaklingar voru spurður en af þeim svöruðu eingöngu rúmur helmingur. Af þeim rúma helmingi tók minni hlutinn eða 38% afstöðu. Það svarar til þess að 1 af hverjum 5 aðspurðra hafi séð ástæðu til að taka þátt í könnuninni.
Frambjóðendur Fréttablaðsins þau Jón og Katrín njóta því ekki þeirra fjöldavinsælda sem frétt RÚV gaf til kynna. Rúm 4% aðspurðra telur Jón K. Gnarr vænlegan kost í forsetastól og rúm 3% aðspurðra Katrínu Jakobsdóttur. Miðað við þá staðreynd að fram að þessu hafa engir aðrir verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir forsetaframbjóðendur verður að telja að gengi þeirra Jóns K.Gnarr og Katrínar sé afar lélegt þvert á það sem kom fram í frétt RÚV.
Vinsældir Katrínar eru langt fyrir neðan kjörfylgi Vinstri Grænna og vinsældir Jóns K. Gnarr langt frá því kjörfylgi sem hann fékk til borgarstjórnar, þrátt fyrir áróður Fréttalbaðsins. Áhugi kjósenda á þeim sem viðtakandi foreta er vægast sagt afar lítill og það er e.t.v. það eina fréttnæma við þessa skoðanakönnun RÚV.
En það mátti ekki segja einhverra hluta vegna.
28.7.2015 | 11:55
NATO , Tyrkir, Kúrdar og ÍSIL
Tyrkir hafa beðið um fund í fastaráði NATO til að fjallað verði um hernaðaraðgerðir þeirra gegn Kúrdum undir því yfirskini að verið sé að ráðast gegn hermdarverkasamtökunum ISIL.
Tyrkir undir stjórn Erdogan forseta sem er öfgafullur íslamisti hefur færst undir hans stjórn til meiri harðlínustefnu. Stjórn Erdogan hefur stutt starfsemi Isil í Sýrlandi og Tyrkland, hefur verið griðastaður fyrir Isil, þar sem nýir liðsmenn hafa komið til stuðnings við þessi hermdarverkasamtök. Tyrkland hefur verið miðstöð fyrir liðsflutninga, flutninga á vistum og hergögnum auk fjármálastarfsemi fyrir Isil. Eðlilegt er að aðrar NATO þjóðir spyrji Tyrki að því hvort þeir hafi endanlega hætt virkum stuðningi við Isil.
Frá því að Tyrkir tilkynntu að þeir mundu ráðast gegn frelsisher Kúrda í Írak og gegn Isil hefur sprengiregnið dunið á Kúrdum. Ekki fer eins sögum af því að Ísil hafi mátt þola svipaða ásókn frá her Tyrkja. Finnst fulltrúum NATO eðlilegt að þannig sé staðið að verki.
Bandaríkjamenn sem hafa ekki rekið skilvirka utanríkisstefnu á þessari öld, slógust í för með öfgafullum Íslömskum ríkjum eins og Saudi Arabíu, Quatar og Tyrklandi til að koma á borgarastyrjöld í Sýrlandi og hafa viðhaldið henni m.a. með því að styðja Isil, Al Nusra. Þessar þjóðir hafa stuðlað að langvinnu borgaratríði, gríðarlegum hörmungum og bera ábyrgð á morðum hundrað þúsund einstaklinga, mannránum, mannsali og hungursneyð. Fastaráð NATO ætti að ræða þessa hermdarverkastarfsemi NATO ríkjanna Tyrklands og Bandaríkjanna í frjálsu og fullvalda ríki.
Fundurinn í NATO í dag á að verða tímamótafundur þar sem þjóðir Evrópu segja Tyrkjum og Bandaríkjunum að NATO sé friðarbandalag og líði ekki eða hafi jákvæð afskipti af hentistefnu Tyrkja eða Bandaríkjanna og fordæmi aðgerðir þeirra sem hafa leitt til þess að kristið fólk hefur verið hundelt, myrt og selt í ánauð. Að það fordæmi þá stefnu Bandaríjanna og Tyrkja sem hefur leitt til þess að Yasídar hefa verið hundeltir myrtir og seldir í ánauð. Að það fordæmi þá stefnu Bandaríkjanna og Tyrkja sem hefur leitt til langvinnrar borgarastyrjaldar í Sýrlandi með ómælanlegum hörmungum fyrir milljónir fólks og leitt til þess að versta flóttamannavandamálið sem Evrópa hefur þurft að glíma við er núna.
Utanríkisráðherra Íslands ætti að gera grein fyrir að við teljum aðferðir Bandaríkjanna og Tyrkja með stuðningi við hryðjuverkasamtök og bein afskipti af borgarastyrjöldinni í Sýrlandi sé ógn við öryggi Evrópu og það sé komið að þeim að bæta fyrir þau mistök sem þau hafa gert í þessum heimshluta á undanförnuum árum. Þá yrði Gunnar Bragi Sveinsson maður að meiri og ríkisstjórn Íslands væri þá alla vega á réttri leið í mannúðarmálum.
Eða er það bara Úkraína sem skiptir máli?
24.7.2015 | 11:06
Pópúlískir hægriflokkar
Fréttablaðið fjallar í dag um fylgisaukningu stjórnmálaflokka á Norðurlöndunum sem blaðið kallar pópúlíska. Hugtakið pópúlískur flokkur ratar ekki inn í orðabók Háskóla Íslands, en orðfærið er tamt vinstri sinnuðum menntahrokamönnum sem nota það í fyrirlitningarskyni,en þó oftar pópúlískur öfga hægri flokkur.
Samkvæmt orðskýringu þá er pópúlískur stjórnmálaflokkur eða stjórnmálamaður sé sem telur sig fulltrúa venjulegs fólks (ordinary people) og vilja auka réttindi þess og völd. Frægustu pópúlistar fortíðarinnar eru Júlíus Sesar og Ágústus Rómarkeisarar.
Vinstri sinnað fjölmiðlafólk og menntaelíta notar hugtakið "pópúlískur" sem skammaryrði og reynir að koma því inn hjá fólki að samnefnari sé á milli "pópúlisma" og þess að vilja að lönd hafi stjórn á landamærum sínum. Ef stjórnmálaflokkur vill takmarka straum innflytjenda þá er sá í munni "vinstri sinnaða gáfumannafélagsins" hægri pópúlisti jafnvel þó hann eða hún sé ekkert hægri eða vinstri heldur vilji koma í veg fyrir stórslys í innflytjendamálum.
Fréttablaðið vandræðast yfir að hægri pópúlistaflokkar væru að auka fylgi sitt og nefnir Danska þjóðarflokkinn, Svíþjóðardemókrata og Sanna Finna. Þessir flokkar vilja allir eðlilega stjórnsýslu varðandi ólöglega innflytjendur. Blaðamaðurinn gleymir Fremskritspartiet í Noregi af einhverjum ástæðum. Allir þessir flokkar mælast nú með næstmesta fylgi allra stjórnmálalfokka í löndum sínum.
Hvað þá með flokka á Íslandi? Hvaða flokkar eru það sem halda því helst fram þeir séu flokkar venjulegs fólks sem samkvæmt skilgreiningu eru þá pópúlískir flokkar. Verður þá ekki fyrst til að nefna Pírata og Vinstri græna. En þessir flokkar vilja hins vegar opin landamæri og þá falla þeir ekki undir hægrið eða pópúlisma hjá sjálftökumönnum á vinstri vængnum í pólitískum orðskýringum.
17.7.2015 | 08:50
Bjór á bensínstöðvar
Nú stendur til að valdar bensínstöðvar fái að selja bjór og léttvín. Vínmenningarfulltrúar veitingavalds og múgamannagæslu hafa með þessu ákveðið að bjóða upp á þessa neysluvöru í tengslum við akstur bifreiða.
Eftir einn ei aki neinn var sjálfsagt vígorð til að vara við afleiðingum þess að vera ekki alsgáður við akstur. Nú má segja að útúrsnúningurinn úr þessu vígorði hafi orðið ofan á; "fáðu þér tvo og aktu svo".
Akstur og áfengi er ekkert grín eins og ótal mörg dauðsföll og varanleg örkuml fólks sýna best. Bensínstöðvar sem eiga tilveru sína fyrst og fremst undir akstri bifreiða eru því ekki bestu útsölustaðir þessa vímugjafa og passa jafnvel saman og fiskur og reiðhjól eða eitthvað þaðan af afkáralegra.
Á síðasta þingi var lagt fram frumvarp til breytinga á áfengislögum þar sem gert var ráð fyrir að selja mætti bjór og léttvín í matvöruverslunum. Margir brugðust illa við þeirri tillögu og töldu hana vera hið versta mál og færðu ýmis ágætis rök fyrir þeim sjónarmiðum sínum. Málið dagaði því uppi einu sinni enn á Alþingi
Ef til vill gæti það orðið mörgum alþingismanninum til uppljómunar að átta sig á, að láti Alþingi undir höfuð leggjast að ganga frá skynsamlegri löggjöf um mikilvæg mál þá kann svo að fara að þróunin verði enn verri en þeir sem varlega vildu fara ætluðu sér.
Nú hefur það skeð í þessu brennivínssölumáli á bensínstöðvum, illu heilli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.7.2015 | 22:52
Kirkjum breytt í moskur
Hafi Íslendingar álitið að það væri einstaklega nýstárlegt og listrænt að breyta kirkju í mosku sbr. gjörning Íslands á Feneyjatvíæringnum þá er því nú ekki þannig varið.
Í Frakklandi er hreyfing sem stendur á móti því að kirkjum sé breytt í moskur. Nicolas Sarkozy og Valerie Giscard d'Estaing fyrrum Frakklandsforsetar hafa báðir lýst stuðningi við hreyfinguna ásamt Balladur fyrrum forsætisráðherra. Enginn þeirra hefur verið talinn til "hægri" öfgamanna og "pópúlista" svo vinsælt orðfæri vinstri elítunnar á Íslandi um alla þá sem leyfa sér að standa upp fyrir kristilegum og þjóðlegum gildum sé notað.
Immaminn í í stóru Moskunni í París hefur lýst sig fylgjandi að breyta kirkjum í moskur eins og íslensku lístaelítunni finnst svo sniðugt og einstaklga frumlegt af hverju sem það nú kann að vera- þar sem þetta hefur verið gert í meir en 500 ár. Immaminn í stórmoskunni sagði að þrátt fyrir að það væru 2.500 moskur í Frakklandi og 300 í byggingu að það þyfti að tvöfalda fjölda moska í Frakklandi fyrir 2017. Honum finnst því tilvalið að nota kirkjur og breyta þeim í moskur.
Gaman hefði verið að sjá fyrrum forsætisráðherra og ég tala nú ekki um biskupinn og menntamálaráðherrann taka svipaða afstöðu til listaverks Íslands á Feneyjatvíæringnum og þeir Sarkozy, d'Estaing og Balladur gerðu í Frakklandi taka til samskonar hugmynda um gjörning i gömlum kirkjum í Frakklandi.
2.7.2015 | 18:08
Að samsama sig með soranum
Charlie Hedbo var lítt útbreitt franskt ádeiluteikningarit,sem fór iðulega langt yfir öll velsæmismörk í lítilsvirðingu sinni gagnvart skoðunum annarra samborgara þar með talið trúarskoðunum. Blaðið birti ítrekað lágkúrulegar og hallærislegar sóðamyndir af Guði, Jesú, Múhameð og mörgum fleirum.
Charlie Hedbo mátti birta þessar myndir og ádeilu vegna þess að við búum við rit- og skoðanafrelsi eða eins og merkur maður sagði eitt sinn. Klámið og ritfrelsið ganga hönd í hönd. Til að njóta þess góða þurfa menn að umbera hið slæma þó þeir þurfi ekki að samsama sig soranum.
Eitt er að virða rétt einstaklinga til að tjá sig þess vegna meiðandi og særandi fyrir marga. Hitt er að samsama sig þeim sora. Fáir málsmetandi evrópskir stjórnmálamenn hefðu tekið undir með Charlie Hedbo áður en starfsmenn blaðsins voru drepnir í hryðjuverkaárás. Þá var eðlilegt að fólk fylltist samúð og tækju sér í munn "Je suis Charlie" til að lýsa andúð sinni á tilraunum til ritskoðunar og þöggunar.
Í dag var samþykkt að fella ákvæði um guðlast úr lögum. Í sjálfu sér skiptir það ekki miklu máli þar sem að almennt haturs ákvæði eru í almennu hegningarlögunum.
Þegar Alþingi var að samþykkja það að fella niður refisákvæði vegna guðlasts þótti þingmönnum Pírata sæma að koma upp í ræðustól Alþingis og lýsa því yfir um leið og þau greiddu atkvæði með afnámi gulasts út hegningarlögum og segja "Je suis Charlie" Hvað þýddi það? Að Píratar vilji að nú verði sótt að trúarskoðunum kristins fólks, múslima o.fl. og hæða og smá Jesús og Múhameð eins og Charlie Hedbo er þekkt fyrir þar sem ákvæði um guðlast er nú fallið úr lögum?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 18
- Sl. sólarhring: 430
- Sl. viku: 4234
- Frá upphafi: 2449932
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 3945
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson