Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2022

Til hvers var barist?

Í fyrradag myrtu Bandaríkjamenn leiðtoga Al Kaída með því að gera drónaárás á heimili hans í Kabúl í Afganistan.

Þ.11.september 2001 fyrir rúmum 20 árum skipulögðu Al Kaída samtökin hryðjuverk í Bandaríkjunum undir forustu Osama bin Laden með því að ræna flugvélum og fljúga þeim á tvíburaturnana í New York og á Pentagon bygginguna í Washington DC. Osama bin Laden skipulagði þessar árásir frá Kabúl í skjóli Talibana.

Bandaríkjamenn réðust á  Afganistan vegna þessa og komu Talibönunum frá völdum.  Lengsta stríð sem Bandaríkjamenn hafa háð var síðan í Afganistan gríðarlegt fé rann til Afganistan frá Vesturlöndum í þessi 20 ár til að uppfræða fólkið og tryggja stöðu kvenna og treysta innviði í landinu. 

Talibandar tóku völdin þegar Bandaríkjamenn nenntu ekki að stríða lengur án takmarks eða tilgangs og  buðu leiðtoga Al Kaída að vera með bækistöðvar í Kabúl skjóli þeirra eins og Osama bin Laden naut fyrir 20 árum. 

Konurnar eru reknar aftur í búrkurnar,stúlknaskólum er lokað og harðræði öfgafyllstu túlkunar sharia laga hafa tekið gildi með opinberum aftökum m.a. með því að konur eru grýttar til bana. 

Bandaríkjamenn og önnur NATO ríki hljóta að velta fyrir sér til hvers var barist. Hver varð árangurinn af herförinni?

Sennilega verðru heifúðug borgarastyrjöld í Afganistan innan skamms, en það var aldrei markmiðið með afskiptum NATO og þúsunda milljarða fjárgjöfum Vesturlanda.

Íslenska ríkisstjórnin ákvað í tilefni dagsins og þess að Al Kaída hefur á ný hreiðrað um sig í Kabúl, að senda Talibana stjórninni fjárstuðning frá íslenskum skattgreiðendum án þess að spyrja þá um leyfi.

Var virkilega ekki hægt að ráðstafa því fé betur?


Hver á að stjórna ferðinni?

Rishi Sunnak keppir um formannsstólinn í Íhaldsflokknum breska við Liz Truss. Bæði hafa lýst svipuðum sjónarmiðum varðandi hælisleitendur og nauðsyn aðgerða og breyttra vinnubragða. Þau eru sammála um að Bretar verði að stjórna ferðinni en ekki utanaðkomandi aðilar eða stofnanir af því að Bretar séu fullvalda ríki sem beri að taka ákvarðanir á þeim grundvelli.

Fjölskylda Rishi Sunnak flutti til Bretlands fyrir 60 árum og  þekkir hvað það er að vera innflytjandi. Sunnak setti fram greinargóða stefnu í þessum málum fyrir nokkru.

Við verðum að stjórna landamærununum segir Rishi Sunnak og takast á við flóð ólöglegra innflytjenda það er eitt mikilvægasta málið. Núverandi kerfi er ónothæft.

Ég mun koma á grundvallarbreytingum og þrengja skilgreiningu á því hverjir þurfa á alþjóðlegri vernd að halda í samræmi við samþykkt um flóttafólk frekar en skilgreiningar ECHR (Mannréttindadómstóll Evrópu). Þær breytingar munu koma í veg fyrir að hver sem kemur til landsins geti dvalið hér.

Mannréttindadómstóllinn er hindrun sem ég mun takast á við. Við ákváðum að fara úr Evrópusambandinu svo við yrðum fullvalda ríki. Mannréttindadómstóllinn getur ekki takmarkað möguleika okkar á að hafa fulla stjórn á landamærunum og við eigum ekki að leyfa honum það. Við þurfum að setja inn góðan skammt af heilbrigðri skynsemi inn í þetta flóttamannakerfi. /(Greinilegt að hann telur (og það með réttu) slíka skynsemi ekki að finna í úrlausnum Mannréttindadómstóls Evrópu)

Ég er sammála þeirri leið sem var valin af ríkisstjórninni með því að senda hælisleitendur til Rúanda meðan fjallað er um mál þeirra segir Sunnak, en sú leið verður að virka. Það gengur ekki að við eyðum peningum skattgreiðenda til að hýsa ólöglega innflytjendur á hótelum. Við verðum að hafa frelsi til að senda erlenda glæpamenn og þá sem uppfylla ekki skilyrði fyrir alþjóðlegri vernd heim til sín.

But basic human decency must be accompanied with hard-headed common sense. (Grundvallar mannlegu velsæmi verður að fylgja rökföst almenn skynsemi).

Sérkennilegt að engin íslenskur þingmaður (e.t.v. þrjár undantekningar) skuli tala með þessum hætti eða ljá þessum þanka lið eða gera sér grein fyrir að hér er um mikilvægt alvörumál að ræða, sem takast verður á við. Íslenska stjórnmálastéttin neitar að taka þessi mál til skynsamlegrar skoðunar og hefur nánast öll tekið upp Píratíska hugmyndafræði varðandi þessi mál þ.á.m. því miður stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Þessvegna m.a. flæða milljarðarnir stjórnlaust úr íslensku ríkisfjárhirslunni.


Af hverju er húsnæðisskortur

Hagstofan segir að 7.371 útlendingur umfram brottflutta hafi sest að í landinu fyrstu 6 mánuði ársins. Úkraínumenn eru innan við 1000 þeirra. Þetta er álíka fjöldi og allir íbúar Akranes.

Gríðarlegur aðflutningur útlendinga veldur ofurálagi á heilbrigðis-, skóla- og húnsæðiskerfið 

Íslensk stjórnmálastétt sér enga ástæðu til að bregðast við og takmarka aðkomu fólks, þó ekki væri nema til að tryggja fólkinu í landinu góðan aðgang að læknisþjónustu, skólagöngu svo ekki sé talað um húsnæði. 

Eðlilega verður húsnæðisskortur þegar álíka margir og búa á Akranesi flytjast til landsins á 6 mánaða fresti. 

Íslensk stjórnmálastétt virðist ætla að halda áfram að fljóta sofandi að feigðarósi í stað þess að stjórna landamærunum.

 


Hvenær

Jörð skelfur á Reykjanesi. Hluti ofurfjölda sérfræðinganna á Veðurstofunni biðja fólk að vera á varðbergi vegna eldgoss. 

Sérfræðin er enn ekki fullkomnari en svo, að ekki er hægt að segja fyrir með vissu hvort, hvar eða hvenær næsti stóri jarðskjálftinn eða eldgosið verður.

Sérfræðin segir þó ítrekað, að það verði gos "fljótlega" á næstu mánuðum eða árum. 

Vonandi verður eldgos ekki á næstunni. Samt væri ekki úr vegi að setja fram góðar leiðbeiningar til almennings um viðbrögð. 

Eldgos er ekkert gamanmál. Þó mín kynslóð hafi verið svo heppin að vera að mestu laus við skaðleg eldgos nema í Vestmannaeyjum, þá er hætt við að á því geti orðið breyting því miður.

Er þá ekki best að taka skátana til fyrirmyndar og vera ávalllt viðbúinn?


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 81
  • Sl. sólarhring: 329
  • Sl. viku: 3918
  • Frá upphafi: 2428139

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 3615
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband