Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2021

Á gröf hins látna blikar bensíntunna

Eitt af höfuđskáldum 20.aldar Steinn Steinar orti á sínum tíma um andlát Kommúnistaflokks Íslands, ţegar Sameiningarflokkur alţýđu, Sósíalistaflokkurinn var stofnađur. Kvćđiđ hét Kommúnistaflokkur Íslands, in memoriam. Í lokahendingum kvćđisins segir:

"En orđstír hans mun lifa um ár og aldir

 ţó allt hans starf sé löngu fyrir bí. 

 Á gröf hins látna blikar bensíntunna

 Frá British Petroleum Company"

Skáldinu fannst sínir gömlu félagar vera komnir í bland viđ hin kapítalísku tröll međ ţví ađ samsama sig međ Sósíalistaflokknum. 

Í gćr fór Katrín Jakobsdóttir formađur VG í ćđsta musteri kapítalískra pappírsbaróna, Kauphöllina til ađ hringja bjöllu til ađ opna fyrir ţađ veđmang og lotterí kauphallarfursta, sem framleiđendakapítalistar hafa á stundum haft illar bifur á sbr. ţá Thomas Alva Edison og Henry Ford, sem vildu međ störfum sínum og uppfinningum leggja grunn ađ bćttum lífskjörum hins vinnandi manns. En ţeir gátu aldrei séđ ađ kauphallarbrask gćti orđiđ til ţess.

Varla er hćgt ađ komast lengra frá sósíalískri hugsun en samsama sig međ hugmyndafrćđi pappírsbarónanna eins og Katrín gerđi í gćr. Raunar verđur ađ segja ţađ pappírs- og lotterískapítalistunum á Nasdaq, ţađ til hróss, ađ ţeim tókst ađ selja alţjóđakvennahreyfingu og sumum stjórnmálamönnum ţ.á.m. Katrínu, ađ bjölluhringing framákvenna til ađ opna fyrir viđskipti í hámusteri pappírskapítalismans einn dag á ári,  hefđi eitthvađ međ kynjajafnrétti ađ gera.  

Upphaf kvćđis Steins Steinars gćtu ţví sanntrúađir sósíalistar nú kyrjađ um útför sósíalískrar hugmyndafrćđi Vinstri grćnna, sem er ţó í sjálfu sér Guđsţakkarvert ţar sem ţeir hafa nú fundiđ hiđ Kapítalíska leiđarljós.

"Sic transit gloria mundi(Ţannig fer um dýrđ heimsins) mćtti segja"

sagđi Steinn Steinar í kvćđi sínu um hugmyndafrćđilegt andlát Kommúnistaflokks Íslands. Spurning er hvort ţađ sama á ekki viđ um VG í dag.

 

 


Mitt er ţitt

Ríkissjóđur er rekinn međ meir en milljarđs halla á sólarhring. Ţannig gengur ţađ ekki endalaust. Fyrr en síđar lendum viđ í ógöngum.

Einn af ţeim sem skilur ekki samhengi á milli tekna og útgjalda ríkissjóđs er félagsmálaráđherrann Ásmundur Einar Dađason. Nýveriđ ákvađ hann, ađ erlendir velferđarfarţegar, sem heita á fínu máli umsćkjendur um alţjóđlega vernd skyldu fá sömu ţjónustu og svonefndir kvótaflóttamenn.

Ađ sjálfsögđu er reginmunur á kvótaflóttamönnum,sem ríkisstjórn ákveđur ađ taka inn í landiđ, vegna báginda sinna og hlaupastráka, sem leita uppi hagkvćmasta landiđ í Evrópu ţar sem viđgjörningurinn er bestur og margir hafa ţeir fariđ yfir mörg lönd Evrópu áđur en ţeir ákveđa ađ reyna ađ koma sér inn hér á ţeim vafasömu forsendum sem ţeir jafnan byggja á.

Velferđarfarţegarnir eru venjulegast međ nýjustu og dýrusta farsíma, en svo merkilega vill til ađ ţeir hafa týnt öllum sínum persónulegu gögnum ţ.á.m. vegabréfi og ţví upphefst dýr málarekstur á kostnađ skattgreiđenda og á ţeim tíma hefur félagsmálaráđherra ákveđiđ ađ ţeir skulu hafa betri kjör en ţeir Íslendingar sem lakast eru settir. 

Nú á ađ verđlauna ţessa ólöglegu innflytjendur međ ţví ađ útvega ţeim sama viđgjörning og kvótaflóttamenn sem leiđir til verulegs útgjaldaauka ríkissjóđs. 

Af hverju er félagsmálaráđherra svona heillum horfinn, ađ hann telji rétt ađ verđlauna ţessa svonefndu hćlisleitendur međ ţví ađ bjóđa ţeim upp á betri kjör en Íslendingum sem eru í fjárhagsvanda? 

Félagsmálaráđherra ţykir greinilega mikilvćgt ađ ólöglegu innflytjendurnir fái hér betri viđgjörning á kostnađ skattgreiđenda úr galtómum ríkissjóđi, en hann er tilbúinn til ađ bjóđa ţeim sem hafa íslenskan ríkisborgararétt. 

Ásmundur Einar telur ţetta greinilega til vinsćlda falliđ. En er ekki rétt ađ íslenskir kjósendur sýni honum svörtu á hvítu í nćstu kosningum ađ svona óráđssíufólk eins og hann eiga ekkert erindi í íslenska pólitík lengur. 

 


Sveltur sitjandi kráka.

Međan heibrigđis- og forsćtisráđherrar stöđugt fleiri Evrópuríkja sjá, ađ ekki er hćgt ađ treysta yfirstjórn Evrópusambandsins til ađ tryggja ađgang ađ Covid bóluefnum ađhafast ţćr Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir ekki neitt og reyna ađ telja landsmönnum trú um ţađ ađ best sé ađ láta Evrópusambandiđ um lyfjakaup fyrir íslensku ţjóđina.

Nú síđast tilkynntu forsćtisráđherrar Austurríkis og Danmerkur ađ ţeir mundu leita eigin leiđa til ađ tryggja sínu fólki Covid bóluefni sem allra fyrst. Áđur höfđu Pólverjar, Slóvakar, Tékkar og Ungverjar haldiđ hver í sína sérleiđ. Ungverjar viđurkenna Sputnik V frá Rússlandi og ćtla ađ kaupa ţađ og ţađ sama á viđ um Tékka og Slóvaka auk ţess sem ţessi ríki öll hafa leitađ eftir ađ kaupa kínverkst bóluefni. 

Í sjálfu sér er eđlilegt ađ ţjóđir Evrópu bregđist viđ međ ţessum hćtti ţegar í ljós kemur ađ Evrópusambandiđ er vanhćft til ađ tryggja eđlilegt frambođ á bóluefni til jafns viđ ýmsar ađrar ţjóđir. Ţannig hafa Bretar nú tryggt bóluefni fyrir 32% ţjóđarinnar en Evrópusambandiđ einungis tryggt bóluefni fyrir 7.54% íbúa sambandsins. 

Ríkisstjórnir gömlu Austur-Evrópu telja sig ekki eins bundnar af innkaupastefnu Evrópusambandsins og nú feta Austurríkismenn og Danir sama veg. En hér á Íslandi telja forsćtis- og heilbrigđisráđherra sig meira bundnar Evrópusambandinu en mörg ríki sambandsins. Auk ţess hafa ţćr engin önnur úrrćđi. 

Var íslenski heilbrigđisráđherran virkilega svo heillum horfin, ađ hún hafi taliđ, ađ vandinn yrđi leystur međ ţví ađ Ísland yrđi tilraunaverkefni Pfizer lyfjarisans og ţegar ţađ brást, ađ ţá hafi engin varaáćtlun veriđ í gangi?

Sums stađar mundu ráđherrar ţurfa ađ taka pokann sinn fyrir slíka vanrćkslu. 


« Fyrri síđa

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 223
  • Sl. sólarhring: 970
  • Sl. viku: 6107
  • Frá upphafi: 2576008

Annađ

  • Innlit í dag: 208
  • Innlit sl. viku: 5689
  • Gestir í dag: 205
  • IP-tölur í dag: 204

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband