Bloggfærslur mánaðarins, október 2024
18.10.2024 | 18:49
Óeðlileg afskipti af kosningum
Breski Verkamannaflokkurinn hefur sent yfir 100 manns til að vinna að kjöri Kamillu Harris til forseta Bandaríkjanna.
Með þessu er breski Verkamannaflokkurinn að hafa óeðlileg afskipti af kosningu í öðru ríki já og það í annarri heimsálfu.
Er hægt að líða það og samþykkja að erlend ríki geti og megi styrkja stjórnmálaflokka eða einstaka frambjóðendur annarra ríkja hvort heldur sem er með fjárframlögum eða vinnuframlagi?
Við sem fámenn þjóð sem gætum átt það á hættu ef afskipti erlendra stjórnmálaflokka og auðmanna eru talin afsakanleg, að þessir erlendu aðilar stýrðu því og réðu hverjir væru í framboði, en það ætti að reynast þeim tiltölulega auðvelt í prófkjörsflokkunum og síðan að bera fé á fólk með einum eða öðrum hætti til að ná fram því markmiði að þeirra frambjóðendur yrðu kjörnir.
Þessi afskipti breskra sósíalista af forstakosningum í Bandaríkjunum sýna, að við þurfum að setja ákveðnar leikreglur sem koma í veg fyrir það, að erlend stjórnmálaöfl,auðhringir og auðmenn hafi heimild til að hafa afskipti af kosningum hér á landi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2024 | 09:08
Enn stendur Jón og glottir við tönn
Brynjar Níelsson hefur iðulega talað um svokallað fýlupokafélag fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sín, Haraldar nú bæjarstjóra á Akranesi, Jóns Gunnarssonar og Ólaf Björns Kárasonar þingmanna suðvesturkjördæmis. Raunar var fýlupokanafngiftin öfugmæli.
Allir voru þessir menn í fremstu röð þingmanna Sjálfstæðisflokksins og börðust hvað harðast fyrir grundvallarstefnu Flokksins. Nú gæti svo farið, að engin þeirra sæti á Alþingi eftir kosningar.
Minnir þetta nokkuð á það sem sagði í ljóðinu um Njálsbrennu:
"Burtu var Kári,brunninn Grímur, höggvinn Helgi, Héðinn stóð einn tepptur við gaflað og glotti við tönn."
Svo dramatískt verður þetta að vísu ekki árið 2024, en alltaf gildir þaða sama í pólitíkinni og segir í kvæðinu um Goðmund kóng.
Jón Gunnarsson hefur verið öflugur þingmaður. Hann hefur leyst þau verkefni sem honum hafa verið falin með miklum sóma bæði sem ráðherra og í starfi flokksins innan eigin kjördæmis og á landsvísu sem ritari Flokksins. Framganga hans sem dómsmálaráðherra í málefnum hælisleitenda sýndi að þar fór maður sem átti erindi og breytti miklu til hins betra.
Það er sótt að Jóni Gunnarssyni og nú verður hann að berjast fyrir sæti sínu á framboðslista Flokksins eins og gengur í pólitíkinni. Vonandi ber Sjálfstæðisfólk í Suðvesturkjördæmi gæfu til að veita honum öflugan stuðning,sem hann á skilið svo hann verði áfram einn helsti forustumaður Flokksins í kjördæminu og merkisberi hans á Alþingi næsta kjörtímabil.
17.10.2024 | 09:14
Stolt þjóð
Samfylkingin hefur tekið sér vígorðið "Sterk velferð stolt þjóð." Svo illa er komið fyrir hluta stuðningsmanna flokksins, að þeir mega ekki heyra á það minnst, að íslendingar séu stolt þjóð.
Svo merkilegt sem það kann að vera, þá er allt of stór hluti vinstra fólks á Íslandi rofinn úr tengslum við íslenskan veruleika og lítur íslenska arfleifð og menningu hornauga og sumir úr þeirra hópi ganga jafnvel svo langt að vilja skipta um þjóð í landinu til að tryggja að að engin ættjarðarást eða ættjarðarvitund þrífist.
Nú hefur það ekki alltaf verið svo að vinstra fólk hafi haft horn í síðu íslensks þjóðernis og menningu.
Sá merki kennimaður Sigurbjörn Einarsson biskup var vinstri sinnaður á yngri árum, en samt stoltur þjóðernissinni. Hann sagði m.a.
"Ættjarðarást sem hverjum heilbrigðum manni er í blóð borin, á að leiða til þjóðrækni og þjóðhollustu." Einnig:
"Megi hver kynslóð Íslands meta svo gengin spor og líf sitt að hún verðskuldi virðingu forfeðra sinna og þakkir niðja sinna". og loks:
"Hollur metnaður fyrir hönd þjóðar sinnar niðurlægir enga aðra þjóð."
Við eigum að hafa metnað fyrir hönd þjóðarinnar og vinna að því að hún nái sem bestum árangri og sé öðrum þjóðum fyrirmynd þannig að við getum verið stolt þjóð.
Hvaða ættjarðarlausu bjánar eru það, sem eru ekki stoltir yfir því þegar íslenskur vísindamaður, listamaður eða íþróttamaður gerir garðinn frægan og skarar fram úr eða landslið í íþróttum.
Það er hollur óeigingjarn metnaður að vilja sjá sem flesta íslendinga skara fram úr svo að við getum verið stolt þjóð sem byggir á eigin þjóðmenningu, dugnaði og framtíðarsýn, sem hefur fært okkur sjálfstæði og ein bestu lífskjör í veröldinni.
Eða er eitthvað unnið við það að hér sé hnípinn þjóð í vanda? Er það sá veruleiki sem vinstra fólk á Íslandi vill sjá?
16.10.2024 | 08:56
Þingrof þá og nú
Þingrof eru sem betur fer fátíð og til þess ætti ekki að grípa nema í brýnustu neyð þegar stjórnskipuleg óreiða er til staðar og ljóst, að starfhæf ríkisstjórn verði ekki mynduð.
Fyrsta þingrofið var 1931. Þá stóðu yfir umræður um vantraust á ríkisstjórnina, þegar þáverandi forsætisráðherra Tryggvi Þórhallsson snaraðist í ræðustól Alþingis utan dagskrár og las upp konungsbréf um að konungur féllist á tillögu forsætisráðherra um þingrof. Þing var þá rofið þegar í stað og þingmenn umboðslausir skv. þeirra tíma lögum. Mikil mótmæli brutust út í kjölfarið þar sem bæði Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn fóru mikinn yfir þessu gerræði forsætisráðherra og aðför að lýðræðinu.
Þing hefur verið rofið nokkrum sinnum síðan en þá venjulega í sátt. Tvisvar hefur forseti ekki fallist á þingrofsbeiðni forsætisráðherra annars vegar Sveinn Björnsson árið 1950 og hins vegar Ólafur Ragnar Grímsson 2016.
Spurning er nú hvort að sú stjórnskipulega óreiða hafi verið til staðar sem réttlætti þingrof. Tæpast verður á það fallist og ekki var látið reyna á það hvort að hægt yrði að mynda aðra starfhæfa ríkisstjórn til loka kjörtímabilsins. Að mörgu leyti var eðlilegt að sá möguleiki yrði kannaður áður en fallist var á þingrof. Hitt kom þó til, að margir stjórnarandstöðuflokkar m.a.Samfylking, Viðreisn, Miðflokkur og Flokkur fólksins voru samþykkir þingrofinu og þurfti þá ekki fleiri blöðum um það að fletta að rífur meirihluti þingsins studdi þingrof þó ekki hafi verið látið á það reyna með atkvæðagreiðslu.
Hvað sem öðru líður þá hefur stjórnarfarinu í landinu hvað þingrof varðar breyst mikið til batnaðar. Árið 1931 gat Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra laumupokast með samskipti sín við kónginn um þingrof og tilkynnt síðan Alþingi orðinn hlut nánast með sömu orðum og Oliver Cromwell áður þegar hann leysti um breska þingið.
Snautið þið heim þið hafið ekkert hér að gera. Þá urðu þingmenn umboðslausir um leið og þingrofið var samþykkt og það tók gildi árið 1931 um leið og forsætisráðherra hafði lokið ræðu sinni og þingforseti tilkynnti síðan í beinu framhaldi að þingið væri rofið.
Sem betur fer höfum við gengið til góðs í þessum efnum þannig að nú verður að telja að reglan sé sú, að það sé ekki komið undir geðþóttaákvörðun forsætisráðherra eins hvort þing verður rofið eða ekki. Fleiri þurfi um það að véla.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2024 | 13:30
Tilbúinn hvar sem vera skal
Brynjar Níelsson fv.þingmaður sækist eftir sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins og er það ánægjuefni. Nái hann kjöri má telja upp á að almenn leiðindi á Alþingi verði minni en verið hefur á þessu kjörtímabili þar sem á hefur skort að á þingi sitji fólk sem sér líka spaugilegu hlutina við tilveruna.
Skv. frétt mbl.is má skilja Brynjar, að hann sé tilbúinn í slaginn í hvaða kjördæmi sem er. Þegar atkvæði eru talin í alþingiskosningum er jafnan talað um flakkarann sem er sá þingmaður óbundinn kjördæmum sem dettur inn sem jöfnunarmaður síðast allra. Nú býðst Brynjar til að vera flakkari fyrirfram.
Sumir ætla vegna þess skamma tíma, sem eru fram að kjördegi,að þá sé ekki annað í stöðunni en að samþykkja óbreytta framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Það er rangt. Allar heimildir eru fyrir hendi í skipulagsreglum til að lýðræðið fái að ráða og kjördæmisráð ákveði framboðslista flokksins óbundið af því hverjir sitja fyrir í hvaða fleti.
Mikilvægt er að breytingar verði á framboðslistum Flokksins og þess sjáist glögg merki að Flokkurinn telji nú nauðsynlegt að víkja í burtu því vinstra foraði sem Flokkurinn hefur of lengi verið fastur í.
Einnig að sú einarða afstaða flokksmanna, sem kemur fram í skoðanakönnunum. um að gæta verði fullveldis þjóðarinnar og játast ekki undir erlent skattlagningarvald hvort sem er í loftslagsmálum eða á öðrum sviðum, fái framgang með því að fulltrúar þeirra sjónarmiða skipi sæti efst eða ofarlega á framboðslistum Flokksins. Þar er til mikils að vinna hvað varðar heildarfylgi Flokksins að vel takist til.
14.10.2024 | 22:13
Ótrúleg vanþekking á stjórnskipun landsins.
Í viðtalsþætti formanna stjórnmálaflokkanna í kvöld kom fram ótrúleg vanþekking á þeim atriðum í stjórnskipun landsins sem snúa að Alþingi og ríkisstjórn. Ekki var annað ráðið, en Bjarni Benediktsson væri sá eini, sem kynni skil á stjórnskipun landsins.
Það er ekki von á vandaðri lagasetningu frá Alþingi þegar helstu forustumenn stjórnmálanna hafa ekki einu sinni kynt sér stjórnarskrána og helstu atriði íslenskrar stjórnskipunar í þaula.
Í fyrsta lagi virtist skorta á að forustumennirnir gerðu sér grein fyrir því hvað felst í þingrofi. Það ætti þó ekki að þurfa að vefjast fyrir neinum. Þegar þing er rofið, þá eru engir þingmenn lengur. Fólkið sem situr á Alþingi núna hefur ekki meira að segja um löggjafarmálefni eftir þingrof en Baldur Breiðholtinu eða Árný í Árbæjarhverfinu.
Frá þeim tíma að forseti rýfur þing eru engir Alþingismenn og þar af leiðandi verða ekki afgreidd fjárlög eða önnur lög. Þessvegna eru líka ákvæði í stjórnarskrá að kosið skuli innan fárra daga svo landið sé ekki lengi þingmannslaust.
Verulega skorti á að forustufólkið gerði sér grein fyrir hvaða völd og skyldur starfsstjórn hefur. Bjarni Benediktsson tók raunar þá sem voru hvað galnastir í ágæta kennslustund, en dugði samt ekki til.
Að vanþekkingunni á stjórnskipun landsins frágenginni, þá var þetta um margt ágætur umræðuþáttur og foringjarnir stóðu sig vel að frátalinni Svandísi Svavarsdóttur og Þórhildi Sunnu.
Bjarni Benediktsson náði góðum sprettum og mikið var ánægjulegt að sjá hann á lokametrunum boða eindregna stefnu okkar hægri manna, sem hann gerði frábærlega vel, en hún hefði mátt hljóma og komast að einhverju leyti í framkvæmd öll þau 7 ár sem ríkisstjórnin hefur setið.
Bjarni ásamt Kristrúnu Frostadóttur stóðu sig langbest, en Kristrún var málefnaleg og yfirveguð. Þá komu þau líka sterk inn Sigurður Ingi og Inga Sæland.
Nú þarf forseti lýðveldisins að ákveða sem allra fyrst hvað skuli gera og vandséð er eftir yfirlýsingar forustumanna mikils meirihluta þingmanna að hún geri annað en að fallast á að þing verði rofið og boðað til kosninga 30 nóvember.
Já og þá er að láta hendur standa fram úr ermum til að sem flestir kjósi rétt.
13.10.2024 | 22:17
Hvað nú?
Vonum seinna sleit Bjarni Benediktsson stjórnarsamstarfinu. Það hefði átt að gera löngu fyrr, áður en í óefni væri komið í svo mörgum málum aðallega vegna þvergirðingsháttar VG.
Í rúm 7 ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn gefið svo mikið eftir fyrir VG að það verður erfitt fyrir forustu flokksins og þingflokk að heyja kosningabaráttuna sem trúverðugur hægri sinnaður borgaralegur flokkur sbr. grunnstefnu flokksins:
"Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.
Hvað skal þá til ráða?
13.10.2024 | 15:16
Og ég sem á eftir að vaska upp.
Sagt er að eitt sinn, þegar Lási kokkur og skipsfélagar hans voru úti á rúmsjó, hafi einhver kallað niður til Lása: "skipið er að farast Lási" og þá glumdi um allt skipið."Ó Guð minn góður og ég sem á eftir að vaska upp." Þannig lítur hver með sínum hætti á sitt mikilvægasta hlutverk.
Á Íslandi er ríkisstjórn sem á ekkert erindi lengur. En ráðherrarnir afsaka slímsetu sína í ráðherrastólum með því að það séu svo mörg verkefni sem brýnt sé að leysa áður en þeir standi upp úr stólunum. Þannig er það alltaf. Samt er mikilvægast að losna við ríkisstjórn sem hefur þrotið örendið.
Ríkisstjórnina þraut örendið þegar þáverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir stóð upp úr stólnum. Þá þegar voru andstæður orðnar áberandi og vaxandi. Þess þá heldur mátti öllum vera ljóst að það væri glæfraspil að halda áfram þegar VG mundi breytast í SS (skæruliðasveit Svandísar Svavarsdóttur), sem hefur ekki vílað fyrir sér að ganga gegn stjórnarskrárvörðu atvinnufrelsi og valda einstaklingum, fyrirtækjum og ríkinu milljarða tjóni.
Þar sem ríkisstjórnina skortir framtíðarsýn og innan hennar er ekki samstaða um neitt sem máli skiptir væri ráðlegast fyrir forsætisráðherra að biðjast þegar á morgun lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.
Það er svo annað mál, hvort formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vilja leggja áfram á djúpið, þá með tilstyrk annarra. En þessi ríkisstjórn gengur ekki þar sem VG Svandísar Svavarsdóttur er ekki stjórntækur flokkur lengur.
7.10.2024 | 11:18
Viðurstyggilegur glæpur
Í dag er ár liðið frá einu hræðilegasta grimmdarverki og hryðjuverki sem framið hefur verið. 1.200 manns voru myrt og 251 tekin í gíslingu af hryðjuverkasveitum Hamas allt vegna þess að þau voru Gyðingar. Mesta mannfall Gyðinga frá tímum "Helfararinnar" Ungabörn voru steikt í ofnum og einstaklingar og fjölskyldur brenndar lifandi. Þetta fólk hafði ekkert til saka unnið annað en að tilheyra ákveðnum kynþætti. Árásin var algerlega rasísk.
Konum var hópnauðgað og flestar myrtar síðan og lík þeirra svívirt eins og raunar flestra sem drepnir voru. Hamas liðarnir sem framkvæmdu þennan hrylling voru svo stolltir að þeir hringdu í mömmu eða pabba og sendu myndir af svívirtum líkum Gyðinga, stoltir yfir hryðjuverki sínu. Við skulum minnast þessa í dag. Þessa hroðalega hryðjuverks samtaka sem berst opinberlega fyrir þjóðarmorði á Gyðingum. Öllum Gyðingum hvar svo sem þeir eru.
Ekið var með lík sumra kvenna sem hafði verið nauðgað og líkin svívirt um götur Gasa borgar og þar skyrpti fólk á líkin og lét sér vel líka viðbjóðurinn og hryllingurinn.
Varnarsveitir Ísrael gripu að sjálfsögðu til vopna til að verja land og þjóð. Við skulum muna að stríðið á Gasa er ekki vegna þess að Ísrael hafi óskað eftir því. Það er háð af brýnni nauðsyn, þjóðar sem veit að ef hún sýnir ekki styrkleika verður henni útrýmt.
Hryðjuverkasamtökin Hamas og Hesbollah (stjórnmálaflokkur Guðs) hafa það bæði á stefnuskrá sinni að drepa alla Gyðinga, karla, konur og börn hvar svo sem þeir finnast. Þegar talað er um þjóðarmorð þá er það yfirlýst stefna þessara samtaka að fremja þjóðarmorð á Gyðingum. Það er því argasta öfugmæli þegar því er haldið fram að Ísrael í sinni varnarbaráttu sé að framkvæma þjóðarmorð. Því fer fjarri.
Varnarsveitir Ísrael hefur tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Gyðingum með því að sýna styrk og reynt til hins ítrasta að koma í veg fyrir að almennir borgarar slasist eða deyji. Í því sambandi er athyglisvert að skoða íslenska fréttamiðla einkum RÚV. Aldrei segir sú fréttastofa að rúmlega 18 þúsund liðsmenn Hamas hafi fallið í átökunum. Þvert á móti er látið líta svo út sem allir þeir sem falla á Gasa séu konur, börn og gamalmenni. Afbökun staðreynda hjá RÚV er algjör.
Hamas liðar eins og Hesbollah skæruliðar telja það málstað sínum til stuðnings að sem flestir óbreyttir borgarar falli og þeir hafa því komið stjórnstöðvum sínum og skotpöllum fyrir undir sjúkrahúsum, barnaleikvöllum, skólum og í fjölbýlishúsum til að nota íbúa á Gasa sem mannlega skildi fyrir sig. Til að verjast og geta farið úr einu hverfi í annað hafa Hamas liðar gert göng undir Gasa sem eru lengri en allt neðanjarðar lestarkerfið í Lundúnum. Já og það er allt gert fyrir mannúðar aðstoð frá Vesturlöndum.
Það er verið að fást við harðsvíruðustu hryðjuverkahópa í heimi verri en ÍSIS og Al Kaída.
Hesbollah er talið hafa um 100 þúsund vígamenn og 150 þúsund eldflaugar. Þeir hafa skotið þeim á Ísrael eftir hentugleikum þeirra og mikill fjöldi íbúa í norður Ísrael þurftu að yfirgefa heimili sín í upphafi átakanna, en RÚV og vestrænir fréttamiðlar segja aldrei frá því.
Það er nánast ótrúlegt að svo margir á Vesturlöndum skuli ekki sjá þennan einfalda veruleika sem blasir við í baráttunni við þessi hryðjuverkasamtök sem gerð eru út af klerkastjórninni í Íran þar sem konur eru drepnar fyrir að hafa hár sitt ekki hulið.
Það er líka ótrúlegt að fólk á Veturlöndum skuli veifa fána Hamas og kyrja möntruna þeirra frá ánni til sjávar sem þýðir í raun drepum alla Gyðinga. Slíkt á ekki að líðast, það er rasismi af verstu sort.
Einkar athyglivert hefur verið að fylgjast með því að allan þann tíma sem að Ísraelsmenn hafa staðið í varnaraðgerðum vegna þeirra árása sem gerð hefur verið á þá, hafa vestrænir stjónmálamenn hamast við að þrýsta á þá að gera vopnahlé. Vopnahlé, sem er eingöngu í þágu hryðjuverkahópanna og mundi leiða til þess að Hamas gæti náð að vígvæðist á nýjan leik og fremja ný hryðjuverk.
Við getum ekki liðið hryðjuverkahópa, sem hafa þjóðarmorð á stefnuskrá sinni. Biden er því miður úr takt við raunveruleikann í þessu máli sem svo mörgum öðrum. En fátt hefur sýnt jafn mikinn veikleika og aumingjaskap og framganga Biden stjórnarinnar í þessu máli. Af hverju studdu þeir ekki bandamenn sína Ísrael þegar Íran hefur látið sprengjum rigna yfir Ísrael og sýndu klerkastjórninni að þetta yrði ekki liðið og hvað með Hútana í Yemen sem Klerkastjórnin í Íran vígvæðir. Af hverju er þeim ekki svarað. Þeir hika þó ekki við að ráðast gegn öllu vestrænu.
Þess vegna er svo dapurlegt að sjá ungt fólk samsama sig með hryðjuverkahópunum sem ætla að útrýma Gyðingum, en felstir þeirra munu ná áttum þegar aldurinn færist yfir. Það er verra með stjórnmálamenn í Evrópu og Bandaríkjunum, sem neita að horfast í augu við hvað er að etja og skyldu okkar til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Gyðingum og nauðsyn þess fyrir okkur að sú varnarlína sem Gyðingar reisa í Ísrael gegn hryðjuverkaöflunum bresti ekki og færist til Evrópu. En það gerist bili sú brjóstvörn og hetjuskapur og hreysti, sem Ísrael sýnir núna.
Í dag skulum við minnast þeirra sem féllu í hryðjuverkaárás Hamas og við skulum líka minnast þess af hverju Varnarsveitir Ísrael þurfa að standa í bóðugum mannskæðum átökum við hryðjuverkahópa.
Stöndum með Ísrael gegn rasísku hryðjuverka- og öfgaöflunum.
6.10.2024 | 21:06
Nú skal hamarinn þyngdur og sigðin brýnd sem aldrei fyrr.
Landsfundi VG er lokið og síbrotaráðherran Svandís Svavarsdóttir var kjörinn formaður. Líkur eru á að við lok ríkisstjórnarsamstarfsins falli dómur vegna embættisafglapa hennar, sem muni kosta skattgreiðendur milljarða.
Nýkjörni formaðurinn var að vonum glöð yfir frama sínum og boðar að nú skuli hamarinn þyngdur og sigðin brýnd sem aldrei fyrr til að koma auðvaldinu á kné og koma í veg fyrir samkeppni. Þess í stað skuli auka skattheimtu, þó ekki sé sérstaklega getið til hvers. Vinstri öfgaflokkur eins og VG á aldrei í vanda með að eyða annarra manna fé.
Já og ríkisstjórnina segur VG mega skröngla fram á vor náist samstaða um óræðar frekari áhugamál VG.
Ríkisstjórnin hefur setið í tæp 8 ár. Í upphafi samstarfsins komu flokkarnir sér saman um málefnasamning, sem síðan var endurnýjaður með breytingum í upphafi þessa kjörtímabils. Hann var síðan enn og aftur ritrýndur og um hluti samið þegar Katrín ætlaði að verða forseti og Bjarni Benediktsson tók við.
Ef til vill væri gott að nýr formaður VG horfði í spegil og svaraði þeirri spurningu ærlega hvað væri helsta vandamál ríkisstjórnarinnar. Heiðarlegt svar væri frekja og yfirgangur VG í stjórnarsamstarfinu ekki síst hennar sjálfrar.
Með sama hætti mætti forsætisráðherra horfa í spegil og spyrja hve lengi enn ætlið þið í VG að misbjóða þolinmæði vorri, eins og ræðusnillingurinn Cicero í hinni fornu Rómaborg mælti, til helsta misyndismannsins í rómverska senatinu um 50 fyrir Krist.
En hættan er sú að forsætisráðherra láti enn og aftur bullið og ruglið í þessum öfgavinstri flokk yfir sig ganga eins og ekkert sé og rýri þar með kapítal eigin flokks enþá meira.
Það er þegar allt of langt gengið í þjónkun við VG og segja má að ríkisstjórn Bjarna Ben hefði átt fyrir löngu að segja það sem Hermann Jónasson þáverandi forsætisráðherra Framsóknar sagði árið 1958 "innan ríkisstjórnarinnar er ekki samstaða um neitt sem máli skiptir" og sagði síðan af sér. Samstaða innan þessarar ríkisstjórnar um það sem máli skiptir hefur ekki verið til staðar lengi. Slíkar ríkisstjórnir eiga að víkja því þær eru ekki á vetur setjandi.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 298
- Sl. sólarhring: 691
- Sl. viku: 4119
- Frá upphafi: 2427919
Annað
- Innlit í dag: 274
- Innlit sl. viku: 3810
- Gestir í dag: 265
- IP-tölur í dag: 254
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson