Bloggfærslur mánaðarins, desember 2019
29.12.2019 | 12:28
Sérkennilegt réttlæti. Aðeins 1.6% kvótaflóttamanna eru kristnir.
Kvótaflóttamenn eru þeir, sem ríkisstjórnin felur Rauða Krossinum að velja til að koma til landsins á kostnað skattgreiðenda. Lítið eftirlit er með því hvernig þetta verkefni er leyst af hendi. Hvort þeir sem mest þurfa á að halda njóti þeirra forréttinda að fljúga til Íslands og búa hér við betri aðstæður, en ríkið er tilbúið til að búa verst settu íslensku ríkisborgurunum.
Ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins kynnti þá stefnu ríkisstjórnar Íslands þ.18.desember s.l., að íslenska ríkisstjórnin ætlaði að stórauka innflutning á svonefndum kvótaflóttamönnum. Á þessu ári hefur ríkisstjórnin flutt inn 74 kvótaflóttamenn og heimilað 311 sögðum flóttamönnum til viðbótar dvöl og uppihald í landinu eða alls 385. Sambærileg tala fyrir Bandaríkin miðað við fólksfjölda eru 18 manns.
Nokkur atriði vekja athygli. Í fyrsta lagi þá virðist sú stefna Sameinuðu þjóðanna að flóttamenn fái aðstöðu sem næst heimabyggð fokin út í veður og vind. Í öðru lagi er þeim hópi flóttafólks, sem á við mestu erfiðleika að búa ekki sinnt.
George Carrey fv. erkibiskup í Canterbury hefur hafið rannsókn á hvers vegna hlutfall kristinna kvótaflótamanna er sáralítið. Aðeins 1.6% af kvótaflóttafólki til Bretlands er kristið fólk. Hlutfallið í öðrum Evrópuríkjum er svipað.
Kristið fólk og Yasidar hafa búið við mestu ofsóknir í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi, en samt eru þeir nánast ekki gjaldgengir til að njóta hjálparstarfs kristinna ríkja Vestur- Evrópu. Aðeins 16 af hverjum 1000 kvótaflóttamönnum sem koma til Vestur-Evrópu eru kristnir hinir eru Múhameðstrúar. Segir þetta einhverja sögu. Já e.t.v. þá, að kristnu fólki er ekki vært í flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna af því að þar er það ofsótt líka. Þeir sem velja kvótaflóttafólk ættu að huga að þessu ef þeir eru að vinna vinuna sína með eðlilegum hætti.
Hvaða mannúð er fólgin í því, að skilja eftir þá sem mest þurfa á aðstoð að halda.Biskupinn yfir Íslandi, sem talar meira fyrir innlfutningi á flóttamönnum en boðun Jesú , ætti að fá úttekt á því hvað hátt hlutfall kvótaflóttamanna hér eru kristnir, hvað hátt hlutfall eru Yasidar og hvað hátt hlutfall eru Múhameðstrúar. En e.t.v. finnst henni sér ekki koma það við.
Getur það verið stefna biskupsins yfir Íslandi, Rauða krossins og ríkisstjórnarinnar sé að það eigi að skilja kristið fólk eftir og hafa það útundan á meðan þeir sem minna þurfa á aðstoð að halda eru fluttir til þess Íslands sem einu sinni játaði kristna trú og gerir það í sjálfu sér enn að nafninu til.
24.12.2019 | 10:02
Friðarins jól
Í fyrri heimstyrjöld stóð þýskur hermaður varðstöðu á hernumdu svæði í Frakklandi á jólanótt. Breskur hermaður sem, hafði orðið viðskila við liðsmenn sína sá þýska hermanninn og mundaði byssuna til að skjóta hann. Á sama augnabliki dró ský frá fullu tungli og breski hermaðurinn sá andlit þýska hermannsins greinilega. Allt í einu hóf þýski hermaðurinn auglit sitt til himins og fór að syngja "Heims um ból". Breski hermaðurinn lét byssuna síga og hlustaði á yndislegan sönginn og ákvað að skjóta ekki og fara til baka.
Allmörgum árum síðar var stórt farþegaskip á leið yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna á aðfangadag. Fjöldi farþega var um borð og meðal þeirra frægur þýskur söngvari. Skipstjórinn bað hann um að syngja Heims um ból á aðaldekkinu þegar kvöldaði. Veður var kyrrt, tunglið var komið upp og gekk sinn gang. Þýski stórsöngvarinn horfði til himins og hóf síðan upp raust sína og söng "Heims um ból". Þegar hann hafði lokið söng sínum vék sér að honum maður og spurði hvort hann minntist þess að hafa staðið varðstöðu í fyrri heimstyrjöld á ákveðnum stað í Frakklandi fyrir mörgum árum á aðfangadagskvöld. Söngvarinn sagðist muna vel eftir því. Þá sagði sá sem vék sér að honum. Ég var þar líka og ætlaði að skjóta þig. En þegar þú byrjaðir að syngja og eftir það, þá gat ég ekki fengið það af mér. Þú átt söngnum það að þakka, að þú ert hérna núna.
Þessi saga segir okkur að í miðri vifirringu styrjaldar, þá horfir kristið fólk til þess, að jólin eru táknmynd friðar og velferðar alls mannkyns. Það er okkar að reyna að tryggja það, að þannig geti allt kristið fólk notið jólahátíðarinnar. Við Íslendingar höfum verið svo gæfusöm þjóð, að hafa notið friðar öldum saman og getað rækt trú okkar óáreitt. Fjöldi annarra kristinna er ekki svo lánsamur.
Skýrsla sem unnin var fyrir breska utanríkisráðuneytið og kom út í s.l. maímánuði segir að sumsstaðar á jörðinni séu útrýming kristins fólks svo mikil og skipulögð að raunverulega sé um þjóðarmorð að ræða. Þar sem vagga kristninnar stóð í Mið-Austurlöndum hafa árásir á kristna verið hvað mestar og fjöldi kristinna í Írak eru nú rúmlega 100 þúsund, en þeir voru árið 2003 ein og hálf milljón. Lagt er til að þess verði krafist af ríkjum í Mið-Austurlöndum, Egyptalandi og löndum norðanverðrar Afríku, að þau hlutist til um að tryggja réttindi og öryggi kristins fólks og fjallað um það hvernig þjóðir heims geti lagt sitt að mörkum og leiðir til þess að tryggja trúfrelsi kristins fólks.
Í stefnuskrá breska Íhaldsflokksisn fyrir síðustu kosningar kom fram, að flokkurinn ætlar að beita sér fyrir að þær tillögur, sem koma fram í skýrslunni nái fram að ganga. Boris Johnson forsætisráðherra mun hafa brugðið verulega þegar hann var utanríkisráðherra Breta þegar hann sá þær staðreyndir, sem eru fyrir hendi um ofsóknir á hendur kristnu fólki og hvað það þarf að þola. Að jafnaði eru 12 kristnir drepnir í trúarbragðaofsóknum á hverjum einasta degi.
Í jólaávarpi sínu í dag mun Boris Johnson lýsa yfir samúð með kristnu fólki sem sætir ofsóknum um allan heim og heita því að styðja það til að það geti iðkað trú sína og segja;
"Í dag umfram aðra daga, vil ég að við minnumst kristins fólks um allan heim, sem þarf að þola ofsóknir" og síðan; "Sem forsætisráðherra vil ég breyta ákveðnum hlutum. Við munum standa með kristnu fólki hvar sem er í algerri samstöðu og verja réttindi ykkar til að iðka trúarbrögð ykkar hvar sem er í heiminum"
Þessi boðskapur breska forsætisráðherrans og stefnumörkun Íhaldsflokksins fyrir síðustu kosningar um að standa vörð um réttindi kristins fólks í heiminum er kærkomin nýlunda í hinum vestræna heimi. Fram að þessu hafa stjórnmálamenn Vestur Evrópu og því miður kristnar kirkjur látið eins og þeim komi málið ekkert eða lítið við.
Nú skiptir máli að orðunum fylgi athafnir og kristnar þjóðir fylki sér einhuga undir þann gunnfána frelsis og mannréttinda, sem Boris Johnson talar um og gæti þess að kristið fólk njóti mannréttinda hvar sem er í heiminum og fylgi því eftir með þeim hætti, sem þörf krefur til að sá árangur náist, að kristið fólk hvar sem er í heiminum megi njóta friðarjóla og geti iðkað trú sína án stöðugs ótta.
Ég óska ættingjum mínum og vinum sem og landsmönnum öllum og kristnu fólki hvar sem er í heiminum;
GLEÐILEGRA JÓLA.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.12.2019 | 10:15
Trump ákærður
Lítinn fróðleik var að finna í umræðum á Bandaríkjaþingi í gærkvöldi, um ákæru á Trump. Umræður á Bandaríkjaþingi hafa oft verið athyglisverðar, en ekki í þetta skipti. Þingmenn komu hver á fætur öðrum nánast allir með skrifaðar ræður og grúfðu sig ofan í textann, en mæltu ekki af munni fram af sannfæringu.
Ömurleikinn var fullkomnaður þegar ein þingkona Demókrata flutti með harmrænum hætti álit sonar síns, sem hún sagðist ætla að virða.
Ein megin málsástæða Demókrata fyrir sakfellingu Trump er, að hann hefði skaðað þjóðaröryggi Bandaríkjanna með því að tefja fjárframlög til Úkraínu um einn mánuð. Hvernig í ósköpunum getur sæmilega skynsamt fólk fundið vitrænt orsakasamband þar á milli? Sérstaklega þegar enginn varð skaðinn.
Þesi farsi er Demókrötum til mikils vansa og þeir setja hættulegt fordæmi. Óháð því hvaða álit fólk hefur á Trump, þá er þessi málatilbúnaður Demókrata þeim til skammar. Málatilbúnaður sem þessi getur skaðað öryggi Bandaríkjanna.
Svo er annað mál að það er sérstakt, að meira að segja forseti Bandaríkjanna getur ekki talað í símann án þess að legið sé á hleri að hættu Klaustur Báru í símtali við erlendan forsætisráðherra.
Öllum er ljóst, að þetta er flokkspólitísk hefnd Demókrata gegn Trump enda. Engir nema Demókratar greiddu atkvæði með að undanskildum þrem, sem vildu ekki fylgja með í vitleysunni. Á sama tíma og Demókratar hamast að forsetanum er öllum ljóst, að þessi málatilbúnaður þeirra er einskis virði þar sem hann verður felldur í Öldungardeildinni og það var þeim ljóst strax í upphafi. Málatilbúnaðurinn er því ómerkilegt asnaspark.
Hvers vegna var lagt á stað í þessa vegferð? Varla er hún til þess fallin að auka þjóðaröryggi Bandaríkjanna eða virðingu.
18.12.2019 | 12:03
Úlfur í úlfsgæru
Sú stefna Erdogan Tyrklandsforseta að gera Tyrkland að Íslömsku ríki hefur legið ljós fyrir frá því að hann tók við embætti. Samt sem áður heldur skrifræðisfólkið í Brussel fast við þá stefnu, að Tyrkland verði aðildarríki Evrópusambandsins og sterk andsstaða gegn Erdogan innanlands í Tyrklandi hefur enn komið í veg fyrir að hann kæmi öllu sínu fram.
Erdogan hefur fangelsað þúsundir blaða- og fréttamanna og ótaldir hafa horfið sporlaust og verið myrtir. Með fantatökum og beitingu dómstóla og lögreglu hefur hann nánast náð einræðisvaldi í Tyrklandi.
Upplýst hefur verið að hryðjuverkasamtökin Hamas njóta sérstaks stuðnings Tyrkja og þau skipuleggja árásir á Ísrael m.a. frá Istanbul þaðan skipulögðu þau morðárás á borgarstjóra Jerúsalem fyrr á þessu ári. Skömmu síðar tók Erdogan á móti Ismail Haniyeh foringja Hamas og lýsti þar yfir órjúfanlegum stuðningi við Hamas. Blóði drifnir hryðjuverkamenn Hamas samtakanna, sem m.a. Bandaríkin hafa krafist að verði handteknir ferðast óhindrað til og frá Tyrklandi.
Á sama tíma og Tyrkland lýsir yfir stuðningi við Hamas og leyfir þeim að skipuleggja morðárásir og önnur hryðjuverk frá Istanbul hafa ýmis Arabaríki horfið frá stuðningi við þau m.a. Saudi Arabía og er þá langt til jafnað.
Á stefnuskrá Hamas er að útrýma öllum Gyðingum. Ekki bara Gyðingum í Ísrael heldur öllum Gyðingum hvar svo sem þeir fyrirfinnast. Stefna Adolfs Hitlers var að útrýma Gyðingum í Evrópu. Hamas samtökin ganga því enn lengra í hryllingnum en Hitler og NATO ríkið Tyrkland styður það.
Tyrkland Erdogan á ekkert erindi í Evrópusambandið og rétt væri að víkja þeim úr NATO. Einræðisríki sem virða ekki mannréttindi eiga ekki að fá að vera í NATO.
Nýlega ítrekuðu Hamas samtökin upprunaleg markmið sín sem eru m.a. að eyða Ísrael og stofna þar Íslamskt ríki.
Sérkennilegt að stjórnmálaforingjar Evrópu sækist eftir að sitja til borðs með Erdogan á sama tíma og þeir fordæma Adolf Hitler.
13.12.2019 | 10:07
Hvað gera Bretar svo?
Boris Johnson og breski íhaldsflokkurinn eru ótvíræðir sigurvegarar bresku kosninganna. Þannig er það oft, þegar nýr leiðtogi með skýra framtíðarsýn á samtímaverkefni og nýtur trausts tekur við leiðtogastöðu.
Fjölmiðlaelítan og elíta fræga fólksins hefur haldið því fram, að Johnson væri tækisfærissinni, illa gefinn, pópúlisti- einskonar Mini-Trump. Í skopteikningum voru þeir iðulega teiknaðir samspyrtir sem snýtt út úr sama nefinu, þrátt fyrir að allir sem fylgjast með pólitík sé ljóst, að verulegur munur er á þessum tveim mönnum, sem og áherslum þeirra í pólitík.
Boris hefur sýnt það frá því að hann tók við embætti forsætisráðherra og viðbrögðum við flókinni og erfiðri stöðu, að hann er í fremstu röð stjórnmálamanna. Í kosningabaráttunni stóð hann sig einstaklega vel og sló að því er virðist hvergi feilnótu.
Næsta mál á dagskrá í Breskri pólitík er að ljúka Brexit samningunum við Evrópusambandið og aðlaga samfélagið að þeim áskorunum og tækifærum, sem sú nýja staða hefur í för með sér. Á næstu árum kemur í ljós hvort að talsmenn þjóðríkisins, sem kröfðust útgöngu úr Evrópusambandinu höfðu rétt fyrir sér, en á því tel ég lítinn vafa miðað við þróun Evrópusambandsins síðustu ár.
Óneitanlega er sérstakt að flokkur eins og Verkamannaflokkurinn, sem vill vera öflugur flokkur, sem nýtur stuðnings helmings eða meirihluta þjóðarinnar, skuli hafa valið til forustu,gamlan sultardropastjórnmálamann einskonar Gunnar Smára Egilsson til að prédika kosti sósíalísks markaðshagkerfis, sem allt viti borið fólk veit að getur ekki leitt til annars en versnandi lífskjara auk annarra vondra kosta.
Þessi 180 gráðu viðsnúningur Verkamannaflokksins frá því að Tony Blair og félagar hans boðuðu fráhvarf frá sósíalismanum og kosti markaðshagkerfisins, varð þess valdandi að tap Verkamannaflokksins varð mun meira en ella hefði verið. Spennandi verður að fylgjast með átökum innan Verkamannaflokksins á næstunni.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 64
- Sl. sólarhring: 807
- Sl. viku: 6263
- Frá upphafi: 2471621
Annað
- Innlit í dag: 53
- Innlit sl. viku: 5714
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson