Bloggfærslur mánaðarins, mars 2017
29.3.2017 | 08:19
Móðir allra sigra
Svo virðist sem að sigur íslenska landsliðsins í knattspyrnu hafi valdið því að þjóðinni muni fjölga töluvert níu mánuðum eftir þennan sögulega sigur.
Blaðið Daily Telegraph segir, að á Íslandi verði sigursins yfir Englandi minnst um ókomna tíð, en nú sé talið að sigurinn hafi einnig haft þá þýðingu að óvænt fjölgun barnseigna fylgi í kjölfarið. Blaðið vísar í lækninn Ásgeir Pétur Þorvaldsson í því sambandi.
Þá er bara að vona að landsliðið haldi áfram að vinna góða sigra svo að framhald geti orðið á fjölgun barnseigna með blómstrandi þjóðlífi og fleiri ánægjustundum með þjóðinni.
Er þá ekki við hæfi að segja áfram Ísland?
25.3.2017 | 09:22
Heilögu landamærin og Rússar.
Evrópusambandið og Bandaríkin hafa farið mikinn vegna þess að Rússar tóku yfir Krímiskaga eftir að viðsjár höfðu aukist með Úkraínu og Rússlandi í kjölfar stjórnarbyltingar í Úkraínu þar sem hin nýju stjórnvöld lýstu yfir eindregnum vilja til að snúa sér til Evrópusambandsins og Bandaríkjanna en efna til óvinafagnaðar við Rússland.
Vesturveldin þ.e. Bandaríkin og Evrópusambandið sögðu að landamæri væru heilög og settu viðskiptabann á Rússland vegna yfirtöku Krímskaga. Íslenska ríkisstjórnin kaus að vera með og þáverandi utanríkisráðherra Gunnar Bragi flutti til Kíev í Úkraínu tímabundið til að lýsa yfir samstöðu við Úkraínu.
Þrátt fyrir að meirihluti þeirra sem búa á Krím séu Rússar og Krímskagi hafi lengstum tilheyrt Rússlandi þá kusu Vesturveldin að nýta sér þetta til að efna til fjandskapar við Rússa.
Heilög landamæri skv. túlkun Evrópusambandsins og Bandaríkjanna í kjölfar þessa voru þau að landamæri væru óumbreytanleg og aldrei kæmi til greina að þeim væri breytt með hervaldi. Flest landamæri í Evrópu og víðar eru þó eins og þau eru vegna þess að beitt var hervaldi. Sjálfsákvörðunarréttur íbúanna varð allt í einu aukaatriði í huga vestrænna stjórnmálamanna sem kusu að halda fram óbreytanleika landamæra.
Í gær lék Ísland landsleik í knattspyrnu við Kósóvó. Hvað er Kósóvó? Hvaða land er það og hvernig varð það til. Kósóvó var hluti af Serbíu og síðar Júgóslavíu þegar sigurvegarar fyrra heimsstríðs breyttu landamærum með hervaldi.
Þegar Júgóslavía var að leysast upp um síðustu aldamót og til urðu ríkin Slóvenía, Króatía, Bosnía-Hersegóvína, Svartfjallaland, Makedónía og Serbía, urðu róstur í Kósóvó. Serbar töldu Kósóvó tilheyra Serbíu eins og það hafði gert um langa hríð. Átök blossuðu upp milli Serba og Albana sem bjuggu í Kósóvó og þegar Serbar létu kné fylgja kviði til að koma uppreisnarmönnum af albönsku þjóðerni í burtu,réðust Vesturveldin á Serbíu.
Nato sem hafði fram að aldamótunum eingöngu verið varnarbandalag breyttist úr varnarbandalagi í árásarbandalag undir forustu Bandaríkjanna og fullum vilja Evrópuríkja. Ísland gerði enga fyrirvara vegna þessa. Árás var gerð á Serbíu m.a. höfuðborgina og Serbar neyddir til að hörfa frá eigin landi og fyrir tilstyrk og forustu Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta varð Kósóvó verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna og lýsti síðan yfir einhliða sjálfstæði árið 2008 við fagnaðaróp stjórnenda Vesturveldanna. Landamæri Serbíu voru nú ekki heilagri en það.
Vesturveldin töldu sjálfsagt að breyta landamærum Serbíu með hervaldi og taka Kósóvó frá Serbum. Sex árum síðar mótuðu þau þá stefnu að aldrei mætti breyta landamærum með hervaldi. Alla vegar ekki þegar um Krímskaga væri að ræða.
Öll þessi framganga skammsýnna vestrænna stjórnmálamanna er dapurleg. Í fyrsta lagi var það hið versta óráð að breyta Nato í árásarbandalag. Í öðru lagi var það hið versta óráð og óafsakanlegt að ráðast á Serbíu með þeim hætti sem gert var. Í þriðja lagi var óráð að efna til ófriðar í austurvegi við Rúss.
Alvarleg og raunveruleg ógn steðjar nú að Vesturlöndum, Rússum og fleirum. Rússar geta í þeirri baráttu verið og eiga að vera okkar traustustu bandamenn. Þess vegna verða leiðtogar Vesturveldana að sýna í verki nýja nálgun gagnvart Rússum og gera okkur og þeim kleyft að auka tengsl og efla samstarf.
19.3.2017 | 17:28
Gróðurmagn í Afríku eykst- Hvað varð um gróðureyðingu vegna hlýnunar?
Á fréttamiðlinum Eyjunni í dag er frétt um rannsókn sem gerð var á gróðurmagni í Afríku. Í ljós kom að þrátt fyrir ágang manna og fleiri meinvætta á gróðurinn, þá hefur hann samt aukist verulega að magni til í álfunni.
Þetta gerist og þrátt fyrir bölvaldinn hnattræna hlýnun af mannavöldum. Samkvæmt þeirri kenningu og fréttum áróðurspresta hlýnunarinnar þá eru stórkostleg vandamál í Afríku vegna hnattrænnar hlýnunar, þurkar, gróðureyðing og afleiðingin landflótti og hungur.
Samkvæmt þessari nýju könnun þá eru staðreyndir allt aðrar. Gróðurmagn í álfunni eykst og það er m.a. vegna aukinnar rigningar. Martin Brand hjá Kaupmannahafnarháskóla sem stjórnaði rannsókninni sem tekur til 20 síðustu ára segir að þar sem gróðureyðing hafi orðið í álfunni sé fyrst og fremst um að kenna ágangi manna.
Þetta hljóta að vera váleg tíðindi fyrir trúarbragðahópinn sem vill leggja milljarða skatta á borgaranna með umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar í broddi fylkingar til að þjóna hinni pólitísku veðurfræði.
Er ekki kominn tími til að stoppa þessa vitleysu?
17.3.2017 | 09:37
Lýðhyggja (Pópúlismi) og andstæða þess.
Sósíalistum er einkar tamt að að hengja merkimiða á þá sem þeir eru ósammála. Fréttamiðlar þeirra hafa sammælst um að uppnefna þá sem berjast gegn opnum landamærum sem lýðhyggjufólk (pópúlista) og þjóðernissinna.
Sé svo hvað eru þá hinir sem eru andstæðingar okkar lýðhyggjufólksins og þjóðernissinnanna. skv. þessari skilgreiningu?
Eru það sérhyggjufólk?
Eða elítufólk?
Þjóðfjandsamlegt fólk?
Eða eitthvað allt annað?
Fróðlegt væri að vita hvað sérstakur og ætíð álitsgjafi fréttastofu RÚV sérfræðingur í lýðhyggju Eiríkur Bergmann kennari hefur um þetta að segja.
Þá er líka einkar athyglisvert að Eiríkur Bergmann og aðrir sósíalistar sem hugsa með sama hætti gagnrýna okkur lýðhyggjufólk og þjóðernissinna skv. þeirra skilgreiningu fyrir að skipta fólki í, okkur og hina. Raunar kannast ég lítt við að beita slíku orðfæri og alla vega þá minna heldur en Erdogan og Eiríkur Bergmann
En meðal annarra orða. Eiríkur Bergmann og hans nótar- eru þeir ekki með merkimiðunum sínum einmitt að skipta fólki í okkur og hina?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2017 | 15:49
Hægri sveifla í Hollandi
AF fréttum fjölmiðla af úrslitum þingkosninga í Hollandi má ætla að flokkur Geert Wilders hafi beðið mikið afhroð og Hollendingar hafi með öllu afneitað hægri stefnu, svonefndum pópúlisma og þjóðernisstefnu. En voru úrslitin þannig?
Þegar rýnt er í kosningaúrslitin þá kemur eitthvað allt annað í ljós en fréttastofa RÚV og "fræðimaðurinn" Eiríkur Bergmann sem kynntur var til leiks í morgunútvarpi RÚV sem sérfræðingur í pópúlisma.
Niðurstaða hollensku kosningana var sú að hægri og miðflokkar júku mjög fylgi sitt þ.á.m. flokkur Geert Wilders, en flokkurinn fékk 25% fleiri þingsæti en í síðustu kosningum.
Hörð afstaða Rutger forsætisráðherra Hollands og bann við fundarhöldum tyrkneskra ráðamanna í Hollandi er talin hafa leitt til fylgisaukningar flokks Rutgers, en að sama skapi að sókn Wilders var ekki eins mikil og spáð hafði verið.
Eftir sem áður stendur að hægri og miðflokkar unnu afgerandi sigur í Hollandi þ.á.m. flokkur Geert Wilders hvort sem fréttastofu RÚV líkar betur eða verr.
Það eru jú staðreyndir mála sem fréttastofur eiga að birta en ekki afbökuð óskhyggja fréttamanna og ímyndun um staðreyndir.
15.3.2017 | 18:56
Af hverju að banna fundi?
Erdogan Tyrkjaforseti hefur ákveðið að sölsa undir sig öll völd í Tyrklandi með lýðræðislegum hætti eins og nokkrum öðrum einræðisherrum í veröldinni hefur áður tekist. Í því skyni sendir hann litlu Göbbelsana sína til að koma áróðrinum á framfæri til að tryggja fylgi við tillögur sem fela í sér endalok raunverulegs lýðræðis í Tyrklandi.
Mörgum hefur komið á óvart að Erdogan hefur m.a. sent ráðherra sína í Göbelsískum tilgangi til ýmissa Evrópulanda vegna þess að það áttaði sig ekki á því hvað margir ríkisborgarar eigin landa eru í raun Tyrkneskir ríkisborgarar og líta fyrst og fremst á sig sem slíka jafnvel þó þeir séu annarrar kynslóðar Tyrkneskir innflytjendur.
Ríkisstjórnir Þýskalands og Hollands hafa amast við þessum útsendurum Erdogan og Erdogan hefur svarað þeim með því að kalla Þjóðverja og Hollendinga nasista, fasista o.fl. sem vinstri stjórnmálamenn nota þegar þeim verður að öðru leyti orða vant.
En hvernig stendur á því að nú síðast ríkisstjórn Hollands skuli standa í því að banna almenna fundi þar sem ráðherrar frá Tyrklandi ávarpa landa sinna. Er það í samræmi við þær lýðræðislegu hefðir sem við viljum halda í heiðri.
Þrátt fyrir að hafa ákkúrat enga samúð með málstað Erdogan þá get ég ekki séð með hvaða rökum ríkisstjórn Hollands meinar almennar og frjálsar umræður og fundi í lýðræðisríki jafnvel þó að það séu erlendir ráðamenn sem ávarpa fundinn. Einhvern veginn rímar það ekki við sjónarmið um frjálst þjóðfélag sem virðir funda-mál- og félagafrelsi.
Afstaða Hollensku ríkisstjórnarinnar er því fordæmanleg og við sem viljum frjálst flæði upplýsinga, funda- og tjáningafrelsi finnst miður að svo skuli vera komið í Hollandi og Þýskalandi að þær stjórnlyndu ríkisstjórnir sem þar stjórna skuli ganga svona langt. Það langt að mér virðist það vera út fyrir lög og rétt á sömu forsendum og Bretar beittu okkur hryðjuverkalögum á sínum tíma illu heilli og þeim til skammar.
En ástæða þess að stjórnlyndu stjórnmálamennirnir í Hollandi og Þýskalandi skuli bregðast svona við er vegna hræðslu við eigin verk og skoðanir. Kosningar eru í dag í Hollandi og ríkisstjórnin reynir það sem hún getur til að koma í veg fyrir að Geert Wilders nái góðu fylgi og grípur til örþrifaráða til að sýnast vilja taka á innflytjendavandamálunum af meiri hörku en áður. Vonandi láta kjósendur ekki rugla sig með þessum taugaveiklunaraðgerðum.
Elítan í Hollandi og Þýskalandi hefur aðeins eina pólitíska stefnu raunar eins og elítan í allri Vestur Evrópu og það er að halda völdum og hafa business as usual. Þeir sem hafa hugsjónir og vilja breyta þægindasamfélagi elítunar eru svo hættulegir óvinir að það verður að grípa til allra ráða m.a. brjóta mannréttindi ef þörf er á til að slá ryki í augu kjósenda og reyna að koma í veg fyrir að elítan missi tögl og halgdir.
Þess vegna eru fundir með "Göbbelsum" Erdogan bannaðir í taugaveiklunaraðgerðum í aðdraganda kosninga. En stefnan er samt ekki sú að breyta neinu um innflytjendastefnu eða undnasláttarstefnu gagnvart Islam. Það er staðreyndin í málinu.
Á sama tíma og Erdogan ríður nú röftum og fer með himinskautum í áróðri sínum, þá dettur engum fréttamanni á Vesturlöndum í hug að kalla hann hægri sinnaðan þjóðernisofstækismann og pópúlista.
Af hverju skyldi það nú vera? Eru þeir e.t.v. ekki búnir að fá línuna sína frá þeim sem þeir telja hafa einkarétt á sannleikanum eins og þeir Þjóðviljamenn forðum sem tjáðu sig ekki fyrr en línan frá Kreml var komin í hús.
8.3.2017 | 10:09
Klósett og kyn
Sú var tíðin að konur háðu harða baráttu fyrir að hafa sérstök klósett eða salerni sérmerkt og sérgreind bara fyrir sig. Konurnar sögðu að þær vildu ekki hafa klósettsetur útbíaðar eftir að karlar hefðu staðið og pissað út um allt. Þetta var á þeim tíma sem karlar pissuðu standandi.
Nú hefur hópur kynfræddra kvenna upp á nýjan móð ásamt öðrum álíka þenkjandi einstaklingum komist að þeirri niðurstöðu að ekki megi merkja eða sérgreina klósett til að hópur 0.007% þjóðarinnar sem á við kynáttunarvanda að stríða verði ekki niðurlægður. Niðurlægingin fellst í því að kynáttuvandar þurfi að fara inn á sérmerkt klósett.
Þessi þanki er fullkomnaður með því að halda því fram og boða skv. SS (stjórnmálaleg málfarssamkvæmni) að hver einstaklingur sé þess kyns sem hann telur sig vera þá stundina.
Gulli vinur minn sagði af því tilefni að hann hefði fæðst allt of snemma. Hann vildi hverfa 50 ár aftur í tímann, en þá hefði hann, er hann gekk í gagnfræðaskóla, eins og það hét þá, talið sér líða eins og konu þegar stelpurnar fóru í leikfimi og sturtu. Hefði þá ekki komið að sök sagði Gulli, þó að ákveðinn líkamshluti hefði ekki fylgt þessari ætlun hans, en hefði við þessar aðstæður sýnt af sér fulla og óskoraða reisn. Gulli sagði að þá hefi hann bara horfið á braut þar sem honum hafi verið farið að líða eins og karlmanni þá stundina- Líðan hans sem konu hefði síðan komið í byrjun næsta leikfimitíma stelpnanna.
Við andstæðingar orðræðu SS(stjórnmálalegrar samkvæmni) eigum í vök að verjast og megum horfa á SS liðana brjóta niður hvert vígi kyngreiningar á fætur öðru og hefðbundinna samskipta kynjanna þegar gagnkynhneigðir eiga í hlut. Venjulegt fólk verður líka að sætta sig við að Hæstiréttur og Evrópusambandið hafa nánast svipt aðra æruvernd en svonefnda þolendur hatursorðræðu og eru þar múslimar og samkynhneigðir nánast þeir einu sem njóta þeirrar æruverndar.
6.3.2017 | 12:17
Umskurður
Almennt er viðurkennt að umskurður á kynfærum kvenna eða stúlkna sé viðbjóðsleg árás á frelsi konunnar og gróf misþyrming á líkama hennar, sem hafi varanlegar skaðlegar afleiðingar.
Í grein sem ég las nýverið er því haldið fram að umskuður á lim karlmanna eða sveinbarna sé í fleiri tilvikum en færri til þess fallinn að valda þeim karlmanni vandræðum sem fyrir því verður.
Fornaldartrúarbrögð hafa þessa ósiði og siðlausa atferli í hávegum. Þeir sem trúa á Gamla testamenntið fylgja boðum Guðs um að færa honum forhúðir drengja svo að Gyðingar megi verða Guðs útvalda þjóð. Það var og- Trúir því einhver að Guð hafi valið einhverja þjóð sérstaklega sem útvalda fram yfir aðrar þjóðir? Sá Guðdómur er þá heldur betur rasískur.
Fólk ætti að fletta upp á 17. kafla fyrstu Mósebókar 9-14. vers þar segir m.a. "Allt karlkyn meðal ykkar skal umskera. Þið skuluð umskera hold forhúðar ykkar. Það er tákn sáttmálans milli mín og ykkar." Guðdómur sem metur forhúð lims ungra drengja svona mikils er vægast sagt pervert.
Nú fjölgar fólki á landi hér frá löndum þar sem umskurður er tíðkaður. Ekki síst umskurður á kynfærum stúlkna.
Umskurður er gróf árás á kynfrelsi og líkama þess sem fyrir því verður hvort heldur er um að ræða svein- eða meybarn. Það ber að banna slíka líkamsárás ótvírætt með lögum.
Í 218.gr.a almennra hegningarlaga er vísað til líkamsárásar á konur og kynfæri hennar. Þar er hins vegar ekki minnst á sambærilega árás á kynfæri drengja. Þá er umskurður sem slíkur ekki beinlínis bannaður.
Það þarf að taka af öll tvímæli um það með beinni lagasetningu að umskurður bæði svein- og meybarna sem og unglinga sé bannaður og liggi þungar refsingar við mun þyngri en eru skv. 218.gr.a almennra hegningarlaga.
Þó svo að einhverjir Gyðingar eða þá Múhameðstrúarmenn telji að sér vegið með því, þá verða þeir að sætta sig við sjónarmið okkar um réttindi einstaklingis og vald einstaklingsins yfir eigin líkama hvort sem það er í þessu máli eða öðrum.
4.3.2017 | 11:23
Okurlandið
Mér er sagt að hægt sé að kaupa ákveðnar íslenskar merkjavörur ódýrara erlendis frá í netverslun en út úr búð framleiðandans hér heima.
Vextir eru langtum hærri hér en í okkar heimshluta og lánakjör verri. Þetta bitnar á fólki og fyrirtækjum og eykur dýrtíð.
Frelsi fólks til að gera hagkvæm innkaup er takmarkað af stjórnmálamönnunum, með ofurtollum og innflutninghöftum.
Þegar krónan lækkar gagnvart erlendum gjaldmiðlum þá hækka vörur samstundis og það verður verðbólga með tilheyrandi hækkun verðtryggðra neytendalána.
Þegar krónan hækkar í verði gagnvart erlendum gjaldmiðlum þá lækka vörur seint og illa og meiri háttar verðhjöðnun mælist ekki í vísitölunni.
Verðlag er svo hátt og okrið mikið, að það er líklegur orsakavaldur þess að blómlegasti og mest gjaldeyrisskapandi atvinnuvegur okkar ferðamennskan verði eyðilögð.
Í öllum löndum sem við viljum líkjast hafa stjórnvöld virk afskipti af markaðnum fyrir neytendur, ef vextir eða verðlag er óeðlilegt. Hér hafa stjórnvöld jafnan slegið skjaldborg um okrið og skiptir þá engu hvort sjálfkallaðir félagshyggjuflokkar eru við stjórn eða aðrir.
Er ekki tími tilkominn að breyta þessu?
Hvernig væri að stjórnendur þjóðfélagsins einhentu sér í að bæta kjör almennings með því að tryggja okkur sömu og sambærileg kjör á vöxtum, vörum og þjónustu og annarsstaðar í okkar heimshluta.
3.3.2017 | 08:54
Háskólar vísindi og tjáningarfrelsi
Háskólar eiga að vera vagga vísinda, rökræðna og tjáningarfrelsis. Viðhorf þeirra sem vinna við háskóla víða á Vesturlöndum, kennara og nemenda er hins vegar allt annað.
Háskóli í Cardiff á Englandi hefur birt leiðbeiningar um óæaskileg orð til þess að meiða ekki fólk vegna kynferðis þess. Skv. því er "gentlemans agreement" bannað.
Í háskóla í Cambridge amast stúdentar við því að fá Jamaican stew og Tunisian rice og segja að það vísi ekki til réttra menningarlegra sjónarmiða. Í öðrum háskóla í Cambridge var ævisaga Winston Churchill rituð af David Irving fjarlægð á bókasafni skólans vegna skoðana sagnfræðingsins.
Tímaritið Spike sagði í síðasta mánuði að 90% breskra háskóla tækju þátt í að takmarka tjáningarfrelsið m.a. hefðu 21 háskóli bannað ákveðnum úrvals álitsgjöfum að tala eingöngu vegna skoðana þeirra. Ákveðnar skoðanir og sjónarmið eru bönnuð eins og á tímum rannsóknarréttarins.
Átta af hverjum tíu fyrirlesurum í háskólum í Bretlandi er vinstra fólk, sem leiðir til hættu á hóphegðun. Adam Smith stofnunin segir að þetta hafi leitt til þess að ekki sé lengur tekist á um ólíka skoðanir og ætlanir og ályktanir um lykilmál séu ákvörðuð á grundvelli hóphegðunar um hinn eina rétta sannleika. Í því skyni að koma fram hinni einu réttu skoðun hélt prófessor í Sussex seminar um það með hvaða hætti ætti að fara fram gagnvart hægri sjónarmiðum og kæfa þau í fæðingu.
Þessu furðufyrirbæri sem margir háskólar eru að verða vegna rétttrúnaðar í stað vísindalegra vinnubragða, leiða til óskapnaðar þar sem ástæða er til fyrir stjórnmálamenn að gaumgæfa hvort peningum skattgreiðenda sé ekki betur varið til annars vísindastarfs en skoðanakúgaðra háskóla.
Háskólaspeki nýaldar hefur fundið það út að fólk sé í raun þess kyns sem það telur sig vera hverju sinni. Þegar svo er komið þá er ekki furðulegt að þolinmæði fyrir hlutlægum umræðum og vísindastarfi bíði hnekki og tímar allsherjarríkisins í anda fasismans, sem Mussolini fasistaforingi talaði um renni upp fyrir tilstilli vinstri háskólaspekinnar.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 21
- Sl. sólarhring: 432
- Sl. viku: 4237
- Frá upphafi: 2449935
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 3948
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson