Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2023
6.4.2023 | 19:33
Kína í öndvegi
Macron forseti Frakklands og Ursula von der Leyen flugu til Kína til að biðja forseta Kína um að beita sér fyrir friðarviðræðum milli Úkraínu og Rússlands.
Góðs viti að forustufólk í stjórnmálum í Evrópu átti sig á því, að það skiptir miklu máli fyrir lífskjör og framtíð Evrópu,að þessu stríði ljúki sem fyrst. Svo virðist sem þetta sé ákveðin stefnubreyting, þar sem hingað til hafa stjórnmálamenn í Evrópu virst vera á Joe Biden línunni um að magna ófriðinn sem mest.
Vonandi tekst forseta Kína vel upp þegar hann talar við forseta Úkraínu og Rússlands og einnig er vonandi að hann nái með aðstoð stjórnmálamanna í Evrópu, sem átta sig á að það skiptir miklu að koma á friði sem fyrst í stað þess að magna stríðið. (því miður virðist utanríkisráðherra og forsætisráðherra Íslands ekki vera í þeim hópi)
Takist Kínaforseta að fá aðila að samningaborðinu svo ekki sé talað um ef hann nær að ná fram friðarsamningum, þá hefur hann enn og aftur náð verulegum árangri þar sem Bandaríkin undir stjórn Biden eru hliðsett úti að aka í Guðs grænni náttúrunni.
Forseti Kína náði samningum á milli Saudi Araba vinaþjóð Bandaríkjanna og Írana. Bandaríkjamenn voru ekki einu sinni á hliðarlínunni. Þeir voru ekki með. En afgerandi pólitískur sigur forseta Kína. Nái hann árangri nú varðandi Úkraínu og Rússland, ýtir hann Bandaríkjunum út af borðinu sem því stórveldi, sem mest áhrif hefur varðandi samskipti þjóða.
Það hefnir sín þegar þjóðir velja lélega forustumenn eins og Bandaríkjamenn gerðu þegar þeir kusu Joe Biden til forseta. Undir stjórn hans eru Bandaríkin því miður á hraðri leið til að verða annars flokks stórveldi á vettvangi heimsmálanna. Því miður svo virkilega því miður.
6.4.2023 | 09:25
Bara Íslam
Sameinuðu þjóðirnar (S.Þ.)hafa helgað ákveðna daga í baráttu fyrir eða gegn því sem samtökin telja mikilvægast. Þannig er 18. júní alþjóðadagur í baráttu gegn hatursorðræðu og 19. nóvember alþjóðlegi klósettdagurinn svo dæmi séu tekin.
Gegn Íslamfóbíu eða andúð á Íslam er helgaður 18.júní. Ekki er að finna sambærilega daga hjá S.Þ., sem vísa til Kristni andúðar eða gegn Gyðingahatri. Samt er það kristið fólk sem þarf að sæta mestu ofsóknum í dag. Engin trúarhópur hefur sætt eins miklum ofsóknum öldum saman og Gyðingar.
Eðlilegt hefði verið til samræmis, að til væri hjá S.Þ dagur gegn hatri á Kristni og gegn hatri á Gyðingum. Svo ekki sé minnst á Hindúa, sem sæta sérstaklega ofsóknum af hálfu Íslamista eins og raunar kristið fólk og Gyðingar í dag.
Virkastir í hatri á kristni og Gyðingum og fylgja því iðulega eftir með hryðjuverkum og morðum eru Íslamistarnir.
Íslamandúð er það iðulega nefnt þegar sannleikurinn er sagður um Íslam. Það þola ýmsir trúarhópar Íslam ekki sbr. bók Salman Rushdie um söngva Satans. Þá sameinuðust Íslamistar í Salman Rushdie hatri, en S.Þ hafa ekki enn tileinkað dag gegn Rushdieandúð og munu ekki gera.
5.4.2023 | 20:13
Þeir hættulegu
Í grein ristjóra Heimldarinnar, Þórðar Snæs Júlíussonar um ofurinnflutning hælisleitend fjallar hann um hryðjuverk og kemst að þeirri niðurstöðu með tilvísun í kennara nokkurn, að helsta hryðjuverkaógnin stafi frá Evrópubúum, sem vilji ekki skipta um þjóð í löndum sínum.
Niðurstaða ritstjórans er dæmigert heilkenni vinstri sinnaðra fulltrúa opinna landamæra. Þeir stinga höfðinu í sandinn og neita að horfast í augu við raunveruleikann.
Íslamistar hafa staðið fyrir nánast öllum hryðjuverkum í Evrópu frá síðustu aldamótum. Lögreglu í Evrópu hefur tekist að koma í veg fyrir nánast öll hryðjuverk múslima síðustu 10 árin, en frá því er sjaldnast sagt í fréttum, en sýnir vel hvaðan ógnin kemur.
Í gær var t.d. sagt frá því og fór lítið fyrir, að sænsku lögreglunni hefði tekist að koma í veg fyrir hryðjuverk Íslamista.
Hvað skyldi mönnum eins og Þórði Snæ ganga til að reyna að afvegaleiða umræðuna í stað þess að benda á staðreyndir?
Viðbrögð bresku lögreglunnar eftir að Íslamistar myrtu alla ristjórn franska tímaritsins Charlie Hebdo voru að hafa sérstakt eftirlit með áskrifendur Charlie Hebdoe í Bretlandi til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Þessi viðbrögð þóttu að sjálfsögðu svo galin, að lögreglan gerði sig að algjöru athlægi.
Er ekki rétt að það sama gildi um ritstjóra Heimildarinnar.
3.4.2023 | 16:06
Útskúfaður um eilífð
Á ýmsu átti ég frekar von, en að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum færi að argaþrasast út í skipan Karls Gauta Hjaltasonar í embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum. Sér í lagi þar sem fyrir liggur, að farið var að öllum reglum varðandi vandaða úrvinnslu umsókna um embættið.
Þrátt fyrir þetta telur bæjarstjórinn að útskúfa beri Karli Gauta um alla eilífð úr samfélagi siðaðra manna fyrir að hafa setið hljóður þegar tveir menn úr 6 manna hópi urðu sér til skammar á Klausturbar um árið. Bæjarstjórinn telur að fyrir þá "synd" hafi Karl Gauti unnið sér til eilífrar óhelgi.
Heimspekingurinn og lögfræðingurinn Thomas More, sem rekinn var sem kanslari Hinriks 8 Bretakonungs fyrir að neita að samþykkja að hjónaband hans við Katrínu af Aragon væri ógilt, sagði ekki eitt aukatekið orð um málið eftir það og sagði að þögnin væri sín vörn, því engin gæti sótt að sér eða lögsótt sig eða átalið fyrir það að þegja.
Það var þó ekki nóg fyrir Hinrik 8 og hann lét hneppa Thomas More í fangelsi og taka hann af lífi. Réttlæti Írisar Róbertsdóttur virðist af sama meiði. Fyrir þá sök að Karl Gauti Hjaltason sagði ekki eitt styggðaryrði um einn eða neinn á Klausturbar um árið skal honum úthýst og engin staður heimill nema helvíti.
Frá því að Hinrik 8 vélaði um líf og dauða fólks, en hann lét taka a.m.k. tvær af eiginkonum sínum 8 af lífi hafa mannréttindi þróast mjög til batnaðar, en það virðist hafa farið framhjá bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum.
Hann var fríaður af öllum áburði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2023 | 21:53
Hægri sveifla í Finnlandi
Hægri flokkarnir í Finnlandi, Sameiningarflokkurinn og Sannir Finnar juku fylgi sitt í kosningunum um 6.4% og eru sigurvegarar kosninganna. Formaður Sameiningarflokksins Petteri Orpo mun hefja stjórnarmyndunarviðræður. Flokkur hans ásamt Sönnum Finnum og Miðflokknum geta myndað meirihluta.
Sanna Marin forsætisráðherra vann persónulegan sigur með flest persónulega greiddum atkvæðum,en flokkur hennar tapaði töluverðu fylgi.
Vinstri flokkarnir og Sósíalistaflokkur Sanna Marin hömuðust á Sönnum Finnum og kölluðu þá sem hægri öfgamenn. Formaður Sameiningarflokksins sagði hinsvegar,að það væru engir hægri öfgamenn í framboði og tók þar myndarlega af skarið, sem kollegar hans í Moderata Samlingspartiet mættu taka til fyrirmyndar varðandi Svíðþjóðardemókratana.
Riikka Purra formaður Sannra Finna, sem er lengst til hægri, vann mikinn persónulegan sigur. Á sama tíma tapa Græningjar miklu fylgi, vegna þess,að kjósendur eru farnir að sjá framan í afleiðingar af stefnu þeirra í loftslagsmálum eins og kjósendur í Hollandi.
Petteri Orpo sem leggur nú af stað til stjórnarmyndunar leggur áherslu á að draga verði úr ríkisútgjöldum til að bregðast við skuldavandanum, sem sósíalistastórn Sanna Marin skilur eftir sig eins og jafnan þegar sósíalistar fara með völd.
Fyrir okkur hægri menn, þá er það sérstaklega ánægjulegt hvað Sannir Finnar fengu góða kosningu og að Formaður Sameiningarflokksins skuli ekki láta hræða sig frá samstarfi við Sanna Finna þó hrópað sé að þeim af "góða fólkinu".
Vonandi leiða þessi úrslit ásamt úrslitunum í Hollandi til þess, að skynsamlegar verði talað um hnattræna hlýnun og orkuskipti, sem vega að lífskjörum almennings í Evrópu og vikið verði frá þeirri stefnu til stefnu vaxtar, framfara og betri lífskjara fyrir almenning.
Orpo næsti forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2023 | 09:25
Í stríði við söguna
Tepruskapurinn og rétthugsunarstefna ráðandi menntastéttar í Vestur Evrópu og Norður Ameríku hefur leitt til þess, að verið er að endurskrifa skáldsögur til að þær falli að hugmyndafræði harðlífisstefnu rétthugsunar hinna syndlausu. Reynt er að endurskrifa söguna á sömu forsendum.
Morðgátur Agötu Christie hafa verið aðlagaðar rétthugsuninni sem og bækur Ian Flemming um ofurhetjuna og kvennagullið James Bond. Bækurnar verða tæpast samrýmdar kvikmynunum um James Bond, sem framleiddar voru á síðustu öld.
Í kvikmyndunum sýndi Bond af sér takta gagnvart hinu "veikara kyni" eins og mátti kalla það á þeim tíma, sem falla ekki að andatlotafræði nútímans, sem m.a. hefur fundið sér stað í íslenskum hegningarlögum. Tepruskapur rétthugsunarinnar mun sennilega sjá til þess að þessar myndir verði bannaðar.
Nú hafa sérfræðingar rétthugsunarinnar í Bandaríkjunum fundið það út, að sagan "Gone with the wind" sem skrifuð var fyrir tæpri öld og fjallar m.a um ástandið eins og það var á þeim tíma í Suðrinu, verði að endurskrifa, þannig að saga borgarastyrjaldarinnar verði fölsuð.
Allt er gert til að gera fólk í Vestur Evrópu og Bandaríkjunum sakbitið yfir fortíð sinni. Þess vegna eru talsmenn rétthugsunarinnar í stríði við söguna, af því að saga Vesturlanda er saga framfara, auðsköpunar og sigurs í mannréttindabaráttu, sem varð til þess, að Vesturlönd urðu forustuþjóðir á öllum þessum sviðum.
Af hverju má ekki segja sigursögu Vesturlanda hindrunar og teprulaust til þess að fólk geti gert sér grein fyrir því að stórkostlegustu framfarir og sigur mannréttinda áttu sér einmitt stað á síðustu öldum í hinum kristnu Vesturlöndum.
Þar með er ekki sagt að allt hafi verið í himnasælu og engir vondir hlutir hafi gerst. En vondir hlutir hafa gerst í öllum mannlegum samfélögum, ef eitthvað er síður hjá okkur en ýmsum öðrum. Til þess að fólk geri sér grein fyrir því og geti lært, af sögunni, verður að segja hana eins og hún var. Bæði það góða og það vonda.
1.4.2023 | 09:41
Þannig fór um sjóferð þá
Þegar stjórn Fréttablaðsins ákvað að hætta að bera það út, var ljóst, að það mundi ekki lifa mikið lengur. Það hefur komið á daginn. Tapið undanfarin ár hefur verið gríðarlegt og spurningin var bara hvað lengi auðmaðurinn sem henti peningunum sínum í þessa hít mundi endast getan og viljinn lengi. Svo hlaut að fara, að hann segði nú er nóg komið og það þó fyrr hefði verið.
Fyrstu viðbrögð blaðamálaráðherrans Lilju Alfreðsdóttur við þessum fréttum, var að nauðsynlegt væri að sækja meira fé í vasa skattgreiðenda til að styrkja svokallaða frjálsa fjölmiðla.
Sérkennileg þessi hugmyndafræði í kapítalísku landi, að það eigi að sækja peninga til skattgreiðenda svo að auðmenn, samtök þeirra sem og aðrir sem standa að miðli eins og Heimildinni sem nánast engin nennir að glugga í skuli samt troðið ofan í mannskapinn með því að skattleggja fólk ennþá meira.
Væri ekki frekar ráð að breyta kerfinu og koma á aðhaldi á Ríkisútvarpið með því t.d. að hætta að skattleggja lögaðila með útvarpsgjaldi. Lögaðilar nýta þjónustu RÚV hvort sem er ekki neitt.
Síðan væri hægt að veita fólki það frelsi, sem er eðlilegast í lýðræðislandi. Í fyrsta lagi að fólk gæti ráðið hvort það greiddi fjölmiðlagjald(útvarpsgjald) eða ekki. Í öðru lagi að greiddi það fjölmiðlagjald, þá gæti það sagt sig í sveit með hvaða miðli sem er, RÚV, Mogganum, Heimildinni o.s.frv. eða skipta greiðslunni á milli þeirra.
Skattheimtan á fólk vegna gæluverkefna ríkisstjórnarinnar er þegar orðin allt of mikil. Við skulum ekki bæta því við í pilsfaldakapítalismann, að skattgreiðendur verði látnir borga bæði fyrir RÚV og til þeirra, sem vilja reka fjölmiðla, sem engin eða örfáir nýta sér.
Af hverju má almenningur ekki hafa frelsi til að velja á fjölmiðlamarkaði í stað þess að vera undirkomin ofurvaldi sósíalismans með RÚV sem flaggskipið.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 291
- Sl. sólarhring: 736
- Sl. viku: 4112
- Frá upphafi: 2427912
Annað
- Innlit í dag: 267
- Innlit sl. viku: 3803
- Gestir í dag: 259
- IP-tölur í dag: 248
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson