Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2018

Öreigar allra landa sameinist - hvað?

Vígorð kommúnista "Öreigar allra landa sameinist". Í síðustu málsgrein kommúnistaávarps Karls Marx og Friedrich Engels á undan vígorðinu segir: "Kommúnistar álíta sér ekki sæmandi að leyna skoðunum sínum og áformum. Þeir lýsa því opinberlega yfir að tilgangi þeirra verði aðeins náð í alsherjarbyltingu. Látum ríkjandi stéttir skjálfa af ótta við kommúnistabyltinguna. Öreigarnir hafa þar engu að tapa öðru en hlekkjunum. En þeir hafa heilan heim að vinna".

Þeir verkalýsðleiðtogar og aðrir sem taka sér þetta vígorð "Öreigar allra landa sameinist" í munn, verða að átta sig á að þetta er vígorð og herhvöt um kommúníska allsherjarbyltingu. Þeir sem eiga ekki samleið með slíkri hugmyndafræði ættu því að sleppa þessu vígorði. 

Á þeim 170 árum sem liðin eru frá því að Kommúnistaávarpið kom út hafa ýmis tilbrigði kommúnískra byltinga og stjórnarhátta verið prófuð í fjölda landa. Niðurstaðan er alls staðar sú sama. Harðstjórn, fjöldamorð, aukin fátækt og eymd, öreigum fjölgar.

Fólk ætti ekki að gleyma morðum Stalíns á tugum milljóna eða stóra stökks Mao framávið sem kostaði tugi milljóna lífið auk menningarbyltingarinnar þar sem fjöldaaftökur voru algengar. Ógnarstjórnin í Kambódíu undir stjórn Rauðu Khmerana ætti líka að vera víti til varnaðar þar sem stór hluti landsmanna dó eða var drepinn vegna stjórnarhátta kommúnistanna. 

Kommúnistastjórnir hafa aldrei gefið öreigum betra líf heldur fjölgað þeim þar sem þeir hafa komist til valda. Engin hugmyndafræði hefur kostað fleiri mannslíf en kommúnisminn. 

Sovétríkin dóu vegna þess að þau gátu á endanum ekki brauðfætt sig. Hungursneyð var víðtæk í ýmsum hérðum Kína allt til þess að kommúnistastjórnin þar fór að heimila markaðshagkerfinu að vinna í landinu. Síðan þá hafa milljónir öreiga orðið eignafólk.

Gjaldþrot kommúnismans blasir allsstaðar við,þar sem hann hefur verið reyndur. Samt telja ýmsir sæmandi að taka helsta vígorð herhvöt kommúnistabyltingarinnar sér í munn. 

Í dag er annar hópur þjóðfélagsins sem þarf að sameinast og rísa upp en það eru skattgreiðendur, sem eru þrautpíndasti hópur samfélagsins, sem þarf að greiða um helming launatekna sinna í einu eða öðru formi til hins opinbera. Skattpíningin veldur því,að stórir hópar eiga þess ekki kost að spara til eignauppbyggingar. Ríkiskerfið og bákn sveitarfélaganna stækkar og stækkar ár frá ári og hindrar borgarana í að spara og skapa sér bætt lífskjör. 

Besta kjarabót launþega er sú að persónuafsláttur verði hækkaður verulega og hlutfall skatta af lágum og meðaltekjum lækkaður verulega. Allir mundu hafa hag af því að umgjörðin um vinnu einstaklinga og smáfyrirtækja í atvinnurekstri yrðu einfölduð og gjöld lækkuð. Með því móti væri hægt að lyfta fleirum og fleirum frá fátækt til bjargálna og koma fleirum og fleirum úr stétt öreiga í stétt eignafólks.

Með því að virkja dugnað, áræði, útsjónasemi og sparnað fólks og gefa hinum vinnandi einstaklingi kost á því að spara til eignauppbyggingar í stað þess að hirða allt af honum í skatta, umfram brýnustu lífsnauðsynjar, vinnum við best gegn fátækt, örbirgð og því að öreigar verði í landinu. 


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 19
  • Sl. sólarhring: 430
  • Sl. viku: 4235
  • Frá upphafi: 2449933

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 3946
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband