Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2022

Akureyri vill fleiri flóttamenn.

Í frétt RÚV í kvöld sagði, að Akureyri vildi fá fleiri flóttamenn til sín og um leið endurskoðun og hækkun á greiðslum ríkisins til bæjarins fyrir viðvikið. Ekki kom fram hvaða samþykkt eða ályktun bæjarins var verið að vísa til.

Talskona Akureyrarbæjar í fréttinni sagði að skv. rannsóknum erlendis, færðu flóttamenn meira í þjóðarbúið en sem svaraði kostnaðinum við þá. Sé svo, þá þarf Akureyrarbær engan stuðning skattgreiðenda vegna móttöku flóttafólks, því það er þá fjárfesting til framtíðar. 

Talskonan gerði enga grein fyrir hvaða kannanir hún er að vísa til og þessi fullyrðing rímar illa við þær himinháu fjárhæðir, sem nágrannalönd okkar þurfa árlega að leggja til þessara mála og raunar við líka. Douglas Murray rekur þessi atriði í bók sinni "Dauði Evrópu" Þar blasir heldur betur við önnur mynd. 

Af hverju er ekki gerð töluleg úttekt á þessum atriðum hér, svo að talað verði út frá staðreyndum. Hræddur er ég um, að þá komi upp önnur hlið á peningnum en talskonan heldur fram.


Elsku fæðingargjafinn minn

Fyrir nokkru birtist frábær grein,sem nefndist "Dóttir mín legberinn". Legberi hvað er átt við? . Í ljós kom, að þetta er svonefnt kynhlutlaust orð, sem ber að nota í hánískri tegund íslenskunnar.

Þeir sem aðhyllast hánísku þ.e. kynhlutlaus orð, sem eru tilkomin vegna vilja örfárra til að rugla öllu sem varðar kyn og náttúruleg kynjahlutverk eins og fæðingu og það að fara á túr,þrýsta á að þau séu ekki móðguð eða þeim ógnað með að nota kynhlaðna íslensku.

Allt fram að þessu hefur þótt eðlilegt að segja að konur fæði börn og fari á túr, en það á ekki við í dag. Lögreglan þarf að gæta öryggis vinsælasta barna- og unglingabókahöfundar heimsins J.K.Rowlings fyrir að segja að konur fari á túr. 

Í bresku stórblaði kom fram, að amast er við að "móðir" sé notað í stað þess ber að nota "fæðingargjafi"  Það verður fróðlegt að sjá hvernig mun ganga í framtíðinni að kenna börnum að segja fæðingjargjafi í stað mamma. Elsku mamma mín verður þá elsku fæðingjargjafinn minn.

Hvað svo með kynhlutlaus orð fyrir karlmenn. Sennilega mundi "göndulberi" ekki ganga sem kynhlutlaust. En orðasmiðir hánískunar eiga væntanlega ekki í vanda með að finna annað. E.t.v. gæti pungberi gengið og rímað við legbera sem kynhlutlaust á hánísku því ekki er við hæfi að nota orðið karlmaður yfir þá sem eru svo óheppnir að fæðast í slíkum líkama með allar syndir heimsins á bakinu sérstaklega ef þeir eru hvítir og kristnir. Það mætti e.t.v. laga með hánísku nýyrði.

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 549
  • Sl. sólarhring: 648
  • Sl. viku: 2935
  • Frá upphafi: 2294486

Annað

  • Innlit í dag: 511
  • Innlit sl. viku: 2678
  • Gestir í dag: 488
  • IP-tölur í dag: 473

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband