Bloggfærslur mánaðarins, júní 2023
18.6.2023 | 09:40
Ógnarstjórn sektarkenndar
Enn einn bátur yfirfullur af fólki sökk á rúmsjó í Miðjarðarhafi næst Grikklandi og mikill fjöldi fólks fórst. Fjölmiðlar töluðu um sök Grikkja, en Grikkir höfðu ekkert með þennan skipsskaða að gera.
Alla þessa öld hafa smyglarar grætt gríðarlega á að selja fólki sem vill komast frá Afríku og Asíu til Evrópu far á okurverði. Í fæstum tilvikum mundu bátarnir fá haffærnisskírteini hér. Þegar eitthvað fer úrskeiðis hamra fjölmiðlar á sök Evrópubúa og ógnarkennd sektarkenndar heltekur marga einkum vanstilltum leiðtogum bresku biskupakirkjunnar. Við berum samtn enga ábyrgð á framferði smyglarana eða þá áhættutöku, sem farendurnir svokölluðu takast á hendur.
Þ. 3.október 2013 sökk bátur við eyjuna Lampedusa. Ítalska strandgæslan bjargaði meira en 100 manns, en 300 drukknuðu. Í kjölfar þessa greip ítalska ríkisstjórnin til víðtækra björgunaraðgerða á ítalska hafssvæðinu, sem kostuðu ítalska skattgreiðendur mikið fé.
Til svipaðra aðgerða var gripið af hálfu Spánar og Grikklands auk aðgerða sem Evrópusambandið stóð að sbr.störf áhafna á flugvél landhelgisgæslunnar íslensku á Miðjarðarhafi.
Þrátt fyrir þessar víðtæku aðgerðir til að tryggja aukið öryggi á Miðjarðarhafi, svo að farþegar á lekahripum smyglarana komist alla leið, þá gerast slysin enn enda Miðjarðarhafið ógnar stórt.
Evrópa hefur gert meira en hægt er að ætlast til, en löndin sem heimila starfsemi smyglaranna gera ekki neitt. Það er þessum ríkjum að kenna löndum eins og Líbýu, Marokkó, Alsír,Túnis og að hluta til Tyrklandi að smyglararnir geta haldið upp iðju sinni en ekki okkur.
Smyglararnir vita hvernig kaupin gerast og nú fara smyglbátarnir af stað með minnsta mögulega bensín, sem dugar ekki til að fara lengra en út á mitt Miðjarðarhafið. Smyglararnir vita að þar verður fólkinu að öllum líkindum bjargað.
Frá 2013 hefur Evrópa verið að berjast gegn þessu smygli á fólki til Evrópu með litlum árangri. Samt láta fjölmiðlar í Evrópu og einstaka kirkjkudeildir eins og Evrópubúar eigi að bera ábyrgð á öryggi allra sem fara um Miðjarðarhafið löglega eða ólöglega.
Vilji Evrópubúar gera eitthvað skynsamlegt í þessum málum og koma í veg fyrir að Miðjarðarhafið verði áfram stærsti kirkjugarður í heimi, þá er ekki rétta leiðin að floti og strandgæsla Evrópuríkja sigldi strax með fólkið til baka til þess lands þaðan sem þau lögðu af stað.
Með þeim eina hætti er hægt að koma í veg fyrir að Miðjarðarhafið haldi áfram að vera stærsti kirkjugarður í heimi. Með þeim hætti er hægt að tryggja málefnalegri afgreiðslu umsókna hælisleitenda og með þeim hætti yrðu tekið fyrir starfsemi glæpamannanna sem gera sér neyð fólks að féþúfu auk þess að beita það allskyns harðræði m.a. nauðgunum og eignaupptöku.
Sem betur fer er stjórn Giorgiana Melloni á Ítalíu byrjuð að feta sig inn á þessa leið og vonandi nær hún árangri, en Evrópusambandið dregur lappirnar og gerir ekki neitt skynsamlegt í málinu því miður líklega hér eftir sem hingað til.
Skipasskaðarnir með flóttafólk á Miðjarðarhafi eru ekki okkur að kenna, en við eigum að leysa vandamálið með því eina sem hægt er að gera þ.e. að sigla beint með fólkið til baka til þess staðar þar sem lagt var úr höfn.
Að minnsta kosti 78 fórust og fjölmargra er saknað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fyrir nokkru fjallaði blaðamaður á DT um þing ungra þjóðlegra íhaldsmanna. Vinstri menn höfðu talað um þingið sem samkomu öfga hægri manna, sem mundu spúa eitri hatursáróðurs. Blaðamaðurinn segir að þvert á móti hafi þáttakendur verið ungt framsækið og gáfað fólk og fjarri því að það væri haldið öfgaskoðunum.
Þingfulltrúar hafi verið reiðir Íhaldsflokknum fyrir að halda ekki fram stefnu íhaldsmanna eða koma henni í framkvæmd.
Meginefni ráðstefnunar voru svikin loforð Íhaldsflokksins um að stöðva ólöglega innflytjendur og vinstri lausnir í félagsmálum í stað þess sem flokkurinn ætti skv. stefnuskrá að standa fyrir sbr. aðhald og sparnaði í ríkisrekstri. Þingfulltrúar hefðu verið óhræddir við að fjalla um innflytjendamál, sögulega arfleifð og hnignun vestrænnar menningar auk fjölmörg önnur mál.
Fjallað var um hvers vegna íhaldsmönnum hefur mistekist að ná til unga fólksins og þá sérstaklega þess fólks, sem aðhyllist hefðbundnar skoðanir á þjóðfélaginu og þróun þess.
Með því að verða flokkur sem eltir sósíalskar velferðarhugmyndir vinstri manna verður Íhaldsflokkurinn ekki annað en eftirmynd eða eftirherma af andstæðingum sínum. Hvaða þýðingu hefur þá að kjósa slíkan flokk.
Það sama gildir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og breska Íhaldsflokkinn, að skoðanakannanir verð stöðugt óhagstæðari og sama gildir fyrir báða, að þegar þú svíkur grundvallarstefnuna, þá ertu að svíkja kjósendur þína og hvernig er hægt að ætlast til að þessir sviknu kjósendur kjósi flokkinn aftur.
Forustumenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem hefur ekki síður en Sjálfstæðisflokkurinn og raunar mun meira, farið algjöru offari í vinstri lausnum og útþennslu ríkis og ríkisútgjalda ættu að gaumgæfa, að það þarf ekki endilega að vera best að kjósa Framsókn og Sjálfstæðisfólk þó það sé seinþreytt til vandræða lætur ekki allt yfir sig ganga eins og skoðanakannanir sína.
Fólk kýs ekki endalaust eftirlíkingar.
13.6.2023 | 20:54
Innflytjendamál eru ekki á dagskrá
Rishi Sunak forsætisráðherra Breta kom á tildurráðstefnu Evrópuráðsins í boði Katrínar Jakobsdóttur og Þórdísar Kolbrúnar og sagðist vilja ræða innflytjendamál. Þórdís Kolbrún sagði slík mál ekki á dagskrá.
Svarið er í samræmi við það hvernig íslenska stjórnmálastéttin misvirðir hagsmuni fólksins í landinu hvað varðar innflytjendamál. Þau skynja ekki vandamálið.
Þó stjórnmálastéttin skynji það ekki, þá áttar almenningur sig á því að innflytjendastraumurinn veldur gríðarlegum vanda í heilbrigðis-, mennta-,húsnæðisálum og vegna afbrota o.fl.
Það hefur aldrei verið eins einfalt að ferðast á milli landa og heimsálfa eins og núna og samskipti milli landa og heimsálfa hafa heldur aldrei verið eins auðveld.
Innflytjendur sem koma til Evrópu senda myndir og skilaboð til vina og fjölskyldu og segja þeim hvernig eigi að fara að því að komast til Evrópu, hvað þá heldur Íslands, þar sem mest sé frá ríkinu að hafa, ef þú segist vera flóttamaður. Leiðbeiningar koma frá fleirum þar sem minnst er á ákveðna stjórnmálamenn og lögmenn íslenska, sem leita megi til, svo að landvist og aðgangur að velferðarkerfinu íslenska verði tryggt og hvernig megi plata kerfið.
Sumir telja að það sé útilokað að takmarka innflytjendastraumin og segja að þetta sé bara sá heimur sem við lifum í og við þessu sé ekkert að gera. Slík afstaða er uppgjöf fyrir tilverunni og tilvistinni eins og við séum ósjálfbjarga áhrifalausir áhorfendur,sem höfum ekkert með þróun mála að gera.
Staðreyndin er sú, að lönd geta lokað landamærunum ef þeim sýnist svo. Hvað þá við, sem erum eyland og meintir flóttamenn og hælisleitendur koma aðeins í gegnum Keflavíkurflugvöll.
Á tímum Kóvíd lokuðu ýmis ríki landamærunum t.d. Kanada og Nýja Sjáland. Fyrst þau gátu það þá getum við það.
Við erum farin að finna fyrir því að vegna innflytjendastraumsins er gríðarleg vöntun á húsnæði, læknum, heilsugæslustöðvum, leikskólum, skólum. Við getum ekki þjónustað þá sem fyrir eru í landinu með viðunandi hætti og það liggur algerlega fyrir það sem Milton Friedman sagði á sínum tíma. "Það er hægt að hafa opin landamæri eða velferðarkerfi. En þú getur ekki haft hvorutveggja." Nú eykst yfirdráttur og skuldir ríkisins með hverjum nýjum hælisleitenda af því að ríkið er rekið með bullandi tapi.
Fólkið í landinu veit þetta, en þessi mál eru samt ekki á dagskrá að mati stjórnmálaelítunar, sem er upptekin við vandamál, sem við höfum enga möguleika til að hafa áhrif á.
Vonandi gera fleiri og fleiri sér grein fyrir hversu staðan í innflytjendamálum er grafalvarleg og hversu brýnt það er að fá nýja stjórnmálamenn sem skynja alvarleika raunveruleikans sem blasir við almenningi, en ekki þeim stjórnmálamönnum, sem horfa á málin úr fílabeinsturninum og ástunda það eitt sem segir í gamla texta Bítlana:
"Making all their nowhere plans for nobody."
Af því að mál sem varða þjóðina mestu máli eru ekki á dagskrá.
13.6.2023 | 08:29
Til varnar frelsinu
Tjáningarfrelsi er grundvöllur lýðræðislegs stjórnskipulags. Málfrelsið er markaðstorg hugmynda og ólíkra skoðana.
Heimspekingar upplýsingaaldarinnar, sem börðust fyrir breyttum stjórnarháttum og lýðræði var ljóst að málfrelsið voru brýnustu og nauðsynlegustu mannréttindin til að koma í kring breytingum á stjórnarháttum og koma í veg fyrir að ofbeldið gæti farið sínu fram.
Frá byrjun aldarinnar hefur verið þrengt að tjáningarfrelsinu. Sett hafa verið ákvæði í refsilög þar sem bann er lagt við því að viðlagðri refsingu að talað sé óvirðulega um ákveðna, á sama tíma og ákvæði um guðlast voru afnumin. Í hinum kristna heimi má skattyrðast út í kristna trú og níðast á trúarkenningum kristins fólks, en það má ekki orðinu halla á múslima eða lífsskoðunarhóp transara.
Haft er eftir heimspekingnum Voltaire, sem barðist hatrammlega fyrir tjáningarfrelsi sú gullvæga setning, einkennisorð þeirra sem hafna helsi en verja frelsi: "Ég fyrirlít skoðanir þínar en ég er tilbúinn að leggja mikið í sölurnar til að þú fáir að halda þeim fram." (sumir segja lífið í sölurnar)
En það er vegið að tjáningarfrelsinu og forsætisráherra þjóðarinnar ætlar sér að fá samþykkt ákvæði um svonefnda hatursorðræðu og skikka fólk til að sæta innrætingu um það sem má ekki segja og hvað má. Hversu mikið hyldýpis djúp er á milli hugmynda heimspekingsins Voltaire og Katrínar Jakobsdóttur.
Það er kreppt að tjáningarfrelsinu með ýmsum hætti. Nýverið var vinstri sinnaður kennari við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands Kristján Hreinsson rekinn fyrir að setja fram skoðanir um transara. Fólk á hægri væng stjórnmálanna brást almennt við og fordæmdu þessa gerræðislegu lýðræðisfjandsamlegu ákvörðun Endurmenntunarstofnunar, en vinstri menn með Egil Helgason í broddi fylkingar réttlættu ofbeldið og mæltu köpuryrði í garð Kristjáns. Lítið lagðist þá fyrir þessa kappa.
Ofstopinn gagnvart Kristjáni og starfsbann (berufsverbot) í garð fólks sem setur fram aðrar skoðanir en þær viðurkenndu hefur því miður fest ákveðnar rætur hér á landi. Fórnarlömb rétthugsunarinnar hafa m.a.verið Kristinn Sigurjónsson, sem var gert að láta af störfum við Háskólanun í Reykjavík og Snorri kenndur við Betel, sem fékk ekki heldur að stunda kennslu vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Akureyrar, en Snorri hafði unnið það sér til saka að vísa til ákveðinna ritningarorða Biblíunar á fésbókarvef sínum.
Þessir hlutir voru fordæmanlegir, en því miður áttu þeir Kristinn og Snorri sér allt of fáa formælendur á sínum tíma þó fólk fordæmi ritskoðun HR og Akureyrarbæjar í dag.
Þessi dæmi sýna okkur að við verðum stöðugt að vera á verði gagnvart ófrelsinu og lýðræðisfjandsamlegum aðgerðum.
Því miður eru dæmin mörg þar sem fólk þarf í dag að líða fyrir skoðanir sínar. En það versta sem er að gerast í núinu er að stórir hópar fólks, einkum ungt fólk, veigrar sér við að setja fram skoðanir sínar af því að það sér hvaða afleiðingar það getur haft.
12.6.2023 | 09:04
Þjóðníðingar
Þeir stjórnmálamenn, sem vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar eiga skilið heitið þjóðníðingar.
Um árabil hafa nokkrir alþingismenn bent á að straumur hælisleitenda til landsins væri orðinn svo stríður, að það stefndi í algert óefni. Því miður hefur mikill meirihluti alþingismanna skellt skollaeyrum við þessu og ákveðið að standa gegn hagsmunum þjóðarinnar, þrátt fyrir að vera kosið til að vera fulltrúar Íslendinga.
Að undanförnu hefur fólkið í landinu fundið fyrir því, að húsnæðis- og leiguverð hækkar gríðarlega og skóla- og umönnunarkerfi m.a. á sviði heilbrigðismála anna ekki eftirspurninni vegna gríðarlegs álags vegna fjölgunar hælisleitenda í landinu. Það ástand á bara eftir að versna verði ekki brugðist við.
Bent hefur verið á að á þessu ári hafi komið 20 sinnum fleiri hælisleitendur en til Danmerkur. Fjármálaráðherra segir að kostnaður við málefni hælisleitenda hafi fimmtán faldast í sinni fjármálaráðherratíð. Með sama áframhaldi yrði kostnaður við hælisleitendur kominn yfir 200 milljarða á ári árið 2030.
En af hverju skyldi þetta vera svona. Einfaldlega vegna þess, að við bjóðum þessum flökkustrákum, sem á í fæstum tilvikum eiga nokkurn rétt til að koma hingað upp á mun betri kjör en aðrar þjóðir gera. Því fæst ekki breytt vegna þvergirðingsháttar þjóðníðinganna á Alþingi og í ríkisstjórn.
Í dag er sagt frá því í fréttum, að 77 ofbeldiglæpir hafi orðið í Stokkhólmi síðustu 5 mánuði. Það bætist við víðtæk eignaspjöll m.a. að bílar séu brenndir. Forsætisráðherra Svíþjóðar segir að nú þurfi að bregðast hart við. Vísa þurfi fleiri hælisleitendum úr landi og leysa upp glæpagengi. Með viðbrögðum sínum er forsætisráðherrann í raun að segja að ástæða þessara glæpa séu vegna fjölgunar hælisleitenda og útlendinga í Svíþjóð.
Við höfum oft tekið Svía til fyrirmyndar og sumum hefur fundist meira en nóg um.
Fyrir nokkru sagði erlendur vinur minn, sem dvalið hefur nokkra hríð í landinu, að sér virtist sem að íslenskt þjóðfélag stefndi hraðbyri í að verða eins og það er nú í Svíþjóð vegna fjölgunar hælisleitenda.
Á sínum tíma var Svíþjóð fyrirmyndarríki. Fólkið bjó við mikið öryggi og glæpir voru fátíðir. Nú slá Svíar heimsmet varðandi ýmsa glæpaflokka eins og nauðganir,líkamsárásir og eignaspjöll. Sum hverfi stórborga eru þannig, að slökkvi- og sjúkralið fer ekki inn í þau nema í fylgd þungvopnaðrar lögeglu.
Þannig ástand munu þjóðníðingarnir ná að skapa á Íslandi ef þeim verður ekki ýtt til hliðar hið fyrsta. Það er mál til komið að gera það.
11.6.2023 | 09:33
Í anda lýðræðislegra stjórnarhátta?
Utanríkisráðherra hefur ákveðið einhliða að ögra Rússum og nánast slíta við þá stjórnmálasambandi. Ég hef fyrir satt, að málið hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn og utanríkismálanefnd Alþingis hafi ekki fengið að vita af málinu fyrr en korteri fyrir fund nefndarinnar. Þá hafði utanríkisráðherra tekið sína ákvörðun í anda stjórnlyndishugmynda yfirstjórnar Evrópusambandsins í Brussel og Sovétríkjanna sálugu.
Í utanríkisstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem samþykkt var á síðasta Landsfundi segir m.a.:
"Að stuðla að friðsamlegu samstarfi þjóða. "Ísland verði fyrirmynd annarra þjóða í friðarmálum."
Varla er ákvörðun utanríkisráðherra að ögra Rússum og sýna þeim ómælda fyrirlitningu, í anda tilvitnaðrar stefnumörkunar Sjálfstæðisflokksins. Þá ekki heldur að fara að eins og utanríkisráðherra að standa í og að vopnaflutningum til stríðssvæða.
Hyldýpisdjúp er staðfest á milli hugmynda og stefnu utanríkisráðherra og Bjarna heitins Benediktssonar fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins og Ólafs Thors sem lengst hefur setið sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Þeim datt ekki í hug að slíta stjórnmálasambandi við Sovétríkin þó þeir væru einlægir baráttumenn gegn kommúnisma og fyrir vestrænu varnarsamstarfi í NATO.
Þess heldur mörkuðu þessir fyrrum forustumenn Sjálfstæðisflokksins þá stefnu,sem kom fram árið 1945, þegar Bandaríkjamenn og Bretar kröfðust þess að við segðum Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur, þá stóðu þessir menn og aðrir málsmetandi íslenskir stjórnmálamenn að því að segja við sigurvegara síðara heimsstríðs: Ísland er vopnlaus þjóð, sem vill hafa friðsamlega sambúð við allar þjóðir og munum ekki segja öðrum þjóðum stríð á hendur eða standa í vopnaskaki.
Þvert á þá stefnumótun í utanríkismálum hefur utanríkisráðherra og forsætisráðherra verið helstu klappstýrur á ógnarmörgum fundum NATO og Evrópusambandsins, þar sem reynt er til hins ýtrasta að finna sem djöfullegust ráð, sem komi sem verst niður á Rússnesku þjóðinni og ýti Rússum sem lengst í burtu og inn í náðarfaðm Kína þvert á heildarhagsmuni Evrópu til lengri tíma litið.
Þeir Bjarni heitinn Benediktsson og Ólafur Thors höfðu þá framsýni, að slíta ekki stjórnmálasambandi við Sovétríkin þó þau réðust inn í Ungverjaland 1956 eða Tékkóslóvakíu 1968. Áfram var haldið vinsamlegum samskiptum, viðskiptum og stjórnmálasambandi. Það er dapurlegt að arftaki þeirra núverandi utanríkisráðherra skuli ekki hafa sambærilega framsýni og fyrrum forustumenn Sjálfstæðisflokksins.
Það er dapurlegt að horfa upp á það að Evrópuríkin skuli ekki fyrir löngu hafa mótað stefnu til að stöðva þetta stríð á milli Rússa og Úkraínu og stöðva það, í stað þess að stuðla að stigmögnun stríðsins.
Margir vonuðu að þær Katrín Jakobsdóttir "NATO andstæðingur" og "friðarsinni" sem og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem ætti að bera stefnu Sjálfstæðisflokksins í farteskinu mundu leggja öll sín lóð á vogaskál friðar og samninga í stað þess að stuðla að áframhaldandi stríðsrekstri, mannfalli og auknum hörmungum.
Í stjórnmálum skiptir máli og skilur á milli feigs og ófeigs í að stjórnmálamenn einhendi sér í það sem þarf að gera en skipti sér ekki af eða eyði tíma í það sem ekki þarf að gera.
Utanríkisráðherra hefur nú á stuttum tíam, í tvígang farið fram með mál, sem engin þörf var á að gera en eru bæði skaðleg og ónauðsynleg.
Annars vegar að leggja fram lagabreytingartillögu um að Evrópusambandsréttur skuli gilda umfram önnur lög sett á Alþingi. Engin þörf er á þeirri lagasetningu hvað svo sem strákarnir í Brussel segja. Hins vegar algjörlega að nauðsynjalausu að ögra Rússum og nánast slíta stjórnmálasambandi við þjóð, sem við höfum ekki troðið illsakir við og eigum ekki að gera.
Rússar halda áfram að vera þjóð löngu eftir að Pútín hættir og ef við viljum hafa áhrif til góðs, þá stuðlum við að samskiptum þjóða í stað þess að einangra þær. Það er mikilvægur liður í að stuðla að friði.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 272
- Sl. sólarhring: 765
- Sl. viku: 4093
- Frá upphafi: 2427893
Annað
- Innlit í dag: 253
- Innlit sl. viku: 3789
- Gestir í dag: 248
- IP-tölur í dag: 237
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson